Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. mars 1995
mt£—í-----
aKaji IjTj æiwj
13
hyglisverð niburstaða og
óvænt að viöfangsefnið skuli
taka þessa stefnu. Þá horfir
maðurinn á mig og segir:
„Hvað? Kannt þú að lesa úr
þessu?"
Þessi maður var með
háskólapróf. Það vildi bara
svo til að ég var alvön því að
lesa úr svona plöggum, enda
þótt ég væri ekki með há-
skólapróf.
Ég varð þessa viðhorfs líka
vör í sambandi við félagsmál
og þab var ein af ástæbunum
fyrir því að þegar ég átti þess
kost ab fara í háskólanám
fannst mér sjálfsagt ab grípa
tækifærið.
Þér hefur ekki dottið í hug að
fara hina hefðbundnu íslensku
leið, í öldungadeild og síðan í
Háskóla íslands eftir stúdents-
próf?
Nei, mér fannst hún nokk-
uð löng, sú leið, og svo kom
þab líka til að mér líkaði alltaf
vel sú vinna sem ég var í. Það
má eiginlega segja að ég hafi
verið í mínum „karríer" og
hvorki reiðubúin að gera hlé á
honum né víkja af þeirri
braut sem ég var á, eins og ég
hefbi þurft að gera með því ab
taka fyrst stúdentspróf og fara
síðan í viðskiptafræði í há-
skólanum hér.
Þegar fyrir lá að ég gæti sótt
mér þá menntun sem ég vildi
í háskóla í Bandaríkjunum, án
þess að það raskabi starfi
mínu hér heima að ráði, var
ég ekki sein að grípa tækifær-
ib. Það var Jón Þór Þórhails-
son, yfirmaður minn, sem
benti mér á þessa leið og
hann studdi mig með ráðum
og dáð allan tímann. Það
byrjaöi með því ab hann rak
augun í auglýsingu um þenn-
an háskóla sem hafði sérhæft
sig í fjarkennslu og hafði
skipulagt nám, sérstaklega
ætlab stjórnendum sem voru í
starfi.
Ég lét senda mér pappíra
og innritabi mig í skólann. Ég
þurfti að leggja fram mjög
nákvæma og yfirgripsmikla
skýrslu um allt það nám
sem ég hafði stundað frá upp-
hafi. Það var bebið um yfirlit
um leikskólaferil, hvað þá
annað.
Mér brá nú nokkuð við
þetta og hélt að ég fengi ekki
inngöngu þar sem ég er alin
upp í sveit, á Jaöri í Hruna-
mannahreppi, og lærði ein-
göngu heima til tíu ára ald-
urs. Þá fór ég fyrst í skóla.
Þegar ég var búin að hug-
leiöa þetta dálitla stund áttabi
ég mig á því að ég hafði ein-
mitt verið í afskaplega góðum
einkaskóla sem stæði öðrum
skólum tæpast að baki.
Heima í sveitinni hafði ég
aðgang að yngra og eldra fólki
meb ágæta menntun. Ég var
læs fimm ára og lærbi ab
skrifa fljótlega upp úr því. Á
meöan verið var ab mjólka
kýrnar kenndu þeir mér
margföldunartöfluna, móður-
bræöur mínir, og Arkimedes-
ar-lögmálið lærði maður á því
ab fylgjast með því hvernig
vatnib færðist til í kælinum
þegar brúsunum var sökkt of-
an í kerið, og annað eftir
þessu. Þessir móðurbræður
mínir voru búfræðingar, ung-
ir menn og skemmtilega
áhugasamir um að fræða mig
um allt sem þeir vissu.
Amma kenndi mér kvæbi
og leiðbeindi mér í bók-
menntum. Hún lét mig lesa
Njálu þegar ég var níu ára og
sagöi aö ekki væri nokkur
maður með viti nema hafa
lesið Njálu, sem ég gerði nú
reyndar eins og páfagaukur.
Maður var líka látinn læra
utanbókar heilu kvæðabálk-
ana, Gunnarshólma og ég veit
ekki hvað. Afi var heimspek-
ingur í eðli sínu og velti
mörgu fyrir sér, og yfirleitt
gekk ekki á öðru en því að
fræða mann.
Ég hafbi eiginlega ekki gert
mér grein fyrir því fyrr en ég
var ab ganga frá þessari um-
sókn um skólavist í Bandaríkj-
unum, að ég hafði fengið
prýðismenntun, ekki síst þeg-
ar ég var barn.
Svarið var á þá leið að um-
sóknin hefbi veriö tekin til
greina og ég væri búin að fá
skólavist. Ég fékk yfirlit um
bækur og einnig um nám-
skeið. Ég þurfti síöan að velja
úr námskeiðunum og skrá
mig á þau. Upplýsingar frá
skólanum um tilhögun náms-
ins voru mjög greinargóöar,
og fólu annars vegar í sér leið-
beiningar um verkefni og
- Intemetið
hefði breytt
miklu
hins vegar efni sem átti að
lesa en taka síðan próf í þegar
ég kæmi út.
