Tíminn - 08.04.1995, Blaðsíða 5
5
WMmww
Laugardagur 8. apríl 1995
Tímamynd GS
Ogurstund
Jón Kristjánsson skrifar
Kosningaaldurinn er 18 ár og nú ganga þús-
undir fólks á þeim aldri að kjörborðinu í
fyrsta sinn. Flokkamir hafa allar kiær úti til
þess að ná til þessa hóps.
Nú í vikunni sat ég sameiginlegan fund
frambjóðenda á Austurlandi í Menntaskólan-
um á Egilsstöðum þar sem fulltrúar flokk-
anna kynntu stefnu sína og svömðu fyrir-
spumum fundarmanna. Fundurinn fór vel
fram og okkur frambjóðendum var ekki
hleypt mikið í orðaskak eða vífilengjur. Hann
var málefnalegur í hæsta máta, og málefnin
sem hæst bar vom atvinnumál, menntamál
og samskiptin við umheiminn.
Ólík veröld
Það er að mörgu leyti ólíkur heimur sem
blasir við ungu fólki sem kemur út úr skóla
nú, en var fyrir einum eða tveim áratugum.
Þar ber hæst að atvinnuástand er nú með allt
öðrum hætti en var. Það er mjög áberandi í
viðræðum mínum við ungt fólk og kjósend-
ur, sem em að kjósa í fyrsta sinn, að viðmæl-
endur mínir vilja alvöm umfjöllun um pólit-
ík og taka hana alvarlega. Þetta unga fólk
kynnir sér stefnuskrár flokkanna og ætlast til
þess að farið sé eftir þeim. Á þessu fólki brenn-
ur hvort það fær atvinnu, með hverjum hætti
verbur búið að menntun í landinu, og með
hverjum hættí þab getur komið sér upp þaki
yfir höfuðið. Ég held að slagorð og hvers kon-
ar auglýsingamennska sé mjög ofmetin þeg-
ar ungt fólk á í hlut. Bíóauglýsingar Sjálfetæð-
isflokksins þar sem reynt er að slá keilur á
kostnab andstæðinganna virðast ekki hafa
fallið í góðan jarðveg, en vissulega em þær
ætlaöar ungu fólki.
Á áðumefndum fundi var áberandi ab fýr-
irspumir vom efhislegar og svarendur vom
ekíd látnir komast upp með múður eða útúr-
snúninga. Fyrirspumunum var fylgt eftir og
ungt fólk vill svör.
Markmiö sem vekur athygli
Ég finn að markmið Framsóknarflokksins
um 12.000 störf til aldamóta hefur vakið
mikla athygli. Talan ein vex fólki í augum, en
þama sést í hnotskum sá mikli vandi í at-
vinnumálum sem við er að etja. Um 6000
manns em án atvinnu í landinu í dag, og um
1500 manns bætast inn á vinnumarkaöinn á
ári hverju. Ég hef orðið var við það, og það er
vissulega áhyggjuefni, að ýmsir stuðnings-
menn stjómarflokkanna reyna að gera lítíð
úr þessu takmarki og segja að útilokaö sé ab
uppfylla það. Þetta þýðir það eitt ab sá hinn
sami hefur sætt sig við það ab atvinnuleysið
sé um 5% til frambúðar, og mannfjöldi sem
svarar til íbúatölu í stómm kaupstað sé að
staðaldri án atvinnu. Ungt fólk spyr hins veg-
ar hvemig þetta markmiö verði uppfyllt og
sleppir manni ekki án þess að gefa skýringar.
Fyrst þarf aö
viöurkenna
vandann
Það er ekki auðvelt verk-
efni ab skapa þessi 12.000
störf. Hins vegar er fyrsta
skilyrðið ab ráðast aö þessu
verkefni í fullri alvöm og
viðurkenna vandann.
í öðm lagi að búa svo um hnútana í opin-
berum sjóðum og stofnunum, sem eiga að
þjóna atvinnulífinu og nýsköpun í landinu,
ab þær séu ekki lokaðar fyrir fólki með nýjar
hugmyndir og fólki sem hefur kjark til þess
að stofna fyrirtæki um þær. í þriðja lagi þarf
að styðja innlendan landbúnab í sinni mark-
aðsstarfsemi og í fjórba lagi og ekki síst ab efla
fullvinnsluna í sjávarútvegi. Þar em afar mikl-
ir möguleikar, ef rétt er á haldið. í fimmta lagi
þarf að efla mjög menntun og markaðsstarf-
semi og afþreyingu í feröamannaibnaði. Þar
em störf sem tækniþróun leysir aldrei af
hendi. Ferðamannaþjónustan er þess eðlis.
