Tíminn - 29.03.1995, Qupperneq 6

Tíminn - 29.03.1995, Qupperneq 6
6 Slwtitw Mi&vikudagur 29. mars 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Nýju girbingarstaurarnir, sem vakib hafa verulega athygli. rnÉTTnninnin SELFOSSI Hverager&i: Ibúar kjósa um opnun áfengisút- sölu í vor Bæjarstjórn Hverageröis hefur samþykkt aö láta fara fram at- kvæöagreiðslu í vor meðal bæj- arbúa um hvort opnuð veröi áfengisútsala í bænum. Atkvæöagreiöslan veröur samhliöa alþingiskosningunum 8. apríl. Tillagan um aö láta hana fara fram var samþykkt meö sex atkvæöum gegn einu. Þó svo að meirihluti veröi fyr- ir því að opna áfengisútsölu, er ekki þar meö sagt aö hún verði opnuð. Fjármálaráöuneytið tek- ur í raun úrslitaákvörðun í því efni, því ÁTVR þarf að fá grænt ljós hjá ráðuneytinu áöur en hún opnar útsölu. Það hefur ÁTVR raunar gert þegar þaö leyfi hefur fengist. Það eru nokkrir staöir í bið- röð hjá ráðuneytinu þar sem meirihluti íbúanna hefur lýst vilja sínum til aö fá áfengisút- sölu, sem ekki hefur veriö opn- uö. Meöal þeirra eru Kópavogur og Gáröabær. Á Suöurlandsundirlendinu er nú ein áfengisútsala, á Selfossi, en hún var opnuð árið 1984. Ný gerb af girö- ingarstaurum Einar Haröarson á Flúöum í Hrunamannahreppi hefur hannaö nýja gerð af girðingar- staurum fyrir rafmagnsgirðingar og hafa þeir fengiö góöar við- tökur ýmissa aðila. Þannig mun Landgræðsla ríkisins væntan- lega kaupa nokkur þúsund stykki af staurunum, en Vega- gerö ríkisins hefur einnig sýnt þessari framleiöslu áhuga. „Þaö er auðveldara og fljót- legra aö giröa meö þessum staurum og má áætla aö girö- ingarkostnaður lækki um allt að 30%," segir Einar Harðarson. Einar hefur unniö að hönnun og framleiöslu stauranna í um ár og raunar gengið með hug- myndina í maganum lengur, aö eigin sögn. Boltinn fór aö rúlla eftir aö hann fékk verðlaun í Snjallræði, hugmyndasam- keppni á vegum Iðntæknistofn- unar, en síðan hefur Einar not- ið stuðnings frá Hrunamanna- hreppi, Atvinnuþróunarsjóði Suöurlands, Smáverkefnasjóöi landbúnaðarins og iðnaðar- ráðuneytinu. Þá sagði hann að Hampiðjan og íslandsbanki hafi staðið vel viö bakið á sér. Tæki til framleiðslu staur- anna eru sérsmíðuð að hluta, bæði af Einari og Stálsmiðju Bjarna Harðarsonar á Flúðum. Hráefnið í þá eru gömul net og rúllubaggaplast, sem Hampiðj- an í Reykjavík vinnur í lengjur, en sendir síðan til F.inars í frek- ari vinnslu. Hann býst við að um fjórir starfsmenn muni aö jafnaði vinna við þetta nýja iðnfyTirtæki á Flúðum. Egilsstaöir: Nýr leikskóli? Hjónin Birna Kjartansdóttir og Asmundur Þór Kristinsson hafa sótt um að byggja og reka leikskóla á Egilsstöðum með styrk frá sveitarfélaginu. Ás- mundur hefur lagt hugmyndir Öskudagur leikskólans á Egilsstöb- um. sínar fyrir bæjarráð, sem sam- þykkti að vísa málinu áfram til leikskólanefndar til umfjöllun- ar. Auk þess var bæjarstjóra fal- ið að skoða málið. Um 4 börn voru á biölista eft- ir leikskólaplássi um síðustu áramót og hefur leikskólanefnd leitað lausna til úrbóta, en fyrir- séð er að biðlistar lengist frekar en styttist næstu árin. Til um- ræðu hefur verið aö kaupa hús Safnastofnunar Austurlands við gömlu sundlaugina, en ekki liggur fyrir ákvörðun um það enn. Grásleppukarlar hugsa sér til hreyf- ings Hrognatöku og loðnufryst- ingu er lokið hjá Tanga hf. á Vopnafirði. Fryst voru um 150 tonn af hrognum og um 200 tonn af loðnu og fór hluti loðnufrystingarinnar fram um borð í Brettingi, úti á sjó. Grásleppukarlar eru farnir að hugsa sér til hreyfings, en grá- sleppuvertíðin