Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 4. mars 1995
Þeir, sem Hotaling tal-
aöi vib í garöinum,
sögöu aö reiöhjóla-
þjófnaöir vceru mjög
algengir í garöinum
og þaö vœri líklegasta
skýringin á árásinni.
Hotaling hlustaöi meö
athyglien átti erfitt
meö aö ímynda sér aö
menn virtu mannslífiö
svo lítils aö þeir myrtu
fyrir eitt skitiö reiöhjól.
En þetta var Brooklyn!
Mikill fjöldi Brooklynbúa fer
feröa sinna á reibhjóli. 1. júní
1993 voru margir þeirra á hjólum
sínum í Prospect-garðinum. Sum-
arib var komib, blíðuveður og
gleðin skein úr hverju andliti.
Prospect-garðurinn er fyrir
marga íbúa líkt og vin í eyðimörk-
inni, enda stórt og glæsilegt úti-
vistarsvæbi. Kl. 15.26 var þó orb-
ið þab heitt í veðri þennan dag,
ab flestir gestir almenningsgarbs-
ins leituðu skuggans. Á meðan
menn biðu síðdegissvalans rufu
byssuhvellir skyndilega kyrrðina
og neyðaróp fylgdi í kjölfarið.
Það var erfitt að átta sig á hvað
gerst hafbi, en nokkrum augna-
blikum síöar kom vel klæddur
maöur innan úr runnunum á
reibhjóli og steig fótstigin eins og
hann ætti lífið aö leysa. Blóð lag-
aði úr honum. Felmtri slegnir
gestir almenningsgarðsins fylgd-
ust stjarfir með lokaskeiði manns-
ins, sem tókst að hjóla um 400
metra áður en hann hneig niður.
Þegar að var komiö, var maður-
inn látinnr
Fjögur skotsár
Lawrence Hotaling, yfirfulltrúa
í morbdeild Brooklyn-lögregl-
unnar í New York var falin rann-
sókn málsins. Hann sá þegar að
maöurinn hafbi orðiö fyrir fjór-
um skotum, þremur í brjóst og
einu í bakið.
Hotaling virtist maðurinn vera
milli þrítugs og fertugs, snyrtileg-
ur og vel til fara. Reiðhjólið var
fjallahjól af gerðinni Diamond
Black, vandað og dýrt hjól sem
virtist glænýtt.
Þeir, sem Hotaling talaði viö í
garðinum, sögöu ab reiðhjóla-
þjófnabir væru mjög algengir í
garðinum og þab væri líklegasta
skýringin á árásinni. Hotaling
hlustabi með athygli, en átti erfitt
meb að ímynda sér að menn virtu
mannslífið svo lítils að þeir myrtu
fyrir eitt skitið reibhjól. En þetta
var Brooklyn!
Kennari og íþrótta-
hetja
Ef til vill hafbi það einnig verið
ásetningur ræningjanna að ræna
fórnarlambið, en hann hafbi séð
til þess ab þeir komu ekki hönd-
um yfir peningaveski hans, sem
innihélt jafnvirði 32.000 ísl. kr.
Fórnaríambið hét Allyn
Winslow, 42ja ára leiklistarkenn-
ari í Bay Ridge listaskólanum.
Hann var kvæntur og tveggja
barna fabir.
Winslow var hár og þrekvax-
inn, enda fyrrum íþróttahetja.
Hann haföi margsinnis unnið til
verðlauna í maraþonhlaupi.
Nýlega hafði Winslow lagt
hlaupaskónum og keypt fjalla-
hjólib góða, sem hann var nánast
að vígja í garðinum þennan dag.
Sennilega hafði Winslow lent í
einhverjum átökum vib ræningj-
ana, þar sem hjólapumpan fannst
Hringurinn á kortinu er dreginn utan um morbsvœbib í almenningsgarbinum.
Mannslífið metið
á eitt reiðhjól
Reibhjólib sem barist var um.
400 metra frá hjólinu og var
dælduð ab sjá. Winslow hafbi að
öllum líkindum notab hana til að
berja á ræningjunum.
Ónóg eftirlit
Prospect-garður er sem fyrr
sagði ægifagurt útivistarsvæði, en
engan veginn hættulaust, eins og
fjölmörg dæmi höfðu sannað. A
mánubinum á undan höfðu tvær
naubganir verið kærðar og fjöldi
þjófnaða tilkynntur. Búib var ab
skipa nefnd til ab kanna hvort
ástæða væri til aukins lögreglueft-
irlits, en því miður þurfti morðið
á Winslow til ab það yrði að vem-
leika.
