Tíminn - 28.02.1995, Qupperneq 13

Tíminn - 28.02.1995, Qupperneq 13
Þriðjudagur 28. febrúar 1995 líímiim 13 KROSSGÁTA ^ rrn pr ^ P 'p- L 1 263. Lárétt 1 merkur 5 skorur 7 frábrugðin 9 eyöa 10 berja 12 lélegu 14 eyri 16 eyðing 17 bætt 18 drykkjar 19 fljótfærni Lóðrétt 1 fals 2 svín 3 hljóðfæri 4 fálm 6 úrræðagóð 8 smár 11 fífl 13 fljót 15 látbragð Lausn á síbustu krossgátu Lárétt 1 segg 5 aumka 7 ötul 9 ýr 10 refla 12 skán 14 oss 16 uss 17 tepru 18 ham 19 smá Lóðrétt 1 skör 2 gauf 3 gulls 4 ský 6 arins 8 teista 11 akurs 13 ásum 15 sem Framsóknarflokkurinn Flóa- og Hrunamenn Opnir fundir meö frambjóbendum Framsóknarflokksins. Félagsheimili Hrunamanna þribjudaginn 28. febrúar, kl. 21.00. Þjórsárveri mibvikudaginn 1. mars, kl. 21.00. Komib og látib í ykkur heyra, hittib nýja frambjóbendur og skiptumst á skoöunum. Framsóknarfíokkurinn á Suburlandi FAXNÚMERIÐ gð ER 16270 P! mmm ík, Alþingiskosning- S ar 8. apríl 1995 Ráðuneytið vekur hér með athygli á nokkrum atriðum (tímasetningum) er varða undirbúning og framkvæmd kosninga til Alþingis 8. apríl 1995. 1. Kjörskrár skulu gerðar miðað við skráð lögheimili í sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardag- inn 18. mars. 2. Beiðni um nýjan listabókstaf stjórnmálasamtaka skal hafa borist dómsmálaráðuneyti eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 21. mars. 3. Framboð skal tilkynna skriflega yfirkjörstjóm eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars. 4. Dómsmálaráðuneytið skal auglýsa framlagningu kjör- ** skráa í útvarpi og dagblöðum eigi síðar en mánudag- inn 27. mars. 5. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis eig'r síðar en miðvikudaginn 29. mars. 6. Landskjörstjórn skal auglýsa framboð eigi síðar en mið- vikudaginn 29. mars. 7. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 1. apríl. Slík at- kvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en laugardaginn 18. mars. 8. Dómsmálaráðherra skal ákveða eigi síðar en fimmtu- daginn 6. apríl hvort kosning skuli standa í tvo daga. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 27. febrúar 1995. f \ Móbir okkar Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur lést sunnudaginn 26. febrúar. Anna Margrét jónsdóttir Magnús Þór Jónsson Einar Már Jónsson -------------------------------------------------------N í Jónas Jóhannsson fyrrverandi bóndi Valþúfu, Dalabyggð lést laugardaginn 25. febrúar. Fyrir hönd abstandenda, Cubbjörg Andrésdóttir Liam Neeson ásamt jodie Foster í kvikmyndinni Nell. Hann segir frábært ab vinna meb henni. Stórleikarinn Liam Neeson: Þolir ekki sýndarmennsku Frægöarsól Hollywoodleikarans Liams Neeson hefur stigið hægt og örugglega á síðustu árum og náði hámarki með ógleyman- legu aðalhlutverki hans í stór- myndinni Schindler's List. Þab hefur valdiö blaöamönn- um vonbrigðum í tímans rás að Liam hefur veriö mjög tregur til ab veita viötöl, enda annt um að halda sér og fjölskyldu sinni sem ■mest utan sviðsljóssins. Nýlega geröi hann þó undantekningu frá reglunni og bauö blaba- mönnum Hello heim. • Liam var fyrst spurður af hverju hann vildi ógjarnan veita viðtöl. „Vegna þess að ég hef aldrei séð sönnun þess að viðtöl við leikara gerðu kvikmyndum þeirra neinn greiöa. Ég veit ekk- ert hallærislegra en aö sjá fræga leikara bukka sig og beygja fyrir framan ljósmyndara í von um að selja nýjustu afurðir sínar." — Það eru tímamót framund- an í einkalífinu? „Já, konan mín Natasha á von á sér í vor. Það mun hafa mikil áhrif á líf mitt. Ég ætla ekki aö vakna upp við að barnið verði orðiö 7 ára gamalt og þá komist ég að því að ég hafi aldrei kynnst því vegna annríkis við kvik- myndir. Ég mun fara mér hægar á næstunni." Aðspurður um hjónabandið segir Liam að hann hafi heillast af Natöshu vegna þess að hún sameini greind, fegurö og hæfi- leika. Þá sé hún mun þroskaðri en aldur hennar segi til um. Liam segist hafa alist upp meðal þriggja systra og fjölda vinkvenna þeirra og þess vegna líði honum mjög vel í félagsskap kvenna. „Þær gefa almennt meira af sér." Nýjasta kvikmynd Liams kall- ast Nell, en þar fer hann með að- alhlutverk ásamt stórstjörnunni Jodie Foster og eiginkonunni Natöshu. Hann segir að þab hafi veriö sérlega þægilegt að leika með frúnni. „Hugur okkar er svo samstilltur aö það er sama hvort vib erum í vinnunni eöa heima fyrir, við skiljum hvort annab fullkomlega og jafnvel án oröa." „Jodie er frábær leikkona, greind og 100% fagmanneskja. Það var mjög gott að vinna meö henni." Liam sagði í New York Times nýlega að hann hefði tekið aö sér hlutverkið í Nell vegna þess ab hann hefði verib blankur. Var hann að grínast? „Mér leibast vibtöl." „Nei. Þab fór svo mikill tími í forvinnuna áður en ég lék í Schindler's List, að í raun voru launin afskaplega lág miðað við vinnuna. Mig vantaði hlutverk sem ég gæti túlkaö án mikillar yfirlegu og þessi mynd féll al- gjörlega undir þaö." Liam Neeson er írskur að þjóð- erni, en hann hefur löngum haft pólitískar skoðanir á afskiptum Bretlands af málefnum heima- landsins. „Bretlandi hefur hnignaö ört á undanförnum ár- um, en ég fagna viöræðum þeirra við samlanda mína og held ab nýtt friðvænlegt tímabil gæti runnið upp." Hann segist sakna leikhússlífsins á írlandi, en annars sé hann sáttur við aö búa í New York. En að lokum: Af hverju býr Li- am í New York, en ekki Los Angeles eins og þorri Holly- woodleikara? „Það eru milljón „Fólkib í LA hefur alrangar skob- anir um mikilvœgi þess í lífinu." í SPEGLI TÍMANS Hin ófríska eiginkona Liams, Natasha, sem verbur léttari í vor. ástæöur fyrir því. í New York fellurðu t.d. algjörlega inn í fjöldann, þaö er öllum skítsarha hvort þú ert leikari, trésmiður eða heilaskurölæknir. í LA snýst hinsvegar allt um „sjóbisnes- sinn" og þaö gefur fólki rangar hugmyndir um sjálft sig. Við höfum mörg dæmi um þetta, en ég nefni engin nöfn. Ég þoli ekki sýndarmennsku," segir Liam aö endingu og vísar blaðamanni síban kurteislega á dyr, enda önnum kafinn maður og illa við viötöl. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.