Tíminn - 22.03.1995, Page 9

Tíminn - 22.03.1995, Page 9
Mibvikudagur 22. mars 1995 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLOND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Hungursneyö vofir yfir Rú- anda Lundúnum - Reuter Hungursneyö vofir yfir allt að þremur milljónum flóttamanna frá Rúanda þar sem þeir hafast við í búðum í Zaír, Tanzaníu og Búrúndí. Matarskortur er þegar farinn að gera vart við sig og er óttast að hann kunni að hleypa af stað nýrri öldu ofbeldis í landamærahéruðum. Mikillar reiði verður nú vart meöal flóttamanna vegna þess að matarskammtur þeirra hefur verið minnkaður, en þá ráðstöf- un telja margir þeirra tilraun til að neyða flóttafólk til að hörfa aftur heim í átthaga sína í Rú- anda. Flóttafólkið óttast mjög að- komuna heima fyrir og telur sig ganga þar út í opinn dauðann. A þessu ári telja Sameinuðu þjóðirnar sig þarfnast 385 millj- óna bandaríkjadala til að standa straum af aðstoð við flóttamenn frá Rúanda í ár, en hingað til hefur verið heitið 155 milljónum í þann sjóð. Togstreita er milli alþjóðlegra hjálparstofnana og Evrópusam- bandsins um hjálparstarfið og talsmaður einnar þeirra tekur svo til orða að ESB eigi sök á því að ekki hafi tekist að marka ákveðna stefnu um að leysa vandamál flóttafólksins frá Rú- anda til frambúðar. Af hálfu ESB hefur komið fram að sambandið sé reiðubú- ið að breyta stefnu sinni aö því tilskildu að komið verði á rétt- arkerfi sem geri flóttamönnun- um kleift að snúa aftur til heim- kynna sinna án þess að þurfa að óttast um líf sitt. ■ Tilrœbib í Tókýó: Öfgasinnab trúfélag liggur undir grun Tókýó - Reuter Vitnisburðir þrjátíu sjónarvotta að því að taugagasi var komið fyr- ir í neðanjarðarbrautunum í Tókýó í fyrradag, með þeim af- leiðingum að átta manns biðu bana og aðrir fimm þúsund urðu fyrir eitrun, eru helstu vísbend- ingar í einhverjum óhugnanleg- ustu hryðjuverkum á síðari árum. Líkur benda til þess að málið tengist svipuðum atburði sem varð í fyrra, en þar kom sama gas- tegund við sögu. A.m.k. ein ábending hefur komið fram af hálfu eins sjónar- vottanna um mann á fertugsaldri sem nú liggur á sjúkrahúsi vegna eitrunar. Sjónarvotturinn kveðst hafa horft á manninn, sem er á fertugsaldri, sparka brúsa, sem vafinn var í dagblað, út um dyrn- ar á einum brautarvagninum er hann stóð við á einni þeirri sex- tán stöðva þar sem gasinu var komið fyrir. Kýódó-fréttastofan segir aö vit- að sé um tvö tilvik en ekki eitt þar sem hermdarverk með taugagasi voru unnin í fyrra. Samkvæmt þessari fregn varð fyrri atburður- inn í Matsumoto í júní. Þar létu átta manns lífið og 200 urðu fyrir eitrun, en mánuði síðar fundu eit- urefnafræðingar á vegum lögregl- unnar leifar af sarín- gasi í húsi Breyttir timar Nakin kona situr fyrir á stofu í Taipei. Konan á myndinni er nemandi ffyrsta listaskólanum í Tcevan þar sem módelin sitja nakin fyrir. Reuter Kínverskt markaðsátak fyrir sérvörur í líkbransanum Beijing - Reuter Á fyrstu kaupstefnu sem efnt er til í Kína og ætluð er þeim sem hafa atvinnu af því að búa um jarðnesk- ar leifar manna og koma þeim í gröfina, er að finna gífurlegt úrval af líkvögnum, legsteinum, smyrsl- um og kistum. Meira að segja er þar að finna líkkistu sem seljendur segja að megi nota oftar en einu sinni. Einhver flottasta líkkistan á sýn- ingunni er úr stáli og gleri, enda slagar verðið í 250 þúsund krónur íslenskar, en kistan er þeim kosti búin að viðstaddir geta virt fyrir sér látna ástvini allt þar til þeir hverfa af yfirborði jarðar. Framlag kínverska menntamála- ráöuneytisins til kaupstefnunnar er myndband þar sem sýnt er í smáat- riðum hvernig eigi aö fara að því aö smyrja lík með nýrri aðferð sem tal- in er mjög fullkomin. Sýnt er hvernig á að tæma æöakerfið og dæla í það ilmandi rotvarnarefnum sem eiga