Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. mars 1995 ðWKn 5 Tímamynd CS Stefnumót við raunveruleikann Jón Kristjánsson skrifar Greinarhöfundur hefur nú, eins og aörir þingmenn, kvatt vinnufélagana í Alþingis- húsinu. Sumir hverfa af vettvangi, aðrir koma aftur í vor. Nýir menn koma. Sumir þingmenn þykja vissir um endurkjör, aörir eru í vafa. Þinghúsiö viö Austurvöll er nú vettvangur þess ágæta starfsliðs sem held- ur stofnuninni gangandi, gengur frá eftir veturinn og býr í haginn fyrir þá þing- menn sem koma aö vori. Stöðugleikinn Viö þingmennirnir sátum í lokin og hlustuöum á ræöur stjórnarherranna um stööugleikann sem væri undir stjórn Dav- íös Oddssonar, hins virta og elskaða leið- toga. Davíö sjálfur hélt nokkrar hjartnæm- ar ræöur í lokin um stöðugleikann og hina miklu efnahagsöröugleika sem ríkisstjórn- in sigraðist á. Þessum ræöuhöldum var gjarnan fylgt eftir meö leiöaraskrifum og Reykjavíkurbréfum í Mogganum. Þaö var gjarnan látiö fylgja meö aö nú þurfi pólit- ískan styrk, sterkan flokk til að fylgja efna- hagsbatanum eftir. Sá flokkur sé aö sjálf- sögðu Sjálfstæðisflokkurinn. Stöðugleikinn í launaumslaginu Nú erum viö þingmennirnir orönir frambjóöendur, þaö er aö segja þeir sem leita eftir endurkjöri. Viö erum, eftir loka- törnina í þinginu, komnir á stefnumót viö raunveruleikann, gefum okkur á tal viö fólkið. Ég kom á fimmtudaginn nú í vikunni í frystihús austur á landi og ræddi þar viö hóp fiskvinnslufólks, sem var í önnum aö koma loönunni í verömæti. Loðnan á sem kunnugt er að bjarga þjóðarbúinu á þessu ári. Mér fannst fara lítiö fyrir góöærlnu og stööugleikanum í tali fólksins. Þaö var vonsvikið meö sinn hlut og fannst stöbug- leikinn einkum birtast í þeim upphæbum sem birtast í launaumslögum þess. Sömu lágu launin. Líf þessa fólks er æðisgengið kapphlaup um aö komast af og það kunni vel aö endursegja þá fullyröingu konu að vestan í Þjóöarsálinni, aö launahækkunin hefði numiö einu kjötlæri á mánuði. Lífs- baráttan birtist í tali fólksinsog mér fannst ég vera kominn óralangt frá eldhúsdag- sumræðum um stöbugleika og stórkostleg- an árangur í efnahagsmálum. Hvab er í okkar valdi „Þú bjargar þessu ef þiö komist til valda," var sagt viö mig þegar viö kvödd- umst. Ég tók þetta eins og það var sagt, ég hef aldrei haft komplexa um ab vera kraftaverkamað- ur. Hins vegar olli þetta mér umhugsun um hvab væri í valdi okkar stjórn- málamanna um aö bæta kjör fólksins. Þaö er þó fyrsta og síðasta takmark meö stjórnmálastarfi að stuöla aö því að einstaklingurinn fái notiö sín, hafi tækifæri í lífinu og þá reisn sem fylgir því aö komast af. I fyrsta lagi er þaö skylda okkar ab sýna ráðdeild í meðferð almannafjár. Á annan hátt er ekki unnt aö stilla skattheimtunni í hóf. Hana má ekki auka, en nauösyn ber til ab allir greiði réttlátan hlut til samfé- lagsins. Skattheimtan má ekki misbjóöa almennum launamanni. / öðru lagi ætti aö skoöa enn á ný hvaö ríkisvaldiö getur gert til aö draga úr þeim kostnaði sem fólki úti á landsbyggðinni er þyngstur í skauti, en þab er húshitunar- kostnabur. Þaö er auðvitað engin hemja í því að fólk, sem vinnur á lágmarkslaun- um, þurfi aö kynda tveggja herbergja íbúö fyrir 17 þúsund krónur á mánuði. En þetta er raunveruleikinn. Þetta er „ísland í dag", eins