Tíminn - 28.02.1995, Qupperneq 9
Þri&judagur 28. febrúar 1995
Qfíminn
9
Um hvaö snýst Vestur-Noröurlandasamstarfiö?
Er það komið til að vera?
Hve mörg eru Noröurlönd-
in? Hver eru Vestur-Noröur-
löndin? Hvaö er Vest-nor-
ræna þingmannaráöiö? Um
Erlend Patursson í Kirkjubæ,
Færeyjum er sagt: „Þaö má
til sanns vegar færa, aö
hann hafi veriö eins konar
guöfaöir þessarar samvinnu
því hann mun fyrstur
manna hafa sett fram hug-
myndir um skipulagt sam-
starf þjóöþinganna þriggja.
Hann náöi því blessaöur aö
vera þátttakandi á stofn-
fundinum og vera þannig
meö í aö stofna ráöiö á
Grænlandi 1985, en honum
entist ekki aldur til aö sitja
fleiri fundi." Alþingis-
mennirnir Árni Johnsen,
Jón Helgason og Steingrím-
urj. Sigfússon ræöa máliö,
en þeir hafa veriö fulltrúar
flokka sinna í þessu vest-
norræna samstarfi.
Ég hefséð mismunandi talningu
á fjölda Norðurlandanna, t.d. í
íslensku alfrœðibókinni og í
námsbók, sem heitir Evrópa -
álfan okkar: Hver eru Norður-
löndin?
Árni: „Það má gera greinar-
mun á þegar er talað um nor-
ræna samvinnu, þá er talað
um ísland, Noreg, Svíþjóð,
Finnland, Álandseyjar og Dan-
mörku, en Færeyjar og Græn-
land koma þar með. Svo geta
menn aðeins gert mun á jarð-
fræðilegri stöðu því að Græn-
land tilheyrir Ameríku á þann
hátt, en í skilgreiningu nor-
ræns samstarfs eru Norður-
löndin þau lönd sem eru í
Norðurlandaráði, eða alls átta
talsins."
Hver þessara landa teljast til
Vestur-Norðurlandanna?
Árni: „Vestur-Norðurlöndin
em ísland, Færeyjar og Græn-
land. Hins vegar er nokkuð
ljóst, að nú mun Norður-Nor-
egur bætast viö og það verði
því talað um Vest-norræna
svæðið. í þau níu ár sem þessi
vest-norræna samvinna hefur
verið við lýði, hafa þessi þrjú
eyríki starfað þannig saman að
það er kosið til stjórnar þeirra,
Vest-norræna þingmanna-
ráðsins, árlega á öllum þjóð-
þingunum. Það er ekki kosið í
samræmi við valdahlutfall
heldur einn fulltrúi frá hverj-
um flokki í hverju landi. Hér á
íslandi em fimm fulltrúar í ís-
lensku nefndinni, en svo er
samstarfsráðherra Norður-
landanna I hverju landi
tengiliður Vest-norræna þing-
mannaráðsins og Norður-
landaráðs eða ráðherranefnd-
ar Norðurlandaráðs."
Jón: „Síðustu árin hefur verið
tekinn upp sá háttur að tillög-
ur hafa verið lagðar fram í
þingsályktunarformi hér fyrir
Alþingi og afgreiddar sem á-
lyktanir Alþingis og þar með
fengið aukið vægi í okkar
stjórnkerfi. En okkur hefur
oft fundist að árangurinn væri
of lítill, þetta væm aðeins
frómar óskir. Þó má benda á
mun meiri árangur og má taka
samgöngumálin sem dæmi
um það, s.s. flugsamgöngurn-
ar við Grænland. Fyrir tveim-
ur árum vom haldnar ráb-
stefnur í öllum löndunum,
fyrir atbeina þingmannaráðs-
ins. Á Egilsstöðum var haldin
kvennaráðstefna, í Færeyjum
ráðstefna um málefni unga
fólksins og á Grænlandi var
fjallað um sjávarútveginn.
Eins má benda á fiskveiðirétt-
indi Færeyinga hér við land.
Við höfum reynt að stuðla að
því að tekið sé tillit til erfiðrar
stöðu þeirra síðustu árin."
