Tíminn - 20.01.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. janúar 1995
5
Ingunn St. Svavarsdóttir:
Dýrasti auburinn
Ég á þá ósk aö börn okkar og
unglingar hafi ánægðar mann-
eskjur til að leiðbeina sér og
leiða í gegnum völundarhús
viskunnar. Manneskjur sem eru
tilbúnar til að gefa af sér, vegna
þess að samfélagið kann að
meta störf þeirra og ábyrgð.
Það vantar ekkert á að við ger-
um kröfur, og þær sífellt meiri,
til uppeldismenntaðra starfs-
manna og þeirra sem við treyst-
um fyrir okkar dýrmætasta auði
— börnunum okkar; og þannig
á það auðvitað að vera. Nútíma
þjóðfélag gerir líka meiri og
meiri kröfur til menntunar á
nánast öllum sviðum. Til eru
þeir sem taka svo djúpt í árinni
að telja að framtíð þjóðarinnar
og sjálfstæði beinlínis velti á
góðri menntun og þekkingu
þegnanna og vegi þyngra en
náttúruauðlindir. Vel upplýst
þjóö sé dýrasti auðurinn. Ég tek
undir þetta sjónarmiö og ef-
laust getum við öll verið sam-
mála um aö við viljum að kenn-
arar og aðrir þeir sem hafa með
uppeldi að gera:
- þjálfi hæfileika barna og
unglinga til sköpunar, þrosk-
andi félagsstarfs og gagnrýn-
innar hugsunar,
- auki þroska einstaklinga til
að njóta tómstunda,
- bjóði upp á námsleiðir sem
VETTVANGUR
„ Við foreldrar getum
tekið upp hanskann
fyrir kennara bam-
anna okkar. Þetta eru
samstarfsmenn okkar
í uppeldinu og það er
okkur í hag að þeir
séu ánaegðir í starfi.
Bömunum líður þá
betur, andrúmsloftið
í skólunum verður
léttara og það skilar
sér í náminu."
miðist viö hæfileika og áhuga
hvers og eins,
- varðveiti og ávaxti menn-
ingararfinn, einkum tungu okk-
ar, sögu og þjóðerni,
- efli andlegan, siðgæðislegan
og líkamlegan þroska einstak-
linga,
þannig aö þjóðfélagiö eigi jafn-
an kost á fólki með góða al-
menna menntun og sérþjálfun
á ýmsum sviðum.
En hvernig getum vib tryggt
að þessum markmiðum verði
náð? Mín skoðun er sú, að það
gerum við best með því að
koma til móts við kennarana
okkar, hefja þá til vegs og virð-
ingar og sýna það í verki að við
kunnum ab meta þau mikil-
vægu ábyrgbarstörf sem við fel-
um þeim. Ég tek heilshugar
undir með flokksþingi fram-
sóknarmanna, sem haldiö var í
nóvember sl., sem telur að í
ljósi ofangreindra markmiða
skuli framlög til menntamála
hafa forgang í útgjöldum ríkis-
sjóðs. Forseti okkar, frú Vigdís
Finnbogadóttir, vék einnig ab
gildi menntunarinnar í ára-
mótaræðu sinni og hvatti okkur
sérstaklega til dáða á sviði
menningar- og menntamála.
Hér áður fyrr þótti það virð-
ingarstaða að vera kennari. Ein-
hvern veginn finnst mér eins og
virðing gagnvart kennurum í
samfélagi okkar hafi glutrast
niður og laun þeirra með, og er
það miður. Viröingarleysi og
agaleysi virðist algengara í
seinni tíb. Eflaust er hér um
víxlverkun að ræba, en allt má
þó bæta ef vilji er fyrir hendi og
samstilltu átaki er beitt.
Við foreldrar getum tekiö upp
hanskann fyrir kennara barn-
anna okkar. Þetta eru samstarfs-
menn okkarí uppeldinu og það
er okkur í hag ab þeir séu
ánægðir í starfi. Börnunum líð-
ur þá betur, andrúmsloftið í
skólunum verður léttara og það
skilar sér í náminu.