Þetta gekk síðan þannig að
ég fór út tvisvar á ári, í febrúar
og ágúst, og var þá hálfan
mánuð í skólanum. Þá var frí
hjá reglulegum nemendum
vib skólann og þab notað til
að sinna þeim sem voru utan-
skóla.
Námið var skipulagt þannig
að beinlínis var ætlast til að
maður væri í vinnu sem
tengdist því og með þeim
hætti var þetta mjög abgengi-
legt. Ég var með öðrum orð-
um að „praktísera" það sem
ég var að læra á meðan ég var
aö læra það.
Viltu kannski meina að það
sé eðlilegri framvinda en hefð-
bundið háskólanám?
Ég álít að hún sé örugglega
ekki síðri en slíkt nám. Að
fara þarna út var eins og frísk-
legt bab í hvert sinn. Eg var
sífellt ab læra eitthvað sem ég
var ab vinna ab og hafði sjálf
reynslu af. Þetta sýndi mér
nýjan flöt á þeim viðfangsefn-
um sem ég var að fást við og
ég mæli eindregið með því að
þessu sé blandað saman á
þennan hátt.
Þú laukst BA-prófi í viðskipt-
um, eða „Business Administr-
ation". Kom til greina að þú
baettir við þig meistaraprófi?
Já, ég var reyndar búin að
ætla mér það og langaöi mjög
til þess fyrst eftir að ég lauk
BA-prófinu. Þá voru hins vera
komnar upp aðstæður hjá
SKÝRR ab ég var komin þar í
nýtt starf, var farin að vinna
að endurskipulagningu fyrir-
tækisins sem krafðist mikils
tíma, þannig að ég átti lengi
vel ekki heimangengt.
Nú er ég komin í allt annað
starf þar sem engin tök eru á
slíku.
Ertu metnaðargjöm?
Ég hef einhvern veginn svo
einkennilega framaþrá. Hún
nær ekkert mjög langt, eigin-
lega bara að því að ráða rosal-
ega vel við það sem ég að gera
hverju sinni. Ég hef svona
malandi ánægju af að finna
fyrir því að hlutirnir ganga
upp, að það sé viðurkennt og
þeim sem eru í kringum mig
líki það vel og allir séu
ánægðir.
Viðtal: Áslaug Ragnars
Mynd: K.E.E.
Náttúruverndarár Evrópu
1995
Hvað er atvinnulífið að
gera í umhverfismálum?
Sjálfbær þróun í atvinnurekstri
og góð sambúð við umhverfíð
Ráðstefna á Hótel Sögu, 7. mars 1995
Dagskrá
11:30 Innritun.
12:00 Hádegisverður í Átthagasal.
13:00 Ávarp og setning, Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra.
13:10 Góð umhverfisstefna er góð viðskiptastefna, Laurens J. Brinkhorst, þingmaður á
Evrópuþinginu og fyrrverandi yfirmaður umhverfismála framkvæmdastjómar ESB í Brussel.
/
Arsalur
13:40 Atvinnulífið og umhverfismál - stefnumótun VSÍ, Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ.
13:55 Stefnumótun fyrirtœkja í umhverfismálum, Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf.
14:10 Bætt nýting hráefnis; meðhöndlun fljótandi úrgangs frá fiskvinnslu, Hafsteinn Helgason, lektor
við verkfræðideild Háskóla íslands.
14:25 Sambúð fyrirtækis og umhverfts, Tómas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs
Olíuverslunar íslands hf.
s y
14:40 I sátt við umkverfið, Geir Þórðarson, formaður Umhverfisfélags Islandsbanka.
15:00 Kaffihlé.
15:20 Hreinni framleiðslutækni og nútíma stjórnunarhættir, Guðjón Jónsson,
deildarstjóri umhverfisdeildar Iðntæknistofnunar íslands.
15:35 Frá orðum til athafna, Bjami Snæbjöm Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Skeljungs hf.
15:50 Stefna ISAL í umhveiftsmálum, Rannveig Rist, steypuskálastjóri íslenska álfélagsins hf.
16:15 Yfirlit og lokaorð, Ámi Mathiesen, alþingismaður.
16:30 Móttaka í boði umhverfisráðherra í Skála.
Ráðstefnustjöri Óskar Maríusson, efnaverkfræðingur, VSÍ.
Ráðstefnugjald er krónur 2.500. Innifalið í verðinu er hádegisverður, kaffi og fundargögn.Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir
kl. 12:00, mánudaginn 6. mars nk. til KOM hf. í síma 562 2411 eða með faxi 562 3411. Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér
rétt til að breyta dagskrá vegna ófyrirsjáanlegra atvika.
Umhverfísráðuneytið
l'SLANDSBANKI
I
tJ
/\T7\
Skeljungur hf.
Shell einkaumboö
Umsjón og skipulag KOM hf.