Tíminn - 31.03.1995, Side 5

Tíminn - 31.03.1995, Side 5
Föstudagur 31. mars 1995 5 Halldór Kristjánsson: Um hina óráönu Margir eru spenntir að bíða eftir kosningaúrslitum. Fjölmiölar vilja rísa undir þeirri skyldu að veita almenningi þjónustu sína. Helst vilja þeir segja okkur frétt- irnar sem fyrst, löngu áður en þær gerast. Þess vegna er sí og æ verið að hafa skoðanakannanir. Flokkar og frambjóðendur reyna svo að lesa úr þessum fræðum og túlka þau fyrir sig og sína svo sem best má verða. Nú er gert ráð fyrir að í hverju kjördæmi verði um 6-8 framboð að ræða. Enda þótt flestir ætli sér að ganga óbundnir til kosninga og hafa frjálsar hendur eftir þær, meta menn á ýmsa vegu líkur um samstarf og möguleika eftir kosningar. Enn eru menn að velta vinstri og hægri fyrir sér. Úr vöndu aö ráöa Þetta val um marga kosti veld- ur því aö margir eru óráðnir. Þeir vita ekki hvað gera skal. Það kemur m.a. fram í hversu fylgið sveiflast til hjá Þjóðvaka og Kvennalista t.d. Hlutfallslega fær Sjálfstæðisflokkurinn miklu minnstan hlut þeirra sem enn eru óráönir. Margir, sem eru ákveðnir gegn Sjálfstæðis- flokknum, vita ekki hvað þeir gera þegar þar að kemur. Þegar þriðjungur kjósenda er óákveðinn þegar spurt er, eru engar líkur til þess að Sjálfstæð- VETTVANGUR „Þegar þriðjungur kjós- enda er óákveðinn þegar spurt er, eru engar líkur til þess að Sjálfstaeðis- flokkurinn fái 40% þeirra á kjördegi. Ef menn álpast til að reikna með því, hafa tölumar leittþá á glapstigu isflokkurinn fái 40% þeirra á kjördegi. Ef menn álpast til að reikna með því, hafa tölurnar leitt þá á glapstigu. Þjóðvaki hefur nú einn flokka svarið að fara ekki í stjórnar- samstarf með sjálfstæðismönn- um. Þannig mun Jóhanna hugsa sér að ná til sín þeim hluta krata sem eru á móti stjórn Davíðs. Enn munu fáir sjá teikn til þess að afturhvarfið frá Þjóðvaka sé að stöðvast. Kynni enn að sannast hið forn- kveðna að „illt er að hefta flóttamanninn". Svo hefur það reynst liprari og lempnari fyrir- mönnum en þeim sem Þjóö- vaka ræður, þar sem fylginu hrakar eftir því sem fleira heyr- ist af framboöum. Ríkisstjórn í minni- hluta Ef menn reikna með því að skipta megi óráðnum í flokka í sama hlutfalli og þeim sem taka afstöðu, virðist mjög í járnum hvort Davíð og Jón Baldvin hafa fylgi til að halda áfram. En þar sem slík skipting virðist fjarri lagi, eru litlar líkur til þess að stjórnin haldi meirihluta. Úrræöi Alþýöu- bandalagsins Alþýðubandalagiö rekur þann áróður að nú séu mestar líkur til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn myndi stjórn með Fram- sókn að þessari fallinni. For- maður bandalagsins lætur sem formannaskipti í Framsóknar- flokknum geri slíkt sennilegt og leikur sér að orðum eins og fé- lagshyggja og miðja í því sam- bandi. Þó veit hann eins og aðr- ir að Halldór Ásgrímsson hefur sagt opinberlega að helst vildi hann sjá ab kosningum lokn- um ríkisstjórn flokka sem nú eru í stjórnarandstööu. Ólafur Ragnar ætti ab vera það mikill mannþekkjari að hann viti að Halldór Ásgríms- son er engu síður líklegur til að halda fast