Ég skora á foreldrana í land-
inu að sýna í verki, að vib kunn-
um ab meta störf meb-uppal-
enda okkar og styðja kennara í
þeirri varnarstöðu sem þeir
virðast komnir í — þeir eiga það
skiliö.
Höfundur er sálfræ&ingur og sveitar-
stjóri í Öxarfiröi og 4. maöur á lista Fram-
sóknarflokksins á Noröurlandi eystra í
komandi kosningum.
Jónas Tryggvason:
Lærum af reynslu
annarra þ j óða
Á ráðstefnu um viðreisn þorsk-
stofnsins, sem haldin var á dög-
unum, tók sjávarútvegsrábherra
Kanada, Brian Tobin, það fram
að þeir geti aðeins kennt okkur
íslendingum eitt varðandi sjáv-
arútvegsmál: „Gerið ekki það
sem við höfum gert."
Hvað er það sem helst hefur
farið miður hjá Kanadamönn-
um?
Fyrir utan hratt versnandi
skilyrbi í hafinu austur af Kan-
ada, þá eru þab helst þrjú atriði
sem hafa leitt til þessa ógnvæn-
lega hruns fiskistofnanna við
austurströnd Kanada:
- Ekki hefur verið farið að ráð-
leggingum vísindamanna.
- Töluvert af afla var hent í
sjóinn.
- Miklu magni var landað
undir borbið.
Löndun framhjá
vikt
Mikilvægt er að allur sá afli,
sem veiddur er af hinum ýmsu
tegundum, sé skráður til að eft-
irlit með nýtingu fiskistofna sé
marktækt. Uppi er orðrómur
um ab í nokkrum höfnum hér á
landi sé slælegt eftirlit með
löndun afla. Þetta þarf ab bæta.
Gera þarf kröfur um að allir að-
ilar, sem að þessum málum
koma, sinni upplýsingaskyldu
sinni og að sömu aðferðir og
VETTVANGUB
„Sú aðferð fiskveiði-
stjómunar, sem er
við lýði hér á landi,
hefur verið gagnrýnd
fyrir að ýta undir að
afa sé hent í sjóinn.
Þetta atriði hefur ver-
ið farið með sem
mannsmorð og ekki
mátt tala um."
vinnureglur gildi út um allt
land, hvort sem er í stórum
höfnum eba smærri sjávarbæj-
um.
Eftirlitsmenn í alla
báta
Sú aðferð fiskveiöistjórnunar,
sem er við lýöi hér á landi, hef-
ur veriö gagnrýnd fyrir að ýta
undir ab afla sé hent í sjóinn.
Þetta atriði hefur verib farið
með sem mannsmorð og ekki
mátt tala um. Smáfiskur hefur
farið í sjóinn, einnig afli af þeim
tegundum sem ekki er til kvóti
fyrir hjá útgerðinni o.s.frv.
Ymsar aðferbir hafa verið
nefndar varbandi eftirlit með
þessum málum. Bandaríkja-
menn hafa gert aö skilyrði ab
eftirlitsmenn séu í öllum þeirra
fiskiskipum. Þeirra hlutverk er
að fylgjast með og skrá allan
þann afla sem kemur um borð.
Einnig er þeim ætlað að gera at-
hugasemdir um veiðiaðferðir og
meðferð til viðkomandi yfir-
valda. Hver veit nema að við ís-
lendingar gætum tekið upp ab-
ferö sem þessa og þá jafnframt
skapað störf fyrir marga þá sem
í dag ganga atvinnulausir. Á há-
tíðisdögum er jafnan vegsamab
gildi skynsamlegrar nýtingar
auðlindarinnar, en hvernig
væri að stíga skrefið fram og
bæta eftirlit með þessari dýr-
mætu sameign þjóðarinnar.
Viröum
ráöleggingar
vísindanna
Brian Tobin tók fram að auð-
veldasta leið stjórnmálamanna
í Kanada til vinsælda hafi verið
að skopast að vísindamönnum.
En nú sjá þeir ab betra hefði
verið að fara að ráöleggingum
þeirra. Sýnum þann þroska,
sem til þarf, og hegðum okkur
sem vel upplýst þjóð með því að
taka mark á þeim vísindamönn-
um, sem hafa best yfirlit yfir
fiskistofnana í hafinu í kringum
okkur.