Steingrímur: í fyrstu voru
miklar vonir bundnar við
þetta samstarf og hugur í
mönnum að brjóta upp alla
vest-norræna samvinnu á ní-
unda áratugnum. Það gerðist
mjög margt á fyrstu árunum
og maður sá aukin samskipti á
ýmsum sviðum. Það var auð-
vitað ekki bara Vest-norræna
þingmannaráðinu að þakka
heldur mörgu öðru sem var
samtímis í gangi, s.s. aukin
samvinna stjórnvalda í ferða-
málum og fleiru slíku. Mér
finnst að þá hafi jafnvel verið
meiri væntingar
og meiri
stemmning en
nú, þegar þetta
er komið í fastari
skorður. Sam-
skiptin hafa auk-
ist og viðskipti,
ferðalög og sam-
vinna af ýmsum
toga, en auðvit-
að spyrja menn
sig líka þeirra
spurninga,
hvort þetta sé
rétta formið á
samvinnu þjóð-
þinganna, skili
nægilegum ár-
angri og sé tím-
ans og pening-
anna virði."
Árni: „í þessu
starfi er enginn
f járhagslegur
grundvöllur sem
er bakhjarl,
nema að ferða- yón Helqason.
og fundakostn-
aður er greiddur af viðkom-
andi þjóðþingum en ti! fram-
kvæmda eru engir tekjustofn-
ar. Tillögurnar eru hins vegar
oft mál sem varða beinlínis og
nánast eingöngu þessi lönd,
s.s. samgöngumál, fiskveiöi-
mál, lögsögur, póstburðar-
gjöld o. fl."
Steingrímur: „Það sem er
dálítið óvenjulegt við þetta
samstarf er, ab tvær þjóðirnar
eru mjög skyldar og líkar um
margt og aðstæðurnar tiltölu-
lega svipaðar, en svo er þriðja
þjóðin mjög fjarskyld menn-
ingarlega og upprunalega séb
en býr engu að síður við mjög
svipaðar náttúrufarslegar að-
stæður og skilyrði og er háð
sjávarfangi og öllu sem því
fylgir. Þetta setur auðvitaö
sinn svip á þessi samskipti og
þó ab þau fari fram á dönsku
eða skandinavísku finnur
maður óneitanlega stundum
þennan mun."
Jón: „Já, þótt þeir séu ólíkir
okkur bæði að uppruna og
menningu, höfum vib átt
töluverð samskipti og stutt við
þá á sviði landbúnaðar. Bún-
aðarfélag íslands er búið að
hafa þar áratuga samstarf og
fyrsti „umboðsmaður" Græn-
lendinga þar var Gísli Krist-
Árni johnsen.
Steingrímur j. Sigfússon.
jánsson, sem lengi var ritstjóri
Búnaðarblaðsins Freys. Þetta
byggist m.a. á því að Græn-
lendingar komu hingað og var
útveguð vinna hjá bændum í
eitt ár og það hefúr haldist al-
veg til þessa dags. Sumir
þeirra stunduðu síöan nám við
íslenska bændaskóla. Þeirra
þekking á landbúnabi byggist
því mikið á því sem þeir hafa
aflab sér hér, enda er fjárstofn
þeirra héban upprunninn og
þeir hafa fengib fóður héban í
erfiðum árum o.s.frv."
Er von á breyttum áherslum í
kjölfar breytinga á norrcenu
samstarfi almennt eða hvemig
sjáið þið framtíð þessa sam-
starfs?
*
Arni: „Með aukinni Evrópu-
samvinnu hafa ýmsir talið að
norrænt samstarf muni fjara
smám saman út, en á nýaf-
stöðnum fundi forsætisráð-
herra Norðurlanda var ákveb-
ið að halda áfram samstarfinu
með miklum styrk. Svíar hafa
lagt til í sínum fjárlögum að
skera framlagið niður um 20%
og það er aubvitað mikið fé, en
með aukinni hagræðingu og
breyttum áherslum tala menn
þó um að reyna að halda á-
fram öflugu starfi. Þá má geta
Vest-norræna fjárfestingar-
sjóðsins, sem er á vegum
Norðurlandaráðs og hefur
veitt lán til uppbyggingar,
fjárfestingar og atvinnusköp-
unar í þessum þremur löndum
- ekki síst hér á íslandi."
