Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 4. mars 1995 19 Grímurjónsson Fæddur 25. ágúst 1925 Dáinn 25. febrúar 1995 í dag er til grafar borinn Grímur Jónsson, héraösrábunautur á Ærlækjarseli í Axarfiröi, en hann lést aö Heilsuhælinu á Kristnesi þann 25. þ.m. Þótt andlát Gríms kæmi ekki á óvart, er þaö ávallt svo aö brotthvarf samferöamanns og góös vinar kemur hreyfingu á huga manns. Aö sækja gamlar minningar um horfnar samverustundir og góö kjmni. Fundum okkar' Gríms bar fyrst saman haustiö 1947, er viö hófum nám við Framhalds- deildina á Hvanneyri (síðar Bú- vísindadeild), sem þá var að hefja starfsemi sína. Viö vorum átta Norðlendingar, sem stund- uöum nám viö deildina á þess- um tveimur fyrstu starfsárum hennar. Samstarf okkar skóla- bræðranna og félagsskapur var náinn og góður þau misseri sem viö dvöldum saman á Hvann- eyri. Þótt námiö væri stundað af samviskusemi, áttum við marg- ar glaðar og góðar samveru- stundir, sem enn er gott aö rifja upp. Grímur Jónsson féll vel inn í þennan hóp. Skaplyndi hans var meb þeim hætti aö allir kunnu því vel aö dvelja í návist hans. Glaöværð hans og græskulaus gamansemi, ásamt hlýju hjartalagi, öfluðu honum hvarvetna vina og vinsemdar. Eftir aö skólavist á Hvanneyri lauk flutti Grímur til Akureyrar, þar sem hann stofnaði heimili meö unnustu sinni og síðar konu, Erlu Bernharðsdóttur frá Akureyri. Þar geröist hann starfsmaður Tilraunastöðvar- innar (Gróörarstöövarinnar). Á meðan þau Grímur og Erla dvöldu á Akureyri bar fundum okkar oft saman, en alltaf var t MINNING jafn gaman aö blanda geöi viö Grím og eiga með honum glaða stund. Eftir að Grímur settist aö á Ærlækjarseli uröu fundir okk- ar strjálli, sem von var til, þar sem viö vorum búsettir hvor á sínu landshorni. Um fjölda ára var það þó fastur liöur á dagskrá okkar, er viö sóttum árlegan fund búnabarráöunauta í Reykjavík, aö heimsækja sam- eiginlegan vin okkar og eyöa meö honum kvöldstund við spil og létt spjall. Dvöl þeirra Gríms og Erlu varö ekki löng á Akureyri, því aö voriö 1950 fluttu þau austur í Axarfjörð aö Ærlækjarseli, en þar var Grímur fæddur og upp alinn og þar bjuggu móöir hans og systkini. Þau byggöu nýbýlið Ærlækjarsel II á hluta jarðarinn- ar og komu sér þar upp dálitlu snotru fjárbúi. Jafnframt gerðist Grímur héraösráðunautur Bún- aðarsambands Norður-Þingey- inga, og því starfi gegndi hann á meðan honum entist heilsa. Frá 1953 annaðist hann einnig framkvæmdastjórn Ræktunar- sambands Norður-Þingeyinga vestan heiöar. Grímur reyndist farsæll í starfi sínu. Góö greind, trúmenriska og prúömannleg framkoma, ásamt vakandi áhuga fyrir að veröa öörum að liði, öfluðu honum alls staöar trausts og virðingár. Honum voru falin ýmis trúnaöarstörf í heimahér- aði sínu, meðal annars var hann lengi fulltrúi Norður-Þingey- inga á fundum Stéttarsambands bænda. Grímur hafði mikinn áhuga á sauðfjárrækt og kyn- bótum sauðfjár og skrifaöi nokkuð um þau mál. Þetta féll vel að starfi hans og staðsetn- ingu í því héraði landsins, sem veriö hefur í fararbroddi í sauð- fjárrækt marga síðustu áratugi. Grímur var enn á miðjum aldri, er hann fór aö kenna ólæknandi hrörnunarsjúkdóms. Fór svo aö hann varb aö láta af störfum langt fyrir aldur fram áriö 1985. Síöustu árin dvaldi hann lengst af á sjúkrahúsum. Þau Grímur og Erna eignuö- ust sex syni, myndarmenn í sjón og raun. Hafa þeir allir stofnab eigiö heimili. Viö, sem þekktum Grím Jóns- son, kveöjum hann með sökn- uði. Þótt hann sé horfinn sjón- um okkar, lifir meö okkur minningin um góðan dreng, sem gott var að eiga aö félaga og vini. Sárastur er missir eiginkonu hans, en örlögin hafa lagt á heröar hennar þunga byrði mörg undangengin ár. Ég vil ljúka þessum fátæklegu kveðju- orbum með því aö votta henni og öörum aðstandendum inni- lega samúö. Bjami Arason DAGBÓK Lauqardaqur 4 mars 63. dagur ársins - 302 dagar eftir. 