Tíminn - 20.01.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.01.1995, Blaðsíða 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Léttir til meö NA-stinningskalda. • Breiöafjör&ur og Vestfir&ir: Nor&austan hvassviöri og vaxandi éljagangur. Einkum noröan til. • Nor&urland eystra: Allhvöss NA-átt og él upp úr hádegi. • Austurland a& Clettingi og Austfir&ir: Cengur í noröaustan hvassviöri meö rigningu. Föstudagur 20. janúar 1995 • Strandir og Nor&urland vestra: Vaxandi NA-átt, allhvasst e&a • Suöausturland: Vaxandi NA-átt. Úrkomulítiö. hvasst. Éljagangur. Tvö snjóflóö skammt frá Hvammstanga: 800 metra breitt snjó- flób drap um 80 kindur Stórt snjóflób féll skammt frá bænum Ytri Ánastööum, noröan viö Hvammstanga og drap þar um 80 kindur, auk fjögurra hrossa. Ekki er vitaö nákvæmlega hvenær flóöiö féll, en heimamenn giska á aö þaö hafi falliö skömmu eftir kvöldmat í fyrrakvöld. Þetta byggja þeir á því aö í munni ánna var ennþá jórturtugga, en þeim haföi veriö gefiö um kl. 18.00. Tuttugu manna björgunarlið vann aö því í gær og fram á kvöld við aö grafa upp gripina, fimmtán frá Hvammstanga og fimm frá Laugabakka. Snjóflóðið sem féll á Ytri Ánastaði er um 800 metra breitt, tók með sér tvö fjárhús sem í voru 157 kindur, en af þeim tókst að ná um 80 lifandi, en um 80 önnur voru dauö. Þá fundust þrjú dauð hross, eitt á lífi, auk þess sem hópur hrossa var utandyra og í gær var ekki ljóst hvort einhver þeirra hefðu lent í flóðinu. Snjóflóðið gereyðilagði einn- ig íbúðarhús, Bólstaði, sem stóö þar skammt frá, en það hefur staöið yfirgefið um árabil. Þar stóð einnig bifreið og bar snjó- flóöið hann um 20 metra, en hann reyndist lítið skemmdur. Skammt sunnan við Ytri Ánastaði er annar bær, Syðri Ánastaðir og þar féll annað snjóflóð á yfirgefin útihús og stórskemmdi þau, auk þess sem það eyöilagði hjólhýsi. Flóðið klofnaði við útihúsin og rann hvort sínu megin við íbúðarhús á staðnum, sem einnig er yfir- gefið og brotnuðu rúður í hús- inu. ■ Ástandiö á Vestfjöröum og harmleikurinn á Súöavík: Frumkönnun á skemmdum og reynt ab meta ástandið Nokkur hópur manna var í gær fluttur með togaranum Haffara til aö kanna skemmd- ir á mannvirkjum og reyna ab meta ástandiö á stabnum. Þá var Vegagerb ríkisins aö rybja veginn um Súbavíkurhlíö og gert var ráö fyrir ab því lyki í nótt. Að ööru leyti er allt viö þab sama í Súðavík og fjölda fólks er haldib þar í lágmarki. Brottflutningur björgunar- sveitarmannanna sem voru viö störf á Súöavík í vikunni, hófst fyrir alvöru í gær frá ísafiröi, en Flugleiðir fóru tvær ferðir þang- að. í gær var búið að aflýsa hættuástandi á Patreksfiröi, Bíldudal og Bolungarvík. Hins vegar er enn hættuástand í Hnífsdal og á Flateyri, en síma- sambandslaust var þangað í gær og erfitt að fá fréttir af ástand- inu. Þá var einnig símasam- bandslaust viö Boiungarvík í gær, eftir að ljósleiðari fór í sundur. Þyrla varnarliðsins fór eina ferð í gær með viðgerðarmenn frá Pósti og síma til viðgerða á tengihúsi viö Krossholt á Barða- strönd, en símasambandslaust var víða vegna þeirrar bilunar. í gær hófst landssöfnunin „Samhugur í verki" og voru undirtektar góðar strax í byrjun. Víða var strax hafin söfnun inn- an félaga og fyrirtækja og fjöl- margir lýstu yfir fjárframlögum og hvöttu félagsmenn sína til að styöja við bakið á Súövíkingum. Kaupmannasamtökin beindu því til allra félagsmanna, að þeir taki virkan þátt í söfnuninni, Kolaportið bauð þeim sem hyggja á fjáröflun í þágu mál- staðarins ókeypis aðstöðu og / gœr var hœgt aö ftjúga til ísafjaröar og Patreksfjaröar en þaö hefur ekki veriö hœgt aö gera síöan um síöustu helgi. Tvœr feröir voru farnar til ísafjaröar, en aflýsa varö tveimur öörum vegna þess hve seint ígœr var þangaö fært. Um sjötíu manns bíöa nú eftir flugi þangaö í Reykjavík, en um fimmtíu manns eftir flugi frá ísafiröi. Ófœrt var til Þingeyrar í gœr. Þessi mynd er tekin á Reykjavíkurflugvelli ígœr. Tímamynd cs bæjarstjórn Seltjarnarness lýsti 255 þúsund króna framlagi til handa Súövíkingum, auk þess sem Seltirningar vottuðu þeim samúð sína. Islenskir tónlistar- menn láta ekki sitt eftir liggja, því á mánudag verða haldnir minningar- og styrktartónleikar og rennur allur