og Jón Ársæll segir. Sömuleiöis er hús- næðiskostnaðurinn öllum landsmönnum mjög erfiður. Leiga á smæstu íbúðum, þar sem eftirspurn er, liggur á bilinu 30-40 þúsund krónur. Láglaunafólk veröur aö hlíta þessu eba borga þessa upphæö eöa hærri í afborganir og vexti af húsnæði. Þetta er raunveruleikinn, „ísland í dag". Ég held aö stjórnmálamennirnir, sem koma til þings í vor, veröi ab skoða þessa þætti. Óstöðugleikinn í vanskilunum í vanskilum fólksins ríkir ekki stööug- Ieiki, þau aukast. Vanskilin eru ekki aöeins efnahagslegt vandamál, heldur einnig félagslegt. Fólk, sem missir tök á fjármálum sínum, verð- ur biturt og hjálparvana og þessar kenndir snú- ast oftar en ekki upp í kæruleysi, fólk gefur hlutina frá sér. Leiðsögn og skuld- breytingar á lánum geta skipt hér sköpum. Þorri fólks líður fyrir þab aö vera í vanskilum. Skuldbreytingu og greiösluaölögun á þjóöfélagiö ab rába viö. Núverandi ástand kallar aöeins á meiri afskriftir lánastofn- ana, meiri töp sem koma fram í hækkub- um vöxtum. Þetta er vítahringur sem þarf aö brjótast út úr. Þaö mun vera nefnd í því aö skoða þetta mál. Ab öðru leyti tók Alþingi, sem var ab ljúka, þaö ekki fyrir. Frumvarp þingmanna Framsóknarflokksins um greiösluaðlögun fékkst ekki rætt eða afgreitt. í ræöum stjórnmálamanna má heyra staöhæfingar um að vanskilin séu ekki bundin vib láglaunafólk, og m.a. hefur fé- lagsmálaráöherra talaö í þessa veru. í þessu birtast meiningar um að vanskilin stafi af kæruleysi og aö fóik lifi um efni fram. Ég fullyrði ekkert um þaö aö svo geti ekki veriö í einstöku tilfellum. Hins vegar liggur í augum uppi aö skuldaaukning og vanskil heimilanna í landinu stafa af tekjumissi einstaklinga og fjölskyldna, sem kippir grundvellinum undan efna- hagnum. Patentlausnir Undarlegasta fyrirbrigbi síðustu mán- aöa í stjórnmálum er svokallaður Þjóö- vaki, „hreyfing fólksins". Reyndar er gengib í skoðanakönnunum niður á vib, en framboð eru aö birtast. Hreyfingin er utan um Jóhönnu Siguröardóttur, sem sannarlega hefur fengiö sín tækifæri meö- al annars til ab ráöast í aögerbir gegn skuldum heimilanna á sjö ára ferli sem fé- lagsmálaráöherra. Þessi hreyfing varb til þegar Jóhanna tapabi riaumlega í for- mannskjöri gegn Jóni Baldvini. Hún haföi fyrir kosningar lýst því yfir ab í góöu lagi væri fyrir sig aö vinna meö Davíb Odds- syni. Síöan er farið fram á völlinn undir merkjum vinstri samstööu. Stjórnmál geta stundum oröiö dálítiö skrýtin. Verkefni næstu missera Stjórnvaldsaögerðir hafa gengiö hart aö afkomu einstaklinganna á kjörtímabilinu sem nú er að líða. Nú þarf aö þræöa hinn gullna meöalveg ab rétta þeirra hiut og leita einnig leiba til þess aö tryggja at- vinnu og afkomu atvinnulífsins. Þetta er erfitt verkefni, en ég er sannfærbur um að þab þarf nýja forustu í landsmálin, til aö ná árangri. Þaö er alveg ljóst aö núverandi stjórnarflokkar munu halda áfram aö starfa saman eftir kosningar og hjakka í sínu fari. Ef Þjóövaki nær árangri, gæti hann orðið sá aö splundra kröftum stjórn- arandstöðunnar og leggja Sjálfstæðis- flokknum til uppáhaldsvopniö, sem er glundrobakenningin. Framsóknarflokkur- inn er forustuaflið í stjórnarandstööunni og þarf ab koma sterkur til leiks. Þess vegna berst ég. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.