Tíminn - 20.01.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.01.1995, Blaðsíða 6
6 Wmmu Föstudagur 20. janúar 1995 Ávarp frú Vigdísar Finnbogadóttur í tengslum viö söfnunina „Samhugur í verki": Góðir Islendingar Á þungbærum stundum þjöpp- um við okkur saman heilsteypt þjóð við andstreymi í landi, þar sem náttúruöflin hafa birst okkk- ur grimm og óvægin. Harmar hafa sótt okkur heim og við finn- um það glöggt sem endranær, þegar að okkur er höggviö, hve nákomin vib erum hvert öðru. Átakanlegur missir og harmur eins verður missir og harmur þjóbarinnar allrar. Hvarvetna á íslandi dvelur hugur manna þessar stundir hjá þeim sem orð- ib hafa fyrir mikium raunum. Samhygð okkar er einlæg og sterk og öll vildum við eiga ráð til ab létta þeim þungar sorgar- byrðar. Vib stöndum máttvana and- spænis því sem oröiö er og ekkert fær breytt. En tíminn nemur ekki staðar, heldur er sá einn kostur okkar ab halda áfram og leita allra leiba til að milda áföllin og vernda þá sem fyrir reiðarslagi hafa orðið. Okkur gefst nú öllum færi á ab rétta þeim hjálparhönd og votta þeim samkennd okkar í landssöfnun sem ber einkunnar- orbin „Samhugur í verki". Stuðn- ingur okkar og einhugur getur á þann veg veitt þeim, sem að hef- ur verið vegið, styrk til að ganga til móts við komandi tíma. Með djúpa hryggð í hjarta bið ég Guð ab blessa og styTkja þá sem hafa þolað sáran missi ást- vina og íslendinga alla. ■ ........................ ii i' i ui' iiii ii i ii i i i i ................................................. ■ .. ^ Samhugur í verki Söfnunin „Samhugur í verki hófst formlega í gærkvöldi meb ávarpi frú Vigdísar Finnboga- dóttur á ljósvakamiblum. Söfn- un þessi er sameiginlegt átak allra helstu fjölmibla landsins og mun féb renna óskipt til fjöl- skylduaðstobar við Súðvíkinga sem lent hafa í miklum hremm- ingum vegna snjóflóðanna í upphafi vikunar. Miklum viðbúnaði er búið ab Síödegis í gær var unniö höröum höndum viö aö tengja símkerfi og tölvubúnaöinn til aö taka á móti framlögum í söfnunina. Um 50 tölvuskjáir veröa í notkun og hundr- uö manns leggja hönd á plóginn til aö allt gangi sem best fyrir sig. Tímamynd GS koma fyrir í húsakynnum Stöðvar 2 þar sem tekið verður á móti framlögum og munu sjálfboöalið- ar sitja við símann í dag, á morg- un og á sunnudag til kl. 10 á kvöldin. Strax í gær var byrjaö að hringja inn, jafnvel áður en sjálft söfnunarátakið hófst. Aðstandendur söfnunarinnar vilja vekja athygli á því að ein- göngu er hægt að koma framlagi til skila með því að hringja í græna númeriö 800- 5050 eða með því að leggja beint inn á söfnunarreikninginn nr 800 í Sparisjóöi Súðavíkur (1117-26- 800). Að gefnu tilefni er á það bent að ekki er gengið í hús eða hringt eftir framlögum á vegum söfnunarinnar. ■ Heitt og kalt I. í eðlisfræði er ástandi efnisheimsins lýst með nokkrum mælistæröum. Ein þeirra er liitastig. Reyndar skiptir hitinn okkur miklu máli, því við erum sjálf vibkvæm fyrir hitabreytingum og þekktar lífverur þola aðeins smáar hita- sveiflur. Menn þola 40-50 stiga hita um hríð, en til eru örverur sem þola a.m.k. 120 stiga hita. Við þolum allnokkurt frost, en sum dýr og örverur mun meira. Skobum aðeins hugtökin varmi og hita- stig. II. Grunnurinn að hugleibingum og skilgreiningum á þessum hugtökum er ástand efnisins sem nefnist alkul. Vib rúmlega 273 stiga frost (miðað við selsí- us-kvarðann okkar) er allt efni „dautt", þ.e. hreyfingar einda og agna efnisins stöðvast og engir orkuflutningar geta orbib. Lægsta hitastig í alheiminum, fjarri sólum og orkuuppsprettum, er nokkur stig yfir alkuli (hátt í 270 stiga frost) og stafar það af því ab enn gætir örlítið feiknalegs upprunavarma af myndunarskeibi þess alheims sem við þekkjum. Öll önnur og hærri hitastig sem við mælum á tilteknum stað, t.d. í í varma eða kjarnorku í varma — eða framleiða varma meb bruna (sam- runa súrefnis og annarra efna). Allur þessi tilbúni varmi breytir ekki hita- stigi í geimnum eða stórum rýmum, en gerir það í Iokuðum og smærri rýmum og er okkur mikilvægur til þess að tempra hitastig í daglegu amstri. Þannig er líf okkar háð því að jörðin fái nægan varma frá sólinni, að hann dreifist um jörðina og að við getum framleitt varma eða skýlt okk- ur fyrir honum, eftir þörfum; í um- hverfi sem er í raun frávik frá eblilegu og fimbulköldu ástandi alheimsins. Eba eins og eðlisfræðikennarinn sagði: „Nægur varmi er sjaldgæf gæði og varmanám merkileg forréttindi, þegar á heildina er litið." ■ sólstjörnum eða í umhverfi okkar á jörðinni, eru í raun frávik frá „eðlileg- um" kulda geimsins; frávik sem stafa af því að eitthvert fyrirbæri, langt eba skammt undan, gefur frá sér varma. Þab UM- HVERFI ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON aftur á móti ab fyrirbærib hefur sjálft tekið við orkuskammti, sem þab skil- ar frá sér (t.d. rafofn), eða eykur orku sína með einhverjum innri ferlum (t.d. sólin) og skilar þeirri orku frá sér. Sumt af orkunni hverfur frá fyrirbær- inu sem t.d. ljós, en sumt sem varmi. III. Varmi er ekkert annaö en orku- flutningur með ósýnilegum bylgjum. Þær heita innrauðar rafsegulbylgjur. Rafsegulbylgjur spanna vítt svið. Meðal þeirra er ljósið og er bylgju- lengd ljósbylgnanna lengri en bylgju- lengd innrauöu hitageislunarinnar. Þannig flyst varmi frá sólinni til jarð- ar og er hitastigið úti í geimnum á milli jarbar og sólar alllangt fyrir ofan alkul, þótt frostið sé mikið. Þegar kemur inn í lofthjúp jarðar, nær gas- blandan þar (köfnunarefni, súrefni, koldíoxíð o.fl.) að halda í varma og þar er hitastig því vel yfir frostmarki. Varminn er fluttur með lofti, sjó og vatni um allan heim. Inni í sólinni er hins vegar 10-12 milljóna stiga hiti, vegna kjarnaferla sem þar veröa. Til eru enn heitari sólir. IV. Hér á jörðinni framleiða lífverur varma með efnafræðilegum aðferð- um. Menn hita upp sjálfa sig með því ab umbreyta fæðuefnum. Varmanum geisla þeir frá sér með innrauðri geisl- un, eins og sólin. Menn búa líka til varma með margvíslegri orkufram- leiðslu og nýta sér þar með að breyta má einu orkuformi í annað — raforku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.