fram stefnu Fram- sóknarflokksins en forveri hans í formannsstarfinu gerði. Hann hefur ab vísu ekki sýnt ennþá að hann sé jafnoki Steingríms Hermannssonar í því að sætta og sameina sundurleit öfl, enda hefur minna á þab reynt enn sem komið er. Að því er varðar stefnufestu og glöggskyggni mun hann þola samanburbinn. Alþýðubandalagið ætti að reka trúverðugri áróður en þann að Framsóknarflokkurinn þrái nú mest að efla Sjálfstæðis- flokkinn til áhrifa og valda. En vorkunnarmál er það flokki, sem erfiðlega gengur, að hann leggi sig fram um að leita at- kvæöa eftir því hvert honum virðist straumurinn liggja. Hitt er svo annað mál hver áhrif kosningaáróður kann að hafa á samstarf eftir kosningar, séu menn að hugsa um það. Að því ættu þó gætnir menn einnig að hyggja. Höfundur er rithöfundur. Gebþekkur Alfredo Eins og boðað haföi verið kom aö því að Kolbeinn Ketilsson tæki við af Ólafi Árna Bjarna- syni í hlutverki Alfredos Germ- ont í La traviata, sem nú gengur við miklar undirtektir í íslensku óperunni. Kolbeinn söng sína fyrstu sýningu 24. mars, en önnur hlutverk voru skipuð eins og á frumsýningunni, með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem Violettu og Bergþór Pálsson sem gamla Germont. Sýningin er nú slípaðri en fyrst — t.d. var veisl- an mikla í fyrsta þætti fremur gleðisnauð á frumsýningunni en sprellfjörug nú, og fór Þor- geir Andrésson (Gaston) þar mikinn í leik og söng. Ennfrem- ur voru prýöilegir þeir Sigurður Skagfjörð Steingrímsson (Dou- pol) og Eiríkur Hreinn Helgason (d'Obigny) í smáum en mikil- vægum hlutverkum, og sömu- leiðis þau Signý Sæmundsdóttir (Flóra), Hrönn Hafliðadóttir (Annína) og Eiður Á. Gunnars- son (læknir). Kolbeinn Ketilsson kemur vel fyrir í hlutverki Alfredos, er vörpulegur á velli og drengileg- ur í framgöngu eins og sá vel- uppaldi sveitadrengur sem hann á að vera. Hann er ekki raddsterkur, en syngur fallega og hljómar vel í samsöngsatrið- um. Einnig vantar hann talsvert á hæðina ennþá, en með því að Kolbeinn er ennþá ungur að ár- um er þess að vænta að framfara megi vænta bæði í raddstyrk og hæð með aldri og þroska. Leikur Kolbeins og framkoma var hvort tveggja hófstillt og virðu- legt, og raunar mjög við hæfi. Bergþór Pálsson er sem fyrr mjög góður í hlutverki Giorgis Germont, og samleikur og - söngur þeirra Sigrúnar og hans í öbrum þætti mjög áhrifamikill. Sönglega séð er Bergþór á ein- hverri þroskabraut sem ekki er gott að vita hvar enda muni, en sitthvað bendir til þess að um jákvæða framvindu sé að ræða. Violetta í La traviata er víst eitt mesta stjörnuhlutverk fyrir sópran í gjörvöllum óperubók- menntunum, og gerir ýtrustu kröfur bæði til söngs og leiks. Sigrún Hjálmtýsdóttir geislar í hvoru tveggja, syngur glæsilega og leikur muög sannfærandi. Hún er sannarlega yfirburða söngkona og listakona. Þeir sem séð hafa kvikmynd Zeffirellis með Teresu Stratas og Domingo vita að engin veisla Flóru mun í nokkru óperuhúsi standast samjöfnuð við veisluna í bíómyndinni, síst af öllu dans- atriðið. Á frumsýningunni dönsuðu David Greenall og Jul- ia Gold