hófst 20. mars sl. og verða á annan tug báta viö veiðarnar. Hrognin verða söltuð hjá Tanga hf. Á meöan loðnufrysting stóö yfir batnaöi atvinnuástand mik- ið á Vopnafirði. Á milli 30 og 35 manns eru nú á atvinnuleys- isskrá, en vonast er til að sú tala lækki eitthvað, þegar grásleppu- vertíðin verður komin í fullan gang. Bæjarstjórn Akureyrar: Bobíb verbi upp á vistun 6-9 ára barna Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti samhljóða í gær að frá og með næsta skólaári verður boðið upp á vistun grunnskóla- barna á aldrinum 6-9 ára utan kennslutíma á tímabilinu 7.45- 17-15 ára virka daga. Bæjarstjórn samþykkti án at- hugasemda bókun skólanefndar frá 15. mars í þessa veru, en þar segir aö vistunin sé „ætluð þeim nemendum þessara ár- ganga sem foreldrar óska eftir að fái slíka þjónustu, þann tíma sem óskað væri eftir hverju sinni. Vistunina þurfi ab panta fyrir minnst mánaðar tímabil. Foreldrar þeirra barna, sem nýti þjónustuna, greibi 100 kr. á klukkustund, en þó að hámarki 6.500 kr. á mánuði fyrir allt að 4 tíma á dag. Mesti snjór síban 1910? Á sléttlendi við Sand í Aðal- dal er 100 til 120 cm jafnfallinn snjór. Snjódýpt við bæinn hef- ur verib mæld flesta vetur í nokkra áratugi. „Þetta er meb því mesta, en við höfum mælt 100 og 106 cm áður. Þetta er því í þriðja sinn sem snjódýptin nær metra," sagöi Fribjón Gub- pnundsson. I Við Hraunkot í Aðaldal mun kominn á kaf klettur er nefnist Krummaklettur. Friðjón hefur fregnir af því að klettur þessi hafi farið í kaf árið 1910, en jekki er vitað til að það hafi gerst síðan. Einar Harbarson á Flúbum. Eins og myndin ber meb sér hafa myndast gríbarleg göng íveginn og er erfitt fyrir bíla ab mœtast nema á þar til gerbum útskotum. Vegurinn til Drangsness opnaöur sl. föstudag: Sex vikna bib Iokið Frá Einari Ólafssyni, fréttaritara Tímans á Drangsnesi: Abfararnótt föstudagsins tókst loks aö opna veginn til Drangs- ness eftir sex vikna langþráða bið. Margir gripu þá tækifæriö og fóru að sinna ýmsum erindum ut- an staðarins sem höfðu þurft að bíba. Aðrir heimakærir sættu lagi og drifu sig í heimahagann eftir mislanga dvöl í „sollinum fyrir sunnan". Ekki eru þó allar ferbir til fjár, og svo fór ab enn eitt „norðan- skotið" olli því aö hópur manna varð veöurtepptur og komust ekki til síns heima á tilætluöum tíma. Til vandræða virtist horfa með vinnslu í frystihúsinu, þar sem unga fólkið sem þar vinnur hafði fariö til Hólmavíkur að hitta vini og kunningja og komst hvorki lönd né strönd. Málunum var þó bjargað af greiöviknum Hólmvík- ingum sem ferjuöu viökomandi yfir fjöröinn. Eitthvert tómahljóð er nú kom- ið í „snjómoksturspyngju Vega- geröarinnar" og furöar engan. Ekki verður þaö tómahljóð þó skrifað á reikning Drangsnesinga, þar sem ekki var taliö raunhæft að reyna að halda opnu hingað mið- að viö það erfiöa tíðarfar sem ríkt hefur hér eftir áramót. Ekki var opnaö hingaö í gær, en vonast er eftir að farið veröi í það í dag ef veður leyfir. Hér eru menn samt þolgóðir á raunastund og bíða eftir vorinu sem gæti hafa komið í dag, miöað viö þá blíöu sem hér ríkir. Voriö hér á Strönd- um er engu líkt. Fjölskrúðugt fuglalífið, sem blómstrar hér á fal- legum vordögum þegar grásleppu- vertíðin er komin á fullt, kórónar á samspil mannlífs og hrikaleika fjalls og fjöru. Búast má við því að á næstu ár- um fjölgi þeim sem æskja þess að komast í snertingu við þá óspiiltu náttúru sem Strandirnar bjóöa upp á. Vegvísar á kafi. Tímamyndir fó

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.