Tíminn - 31.03.1995, Síða 6
6
Föstudagur 31. mars 1995
Jón Ingi Einarsson, skólastjóri Laugalœkjarskóla, og formaöur Skólastjórafélags íslands:
Óánægja kennara hef-
ur áhrif á nemendurna
Sex vikna verkfall kennara
skapar mörg og flókin vandamál.
Aögerðarleysi í 29 kennsludaga
veröur ekki bætt upp í skyndingu
meö stórfelldri ítroðslu af hálfu
kennara. Kennsla er ekki fag sem
unnið verður í akkoröi og því eru
takmörk sett hvað nemendur
geta innbyrt af þekkingu á stutt-
um tíma. Tíminn ræddi viö Jón
Inga Einarsson, skólastjóra
Laugalækjarskóla, en hann er
formaöur Skólastjórafélags ís-
lands, um skóla landsins, sem
standa frammi fyrir miklum
vanda. Jón Ingi segir kennara sár-
óánægöa með samningana.
Hann óttast að titringurinn inn-
an kennarastéttarinnar kunni að
bitna á kennslunni og hafa áhrif
til nemendanna.
Hrikalegar afleiöing-
ar
„Vægast sagt veröa afleiöingar
verkfalls kennara hrikalegar fyrir
skólastarfið. Afleiðingar þess
munu teygjast yfir á næstu skóla-
ár. Það gera ekki allir sér grein
fyrir því hvað það þýðir að þarna
hafa tapast skólatímar í hálfan
annan mánuð og þó að farið sé
af stað núna þá tekur það sinn
tíma að koma öllu í rétt horf og
freista þess ab bæta upp sem tap-
ast hefur nibur," sagði Jón Ingi
Einarsson, formaður Skólastjóra-
félags íslands, þegar Tíminn
ræddi við hann um áhrif kenn-
araverkfallsins á grunnskólana.
Verkfallsréttur kenn-
ara
Heyrst hafa raddir þess efnis að
kennarar ættu ekki að hafa verk-
fallsrétt, né heldur ýmsar stéttir
abrar.
Jón Ingi segir ab vissulega væri
það gott ef kennarar hefðu þau
kjör að þeir þyrftu ekki að standa
í launadeilum. Svo væri hins veg-
ar ekki. Og enda þótt launadeilu
nú viröist lokið, þá sé ljóst að
önnur gæti komið upp síðar, svo
margir lausir hnútar séu á öllum
málefnum kennara og skóla.
„Þab er nú svo að verkföll eru
verkföll og þau skaða ævinlega
einhvern. I skólastarfinu eru
verkföllin sérstaklega slæm.
Kennarar eru sáróánægðir með
samningana og það veldur titr-
ingi innan þeirra raða. Þaö er
hætt við ab kennarar sem koma
af kennarastofunni eftir heitar
umræður kunni ab bera með sér
óánægju sína og þannig hafa
áhrif á nemendurna," sagði Jón
Ingi.
Einblínt á framhalds-
skólann
Jón Ingi segir ab vibhorfin í
grunnskólum og framhaldsskól-
um séu ekki hin sömu að loknu
verkfallinu. Allir keppist núna
um ab ræða það hvernig bjarga
megi kennslunni í framhalds-
skólunum. í grunnskólunum líti
stjórnvöld á það hvernig bjarga
megi kennslunni á lengri tíma.
Hættan sé sú að því yngri sem
nemendurnir eru þá verði þeir
meira útundan, en vissulega sé
skabinn ekkert minni í þeim
bekkjardeildum ef grannt sé
skobað.
jón Ingi Einarsson segir aö nemendur 7 0. bekkjar muni aö mestu leyti ná
upp því sem tapaöist í verkfallinu. En 9. bekkir grunnskólans séu skildir
eftir og vandamálum fleytt út íframtíöina.
Hvar voru börnin í
verkfallinu?
En hvar voru börnin í 6 vikna
kennaraverkfalli?
„Ja, það er nú góð spurning.
Það hefur náttúrlega komib
greinilega fram ab menn hafa
ekki áttað sig vel á því hvar þau
voru og hvernig þau eyddu tím-
anum. Ég hef ekkert svar vib því.
