Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 4. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sfmi: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sjálfseign hjúkrunarheimila Nokkur umræða hefur verið uppi síðustu daga í Reykajvík um stöðu sjálfseignarstofnana, eink- um um hjúkrunarheimilin Eir og Skjól. Tilefni þeirrar umræbu er ekki hvað síst sú ósk borgar- yfirvalda að rifta lóðasamningum sem gerðir höfðu verið við Eir um byggingu hjúkrunar- heimilis í Suður-Mjódd með það í huga að byggja þar hjúkrunarheimili í samstarfi við Rauðakrossinn. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa látið í veðri vaka að hér sé um einhvern óeðlilegan viðsnúning ab ræða og að eðlilegt samráb hafi ekki verið haft við hina og þessa í tengslum við þessa ákvörðunartöku um fram- vindu málsins. Slíku hefur verið vísað á bug af borgarstjóra og bent á að eðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð í hvívetna. En málib snýst hins vegar ekki um vinnubrögb og því síður er verið að gera lítið úr því góða starfi sem unniö er á þessum hjúkrunarheimilum. Málib snýst hins vegar um skipulag og möguleika lýðræðislega kjörinna yfirvalda í Reykjavík til að hafa eftirlit með og áhrif á hvernig skattpeningum borgar- búa er varið. Eir og Skjól eru rekin undir sjálfs- eignarfyrirkomulaginu og eru þessar stofnanir mjög stórar eignir sem borgin hefur langt gríð- arlega mikla fjármuni í. Engu að síður hefur ver- ið misbrestur á því hversu greibur aðgangur borgaryfirvalda er að upplýsingum um rekstur þessara stofnana og reksturinn hefur ekki verið nægjanlega gagnsær til að auövelt hafi verið að flylgjast með. Þetta hefur verið rakið annars veg- ar til stærðar og stjórnarhátta stofnananna og hins vegar til fyirkomulagsins sjálfs, sjálfseign- arfyrirkomulagsins. Á tímum samdráttar og sparnaðar eins og nú ríkir hjá Reykjavíkurborg er eblilegt að krafan um eftirlit með fjármálum verði háværari. í við- tali við Tímann í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri: „Það er mjög mikilvægt vegna þess hve þessar stofnanir verba sjálfráðar að við séum ekki með öll eggin í sömu körfu." Þarna vísar borgarstjóri til meginástæðu þess að fá nýja samstarfsaðila að hjúkrunarheimilinu í Suður-Mjódd. Smærri og fleiri stofnanir eru miklu auðveldari viðfangs og því auðveldara fyr- ir opinbera aðila sem leggja mikla peninga fram að hafa þau áhrif og þá stjórn sem þeim ber að hafa. Um þetta snýst spurningin varðandi byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Suður-Mjódd og á borg- arstjóri og borgarstjórnarmeirihlutinn heiður skilinn fyrir að halda vöku sinni gagnvart þeim skattpeningum sem R- listanum var trúað fyrir. Á sama hátt eru mótbárur Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hjáróma og slappar, því meira að segja þeir geta ekki verið á móti skilvirkara aö- haldi meb því hvert skattpeningar borgarbúa fara. Þeir fjasa enda mest um vinnubrögð í gagn- rýni sinni, sem vonlegt er því meðferð opin- berra fjármuna er ekld sterkasta hlið þessa minnihluta, eins og svo átakanlega hefur komið í ljós á stöðu borgarsjóðs. Han er viking i sjælen RigswUikuaren gór pá pcnsion. Akiiut. lian har skáreí Naiionahnuseels stab ned og bankel bcsfigstaUet op. Nu uil han tilbagc til fortiden: Vikingcr og kirher Fortíðaruppgjör húmanista Oddur Ólafsson skrifar „Ég var kommúnisti og félagi í flokknum. Það þótti föður mínum stórfenglegt, en ég varð vonsvikinn eins og næst- um allir aðrir, og yfirgaf flokk- inn vegna atburöanna í Ung- verjalandi, og síðan hef ég ekki opinberlega tekið þátt í stjórnmálum. Auðvitað hef ég mína skoöun á þjóðfélaginu og greiði atkvæði á mismun- andi vegu. Ég vil ekki mynda pólitískar skoðanir annarra. Ég álykta þannig, að þegar manni hefur orðið á svona ofboðsleg yfirsjón, sem mér varð á á sín- um tíma, þá væri ég ekki rétti maöurinn til að láta á mér bera og kenna öðrum neitt um stjórnmál." Þessi orð eru úr viðtali sem birtist fyrir skömmu í Politik- en við Olaf Olsen, þjóðminja- vörð Danmerkur. Viðtalið er ítarlegt og tekið í tilefni af því að Olsen er að láta af embætti vegna aldurs. Berlega kemur í ljós að þarna er á ferð vandað- ur vísindamaður, sagnfræð- ingur og fornleifafræðingur og safnamaður ágætur. En sem sannur mennta- og menning- armaður er hann fyrst og fremst húmanisti. Sambland hugmynda Hér er hvorki efni né ástæða til að rekja ævi og störf þessa ágæta Dana, sem gert fiefur