Tíminn - 20.01.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.01.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. janúar 1995 SMtfn 11 Helgi Indribason Fæddur 30. janúar 1914 Dáinn 14. janúar 1995 Bóndi er bústólpi. Bú er landstólpi. Því skal hann virður vel. (Jónas Hallgrímsson) Þessi fallegu orð voru sett fram fyrir rúmlega hundraö og fimm- tíu árum, en næstum víst að hver einasti íbúi jaessa lands hafi tekið undir þau. Eg leyfi mér að hafa þau að yfirskrift að minningar- orðum um aldraðan bónda. Bændur, sem byrjuðu búskap á fimmta áratugnum, urðu þátttak- endur í landbúnaðarbyltingunni miklu í húsakosti, ræktun og tækni, sem leiddi af sér meira af- komuöryggi og létti störfin. í þessari framfarasókn tók vinur minn og nágranni til margra ára, Helgi frá Ásatúni í Hrunamanna- hreppi, þátt af mikilli atorku, en alltaf raunsærri fyrirhyggju. Hann var fæddur þar, sonur hjónanna Gróu Magnúsdóttur og Indriða Grímssonar, í hópi ellefu barna er þeim fæddust. Það má alveg geta sér til, að þurft hefur að vinna hörðum höndum til að sjá svona stórri fjölskyldu fyrir lífsviðurværi. En í þá daga kunnu menn að gera mikið úr litlu með nýtni, sparn- aði og ráðdeild. Þá var tæknin engin og vinna þurfti allt meö höndunum. Nýttist smáfólkið til ýmissa snúninga, sem léttu und- ir. Helgi bar þess merki að vera al- inn upp á traustu og góðu heimili Andvari. Nýr flokkur XXXVI. 119 ár. Þetta hefti Andvara tengist af- mæli lýðveldis á íslandi og fer vissulega vel á því. Þar er um tímamót og tímamörk að ræða, sem vekja hugsun um horfur og gengi. Heftið byrjar á afmælishug- vekju frá ritstjóranum Gunnari Stefánssyni. Sú hugleiðing er mjög tímabær, þó að takmarkað sé hve langt verði rakið í svo stuttu ávarpi. Hér má nefna um- mælin um „tvískinnung" í fisk- veiðimálum þar sem við fyrrum „börðumst fyrir rétti strandríkja", en nú er sótt í Smuguna og á mið- in við Svalbarða með hæpnum rétti úthafsþjóða sem við áður andæfðum á heimamiðum. Rétt er nú það, en hverra kosta er völ? Auðvitaö viljum við samn- inga um stjórn og skipulag allra fiskveiða. Að því viljum við stefna. Og ekki erum við að þráast við að staðfesta þjóðréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Eig- um við þá nú að leggja hendur í skaut og hafast ekki að? Hvers væri þá að vænta? Ef keppinautar vorir, Norð- menn og Rússar, trúa því sem þeir segja um að veiðar íslendinga stofni auðlindinni í Norðurhöf- um í háska, mætti e.t.v. gera ráð fyrir því að sú samkeppni leiði huga þeirra að því að farsælast kynni að vera að koma lögum yf- ir þessar veiðar. Þá gæti sú sókn héðan þrýst á aö veita viöleitn- inni um samkomulag stuðning. Hér þarf því að meta málið í heild. Með því að viðurkenna í verki sjálftekinn einkarétt keppi- nautanna og hafast ekki að, vinn- um við lítið að framgangi stefnu okkar. Því er eðlilegt að meta mál- ið allt frá rótum. Andvari flytur að þessu sinni grein um Geir Hallgrímsson eftir Davíö Oddsson. Hann gerir þar t MINNING og oft minntist hann sinna góðu systkina, enda voru með þeim kærleikar og samheldni alla tíð. Hann fékk sína grunnmenntun í farskóla á ýmsum menningar- heimilum í sveitinni hjá góðum kennurum. Hann haföi augun opin og lærði fljótt að tileinka sér allt sem var jákvætt og horfði