Tíminn - 31.03.1995, Side 14

Tíminn - 31.03.1995, Side 14
14 Föstudagur 31. mars 1995 Ágúst Einarsson, Þjóövaka: Þjóbvaki er uppreisnarafl Hver er sérstaða þíns framboðs? Sérstaöa framboös Þjóövaka felst í því aö hér er um nýtt fram- boö aö ræöa sem stefnir aö sam- einingu félagshyggjuaflanna. Viö viljum stefnu byggöa á trúnaöi viö almenning, m.a. meö siöaregl- um í stjómmálum og viöskipta- lífi. Þjóövaki hefur gefiö út afdrátt- arlausa yfirlýsingu um aö viö ætl- um ekki aö starfa í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum. Gömlu flokkarnir vilja halda öllu opnu, semja sig frá loforöum sínum og blekkja þannig í reynd kjósendur sína. Sjálfstæðisflokkurinn er forystu- afl hægri aflanna og valdakerfisins og félagshyggjufólk á ekki samleið meö þeirri hreyfingu. Þjóövaki tekur ekki þátt í þessu kapphlaupi til Sjálfstæöisflokksins. Almenn- ingur á rétt á aö vita hvemig fariö veröur meö atkvæöi hans eftir kosningar. Hvert er helsta baráttumálið? Helsta baráttumál Þjóövaka, auk sameiningar félagshyggjuafl- anna, er að treysta velferö í íand- inu með markvissri stefnu í at- vinnumálum, nákvæmri stefnu í sjávarútvegsmálum, áherslu á samstööu bænda og neytenda í endurskipulagningu landbúnað- ar, bættri framleiöni í fyrirtækja- rekstri og breyttri tekjuskiptingu. Jafnframt verða framlög til menntamála aukin um 8 millj- aröa á 8 árum og í stefnu Þjóðvaka er nákvæm útfærsla á bættum hag heimilanna, m.a. meö greiösluaö- lögun og hækkun skattfrelsis- marka hjá lágtekjufólki. Aukning forvarna innan heilbrigöisþjón- ustunnar er mikilvægt áhersluat- riöi hjá Þjóðvaka. Þjóðvaki er uppreisnarafl gegn stöðnuðu og spilltu flokkakerfi sem hugsar fyrst og fremst um að tryggja hag forystumanna og sér- hagsmuna. Það er kominn tími til þess að fólkið sjálft fái meiri völd til sín. ■ Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista: Kvennalistinn er eina stjómmálaaflib sem berst fyrir kvenfrelsi Hver er sérstaða þíns fram- boðs? Kvennalistinn er eina stjórn- málaaflið, sem berst fyrir kven- frelsi. Kvennalistinn er ekki aö- eins einstakur á íslandi, heldur er hann eina stjórnmálaafliö sinnar tegundar í heiminum, sem hefur fengiö fulltrúa kjörna á þing. Þaö er vonandi til marks um víðsýni og vitur- leik íslenskra kjósenda. Hvert er helsta baráttumálið? Kvennalistinn berst fyrir efnahagslegu, menningarlegu og líkamlegu sjálfstæöi kvenna. Launamál, mennta- mál og barátta gegn ofbeldi ggagnvart konum og börnum hafa því forgang. Við leggjum einnig áherslu á uppbyggingu en stjórnvöld hafa verið áhuga- laus um þá staöreynd, aö vax- andi atvinnuleysi hefur bitnað sárar á konum en körlum. Hins vegar hafa konur sýnt frábært framtak og tekið málin í eigin hendur meö stofnun smáfyrir- tækja og alls konar starfsemi. Þetta framtak þarf að styðja og efla. Þá telur Kvennalistinn tímabært aö leggja góöan veg milli Grindavíkur og Þorláks- hafnar og opna þar með nýja möguleika í fiskflutningum og feröaþjónustu. Möguleikar í ferðaþjónustu eru miklir á Reykjanesi vegna sérstæös um- hverfis og ekki síður vegna góöra aðstæöna til heilsurækt- ar. atvinnu með tilliti til kvenna, Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýöubandalagi: