Tíminn - 29.03.1995, Page 24
Vebrlb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær)
• Suburland til Breibafjarbar: Fer að rigna. Snýst í sv-stinningskalda
meb slydduéljum sibdegis.
• Vestfirbir: Rigning í fyrstu. Snýst síbdegis í allhvassa sv-átt meb élj-
um.
• Strandir og Nl. vestra og Nl. eystra: S- og sa-kaldi eba stinnings-
kaldi og viba slydda eba rigning.
• Austurland ab.Clettingi og Austfirbir: Þykknar upp. Sunnan og
sa-kaldi og víba slydda eba rigning.
• Subausturland: Sunnan kaldi eba stinningskaldi meb slyddu en
síbar rigningu. Allhvass subvestan og skúrir síbdegis.
Olíufélagiö hf. meö óvœnt útspil á bensínmarkaönum:
Lítrinn lækkar um
eina krónu meb
sjálfsafgreibslu
„Hér er kominn nýr valkostur
í þjónustu á bensínmarkaðn-
um. Neytendur munu þó al-
fariö ráöa því hvernig þetta
tekst til og hvort bobib verbur
upp á þessa þjónustu víbar en
á bensínstöb okkar hér vib
Geirsgötu I Reykjavík," sagbi
Þórólfur Ámason, fram-
kvæmdastjóri markabssvibs
Olíufélagsins hf. á blaba-
mannafundi í gær. Þar kynnti
fyrirtækib nýbreytni í þjón-
ustu sinni; neytendum stend-
ur nú til boba á bensínstöb
þess vib Geirsgötuna ab dæla
bensíni sjálfir á bíla sína og fá
bensínlítrann þannig einni
krónu ódýrari, en ef af-
greibslumenn dæla á bílinn.
Samkvæmt lögum sem tóku
gildi á síbasta ári er íslensku ol-
íufélögunum heimiilt ab selja
eldsneyti á mismunandi verði
og í samræmi vib þjónustustig.
Sagbi Geir Magnússon, forstjóri
Olíufélagsins, ab ekki hefði þótt
heppilegt- að kynna þessa nýj-
ung um mibjan vetur og því
heföi veriö beöið fram á útmán-
uði. Einnig hefði verið miðað
við að þetta yrði gert fyrir aðal-
fund félagsins sem er í dag, mið-
vikudag. Þetta sé þó á engan
hátt í tengslum við kaupin á
þriðjuungshlut í Olís um þarsíö-
ustu helgi.
Með hinu nýja fyrirkomulagi
— að ökumaður dæli eldneyti
sjálfur á bílinn — kostar lítrinn
af 92ja oktana bensíni á bensín-
stöð Olíufélagsins við Geirsgötu
nú 64,80 kr. Lítrinn af 95 ok.
bensíni kostar 67,60 kr., 98 ok.
bensín kostar 71.30 kr. lítrinn
og gasolía kostar 21.90 kr. Dæli
afgreiöslumenn hinsvegar á bíl-
inn er hver lítri hinsvegar einni
krónu dýrari. Þá veitir safnkort
Esso viðskiptavinum 80 aura af-
slátt á lítrann, auk annarra fríð-
inda sem safnkortin veita.
Fram kom í máli þeirra Geirs
Magnússonar og Þórólfs Árna-
sonar að afgreiðslumönnum á
bensínstöðvum myndi ekki
fækka að svo komnu máli. Vin-
sældir þessa ætti tíminn eftir að
leiða í ljós og þá jafnframt hvort
þessi háttur yrði tekinn upp víö-
ar um landið. Sjálfsafgreiðsla
bensíns þekkist víða í nágranna-
löndunum og er vinsæl. í Nor-
egi t.d. dæla um 60% neytenda
sjálfir á bíla sína en 40% láta af-
greiðslumenn um það. Sam-
bærileg hlutföll þekkjast annars
staðar frá en vestur í Bandaríkj-
unum fara þó vinsældir þess að
láta afgreiðslumenn alfariö um
þjónustuna aftur vaxandi.
Ceir Magnússon, forstjóri ESSO, abstobar hér jónas Kristinsson vib ab
verbmerkja sjálfsafgreibslu bensíns. Tímamynd cs
Stjórn veitustofnana biöur verkfrœöistofu um kostnaöaráœtlun:
Hitaveitutankar verði
2ja hæða ráðstefnusalir
Stjórn veitustofnana hefur bebib
verkfræbistofu ab kanna kostnab
og tæknilega útfærslu á því ab
breyta tveimur hitaveitutönkum
undir Perlunni í öskjuhlíb í ráb-
stefnusali, en ekki er þörf ab nota
alla tankana undir heitt vatn. Ab
sögn Alfrebs Þorsteinssonar, for-
manns stjórnar Veitustofnana, er
hugmyndin sú ab kanna hvort
þab „sé hagkvæmt ab nota þarna
tvo geyma sem rábstefnusali. Þab
má reikna meb ab þessir tankar
gætu rúmab um 300 manns hvor
í þessu skyni. Þama er svo hátt til
lofts ab trúlega yrbi best ab setja
gólf í þá þannig ab tankarnir
yrbu á tveimur hæbum."