Jón: „Við, sem höfum starfað
á þessum vettvangi, erum
sammála um, að íbúar þessa
landssvæðis þurfi ab vinna
saman til að gæta hagsmuna
þeirra sem þetta svæði byggja.,
enda er Grænland, ísland og
Færeyjar og hafsvæðið þar í
kring, allstór hluti af yfirborði
jarðar. Ég vildi að íslendingar
leggðu sig enn meir fram í
þessu því að ég tel ab þab vib-
horf aukist að verðmæti þessa
stóra svæðis sem þessi lönd
eru á og við byggjum, sé svo
mikils virði að sameiginlegt
átak okkar þurfi til ab varð-
veita það og hagnýta sem best.
([Hugsanlegt ab sleppa:] Ég er
nýkominn frá Kína og eftir að
hafa séb alla mengunina þar
og yfirþyrmandi mannfjölda,
styrkist ég enn frekar í þeirri
vissu, að varðveisla náttúr-
unnar á þessu svæði okkar
hljóti að vera forgangsverk-
efni. Ekki má heldur gleyma
verðmæti menningar- og
mannlífsins, en mér finnst
viðhorf síðustu ára hafi um of
miöast við hagvöxt og fram-
leiðni. Mér finnst við íslend-
ingar vera svo ríkir að eiga
þetta land og við veröum að
gera allt sem í okkar valdi
stendur til ab varðveita það.
Mikilvægur þáttur í því er gott
samstarf við þessa nágranna
okkar við að vinna að því að
halda þessu ríkidæmi okkar ó-
skertu í framtíðinni.)"
Steingrímur: „Við erum að
ræða um framtíðina og við
höfum sett okkur það mark-
mið aö fara rækilega í gegnum
þau mál á tíunda ársfundi
rábsins, sem verður vonandi á
Grænlandi í vor. Ég held ab
þar þurfi að taka nokkra hluti
til endurskoðunar. Það hefur
margt breyst og það kemur til
greina að víkka þetta samstarf
og taka fleiri meb, norðlæg
strandhérub Noregs, hugsan-
lega skosku eyjarnar og jafnvel
Nýfundnaland, þannig ab
þetta yrði breiðara' samstarf
eyríkja og strandhéraða við
Atlantshaf. Ég sé hins vegar
fyrir mér að vib þyrftum samt
sem áður að halda uppi a.m.k.
einhverjum vettvangi fyrir
samskipti þessarra þriggja
þjóða."
JÓn: „Ef þátttaka Norður-Nor-
egs í þessu samstarfi hefði orð-
ið að veruleika fyrir þremur
árum síðan þegar þab var
mjög til umræðu, má velta fyr-
ir sér hvort það hefði ekki
minnkab eða jafnvel komib í
veg fyrir ýmsa erfiðleika í sam-
skiptum landanna nú upp á
síðkastið."
Steingrímur: „Maður á
mjög margar og góðar minn-
ingar frá þessum fundum og
heimsóknum til landanna.
Þab er alltaf töluverð endur-
nýjun í hópnum þannig að ég
er ab verba einn af allra elstu
mönnum þarna, og núna upp
á síbkastið oft sá eini sem var
til staðar á stofnfundinum
þannig að mabur man tímana
tvenna í þessu tilliti. En það er
líka gott ab hreyfing sé til stað-
ar og menn kynnist. Það var
mjög gaman á fyrstu ársfund-
unum, sem voru haldnir til
skiptis í löndunum þremur og
í raun eru mér minnisstæðast-
ir fyrstu fundirnir á Grænlandi
og í Færeyjum. Öllum var
mjög í mun að taka vel á móti
rábinu og gera þetta myndar-
lega og glæsilega. Það vom
herlegar veislur og mikil gleði
á báðum stöðum og í Færeyj-
um var dansað í stokkastof-
unni á Kirkjubæ og allt var það
mjög eftirminnilegt. En svo
hefur maður líka kynnst ýms-
um skemmtilegum persónu-
leikum í gegnum þetta, em
mér er minnisstæðastur og
kannski kærastur Erlendur
heitinn Paturson á Kirkjubæ í
Færeyjum. Þab má til sanns
vegar færa, að hann hafi verið
eins konar guðfaðir þessarar
samvinnu því hann mun
fyrstur manna hafa sett fram
hugmyndir um skipulagt sam-
starf þjóðþinganna þriggja.
Hann náði því blessaður að
vera þátttakandi á stofnfund-
inum og vera þannig meb í að(
stofna ráðið á Grænlandi
1985, en honum entist ekki
aldur til að sitja fleiri fundi."
Stefán Böðvarsson
(höf. stundar nám í hagnýtri
fjölmiðlun við H.í)