Ögurstund
Mér finnst að viö íslendingar séum nú á
ögurstund í atvinnumálum og það ríði á
hvaba hugarfar nær yfirhöndinni. Mér ógnar
þab hugarfar að segja að vegna þess ab at-
vinnuleysið varð ekki 25%, vegna þess að 30
þúsund manns urðu ekki atvinnulausir, þá sé
góður og mikill árangur að 6000 manns séu
atvinnulausir og nú ríki stöðugleiki sem verð-
ur að varðveita. Þessi hugsunarháttur leiðir til
þess að þeirra ungu kjósenda, sem em að
kjósa í fýrsta sinn, bíöur tvenns konar þjóðfé-
lag. Þjóðfélag hinna atvinnulausu og hinna
sem njóta þeirra miklu tækifæra sem nútíma
samfélag hefur upp á að bjóða. Ég sætti mig
ekki við þennan hugsunarhátt og mun berj-
ast gegn honum af öllu afli.
Markaössetning
Eg hef nú verið á stöðugum ferðalögum
------------- um Austurland um mán-
aðarskeið. Ég hef komið á
fjölmarga vinnustaði og
hitt marga að máli eins
og gengur í kosningabar-
áttu. Alls staðar em at-
vinnumálin mál mál-
anna og fólk veltir fyrir
Menn
°9
málefni
sér möguleikum í þeim
'_________ efnum. Á Austurlandi
sem annarstabar em fjöl-
mörg smærri fyrirtæki, en þab em einmitt
þau sem veita drjúga atvinnu. Þegar ég skrifa
þessi orð er ég að koma úr heimsókn í lítið
fyrirtæki í matvælaiðnaði. Þar er unnin og
pökkub gæðavara úr fiski og kjötí. Vandamál
þessa fýrirtækis er markaðssetning. Þetta til-
færða dæmi á við í fjölmörgum tilfellum í
stórum og smáum fýrirtækjum.
Viö íslendingar þurfum á þvi aö halda að
eiga greiðan markaðsaðgang sem víðast. Hins
vegar þurfa smærri fyrirtæki oft á tíðum á að-
stoð að halda til þess að nýta hann. Þab er
staðreynd, sem ekki verður um deilt, að
markabsmál hafa legið nokkuð eftir og fyrir-
tækin hafa ekki haft afkomu til þess að leggja
til hliðar fjármuni í þessu skyni, sem er höf-
uðnauðsyn. Því er fullkomlega réttlætanlegt
að efla stuðning við þá starfsemi, og þá má
ekki gleyma menntun í þessum fræðum.
Hreint land
Við búum í stóm landi og víðfeðmu og þab
er lífsnauðsyn að halda umhverfinu hreinu.
Umhverfismálin eru svo nátengd atvinnulíf-
inu að þar verður ekki skilið á milli. Matvæla-
framleiðsla í sóðalegu og menguðu umhverfi
gengur ekki í nútíma samfélagi með nútíma
kröfur.
Það stendur ekki eingöngu í okkar valdi að
halda umhverfinu hreinu, ekki síst hafinu í
kringum okkur. Þab tekst ekki nema með
nánu alþjóðlegu samstarfi.
Kosninqabarátta
sjálfsánægjunnar
Sjálfstæðisflokkurinn rekur sína kosninga-
baráttu undir merkjum sjálfsánægjunnar og
þeirra staðhæfinga að allt sé í besta lagi, stöð-
ugleiki ríki, og ef Sjálfstæðisflokkurinn verði
ekki í ríkisstjóm áfram verði þjóðin í vondum
málum og fái mikla og stóra reikninga. Mér
finnst að vanti sóknarhuginn í þessa baráttu
Sjálfstæðisflokksins. Alþýðuflokkurinn er svo
upptekinn af Evrópudraumnum að ekkert
kemst annað að.
Jón Baldvin sagði einhverstaðar í blaða-
viðtali að það væri ekki hlutverk stjóm-
málamanna að skapa störf. Það kann rétt að
vera. Hins vegar er það skylda stjómmála-
manna ab skapa það umhverfi í þjóðfélag-
inu að það sé aðlaðandi fýrír ungt fólk að
nefja atvinnurekstur. Það fái til þess mennt-
un og ráðgjöf og eigi aðgang að áhættufjár-
magni án þess að veðsetja allar eigur ætt-
ingjanna til viðbótar við sínar eigin. Þannig
er myndin sem blasir við núna. Þetta laðar
ekki ungt fólk til stórræða í þeim mæli sem
þarf til þess að snúa þróuninni við í at-
vinnumálum. Það er þetta umhverfi sem
við framsóknarmenn viljum skapa meb
breytingu á opinberum stofnunum sem
vinna í þágu atvinnulífsins. Það er verkefni
nýrrar atvinnuþróunarstofnunar að skapa
þetta umhverfi. Ferðir mínar að undan-
fömu sannfæra mig um það ab framfara-
hugurinn og hugmyndirnar em fyrir hendi.
Til þess að virkja hvorutveggja þarf breytta
stefnu. Dagurinn í dag ræður úrslitum um
hvort hún nær fram ab ganga.