Alfreb segir ab menn hafi verið
óhressir meb reksturinn á Perlunni
og bendir á ab á síðasta ári hafi
Vill vaskinn
af slökkvibílum
Landssamband slökkviliðs-
manna vill ab stjórnvöld endur-
greiði aðflutningsgjöld og virð-
isaukaskatt af slökkvibílum.
Ályktún um þetta mál var sam-
þykkt á aöalfundi LSS sem hald-
inn var nýlega. Segir þar að
slökkvibílar séu björgunartæki
og mörg ekki lengur boðleg til
að sinna verkefnum sínum
lengur. Einnig þurfi ab marka
sveitarfélögum lágmarkstekju-
stofn til rekstrar slökkviliða. ■
L' f—
r ' , §
■ í* ,IZ 'Wi- 1
|| - -|t / Úi kiT
Perlan í Öskjuhlíb. Verba þar rábstefnusalir í tönkunum?
Alfreð sagði aö hér væru menn ekki
að tala um neina ráðstefnuhöll,
enda væri slíkt eflaust dæmi upp á
milljarða, en þó mætti líta á þetta
sem milliskref í þessa átt, könnun á
því hvort hægt væri að koma til
móts við feröamenn með þessum
hætti. Helgi Pétursson, formaður
ferðamálanefndar Reykjavíkur, ritar
einmitt grein í DV í gær þar sem
hann reifar þessa hugmynd líka og
bendir Helgi á að borgir í nágranna-
löndum okkar hafi þegar komiö á fót
mikilli ráðstefnuþjónustu og sam-
keppnin sé því hörð á þessu sviöi. Er
greinilegt að formaöur ferðamála-
nefndar telur þessa hugmynd líklega
til að vera gott svar Reykjavíkur við
slíkri samkeppni. ■
Póstur og sími:
Leiga á gagnaflutn-
ingslínum ódýrari
Hitaveitan þurft að borga með
henni 42 milljónir króna og aug-
ljóst sé að fleira fólk þurfi aö koma
þarna til að laga reksturinn. Varð-
andi það hvort borgin væri ekki
með þessu farin aö keppa við ráð-
stefnuhald og ráðstefnuabstöbu
hótelanna taldi Alfreð að svo þyrfti
ekki að vera. Hann taldi þvert á
móti að ef rétt væri _á málinu haldið
ætti þetta að geta styrkt og aukið
hótelreksturinn, því menn hafi tal-
að um skort á ráðstefnusölum og í
hitaveitutönkunum yrbi ab sjálf-
sögbu ekki gisting.
Alfreð minnti á orð Haröar Sigur-
gestssonar, stjórnarforn’ianns Flug-
leiða, á aðalfundi félagsins á dögun-
um en þar talaði stjómarformaður-
inn einmitt um nauðsyn sérstakrar
ráðstefnuhallar í Reykjavík til ab efla
ferðamannastrauminn til landsins.
Póstur og simi hefur lækkab
gjaldskrá sína fyrir leigulínur
undir gagnaflutninga til útlanda.
Alrnenn lækkun á 64 kílóbæta
leigulínu sem flytur tveggja
megabæta gagnasendingar lækk-
ar um 20%.
Lína með 64 kílóbæta bithraða
kostar eftir lækkun 168 þúsund á
mánuði. Mánaðarleiga lækkar um
42 þúsund frá því sem var. Miðað
við leigu á gagnaflutningslínum til
fimm ára veröur hún hin lægsta
sem gerist meðal Norðurlanda-
þjóða.
„Meb þessu lærist okkur íslend-
ingum ab nýta þessa nýju gagna-
flutningaþjónustu. Þetta er hluti af
tímum hinnar nýju veraldar," sagbi
Halldór Blöndal samgöngurábherra
þegar hann kynnti þetta mál í gær,
samhliða því sem hann stabfesti
reglugerð um lækkunina en hún
tekur gildi um mánaðamót. ■
Skeljungur svarar sam-
keppninni:
Lækkar líka
Skeljungur hf. svarar útspili
Olíufélagsins af fullri einurð
og býbur frá og með degin-
um í dag upp á sömu þjón-
ustu og keppinautarnir. For-
ráðamenn Skeljungs stíga
þó skrefið ögn lengra og
verb sjálfsafgreidds bensín-
lítra á stöbvum félagsins
verður 1,20 kr. ódýrara en ef
afgreibslumenn dæla á bíl-
inn.
Tilkynning barst frá Skelj-
ungi síðdegis í gær eftir að Ol-
íufélagið kynnti sínar nýjung-
ar. Segir þar að til hafi staðið
að gera hluti af þessu tagi með
afgreiðslum við stórmarkaði
og hafi um það fyrirkomulag
verið stofnað hlutafélagið
Orkan, sem er í eigu Hag-
kaups, Bónuss og Skeljungs.
Skeljungur bregst þannig
við að verð sjálfsafgreidds lítra
er lækkað um 1,20 kr. á tveim-
ur bensínstöðvum félagsins
sem eru sitt hvoru megin við
Miklubraut í Reykjavík.
„Þjónusta á öðrum bensín-
stöbvum Skeljungs verður
áfram með óbreyttum hætti.
Ákvörðun um framhald verð-
ur tekin í ljósi reynslu," segir í
tilkynningu fyrirtækisins. ■