með talsverðum tilþrif- um, og nú höfðu tekið við því hlutverki ungir íslenskir dansar- ar, þau Víbir Stefánsson og Kristín Ágústa Ögmundsdóttir. Þau gerðu þetta laglega og með þokka þótt minna gustaði af þeim sem vonlegt var. Almennt er sýning íslensku óperunnar á La traviata heil- steypt og vel lukkub, hljóm- sveitin ágæt og óperukórinn prýðilegur — valinn maður í hverju rúmi, ef svo má segja. Bríet Héðinsdóttir leikstjóri og Robin Stapleton hljómsveitar- stjóri eiga þar mikinn hlut að máli, sem og búningahönnuö- urinn Kristín Magnúsdóttir og leiktjaldahönnuðurinn Sigurjón TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON Jóhannsson. í sjálfsævisögu sinni segir Ga- lína Vishnevskæja frá því er hún söng fyrst í Scala óperunni í Mílanó. Hún kom frá Bolshoi- óperunni í Moskvu sem var rek- in eins og leikhúsin hér, með eigin starfsmönnum sem æfðu upp óperu og sýndu hana síðan. En í La Scala komu menn úr öll- um áttum til aö syngja á einni sýningu. í Bolshoi var, ab sögn Vishevskæju, megináherslan á heildarmyndina en í La Scala kepptust frægðarmenn um hylli óperugesta með sönglegum kraftlyftingum og loftfimleik- um. Þeir Kolbeinn Ketilsson og Ólafur Bjarnason hafa báðir sitt- hvað sér til ágætis — Ólafur syngur mjög vel, er raddsterkur og tekur háa tóna með glæsi- brag; Kolbeinn syngur líka fal- lega en ekki eins „glæsilega", en fellur jafnframt betur inn í heildarmynd sýningarinnar, passar ab vissu leyti betur í hlut- verk Alfredos. La traviata er við- burður í bæjarlífinu sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. ■ Bjargvættir og brennuvargar Vestfirskir sjálfstæðismenn gáfu út myndarlegt jólablab fyrir síö- ustu jól og sendu inn á mörg heimili, mönnum til andlegrar umþenkingar. Af sínu alkunna lítillæti skrif- aði Davíð Oddsson forsætisráð- herra jólahugvekju í þetta blaö. Þar rekur hann afrek sín og náb- arverk í viðtali við blaðið, eins- konar innlegg í jólastemning- una. Þar er ekki af litlu að taka, og mikið í húfi ab honum takist ab halda áfram dáðaverkum sín- LESENDUR um fyrir vestfirska byggö sem og aðra landshluta, landslýðnum til heilla. Væntir hann þess fast- lega að sér takist það með full- tingi frambjóbenda Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum, sem allir séu þrautreyndir afreks- menn í íslensku atvinnulífi. Tveir þeirra farsælir stjórnendur sjávarútvegsmála í sínum heimabyggðum og sá þriðji kunnur búhöldur og pistlahöf- undur, sem mikils megi vænta af. Vonar hann að takist að koma þessum mönnum inn á Alþingi, og þá þurfi ekki að efast um glæsilega framtíð, ekki einungis á Vestfjörðum heldur um land allt. Aðeins einn skugga ber á þessa framtíðarsýn forsætisráb- herrans. Hann er sá að „brennu- vörgum og niðunifsmönnum" (orðrétt tilvitnun) stjórnarand- stöðunnar takist að skekkja þessa glæsilegu framtíðarsýn og áform hans. Því enn fara fram kosningar á íslandi. Meðan svo er, getur allt gerst. Trúlega er það í krafti þessara oröa forsætisráðherra að skob- anakannanir sýna að kjósendur treysta nú Davíð Oddssyni best allra manna til ab bæta