✓ ^
Ahrif kennaradeilunnar á nemendur voru mikil aö sögn Hjálmars Arnasonar
skólameistara — jafnvel góöir nemendur hafa misst trúna á námiö:
L j óst að margir
munu hverfa
frá námi sínu
Kvöldiö fyrir fyrsta kennslu-
dag ab afloknu kennaraverk-
falli óttabist Hjálmar Árna-
son, skólameistari við Fjöl-
brautaskóla Suburnesja, ab
ekki nema helmingur nem-
endanna mundu láta sjá sig.
Þab er aubvitað biturt fyrir
skólameistara og kennara ab
sjá á bak nemendum, sem
nánast gefa frat í skólakerfiö.
Margir munu ekki
skila sér aftur
„Hér hefur verib afar gott at-
vinnuástand, landburður af
fiski, og aubvelt fyrir ung-
mennin að ná sér í vinnu. Eg
hef undanfarib verib mikið á
feröinni í fyrirtækjum hér sybra
og iðulega hitt þar fyrir nem-
endur mína í vinnu. Margir
þeirra draga þá einföldu álykt-
un að önnin sé hvort eb er
ónýt, og hætta námi. Önnur
nota þetta sem kærkomna af-
sökun til ab hverfa frá námi,"
sagöi Hjálmar í viðtali vib Tím-
ann í fyrradag. Hjálmar er for-
maður Skólameistarafélags ís-
lands.
Vandræbaástand á
heimilum í verkfall-
inu
„Það er alveg ljóst ab óbein
áhrif og beinn skaði af verkfall-
inu er illmælanlegur. Þetta
kemur fram í ákveönu vonleysi
sem ég verb var viö meöal
nemenda, jafnvel duglegir og
samviskusamir nemendur sem
voru staðráðnir í að standa sig
vel og voru fullir metnaöar í
námi eru nú búnir ab týna
þessum metnaði og sjá engan
tilgang meö náminu.
Margir foreldrar hafa hringt í
mig og lýst áhyggjum sínum.
Yfirleitt eru þetta foreldrar
nemenda sem ekki hafa fengið
vinnu. Það hefur víða verið
vandræbaástand á heimilun-
um. Krakkarnir héngu yfir víd-
eói fram á rauöa morgna, lágu
síðan í bælinu í reiðileysi og til-
gangsleysi. Börnin hafa verið
orðin langleið á þessu ástandi
án þess að viöurkenna það og
án þess ab skynja það sjálf. Ég
veit að þetta ástand hefur kost-
að átök á mjög mörgum heim-
ilum. Þessara áhrifa mun gæta
lengi og tekur langan tíma að
vinna þetta upp aftur. Það kem-
ur fram síðar sem félagslegt
vandamál," sagöi Hjálmar
Árnason.
Ljós í myrkri
menntamála
En Hjálmar segist sjá ljósa
punkta í myrkrinu. Hann segir
að kjaradeilan hafi um sumt
snúist um menntastefnuna í
landinu.
„Menntastefnan hefur birst í
því að framlög til menntamála
eru skorin niður. Og þab er það
sem mér finnst ab kennarar
hafa ekki síður verið ab kalla
eftir. Ab fara til dæmis aö ráb-
um OECD að viö aukum fram-
Hjálmar Árnason, skólameistari og formaöur Skólameistarafélags íslands:
„Þaö hefur víöa veriö vandræöaástand á heimilunum. Krakkarnir héngu
yfir vídeói fram á rauöa morgna, lágu síöan íbœlinu í reiöileysi og til-
gangsleysi..."
lög til menntamála til þess að
fjárfesta í menntun þannig ab
atvinnulíf okkar og efnahagslíf
breytist.
Annab ljós er þab að fólk hef-
ur fariö svolítiö ab ræða þab til
hvers skólinn er. Þá kemur
fljótlega í ljós aö ríkisvaldið
ætlar ab kasta grunnskólanum
yfir til sveitarfélaganna án þess
ab hafa hugsað dæmib til enda.
Einsetinn grunnskóli felur
þaö í sér ab þar eiga nemendur
ab vera frá morgni og fram eftir
degi í þessu hefðbundna námi.
En líka ab sinna uppeldisþátt-
um, félagslegum þáttum, og
ööru sem kallast að hafa ofan af
fyrir börnunum á þroskandi
hátt. En þetta er mjög ómótaö