að tryggja að hinar jarð- nesku leifar verði ekki tímans tönn að bráö. Á hugföngnum sýningargestum má skilja að væntingar til árangurs af kaupstefnunni séu verulegar. Út- fararstjóri frá Innri-Mongólíu taldi sig hafa mikið gagn af því að horfa á smurningarmyndbandið þar sem nýjungar væru stundum Iengi að berast í heimahaga hans. Bandarískur fulltrúi fyrirtækis sem sérhæfir sig í dýrum varningi handa þeim sem vilja veita sér ofur- lítinn munað þótt síöustu forvöð séu, var himinlifandi þar sem hann hampaði gullhúðuðu duftkeri á næstum sextíu þúsund krónur ís- lenskar og benti á þá óhrekjanlegu staðreynd að bálfarir í Kína á einu ári væru fleiri en allar útfarir í Bandaríkjunum og því væru mark- aðshorfur mjög blómlegar. ■ Framboð til Alþingis Framboðslistum vegna kosninga til Alþingis 8. apríl 1995 í Vestfjarðakjördæmi ber að skila til formanns yfirkjörstjórnar að Hafnar- götu 41, Bolungarvík, eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars 1995. Gæta skal þess um öll umboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru, að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðs- lista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í kjör- dæminu og skal fjöldi meðmælenda vera að lágmarki 100 og að hámarki 150. Yfirkjörstjórnin í Vestfjarðakjördæmi. Björgvin Bjarnason, formaður Ágúst H. Pétursson Birkir H. Friðbertsson Björn Teitsson Jens Kristmannsson einu í litlu þorpi við rætur fjalls- ins Fuji. í húsi þessu var bækistöð Aum Shinri Kyo, trúfélags með um 10 þúsund áhangendur. Leynd hvílir yfir starfsemi þessa trúfélags sem talið er öfgasinnað. Lögreglan hefur enn ekki viljab tjá sig um grunsemdir japanskra fjölmiðla um að trúfélag þetta eigi sök á taugagastilræðinu í Tókýó nú, en Akira Gukushima sem er prófessor í glæpasálfræði við Sop- hia-háskóla segir líkur benda til þess að hópur með sameiginlegan pólitískan eða trúarlegan grund- völl standi að baki þessu tilræði. Aftaka í Oklahoma McAlaster, Oklahoma - Reuter 32ja ára gamall morbingi, Thomas Grasso, var tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í Oklahoma á sunnudagskvöld. Dauðadóm- ur var kveðinn upp yfir honum árið 1992, en hann réö 87 ára gamlalli ekkju bana í Tulsa á aðfangadagskvöld 1990. Aftakan átti að fara fram í október 1993, en henni var frestað eftir að Mario Cuomo, þáverandi borgarstjóri í New York og mikill andstæðingur dauðarefsinga, höfðaði mál og krafbist þess að fanginn yrði framseldur til New York og lát- inn afplána þar þyngstu refs- ingu fyrir morð sem er ævilangt fangelsi. Thomas Grasso vildi ekki áfrýja líflátsdómnum og kvaðst fremur vilja deyja en dúsa í fangelsi það sem hann ætti eftir ólifað. ■ íslensk bleikia’95 Ráðstefna í Bœndahöllinni við Hagatorg fimmtudaginn 30. mars nh. frá kl. 8.30 til 18.00 Bændasamtök íslands í samvinnu við Bændaskólinn á Hólum, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Veiðimálastofnun standa fýrir ráðstefnu um málefni bleikjueldis á íslandi. Á ráðstefnunni munu ýmsir frumherjar og framleiðendur í greininni flytja erindi, auk vísindamanna sem munu kynna helstu niðurstöður rannsókna sinna. Farið verður yfir þróun greinarinnar og framtíðarhorfur m.t.t. fyrirgreiðslna banka og fjármagnsstofnana, bleikjufóðurs, úrvinnslu og vöruþróunar, markaðsmála og útflutnings. Verð: Þátttökugjald er kr. 2.500. (Ráðstefnugögn og hádegisverður innifalinn). Sérstök vildarkjör fyrir þá, sem vilja gista á Hótel Sögu: Gisting með morgunverði frá kr. 2.600 pr. mann í eins manns herbergi. Ath! Gistingu þarf að panta með góðum fyrirvara og geta þess um leið að um ráðstefnuna „fslensk bleikja ’95“ sé að ræða. Ráðstefnan er öllutn opin! Skráning þátttakenda er þegar hafin í símum 56 30 300,-56 30 338 og 56 30 308 ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.