ágóði til söfnun- arinnar. Þar koma fram fjöl- margir tónlistarmenn, s.s. Egill Ólafsson, KK, Ragnar Bjarna- son, Spoon og margir fleiri. Samband íslenskra sveitarfé- laga sendi hreppsnefnd Súða- víkurhrepps og öllum íbúum hans, innilegar samúðarkveðjur og lýsti því jafnframt yfir að sambandið myndi þegar hefja undirbúning að samvinnu allra sveitarfélaga í landinu um að- stoð þeirra Súðavíkurhrepp. En þaö er ekki einungis frá innlendum aðilum sem samúð- arkveðjur berast, því ríkisstjóm- ir allra Norðurlandanna hafa þegar gert, auk ríkisstjórnar Þýskalands og forseta Banda- ríkjanna, sem lýsti því jafnframt yfir að bandarísk stjórnvöld myndu bjóöa fram fjárhagslega aðstoð að fjárhæð ein og hálf milljón króna. í Færeyjum hófst söfnun að frumkvæði kirkjunn- ar þar í landi, sem stendur næstu daga. ■ Ríkislögmaöur: Ekki sjálfkrafa vanhcefni félagsmálaráöherra aö fást viö Hafnarfjaröarkœrumál: Rannveig biður Davíb að skipa seturáðherra Ríkislögmaöur telur Rann- veigu Guömundsdóttur fé- lagsmálaráöherra ekki sjálf- krafa vanhæfa til aö fjalla um margumrædd kærumál í Hafnarfiröi. Rannveig hefur eigi aö síöur ákveöiö aö rétt sé aö óska eftir því vib forsætis- ráöherra aö skipaöur verbi seturáöherra til aö úrskuröa í umræddu kærumáli. Hér er, sem kunnugt er, um aö ræöa kæru formanns bæjarrábs og bæjarstjóra Hafnarfjaröar vegna fjármálalegra viöskipta Hafnarfjaröarbæjar vib fyrir- tækiö Hagvirki—Klett hf. árin 1992 til 1994. Vegna kröfu um að félags- málaráðherra viki sæti í þessu máli 'óskaði hún álits ríkislög- manns um vanhæfi: í fyrsta lagi fyrir það að vera flokkssystir meirihlutamanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar umrætt tímabil. Og í öðm lagi fyrir það að vera samþingmaður Guðmundar Árna Stefánssonar, þáverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra. Álit ríkislögmanns er, að ráð- herra sé ekki sjálfkrafa vanhæfur á grundvelli stjórnsýslulaga til ab fjalla um framangreinda kæm á gmndvelli fyrrnefndra tengsla. Ríkislögmaður bendir m.a. á, að óhjákvæmilegt sé að samflokks- menn félagsmálaráðherra hljóti á hverjum tíma að sitja í sveitar- stjórnum, annað hvort í meiri- eða minnihluta, um land allt. Ef viðurkennt væri ab vanhæfi til úrskurðar mála fylgdu flokks- tengslum, myndi það því valda vanhæfi rábherra til mebferöar flestra mála sem koma til hans kasta á gmndvelli sveitarstjórn- arlaga. Slíkt væri í andstöðu vib gmndvallarreglur stjórnskipunar og stjórnsýsluréttar. í tilkynningu félagsmálaráð- herra er hins vegar vísab til þess að við nánari athugun á gmnd- velli hinnar matkenndu hæfis- reglu (6.tl. l.mg. 3.gr. stjórn- sýslulaga) komi í ljós að unnt sé ab skapa tortryggni um hæfi ráð- herra á þeim gmndvelli að hann kunni að hafa einstaka hags- muni af úrlausn málsins, svo sem ágóða, tap eða óhagræöi. Þar sem félagsmálarábuneytib hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna sem rábuneyti sveitar- stjórnarmála segir ráðherra, Rannveig Gubmundsdóttir, ab þab verði að vera hafið yfir vangavelmr um hlutdrægni, yfir- hylmingu eöa ómálefnaleg sjón- armið. ■ Frumvarp ab fjárhagsácetlun Reykjavíkur gerir ráb fyrir rúmlega 17 milljarba skatttekjum: Gjöldin 147.500 kr. á borgarbúa Frumvarp ab fjarhagsáætlun Reykjavíkurborgar gerir ráb fyrir tæplega 15,2 milljarba króna útgjöldum á þessu ári (sem samsvarar 147.500 krónum á hvern borgarbúa). Áætlaöar skatttekjur eru rösk- lega 11 milljaröar króna (rúmar 107 þús. kr. á íbúa) og aörar tekjur rúmlega 5,8 millj- aröar. Tekjur umfram gjöld, um 1.660 milljónir, fara til eigna- breytinga. Áætlað er að stjórn borgarinnar kosti tæpar 430 milljónir, eða 2,8% heildarút- gjalda. Um 170 milljónir eru merktar átaksverkefnum í at- vinnumálum. Framlag til SVR nema 240 m. kr. Tæplega fjórðungur útgjald- anna, rúmlega 3.700 milljónir króna, er vegna skólamála og dagvistar barna og skiptist nán- ast til helminga á hvorn lið. Götur og holræsi eru hins vegar langstærsti einstaki út- gjaldaliðurinn, nærri 2.880 milljónir króna (þar af 775 m. kr. til nýbyggingar). Til félagsmála fara 1.720 m. kr., æskulýðs/íþrótta 1.550 m.kr. og rúmar 1.110 m.kr. til öldrunarmála. ■ TVÖFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.