til heilla í landbúnaðinum. En til að undir- strika enn betur ást sína á gróöur- moldinni og búsmalanum fór hann í Bændaskólann á Hólum. Þar átti hann góða daga, eignaðist nýja vini víðsvegar að af landinu, víkkaði sjóndeildarhringinn og bætti við þekkinguna. Forráða- menn skólans sáu aö Helgi var af- bragðs skepnuhirðir og verkmað- ur góður. Hann varð því starfs- maöur við skólabúið í nokkurn tíma. Um þetta leyti vantaði Bjarna skólastjóra á Laugarvatni ráðs- mann. Hann rak þar umfangs- mikinn búskap og mun hafa frétt af þessum vaska Hólasveini. Tók hann til starfa hjá sér. Helgi hlaut af góðan orðstír og mikla reynslu. Draumarnir rætast og ævintýr- in gerast. Árið 1946 fékk Helgi ábúð á jörðinni Laugarási, sem er kostamikil einkum vegna jarðhita og ræktunarmöguleika. Áður en flutt Ýar að Laugarási giftist Helgi heitkonu sinni Guð- nýju Guðmundsdóttur, ættaðri úr Önundarfirði, sem átti eftir að TIMARIT HALLDÓR KRISTJÁNSSON grein fyrir stjórnmálamanni og starfsferli hans og flest gott um þaö að segja. Valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins veröur þar fyrirferðarmikil og er óspart vitn- að í fundargerðir flokksins. Þar kemur margt fram um baráttu leiðtoganna og örlar hvergi á málefnalegum ágreiningi í þeirri baráttu. En þau átök telur Davíð enn svo nærri að erfitt sé að ræða þau í jafnvægi. í sambandi við myndun ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen tal- ar Davíð um „ódrengskaparleik" af hálfu Framsóknarflokksins. Er svo aö skilja að þar sé átt við að taka þátt í stjórnarmyndun Gunnars og þar með aö spilla samstöðu og einingu í Sjálfstæðis- flokknum, „stærsta flokki lands- ins". Þau ummæli eru vissulega umhugsunarverð. Ekki var talað um „ódrengskap- arleik" þegar Ólafur Thors mynd- aði Nýsköpunarstjórnina, sem 5 flokksbræður hans á þingi neit- uðu að styðja. Mun þó ýmsum finnast að flokksmönnum séu slík mál skyldari en andstæðingum. Greini flokksmenn á innbyrðis um stjórnarmyndun, er það þeirra aö taka ákvarðanir. Vilji þeir ganga til samstarfs utan flokksins, er þeim það frjálst. Telji þeir aö slíkt sé þjóðinni fyrir bestu, er það ekkert ódrengskap- arbragð að taka því. Aörar athugasemdir við þetta æviágrip Geirs Hallgrímssonar sé ég ekki ástæðu til að gera, nema þar sem stendur á bls. 39: „Þótti Ólafur Jóhannesson ekki alltaf leggja Geir Hallgrímssyni það lið sem hann gat í landhelgismál- setja svip á umhverfi sitt fyrir mannkosti sína, dugnað, hispurs- leysi, glaðværð og hnyttin tilsvör, sem glæddu samferðamennina. Ekki er að orðlengja það, að frá fyrsta degi tóku þau ástfóstri við staðinn, enda útsýni óvenju fag- urt á bæjarhlaðinu. Ekki er hægt að lýsa með orð- um þeirri sælutilfinningu að verða bóndi og axla ábyrgð á öllu því lífi sem bændum er trúað fyr- ir. Láta tvö grös vaxa þar sem eitt var áður, og sérhver skepna verö- ur hans trúnaðarvinur, þó skyn- laus sé. Þannig rækti Helgi bóndastarf- ið. Bæði hjónin voru einstök snyrtimenni þar sem hver hlutur hafði ákveðinn stað. Heimili og gripahús litu þannig út ab það gladdi gestsaugað og þeirra eigin hjörtu. Ekki ætla ég ab halda því fram að smjör hafi dropið af hverju strái hjá þeim hjónum, en víst er um þab að þau höfbu byggt öll hús frá grunni og túnin marg- földuðust, teygðu