lífskjör sín! Vestfirðingur FOSTUDACS- PISTILL ÁSGEIR HANNES RÚSSARNIR KOMA! Alþýðubandalagib er merkileg stofnun og jafnvel stórmerkileg. Hún á engan sinn líka á íslandi og . þótt víbar væri leitab. Bandalagib tók vib af gamla Sósíalistaflokknum eftir innrás Sovétmanna íTékkó- slóvakíu á sínum tíma og breiba þurfti yfir nafn og númer Rauba hersins. Þar ábur hét Alþýbu- bandalagib hvorki meira né minna en Kommúnistaflokkur íslands. Þannig hefur Alþýbubandalagib ræktab eiginleika kameljónsins til ab breyta litum eftir umhverfinu og saga þess er skráb í felulitum á spjöld sögunnar. í dag heitir Al- þýbubandalagib þó áfram Alþýbu- bandalag ab hálfu leyti og er stjórnab af gömlum framsóknar- manni vestan af fjörbum. Til skamms tíma gengu Alþýbu- bandalagib og forfebur þess undir raubum fána á íslandi og félags- menn spurbu upphátt af hverju bibin eftir óskalandinu Sovét-ls- landi væri svo löng. Seinna hrundi járntjaldib og austurhvel jarbar kom kalib undan vetri Sovétríkj- anna. Þá hrundi hugmyndafræbi Alþýbubandalagsins til grunna eins og Berlínarmúrinn, og jafnvel kaþ- ólikkar, sem voru kaþólskari en páfinn, töpubu áttum. Síðan hefur skórinn kreppt ab Alþýbubandalaginu og neglurnar vaxib inn í tærnar. Vib svo búib gátu yngri og skynsamari félags- menn ekki unab og hugsubu sér til hreyfings. Margir þeirra tóku til fótanna, en abrir létu sér nægja ab taka hatt sinn og staf. Sumir dö- gubu fljótlega uppi á mibju einsk- ismannslandi, en abrir leitubu hóf- anna hjá öbrum frambobum. Tóku nýja skírn og abra skírn og jafnvel þribju skírn. Raubsokkur úr Alþýbubandalagi hafa frá öndverbu rábib Kvenna- listanum og laumukommar á öll- um aldri hafa átt greiba leib ab hjarta Sjálfstæbisflokksins. Gamalt Alþýbubandalagsfólk setti svip sinn á frambob Nýs vettvangs í kosn- ingunum 1990 og sjálfur Alþýbu- flokkurinn er ennþá höfubsetinn af Allaböllum frá þeim tíma. Ab vísu kemur þab ekki ab sök, þvf kratar hafa löngum lotib forystu gamalla komma vestan af fjörbum og leika Vestfirbir áfram stórt hlutverk í síb- ari endurholdgun Alþýbubanda- lagsins. En ævintýrin gerast enn: Búib er ab manna frambobslista til þingkosninga í vor og Alþýbu- bandalagsfólk hefur ekki látib sinn hlut eftir liggja frekar en fyrri dag- inn. Alþýbuflokkurinn er áfram höfubsetinn og Þjóbvaki Ágústs Einarssonar fæddist í hers hönd- um. Og ekki nóg meb þab: Gamlir laumukommar hafa gengib í end- urnýjun lífdaga og birtast nú óháb- ir í öbru hverju sæti á frambobs- lista Alþýbubandalagsins. Þannig er Alþýbubandalagib líka búib ab taka yfir sinn eigin G-lista aftan frá! Þetta er alveg makalaust Alþýbu- bandalag. Enginn er því óhultur fyrir gamla Alþýbubandalaginu á kjördag nema Maddama Framsókn og má hún þakka lífgjöfina ab hafa fóstr- ab formann bandalagsins á sínum tíma. Alþýba manna í Alþýbu- bandalaginu hugsar sig um tvisvar ábur en hún stígur í vænginn vib kvenmann meb þvílíka fortíb. Er nema von ab gamall mib- borgarfasisti á borb vib pistilhöf- und viti ekki sitt rjúkandi ráb á kjördag?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.