Ekkja Winslows sagði lögregl-
unni ab Prospect-garðurinn hefbi
verið uppáhaldsstabur fjölskyld-
unnar og þau hefðu gjarnan farib
í skógarferbir með börnin. „Af
hverju hann? Hann sem var svo
góbur maður," spurði harmi
SAKAMÁL
þrungin eiginkonan í örvæntingu
sinni.
Og vissulega var Winslow gób-
ur mabur, jafnt nemendur hans
sem kannarar hældu honum á
hvert reipi. Hann var stundvís,
reglusamur, húmoristi, hæfileika-
ríkur og hafði verið óbilandi í ab
styrkja sjálfstraust nemenda
sinna. Hann var hins vegar fastur
fyrir í ákvebnum málum og e.t.v.
hafbi þab orbib honum að aldur-
tila.
Lögreglan hafði nánast ekkert í
höndunum vib ab upplýsa málib.
Enginn virtist í raun hafa séð
hvað gerðist fyrr en eftir árásina,
en komið var upp sérstakri neyb-
arlínu þar sem menn vom beðnir
um aö veita upplýsingar.
4. júní 1993, sama dag og
Winslow var jarðsunginn að við-
stöddu fjölmenni, hringdi sím-
inn hjá Hotaling yfirfulltrúa.
Einn af mönnum hans hafði haft
samband við „snuðrara", sem gaf
upplýsingar um málið.
Tveimur klukkustundum síðar
voru Jerome Nisbett, 16 ára, Mark
Carter, 14 ára, Chad Jackson, 16
ára, og Gregory Morris, 14 ára,
verið handteknir vegna gruns um
aöildar þeirra að morðinu á
Winslow. Þeir höfðu tveimur
dögum áður verið yfirheyrðir, þar
sem til þeirra hafbi sést í garðin-
um á sama tíma og moröiö var
framið.
Einn vantabi reiðhjól!
Þrátt fyrir ungan aldur, voru
fjórmenningarnir allir á sakaskrá.
Eftir ruglingslegar misvísanir í
framburði játuðu tveir hinna
yngri ab hafa átt aðild ab glæpn-
um. Ástæban var einföld. Einn
þeirra vantaöi reiðhjól!
Fjórmenningarnir höfðu beöið
heppilegs fórnarlambs í launsátri.
Þegar Winslow hjólabi framhjá
felustab þeirra, í kjarri í miðjum
garðinum, stukku þeir fram og
hugðust fella hann af hjólinu.
Winslow brást snöggt við, losabi
um pumpuna og sló til eins
drengjanna. Skipti þá engum tog-
um að Jerome Nisbett dró upp 22
kalíbera skammbyssu og hleypti
af 6 skotum. Fjögur þeirra hæfðu
Winslow.
Honum tókst á ótrúlegan hátt
ab hjóla um 500 metra leib áður
en hann hné nibur, þannig að
ræningjarnir ungu frömdu morð-
jerome Nisbett.
ið án þess að bera nokkuð úr být-
um. Þeir voru allir ákærbir líkt og
um fulloröna menn væri að ræða,
fyrir morð, vopnað rán og ólög-
lega byssueign.
Víti til varnaðar
Carter og Jackson vom leystir
úr haldi gegn tryggingu, enda
þótti sýnt aö þáttur þeirra í
glæpnum væri veigalítill. Þeir
höfðu lítillega komist í kast vib
lögin fyrr, en gekk báðum vel í
skóla og áttu reglusama aðstand-
endur.
Nisbett var maðurinn sem
hafði tekib í gikkinn, og fóru rétt-
arhöldin í máli hans fram sérstak-
lega.
Máliö er enn að velkjast í kerf-
inu, en búist er vib að yngri
drengirnir tveir verði dæmdir til
sérstakrar vistar fyrir vandræða-
unglinga í hálft til tvö ár. Mark
Carter fær að öllum líkindum 5-
10 ára fangavist og er þá tekib til-
lit til fyrri glæpa hans. Jerome
Nisbett getur búist við 25 ára
refsivist til lífstíðarfangavistar,
þrátt fyrir ungan aldur. „Við verö-
um einfaldlega að sýna unga fólk-
inu fram á að glæpir borga sig
ekki," sagði sækjandinn í málinu
við upphaf réttarhaldanna. ■