Tíminn - 28.03.1995, Qupperneq 1

Tíminn - 28.03.1995, Qupperneq 1
SÍMI 631600 79. árgangur Þriðjudagur 28. mars 1995 Brautarholti 1 60. tölublað 1995 Fjögurra ára barn ók bíl á steinvegg Sonja Vilhjalmsdottir, dýrahiröir á Tilraunastöb HÍ á Keidum, er hér meb tilraunarottu, en þœr eins og tilraunamýs eru „albínóar", hvítar meb raub augu. Árib 1993 voru á Keldum um 850 tilraunamýs, um 400 rottur og nokkrir tugir marsvína og kanína. Eftirspurn eftir tilraunadýrum fer sí- fellt vaxandi samkvœmt skýrslu stofnunarinnar, ekki síst vegna framleibslu mótefna. í reikningum stöbvarinnar kemur fram ab hún hafbi um 660.000 kr. tekjur fyrir seldar rottur og mýs. Tímamynd cs Sighvatur reiöubúinn til viörœöna viö sérfrœöinga en án úrslitakosta: Harðnandi átök um tilvísanakerfið Fjögurra ára stúlka ók á steinvegg í bifreið foreldra sinna nú um helgina. Barn- ið hafði komist inn í bifreiö- ina, þar sem lykillinn hafði verið skilinn eftir í kveikju- lásnum. Telpunni tókst að gangsetja bílinn og aka hon- um nokkra tugi metra með þeim afleiðingum að hún ók utan í kyrrstæban bíl sem skemmdist talsvert og áfram þar til hún endaði ökuferö- ina á steinvegg. Er mikil mildi ab ekki hafi hlotist af þessu alvarlegt slys. Samkvæmt upplýsingum frá Herdísi Storgaard, barna- slysavarnafulltrúa SVFÍ, er fé- laginu kunnugt um fleiri sams konar óhöpp sem gerst hafi áður. Því sé sérstök ástæða til að brýna fyrir foreldrum aö skilja ekki bíllyka eftir í kveikjulásum bifreiðanna. ■ Listahátíö Hafnarfjaröar enn í fullu fjöri: í mál vib Magnúsa? Sverrir Ólafsson, myndlistar- maður í Straumi, íhugar að fara í einkamál við Magnús Jón Árnason, bæjarstjóra í Hafnarfirði, og Magnús Gunnarsson, formann bæjar- ráðs, vegna ummæla þessara manna um hann og störf hans í þágu Listahátíðar í Hafnarfirði og fleira er við- kemur framgangi menningar- mála í Hafnarfiröi. Telur Sverrir að forsvarsmenn bæj- arins hafi viöhaft ærumeib- andi ummæli um sig bæði í fjölmiðlum og á öbmm opin- berum vettvangi og segir hann að lögmaður sinn hafi yfirfarið gögn málsins og nið- urstaða hans sé ab óyggjandi gmndvöllur sé fyrir málsókn. ■ Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, segir ab samkvæmt hugmyndum Sérfræbingafélags íslenskra lækna um sparnab í heilbribis- þjónustu sé lagt til ab heilsugæsl- an verbi einkavædd og samib verbi vib sérfræbinga um ab taka yfír heilsugæslu og forvarnir. Sérfræbingar hafa slitib vibræb- um og hyggjast fara í mál vib ríkib. „Ef menn heyra ekki gjálfrib í pen- ingakassanum vib þab, þá held ég að menn heyri ekki mikiö," sagbi Sighvatur á blabamannafundi í gær. Ráðherra segir þaö ekki koma til greina aö einkavæða heilsugæsl- una. Hann sé aftur á móti tilbúinn til viöræðna vib Sérfræöingafélag- iö skilmálalaust og væntir þess sama af félaginu. Sighvatur segist hinsvegar ekki sætta sig viö stöö- uga úrslitaskilmála af hendi félags- ins og m.a. hafi það neitaö ráö- herra um upplýsingar sem þab seg- ist byggja sinn málatilbúnað. Þá hafnar hann því algjörlega að aft- urkalla löglegar reglugeröir um til- vísanakerfiö áöur en vibræbur eiga sér stað við sérfræðinga. Svo virðist sem átökin um tilvís- anakerfiö