Tíminn - 28.03.1995, Qupperneq 11

Tíminn - 28.03.1995, Qupperneq 11
Þribjudagur 28. mars 1995 11 's V ' \ ' ' -v • í« 1 j : •. • L\v-." !§ !i ", • • . í''••< ■'‘ ' wí :-'.\:\\\'\\;>:-S.''\vxtl TÍSftV:-? JW'W’ííS ., § s'\ ' í ■ ý-\:' . ';. mm •••:• y:.::.;: «g~-t.- wmtmu Þrátt fyrir tölvuvœö- inguna, eru hraöinn og spennan í fjár- málum heimsins varla miklu meiri en var fyrir yfir hundraö árum. Sumt, sem hef- ur undanfariö veriö aö gerast á þeim vettvangi, minnir mjög á gang mála þar á síöari hluta 19. aldar Nokkurn óhugnaö vakti er Baringsbankinn breski, yfir 230 ára gamall, varð gjaldþrota sökum þess aö starfs- maöur hans í Singapúr haföi veðjað skakkt á sveiflurnar á japanska veröbréfamarkaönum. Heyrðist sagt í því samhengi aö hraöinn í viðskiptum á fjár- málamörkuöum væri orðinn slíkur, aö ógerlegt væri aö átta sig á því sem þar væri aö gerast, samtímis atburðunum, nema aö mjög takmörkuðu leyti. Mætti því búast viö að upp væru runn- ir tímar meiri ókyrröar og óstöð- ugleika á þeim mörkuöum. En í grein í The New York Times minnir Keith Bradsher á aö þetta sé ekki í fyrsta sinn í langri sögu Baringsbanka sem hann hafi verið hætt kominn. Árið 1890 — fyrir rúmum hundraö árum — var sami banki næstum kominn á höfuð- iö. Þá haföi hann einnig veðjað skakkt á verö á verðbréfum, í þaö skiptið í Argentínu. En að því sinni slapp Barings meö skrekkinn — Englandsbanki hljóp þá undir bagga. Sæstrengurinn 1866 Bradsher viðurkennir aö vísu aö tölvuvæðingin hafi aukiö hraöann í fjármálaviðskiptum á alþjóöavettvangi og geri það aö verkum aö stjórnvöld ríkja eigi enn erfiöara með en áður aö bregðast viö sveiflunum á mörkuöunum. En munurinn þessu viðvíkjandi sé samt ekki ýkja mikill frá þvi sem var fyrir meira en hundrað árum. Bylting varð á þessum vett- vangi áriö 1866, er fyrsti sæ- símastrengurinn var lagður yfir Atlantshaf, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Eftir honum var hægt meö símritun aö færa peninga frá New York til Lund- úna og tilbaka á nokkmm mín- útum, í stað þess aö treysta í þeim efnum á gufuskip, sem voru 12 daga á leiöinni yfir út- hafið. Þá þegar komust stjórnvöld í kynni viö vandamál, sem rísa vegna hraðrar tilfærslu fjár- magns landa og heimshluta á milli, og þau glíma viö slík vandamál enn í dag. Þesskonar vandræði hafa dregiö niður mexíkanska pesoinn, sem aftur dregur dollarann niður meö sér. Vandræöi af sama tagi kollveltu Baringsbanka og af sökum samskonar vandræða kemur til greina af hálfu Bandaríkja- stjórnar aö grípa til reglugerðar um bankamál frá dögum krepp- unnar miklu. Hraðinn í viöskiptum, sem sæstrengurinn geröi möguleg- an, átti drjúgan þátt í að greiöa fyrir nánari tengslum innan heimsins í heild í fjár- og efna- hagsmálum. Heimurinn varð eitt efnahagssvæöi í miklu meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Þró- unin í þá átt náöi hámarki á ár- unum fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Koparstungumynd til minningar um fyrsta sœstrenginn yfir Atlantshaf. „Allt er líkt og var" / bás Baríngs í kauphöllinni í Singapúr: íþetta sinn var þab Japan, ábur var þab Argentína. Lítil tilfærsla miðað við það sem var Þá snerist sú þróun að nokkru viö. Því ollu heimsstyrjaldirnar tvær, kreppan mikla sem hófst 1929 og miklar eignaupptökur á erlendum fjárfestingum, sem fylgdu tilkomu og uppgangi kommúnismans og því aö svo- kallaðar nýlendur gerðust sjálf- stæö ríki. En þegar upp úr 1950 fóru að sjást merki þess aö heimurinn væri á ný tekinn aö færast í horfiö sem var fyrir 1914, hvað fjármál og viðskipti snerti. Sú þróun náöi hámarki með hruni sovétkommúnism- ans; síðan