sig um holtin út frá bænum, vel gerð og ekkert til sparab aö þau gæfu mikla upp- skeru. Helgi var dulur mabur, en tröll- tryggur vinum sínum og sam- ferðamönnum; tranaði sér aldrei fram til að hljóta mannvirðingar. Þó var hann félagslyndur, fylgdist með í fagfélögum bænda, var einn af stofnendum hestamanna- félagsins Loga. Um brennandi áhuga hans á hestum mætti skrifa langt mál. Ferðir sem farnar voru milli landsfjórðunga, stundum inu." Skoðanir þeirra Geirs og Ól- afs um vinnubrögð í þeirri deilu féllu ekki alltaf alls kostar saman og Ólafur vildi aubvitað fremur vinna fyrir þjóð sína en forsætis- rábherra. En nú líður ab þvi að rétt sé að segja sögu þorskastríðs- ins skipulega. Þab hefur ekki ver- ið^ert enn sem komib er. I þessum Andvara er grein eftir Jón Þ. Þór um fyrstu skref í land- helgismálinu, útfærslu fiskveiði- landhelginnar í 4 mílur. Um þá sögu munu ekki standa deilur. En þegar lengra er haldið og kemur að 12 mílunum, mun a.m.k. verða nokkur blæmunur á eftir því hver segir frá. Enn eru tvær ritgerðir í þessu hefti sem mjög tengjast afmæl- inu. Gunnar Karlsson skrifar um þrjár sögur úr frelsisbaráttunni, Hannes Hólmsteinn Gissurarson á ritgerbina: Frá frumstæöu bændaveldi til fjölþætts nútíma- skipulags, þróun íslensks þjóðlífs 1880-1990 í augum nokkurra fræbimanna í félagsvísindum. Þetta eru fróðlegar ritgerðir, sem vert er að lesa. Hér er lagður grundvöllur að umræbu sem ætti að fara fram sem víðast. En ekki skyldu menn trúa í blindni öllu sem fræðimennirnir segja. Þaö er t.d. nokkuö djörf fullyrð- ing hjá Hannesi er hann segir: „Hefði ríkið ekki rekið orkufyrir- tækin, heldur einstaklingar, þá þyrfti ekki heldur að hafa veruleg- ar áhyggjur af offjárfestingu, væri hún einhver, þá bitnabi hún á eigendum orkuveranna, ekki al- menningi." Hvar hefur sá verið sem þetta skrifar? Hefur hann ekkert heyrt eba séð um 40 milljarba tapaðar skuldir umfram það sem náðist af eigendum? En hann fortók þó ekki að eitthvað kynni ab hafa lent á eigendunum. Þab hefur margt verib sagt um einn. Ég minnist ferða um ná- grennið. Það var hrífandi að sjá hvaö gæöingurinn og hann urðu eitt. Þegar áð var í fallegri laut og Helgi hafði lagt sig, teygað ilm- inn úr jöröinni, horft upp í heið- an himininn, þá var algleymið nálægt, hafði nært sálina full- komlega. Mikil gleði ríkti í Laugarási í ársbyrjun 1952, þegar þau fengu kjördóttur, þriggja nátta gamla. Fékk hún nafnið Gróa Kristín. Áður höfðu þau tekið að sér stjúp- son, Birgi. Auk þess ólu þau upp tvíburadótturdætur sínar, Helgu og Guðnýju. Vorið 1970 tóku hjónin þá stóru ákvörbun að hætta búskap og flytja til Reykjavíkur, vegna of mikils álags og heilsuleysis Helga. Þá var ört vaxandi gróburhúsa- byggð í Laugarási, sem ,'eiddi af sér að skepnuhald var lagt niður. Keypt var íbúð við Háaleitisbraut- ina, sem fjölskyldan sameinaðist um að gera að glæsilegu heimili Gunnar Stefánsson ritstjóri. loödýrarækt og offjárfestingu hér á landi. Þar varð verðfall vegna of mikils framboðs. Þar munu Danir og Finnar hafa verið framarlega í flokki, þó að það bitnaði engu síður á Islendingum. En sama sagan átti sér stað um álið. Leibtogar vorir töldu nýtt ál- ver á næsta leiti, enda oftar en einu sinni búið ab auglýsa undir- skriftir þess