fari harönandi á milli heilbrigbis -og tryggingaráðherra og 40% sérfræðinga í læknastétt sem hafa sagt upp samningum við Tryggingastofnun frá og meb 1. maí n.k. Þá hafa sérfræöingamir í hyggju aö láta reyna á lagalegan grundvöll tilvísanakerfisins fyrir dómstólum. Eins og kunnugt er telur ráöherra og ríkisstjórn ab til- vísanakerfið spari ríkinu rúmar 100 milljónir króna á ári. Þessa út- reikninga hafa sérfræðingar ve- fengt og telja að sparnaburinn veröi enginn, nema síður sé. Vegna þessa hefur ráðuneytiö fengib Verk- og kerfisfræðistofuna hf. til ab athuga og gefa umsögn um kostnaðarútreikninga félagsins. Sighvatur segir ab hluti sérfræö- ingastéttarinnar sé ekki reibubú- inn til aö sætta sig vib aö þurfa vinna undir sömu formerkjum og allir aörir starfsmenn hins opin- bera. Hann segir ab mibab vib alla þá fundi sem hann hafi átt meö sérfræðingum um máliö, bæbi formlega og óformlega, þá viröist þeir einfaldlega ekki vera reiöu- búnir til ab vinna fyrir heilbrigbis- kerfiö á gmndvelli tilvísanakerfis- ins. Hann segir málatilbúnaö þeirra vera meb ólíkindum og bendir m.a. á ab Sérfræbingafélagiö hafi gefiö rábherra abeins örfáa tíma til að svara bréfi þeirra frá 24. mars sl., þar sem fram koma hugmyndir félagsins um stefnubreytingu í heilbrigöiskerfinu. Innan sama tímafrests er rábherra ætlab ab draga til baka reglugerbir um tilvís- anakerfib sem er forsenda Sérfræö- ingafélagsins fyrir vibræbum viö ráðherra. ■ Vélstjórafélag íslands: LIU óttast samtakamátt sjómanna Helgi Laxdal, formabur Vél- stjórafélags íslands, segir ab þab sé enginn efi um þab í sínum huga ab samstaba verbi mebal sjómanna ef þeir ákveba ab fara út í abgerbir í lok næsta mánab- ar til ab knýja á um gerb nýs kjarasamnings. Hann segist skilja vel ótta for- manns LÍU, því vibbúið sé að hann geti þá ekki hlaupið undir pilsfaldinn á ríkisstjórninni til þess að leysa málin fyrir sig eins og oft ábur. Formabur Vélstjóra- félagsins telur einsýnt að boðaö veröi til sáttafundar í deilu sjó- manna og útvegsmanna von brábar í þeirri von ab hægt veröi ab ná samningum. Til að þab geti oröið þarf hinsvegar mikib að breytast í afstööu LÍÚ mibab viö þaö sem verib hefur á libnum misserum. Hann vekur jafnframt athygli á því ab þab voru samtök sjómanna sem geröu samninga vib útgerðir fjölveiðiskipa gegn vilja formanns LÍÚ. Helgi staö- hæfir ab Kristján Ragnarsson hafi barist gegn þessum samningum sem gerbir voru vib útgerbir skipa eins og t.d. Péturs Jónssonar RE og Sunnu frá Siglufiröi. Hann segir aö samtök sjómanna hafi bobib LÍÚ samskonar samning sl. vor og gerbur var við vibkomandi út- geröir en var hafnaö vegna þess aö Kristján „kann ekkert að segja nema nei." Þá gagnrýnir formabur Vél- stjórafélagsins framkomnar stab- hæfingar formanns LÍÚ ab krafa sjómanna um að allur fiskur fari á markað muni leiöa til byggöa- röskunar. Helgi minnir á aö formaður LÍÚ telji þab ekki leiba til byggöarösk- unar þótt veiðiréttur gangi kaup- um og sölum. Af þeim sökum seg- ist hann ekki sjá ab þab sé einhver munur á afleiöingum þess ab selja veiddan fisk eba óveiddan í þessu sambandi. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.