9. vlka Sólris kl. 8.26 sólarlag kl. 18.54 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldrl borqara f Reykjavík og nagrennl Laugardagur: Snúöur og Snælda - sýna í Risinu, Hverfisgötu 105, nýtt íslenskt leikrit, Reimleika í Risinu, eftir Iðunni og Kristínu Steinsdæt- ur, á þribjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 16 og á sunnu- dögum kl. 18. Mibar við inngang og í s. 10730, 12203, 643336. Sunnudagur: Bridskeppni, sveit- arkeppni, kl. 13 og félagsvist kl. 14 í Risinu. Dansab í Gobheimum kl. 20., Á mánudag 6. mars er Söngvaka kl. 20.30 í Risinu. Stjómandi er Ei- ríkur Sigfússon og undirleik annast Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Hana-nú, Kópavogl Mánudaginn 6. mars er kráarferb á Gauk á Stöng í Hafnarstræti. Léttur kvöldverbur og dans. Rúta fer frá Gjábakka kl. 18. Pantanir í síma 43400 og 45700. Alþjóblegur kvennadagur 20 ára: Hátíbarfundur í Rábhúsinu Hátíbarfundur verður haldinn í Tjarnarsal Rábhússins í Reykjavík 8. mars n.k. kl. 20 í tilefni þess ab nú eru 20 ár síðan Sameinubu þjóbirn- ar staðfestu þennan dag sem alþjóð- legan kvennadag. Fjölbreytt dagskrá. Aðstandendur fundarins eru ýmis kvennasamtök, friðarsamtök, stétt- arsamtök og samtök listafólks. Kvenfélag Hátelgssóknar heldur fund þribjudaginn 7. mars kl. 20.30 á Kirkjuloftinu. Spilub verður félagsvist. Kaffiveitingar og gestir eru velkomnir. S.S.H. Stuðnings- og sjálfshjálparhópur hálshnykkssjúklinga heldur fund í Í.S.Í.-hótelinu, Laugardal, mánu- daginn 6. mars kl. 20. Fyrirlesari á fundinum verður Ágúst Jörgensson, löggiltur sjúkraþjálfari, libfræbingur og manual therapist. Fyrirlestur í Nýllstasafnlnu A morgun, sunnudag, kl. 16 held- ur Halldór Björn Runólfsson list- fræbingur fyrirlestur í Nýlistasafn,- inu, Vatnsstíg 3b. Fyrirlesturinn ber heitib „Jabarinn og miðjan" og tengist sýningunni SÓLGIN, sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Sú sýning er libur í norrænu menning- arhátíbinni Sólstöfum. Kvennalistinn: Oplnn fundur á Hótel Borg í dag, laugardag, kl. 14 efnir Kvennalistinn í Reykjavík til opins fundar á Hótel Borg. Fundarefnið er: „Kvenfrelsi, mannréttindi, sam- ábyrgb". Frummælendur: Dr. Gubný Gub- björnsdóttir dósent, „Kvenfrelsi og kjaramál"; Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri, „Með femínisma í farteskinu"; Þórunn Sveinbjarnar- dóttir stjórnmálafræðingur, „At- hafnir í staö orba". Ab erindunum. loknum veröa umræður og fyrirspurnir. Létt tón- list að umræðum loknum. Fundar- stýra er Ragnhildur Vigfúsdóttir. Allir velkomnir. Athafnadagar í Mibbæ, Hafnarfirbl í dag, laugardag, verbur ferba- kynning á vegum Samvinnuferða- Landsýnar og verður dreginn út óvæntur ferbavinningur fyrir lokun verslana. Tískusýning frá verslun- um í Miðbæ og verður áhersla lögð á fermingarfatnað og undirbúning fermingarinnar. Karatedeild Hauka verður með einstaka sýningu á efri hæö hússins þar sem sýndar verða jafnt æfingar sem föst tök. Listaklúbbur Lelkhúskjallarans Mánudaginn 6. mars kl. 20.30 mun hljómsveitin Spabar leika í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Hljómsveitina skipa: Siguröur Val- geirsson og Þorbjöm Magnússon trorúmur, Gunnar Helgi Kristinsson harinóníka, Eiríkur Stephensen sax- !'