vegna. Og við flýttum okkur að virkja, svo að ekki stæði á orkunni. Það þarf sterka trú til aö álykta að ekkert hefði gengið úr skorðum, ef orkuverin hefðu veriö í einkaeign. Hannes Hólmsteinn heldur á lofti eftir Gylfa Þ. Gíslasyni „að líklega hafi Pálmi Jónsson bætt kjör íslenskrar alþýðu jafnmikið eða meira en sextíu ára barátta ýmissa verkalýðsfélaga". Hann hefur fyrri skrifað um Pálma í Hagkaup. Hér er nokkub talab um fyrir- greiðslumenn og -flokka. Hannes Hólmsteinn nefnir ekki hvað Pálma varð til happs, þegar þurrð varö fjár við að byggja Kringluna. Þá kom „fyrirgreibslupólitíkus- inn" Albert Guðmundsson og lét ÁTVR kaupa sig inn í Kringluna og þar með var stíflan sprengd, og opna þab vinum og vanda- mönnum, þar sem þeim var vel tekið af alúb og rausn eins og í Laugarási. Helgi vann hjá tveimur stórfyr- irtækjum í Reykjavík. Forráða- menn þeirra vissu að óhætt var að ráða til sín mann sem hafði veriö bóndi, þó bakið væri eilítið fariö að bogna. Trúmennskan og verk- áhuginn var slíkur hjá Helga að honum voru fengnir lyklar að þeim, enda var hann ætíð fyrstur manna á staðinn. Þegar þessi lögskráði eftirlauna- aldur dundi yfir, var Guðný oröin þaö veik að hún þurfti aðhlynn- ingu og fór að Kumbaravogi. Þangaö fór Helgi síðar. Þar end- uðu þau bæði ævi sína í höndum góðs hjúkrunarfólks, með tæp- lega tveggja ára millibili. Litla samfélagið í Skálholtssól.n tók upp þá menningarstarfsemi að halda spilakvöld með ótrúlega fjölbreyttum skemmtiatriðum nokkrum sinnum á vetri til skipt- is á bæjunum. Þetta skapaði sam- heldni og var góð upplyfting þar sem kornabörn og öldungar áttu samleið. Þar sem bílakostur var þá lítill, var jafnvel gripið til traktora og austan og sunnan yfir Hvítá varð að fara yfir ána á bátum. Það þurfti að flytja stóla og kökur, en kaffi hitað á staðnum. Oft var þröngt setinn bekkurinn. Áttu Laugaráshjónin góðan þátt í þessu. En þessu lauk að mestu með tilkomu sjónvarpsins. Ég og fjölskylda mín senda ást- vinum öllum innilegar samúbar- kveöjur. Biðjum Guð að blessa Helga og þökkum margar dýrmætar stund- ir. Bjöm Erlendsson Geir Hallgrímsson, fyrrverandi for- sœtisráöherra. Kringlunni og Pálma borgið. En þrátt fyrir einkaeign í versl- un hafa þar orðið nokkur gjald- þrot og ekki öll orðið greidd af eigendum. Hér veröur að stilla orðum í hóf, líka hvað fjölda þeirra varö- ar. En auk þess sem nefnt hefur verið eru í Ándvara skemmtilegar greinar. Þar má nefna erindi Krist- jáns Kristjánssonar Ab lifa mönn- um, úr Berlínardagbók Kristins E. Andréssonar 1930, skemmtilega grein Sveins Ingva Egilssonar um Hulduljób Jónasar og grein Ara Páls Kristinssonar vegna orðtaka- safna. Þá er enn ónefnd ritgerö ritstjórans um ung skáld í aldar- byrjun, Þórberg Þórðarson og Jó- hann Jónsson. Og enn eru nokkur ljóö. Andvari er í besta lagi þjóblegt íslenskt tímarit, sem verðskuldar að almenningur lesi það vegna þess sem þar er sagt. Enda þótt langt sé orðib frá Nýjum félagsrit- um Jóns forseta, sem Andvari er óslitið framhald af, er hér vissu- lega tímarit sem vekur lesendur sína til umhugsunar, sem ætti að skerpa sjón þeirra og dómgreind og verba þannig íslenskri menn- ingu stob og styrkur. ■ Tímarit líðandi stunda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.