Aðeins meö þessu móti getum
við búist við að ná því mark-
miði að efla fiskistofna okkar til
að tryggja þann árangur, sem
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, lagði til að
stefnt yrði að, þ.e. að auka af-
rakstur þorskstofnsins um 20
milljaröa á ári. Ekki verður hægt
að treysta á gildandi stjórnunar-
aðferðir fiskveiba fyrr en búið er
ab festa þær leikreglur, sem
gilda eiga, og gera þær það skýr-
ar að allir séu sammála um túlk-
un þeirra. Aðgát skal höfð í um-
gengni viö auðlindina.
Höfundur er iþróttakennari.
FOSTUDAGS
PISTILL
ÁSGEIR
HANNES
AÐ BJÓÐA
LANDINU DÚS
Hörmungarnar á Súðavík snerta
strenginn í brjósti þjóðarinnar.
Landsmenn bibja alföður að gefa
látnum frið og styrkja þá sem
eiga um sárt ab binda. Þakklátir
votta íslendingar öllu björgunar-
fólki virðingu sína.
En snjóflóöin á Súðavík hafa
líka vakið íslendinga til hugsunar
um návistina vib íslenska náttúru.
Forseti íslands mælti snilldarvel
þegar hann brást vib sorgar-
fregninni og ávarpaði þjóð sína.
Þá spurði frú Vigdís Finnboga-
dóttir hvort Islendingar hefðu
náð sáttum við landið sitt.
Hér mælir þjóbhöfðinginn
djarflega og hefur sig yfir mærð-
ina sem oft nær tökum á fólki
þegar sorgin ber ab dyrum. Bú-
seta á íslandi hefur verib skráð í
ellefu aldir og landsmenn hafa
jafnan talið sig herra og eigendur
landsins bláa við nyrsta haf. Þab
er rangt mat. Enginn mabur á
landib og ekki heldur hópur
manna eba þjóð. ísland er ekki
sameign heldur sjálfseign.
Sagan stabfestir ab ísland var
skógi vaxib á milli fjalls og fjöru
vib landnám. Dýr merkurinnar
léku lausum hala innan um liljur
vallarins á meðan fiskur svamlabi
í fjörðum. Ofar svifu fuglar him-
insins. Mál er nú ab íslendingar
skynji ab bólfesta þeirra í landinu
er tímabundin áning. Þjóbin
verður að fara höndum um land-
ib meb réttu hugarfari og skila
aftur því sem hún tekur að láni.
Ab láta greipar sópa um landið
boðar ekki gæfu og mál er ab
gripdeildum linni. Ab fara ráns-
hendi um náttúruna í ellefu
hundruö ár kemur þjóbinni í koll
um síðir og nú seinast skipulögð
rányrkja í hafinu. Eyðist sem af er
tekið. ísland er hvorki óþrjótandi
auðlind né einnota verstöð. Aldr-
ei er þó of seint að snúa við blað-
inu og gjalda landinu fósturlaun í
ellefu hundruð ár.
Frú Vigdís Finnbogadóttir hef-
ur setið á forsetastóli í rúm fjór-
tán ár. Pistilhöfundur studdi vin
sinn Albert Guðmundsson til for-
seta á móti frú Vigdísi á sínum
tíma og kom fram í útvarpsþætti
fyrir Alberts hönd. Þar bauð frú
Vigdís pistilhöfundi dús í beinni
útsendingu frammi fyrir alþjóð
og hann þáði. í dag tekur hann
undir spurningu forseta síns og
svarar henni neitandi: íslendingar
hafa ekki náð sáttum við landið!
Frú Vigdís Finnbogadóttir hef-
ur hins vegar lagt sitt af mörkum
til að gróðursetja tré og þekja
landið skógi. Þannig réttir hún
landinu sáttahönd og býður því
dús eins og pistilhöfundi forðum.
Þab geta þeir einir sem gefa jafnt
og þiggja. Betra er seint en aldrei
og nú er komið að okkur
óbreyttum þegnum landsins að
horfast í augu við ísland.
Bjóbum landinu arminn og
drekkum því loks dús.