ítarleg kosningastefnuskrá um uppbyggingu þjóbfélagsins Hver er sérstaða þíns framboðs? Sérstaöa framboðs Alþýöu- bandalagsins og óháðra felst í nokkrum atriöum sérstaklega. í fyrsta lagi þá gengur Alþýöu- bandalagið til kosninga meö ítar- legri kosningastefnuskrá en nokk- ur annar flokkur hér á landi. Kosningastefnuskráin er byggö á grænu bókinni, Útflutningsleiöin: Atvinna — jöfnuöur — siöbót, sem er árangur tveggja ára mál- efnavinnu innan flokksins. Þar em lagöar sóknarlínur í uppbygg- ingu atvinnulífs, menntakerfis og velferðarkerfis, sem er knýjandi nauðsyn ef takast á að auka at- vinnu og hagvöxt á næstu ámm. Þar er að finna nákvæmar tillögur um hvemig hægt er samhliða Rannveig Guömundsdóttir, Alþýöuflokki: Vi5 erum neytendaflokkur Hver er sérstaða þíns framboðs? Alþýðuflokkurinn er óum- deilanlega sterkt afl í íslenskum stjórnmálum. Hann er fram- sækinn flokkur meö nútímaleg- ar hugmyndir, en jafnframt með rætur og stefnu jafnaðar- mannsins, flokkur sem í áratugi hefur lagt höfuöáherslu á kjör launafólks og aöbúnaö og rétt- indi þeirra sem minna mega sín. í ríkisstjórn hefur veriö lagður grunnur aö umgjörö atvinnulífs svo snúa megi viö óheillaþróun síbustu ára. Þaö hefur tekist, en mikilvægt verkefni bíöur úr- lausnar, ab vinna bug á at- vinnuleysi. Efnahagsbatinn nú gefur vonir um nýja grósku framundan. Stöðugleikinn, lækkaöir vextir, frjálsara og opnara viöskiptalíf, ásamt er- lendum viðskiptasamningum, hafa opnaö nýja möguleika á sviöi nýsköpunar, ekki síst fyrir ungt athafnafólk. Þrátt fyrir erfiöleika og sam- drátt, bæbi í afla og á viðskipta- mörkuðum, hefur Alþýöuflokk- urinn staöið fyrir miídlvægum umbótum á sviöi húsnæðismála, sveitarstjórnarmála, í málefnum fatlaðra og almennt á þeim sviö- um sem vega þungt fyrir fjöl- skylduna í okkar þjóöfélagi. Flokkurinn hefur sýnt aö hann er aflvaki og stööugleikatákn. I Reykjanesi er sterkasta gras- rót flokksins. Þar erum við með mestan fjölda fólks aö störfum. Þar hefur hann sýnt að þegar Al- þýðuflokksfólki er falin umsjá verka, þá eru þau í góðum höndum. Hvert er helsta baráttumáliö? Stærsta baráttumáliö er aö efla atvinnulífið, því það er brýnasta velferðarmál fjölskyld- unnar. Ekki síst þess vegna böröumst vib fyrir aðild að EES og viljum nú láta á þaö reyna hvort hagsmunum okkar yröi best borgið með umsókn um að- ild að ESB. Vib viljum aö minnst einum milljarði króna veröi árlega var- iö í sértækar aögerðir gegn at- vinnuleysi. Okkar markmið er að enginn veröi verkefnalaus á bótum. Vib leggjum líka höfuö- áherslu á starfsmenntun og endurmenntun, ekki síst þeirra sem misst hafa vinnu. Jafnframt horfum viö til fram- tíðar meö nýsköpun og upp- byggingu aö leiöarljósi. Mennt- un og tæknikunnátta eru þar lykilorð. Þess vegna viljum við nýta grósku í efnahagslífi til aö veita auknu fjármrgni til menntunar á öllum skólastigum og til þess aö efla vísindi og rannsóknir. Vib emm neytendaflokkur. Okkar viöhorf í landbúnaöar- málum, til þátttöku í alþjóöa- samningum og til innflutnings á matvælum beinast öll aö því aö lækka útgjöld heimilanna, þó þannig aö þaö verði sem sársaukaminnst fyrir framleiö- endurna