þá er ekki um aö ræöa neinar stórfelldar hindranir á tilfærslu peninga um allan hnöttinn. Alan S. Blinder, varaformaður viö seölabanka Bandaríkjanna, heldur því þó fram að tilfærslan á peningum nú milli landa og BAKSVIÐ DAGUR ÞQRLEIFSSON heimshluta sé sáralítil miöaö við það sem var í byrjun aldar- innar — gagnstætt því sem margir líklega halda — í hlut- falli við stærð efnahagslífs hinna ýmsu ríkja þá og nú. Miklar fjárfestingar Japana t.d. í Suðaustur-Asíu og Bandaríkjun- um séu þannig hlutfallslega miklu minni en fjárfestingar Breta erlendis fyrir um hundrað ámm. Þá fjárfestu Bretar fjórö- ung sparifjár síns erlendis, eink- um í járnbrautum og námum í heimsveldi sínu og Bandaríkj- unum. En á níunda áratugi þessarar aldar fjárfestu Japanir aðeins 10% þess er þeir spömðu saman utan lands síns og síðan hefur dregiö úr hraöanum í f jár- festingum þeirra erlendis. Vænlegt til að tryggja frið? Hrapiö í efnahags- og gjaldeyr- ismálum í Mexíkó, sem viröist hafa komið sumum á óvart, staf- aði aö sögn Bradshers einkum af því að erlendir fjárfestar drógu til sín fé sitt, sökum þess aö þeir voru slegnir kvíöa vegna stööugs halla í utanríkisviöskiptum Mexí- kana og óstööugleika í stjórnmál- um þar. Þetta kallar Bradsher hliöstætt ástandi sem varö er J. Cooke & Company, stærsti fjár- festingarbanki Bandaríkjanna, varö gjaldþrota 1873. Þaö varö til þess aö breskir bankar hættu í svipinn aö fjárfesta í Bandaríkj- unum, sem þá voru komin upp á erlent fjármagn, einkum breskt, til aö kosta lagningu járnbrauta þvert yfir landiö heimshafa á milli. Tíundi hluti vinnuafls Bandaríkjanna utan landbúnaöar haföi þá haft vinnu viö járn- brautalagningar og stöövun fjár- magnsstraumsins frá Bretlandi leiddi af sér sex ára kreppu í Bandaríkjunum. Bandaríkjadollarinn stóð höll- um fæti snemma á síðasta áratugi 19. aldar sökum fjármagnsflótta, sem ekki er heldur óþekkt vanda- mál í fjármálum okkar tíma. Þá leiddi ólga nokkur meðal al- mennings þar vestra til þess aö margir ríkir Bandaríkjamenn fluttu peninga sína til Lundúna. Grover Cleveland, þáverandi Bandaríkjaforseti, rétti dollarann þá af aö nokkru meö því að hækka vexti. Af hálfu bandaríska seölabankans hefur veriö gefiö í skyn aö gripiö kunni að veröa til samskonar aðgerða nú, bágstödd- um dollaranum til hjálpar. Ýmsir hafa haldiö því fram, nú sem fyrr, að náin fjármála- og efnahagstengsl yfir landamæri dragi úr hættu á stríðum. Lawr- ence Summers, aðstoðarfjármála- ráöherra Bandaríkjanna, sagöi þannig nýlega aö slík tengsl væm best af öllu til þess fallin að kom- ast hjá átökum: „Ég hygg aö það muni sýna sig aö stööugur hag- vöxtur og samruni í efnahags- málum séu vænlegustu ráðin sem mannkynið hafi fun'diö til þess aö koma á stööugleika." Undir þetta taka margir, og margir sögöu svipaö í byrjun ald- ar. Breti einn, Sir Norman Angell, skrifaöi þá aö hvaö efnahagsmál- um viðvéki væru stórveldi Evr- ópu oröin svo háö hvert ööru, aö stríö á milli þeirra væri óhugs- andi. Þetta stendur í bók eftir Sir Norman, sem kom út 1910. Fjór- um árum síðar var svo komið aö Evrópuveldin voru önnum kafin við að eyðileggja hvert annaö í stórstyrjöld. ■ ■wmmm dif 'í’iek wijiííilíb. thi'. vn.A.vi'ic < \m.E, «<•.'•.>•••••' 't.ysffrx:' ;•■< ■ :•••. •.•: •.•.•.•. ••■.■ .•;.•/.• ,«y: .;..\r,y f *ifc ÍY.XAyrsyS./A? \ Í. '•.'•/>.x il: '* ,-\ 'tr • 'i • ■ >• .. tt ■*•• >> .••'••.>•• /•. <'•:..•.'. ?.•.<■#.*•/.'• v.sv.rVv.'/. <■■.'•'</■/ ,w\m>/V '•:•./ ••:.'/>• .' /'.v..í' fs />.''•;■.■« •S:’/■<<■ .•,'•"••/' /..'\ r'-itt >'.':••.//.•/>.•<:' <:>'

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.