norræn fræði og evrópsk að sínu ævistarfi. En í viðtalinu kemur berlega í ljós að sína fyrstu pólitísku innrætingu fékk hann með móöurmjólk- inni, því móðir hans var ákaf- ur kommúnisti og tók þátt í al- þjóölegu starfi. Foreldrarnir voru menningarlega sinnaðir, eins og svo margir vinstrisinn- ar á fyrri hluta aldarinnar, blöndubu óspart saman menningu og stjórnmálum og voru skilin oft óglögg þarna á milli. Uppgangur og athafnir nas- ista höfbu að vonum mikil áhrif á hugarheim og skobanir þeirra kynslóða sem vom í blóma lífsins á þriðja, fjórba og fimmta áratug aldarinnar. íslendingum, sem komnir eru til vits og ára, kemur pólit- ísk Teynsla Olafs Olsen afar kunnuglega fyrir sjónir. Heit- trúaðir foreldrar planta kommúnisma í hugmynda- heim barna sinna. Menning og listir blandast saman vib og eru gerð að órjúfandi þætti hugmyndafræðinnar. Þetta veganesti endist mörg- um ævilangt og hérlendis var talað með aðdáun um þá sem „ekki klikkuðu í Ungó". Og þeir voru margir sem ekki klikkuðu og svo voru þeir sem þóttust klikka í Tékkó löngu síðar. En allt var það merkt leikaraskap og látalát- um. Þá þóttust einhverjir vera að slíta flokksleg tengsl við kommúnistaríki, án þess ab gera nokkru sinni viðhlítandi grein fyrir hver þau voru fram að þeim tíma og hverju var eiginlega verið ab slíta. Forstokkun Lengi eftir ab öllum mátti ljóst vera hvers konar fyrirbæri kommúnisminn var og er, gengu íslenskir áhugamenn * I tímans rás um hugmyndafræði hans er- inda marxismans og þeirrar miklu greinar sósíalisma, sem kenndi sig við alþjóðahyggju og alræði öreiganna. ' Þruglið um hvort einhverjir hafi verið að njósna fyrir Stasi eba eitthvað þvíumlíkt er markleysa. Þjónkunin við kommúnismann fólst ekki í slíkum smámunum. Heldur meb því að afneita honum aldrei og leggjast af alefli gegn öllum hugsjónum og hags- munum vestrænna lýðræðis- ríkja. Þeir eru fáir sem hafa kjark til og bera þá virðingu fyrir vitsmunum náungans, að játa á sig herfileg mistök, eins og Olaf Olsen, og sýna þá sjálfs- rýni og kurteisi að misbjóba ekki öbrum með því að þykjast geta verið þess umkominn að geta haldib áfram að innræta öðrum pólitískar skoðanir eftir að hafa gert sig bera að slíkri glámskyggni að trúa á marx- lenínismann allt þar til innrás- in var gerb í Ungverjaland 1956. Klikkun í Ungó Það em veraldir á milli danska húmanistans sem klikkaði í Ungó, og þeirra vinstrisinna sem löngu síbar þóttust slíta ósýnileg flokks- bönd þegar ekki var hægt lengur að afneita ógnareðli kommúnismans lengur, en halda áfram sömu áróðursher- ferðinni og jafnan áður. Engin mistök eru játuð, ekki beðið afsökunar á neinu, gömlu leiðtogarnir tilbeðnir og heiðraðir við hvert tæki- færi, og forstokkaðir halda þeir áfram að leggja pólitískar línur öðrum til eftirbreytni. „Vér einir vitum" var vib- kvæði gömlu kommanna, og skoðanir annarra og stefnu- mib voru léttvæg fundin og fyrirlitin. Og arftakar þeirra hegða sér nákvæmlega eins. Þeir hafa engu gleymt og ekk- ert lært. Stundum er verið að ympra á að pólitískir arftakar áhang- enda Sovétríkjanna hafi ekki gert upp við fortíð sína. Aub- vitað getur enginn heimtað slíkt af þeim. Það eru efni sem menn gera upp vib sjálfa sig og samvisku sína, og abrir eru þess ekki umkomnir að heimta af þéim aflát né veita það. En stundum kemur þar að manni ofbýður hrokinn og of- lætið í því fólki, sem sannar- lega hefur haft rangt fyrir sér og lagt vondum málstað lið. Það er þegar þab eitt þykist vita hvað öðrum er fyrir bestu og leggur sínar pólitísku línur í gömul för og löngu úrelt. Og áfram heldur það pólitískri og menningarlegri innrætingu, rétt eins og marx-lenínisman- um hafi aldrei orðið á í mess- unni. Og manneskjur, sem telja sig vera menningarlega innrættar og hafa jafnvel eitthvað fram ab færa á sviði lista, hjakka í nákvæmlega sama farinu og aðdáendur Stalíns fyrir 40-60 árum og rugla saman afvega- leiddri pólitískri innrætingu og mennt og menningu. Varanleg verbmæti Olaf Olsen gerði upp við sína pólitísku fortíð með því að hætta öllum afskiptum af stjórnmálum. Þeim mun meiri rækt leggur hann við sönn og varanleg menningarverðmæti og auðgar menningu þjóðar sinnar meb vönduðum fræði- störfum. Hann er skilgetið af- kvæmi hins sanna húman- isma, sem ávallt verður hverri hugmyndafræði æðri, sem sagt ósköp þægilegur Dani, ef manni leyfist að dæma af einu efnismiklu blabaviötali. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.