ófí jnn og klarinett, Helgi Gub- mundsson munnharpa og viskíd- unkur, Abalgeir Arason mandólín, Gubmundur Gubmundsson og Magnús Haraldsson gítarar, Gub- mundur Ingólfsson kontrabassi, og Guðmundur Andri Thorsson sem syngur og leikur á skeibar. LJóbatónlelkar frá Álandseyjum Álandseyjar eiga sína fulltrúa á Menningarhátíbinni Sólstöfum sem nú stendur yfir í Reykjavík, á Akur- eyri og á ísafirði. Tónlistarmennirn- ir Björn Blomqvist bassasöngvari og Marcus Boman píanóleikari halda tónleika í næstu viku á Akureyri, í Norræna húsinu í Reykjavík og á ísafiröi. Fyrstu tónleikarnirv verba í Safn- abarheimili Akureyrarkirkju á mánudag 6. mars kl. 20.30. Þann dag heldur Björn Blomqvist einnig námskeib á vegum Tónlistarskólans á Akureyri. Þriöjudaginn 7. mars kl. 20.30 verba tónleikar í Norræna húsinu og fimmtudaginn 9. mars kl. 20.30 koma þeir fram í Sal frímúrara á ísa- firði. Á efnisskránni eru verk eftir Carl Loewe, Hugo Wolf, Lars Karlsson, Marcus Boman og Emil Sjogren. Mibar á alla tónleikana verba seldir vib innganginn. Fréttir í vikulok Jákvæbar niburstöbur mengunar- mælinga vib strendur landsins Niöurstööur mengunarmælinga í sjó viö ísland eru í stórum dráttum þær að mengun mælist hverfandi lítil á íslandsmiöum miðað við það sem gerist annars staðar á N-Atlantshafi. Þetta kemur fram í lokaskýrslu starfshóps um mengunarmælingar í sjó sem stóðu yfir í þrjú ár, eða frá 1989-1992. Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra segir að niðurstöð- urnar styrki ímynd landsins sem eins af hreinustu löndum heims. Þaulskipulagt rán Mikla athygli vakti rán í vikunni, þegar þrír einstaklingar rændu starfsmenn Skeljungs þar sem þeir voru að koma pen- ingatöskum í íslandsbanka viö Lækjargötu. Fólkið var grímu- klætt og var þess leitað í nokkra daga. Nú er par í haldi sem grunað er um aðild að verknaöinum. Lobnufrystingu lokib Óvissa ríkir um loönufrystingu vegna mikillar átu í loðn- unni. Hegðun loðnunnar varð til þess að menn gátu ekki farið aö veiöa hana fyrr en mun seinna en áætlað var, og veröur af þeim sökum ekki fryst nema hluti þess sem áætlað var. Röskva vann stórt Röskva vann stóran sigur á Vöku í stúdentakosningum Há- skólans í vikunni. Röskva fékk rúm 60% atkvæða og fær því 17 fulltrúa í.stúdentaráði, en Vaka 12. Nýtt blab um stjórnmál Vikublaðið Þjóðvaki kom út í vikunni, en Ólína Þorvarðar- dóttir ritstýrir því. Ritið er málgagn samnefnds stjómmálaafls, sem Jóhanna Sigurðardóttir leiðir. Vel heppnab Norburlandaþing Fjölmennt Norðurlandaþing var haldiö í vikunni á Hótel Sögu. Án þess aö mikið væri um afgerandi ákvarðanir, voru þingfulltrúar ánægöir með þingið. Á meöal atriða, sem sam- þykkt voru, er að þingfulltrúar lýstu yfir vilja til að halda vega- bréfsmálunum óbreyttum, þ.e.a.s. að ekki þurfi vegabréf til að feröast á milli Norðurlandanna. Kennaraverkfallib í hörbum hnút Enn miöar ekkert í verkfalli kennara. Mikil röskun hefur orb- ið í þjóðfélaginu af völdum þess og hefur verkfallsstjórn legið undir ámælum um að veita ekki nógu margar undanþágur fyr- ir fötluö börn. Samkvæmt drögum sérkjarasamninga geta kennarar vænst umtalsverðrar launahækkunar, en á móti kem- ur, að þeirra mati, að þeir þurfa að auka vinnuskyldu. Þab sætta þeir sig ekki við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.