sjálfa — bændurna. Velferbarmálin eru þau mál sem næst standa okkur jafnað- armönnum og málefni fjöl- skyldunnar veröa sett í öndvegi. Viö höfum lagt fram tillögu aö fjölskyldustefnu á Alþingi og þeim málum munum við fylgja fast eftir. þessu aö jafna kjörin með skatt- kerfisbreytingum og jafnframt aö byggja inn í skattakerfið hvata til nýsköpunar, rannsókna og sóknar á erlenda markaöi. Enginn annar flokkur leggur í dóm kjósenda jafn skýra framtíðarsýn um upp- byggingu íslenska þjóöfélagsins í þágu allrar þjóðarinnar. I ööm lagi þá býður Alþýöu- bandalagiö nú fram ásamt hóp- um óhábs félagshyggjufólks. Það gerist í beinu framhaldi af tilraun- um Alþýðubandalagsins til aö efla samstööu og samvinnu félags- hyggjufólks. I því skyni hvatti Al- þýðubandalagiö til viöræðna milli stjómarandstöðuflokkanna, að Jóhönnu Siguröardóttur meðtal- inni, en talaöi fyrir daufum eyr- um. Hópur óháös félagshyggju- fólks vildi ekki láta dræmar undir- tektir annarra flokka viö samfylk- ingartilraunum félagshyggjufólks aftra sér frá þátttöku í stjómmál- um en taldi Alþýðubandalagið trúveröugast og gekk því til liðs viö þaö. Þaö taldi einfaldlega Al- þýöubandalagið sterkasta valkost- inn við hægri öflin sem ráöiö hafa feröinni undanfarin ár. Ekki síst fyrir þennan liðsauka kemur enn eitt sérkenni G- list- framboöanna skýrara fram. Á list- unum er öflug sveit fólks, sem innan samtaka launafólks hafa veriö í fararbroddi í baráttunni gegn árásum hægriaflanna á lífs- kjör, menntun og velferð þjóðar- innar. Með framboöi sínu meö Al- þýbubandalaginu flytja þessir full- trúar launafólks baráttu sína inn í sali alþingis, enda em veigamestu ákvaröanir um lífskjör þjóöarinn- ar teknar þar. Tvær eindregnar bráttukonur fyrir hagsmunum launafólks em einmitt í eldlín- unni hér í Reykjaneskjördæmi, Sigríöur Jóhannesdóttir sem lengi var í forystusveit Kennarasam- bands íslands og Kristín Á. Guö- mundsdóttir, formaöur sjúkra- liöafélaga íslands. Hvert er helsta baráttumálið? Alþýðubandalagið og óháöir hafa gefiö út bækling með 10 stefnuáherslum sem byggöar em á Útflutningsleiöinni. Enga eina þeirra er hægt aö taka út úr og segja að sé mikilvægari en aðrar. Þessar áherslur Alþýðubandalags- ins em á atvinnu fyrir alla, velferö og jöfnuö, fjölskyldustefnu, nýja og réttláta launastefhu sem feli í sér kjarajöfnun og launajafnrétti kynja, réttlæti í skattamálum, sókn í menntamálum, aðgerðir vegna greiðsluvanda í húsnæöis- málum, siðbót í stjómsýslu og fyr- irtækjarekstri, einföldun á stjóm- kerfi hins opinbera, breytingar á sjávarútvegsstefnunni þannig að fiskurinn veröi ekki áfram einka- eign sægreifa heldur raunvemleg sameign þjóöarinnar, umhverfis- vemd og afvopnun. Rauöi þráöurinn í þessum sam- hæföu tillögum er aö stöðva það niöurrif sem hér hefur átt sér stab á velferöar- og menntakerfi, aö- stööusukk hinna betur megandi, tilfærslu fjármuna frá almenningi til stóreignamanna, háskalega lág- launastefnu, atvinnuleysi og hraövaxandi álögur á almenning — og leiða fram þann kraft og hæfni sem býr í íslensku þjóðinni til aö byggja upp þjóðfélag rétt- lætis og velmegunar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.