Tíminn - 08.04.1995, Page 19

Tíminn - 08.04.1995, Page 19
Laugardagur 8. apríl 1995 fgflfflSllfl 19 Olafuríónsson frá Vík Fæddur 22. mars 1895 Dáinn 1. apríl 1995 Ólafur Jónsson var fæddur á Höfðabrekku í Mýrdal. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Brynj- ólfsson, trésmiður og vega- vinnuverkstjóri í Vík í Mýrdal, f. 24.8.1865 í Breiðuhlíð, d. 24.8.1948 í Vík, og kona hans Rannveig Einarsdóttir, f. 6.9.1867 á Strönd í Meðallandi, d. 1957 í Vík. Foreldrar Jóns Brynjólfssonar voru hjónin Brynjólfur Guðmundsson, f. 22.8.1833 í Skammadal, d. 19.9.1900 á Litlu-Heiði, og kona hans Þorgeröur Jónsdóttir ljósmóðir, f. 12.12.1830, d. 11.2.1920 á Litlu-Heiði. Móðir Brynjólfs var Guðrún, systir Helgu, ömmu Þorsteins Erlingssonar skálds. Guðrún var dóttir Hallgríms bónda á Neðra-Velli, Brynjólfssonar, og Guðríðar, systur Sæmundar, föður Tómasar Fjölnismanns. Guðríður var dóttir Ögmundar, prests á Krossi, bróður Böðvars prests í Holtaþingum, föður Þorvalds prests og skálds í Holti, föður Þuríðar, Iang- ömmu Vigdísar forseta. Foreldr- ar Þorgerðar ljósmóður frá Svartanúpi í Skaftártungu voru hjónin Jón Þorláksson, f. um 1797, d. 1847, og kona hans Sigríður Sturludóttir, f. 1797, d. 1857, Jónssonar bónda á Þóru- stöðum í Grímsnesi, f. 1761, d. 1846. Kona Sturlu var Guðrún Gísladóttir frá Kiðjabergi í Grímsnesi, f. 1761, d. 1846. Foreldrar Jóns Þorlákssonar í Svartanúpi voru Þorlákur Jóns- son á Flögu í Skaftártungu, f. 1776, d. 1839, og kona hans El- ín Loftsdóttir, f. 1771. Afi Þor- láks Jónssonar var Ólafur Ólafs- son í Hjörleifshöfða, f. um 1689, d. 1755. Foreldrar Ólafs Jónssonar, þau Rannveig og Jón Brynjólfs- son, fluttu frá Litlu-Heiði 1894 að Höfðabrekku. Þau bjuggu þar á hálfum parti jarðarinnar, sem Rannveig hafði fengið í arf. Á hinum partinum bjó systir hennar Vilborg, sem erfði hinn helming jarðarinnar. Vilborg var gift Sveini Ólafssyni, föður Einars Ólafs, föður Sveins Ein- arssonar fyrrv. leikhússtjóra. Rannveig og Jón Brynjólfsson fluttu frá Litlu-Heiði að Höfða- brekku árið 1894 meö son sinn Magnús, f. 1893, d. 1971. Þar bjuggu þau í 13 ár. Á þeim tíma eignuðust þau sex börn, auk Magnúsar, sem upp komust. Þau Jón og Rannveig fluttu til Víkur árið 1907, þar hafði Jón byggt íbúðarhús undir bökkun- um í Vík. Á þessum árum var þorpið í Vík í örum vexti, en þá voru liðin tíu ár frá því að tómt- húsmenn byrjuðu að setjast að í Vík. Verslun í Vík og sjósókn var um þessar mundir vaxandi. Vörur komu með flutninga- skipum erlendis frá og úr Vest- mannaeyjum. Uppskipunarbát- ar frá Vík voru notaöir til þess að flytja vörurnar í land. Þegar þau hjónin Rannveig og Jón hefja búskap í Vík er Ól- afur Jónsson tólf ára. Gerðist hann fljótt vinnudrengur og síðar vinnu- og starfsmaöur í Suður-Vík 1907-1918 hjá Hall- dóri Jónssyni, sem þá rak versl- un í Vík og útræði auk búrekstr- ar. Ólafur lauk barnaskóla- og unglingaskólanámi í Vík og síð- ar námi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Ólafur kvæntist 1.12.1917 El- ísabetu Ingibjörgu Ásbjörns- dóttur, f. 6.10.1897. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Jónsson, húsasmiður í Melhúsum á Akranesi, og kona hans Sigríður Árnadóttir. Dóttir Ólafs og El- ísabetar var Sigríður, f. 1.11.1918, d. 1990, organisti við kirkjuna í Vík um árabil. Hún var gift Valdemar Tómas- syni verslunarmanni í Vík, f. 22.11.1914, d. 1978. t MINNING Systkini Ólafs Jónssonar voru: Magnús, f. 1893, d. 1971, kvæntur Halldóru Ásmunds- dóttur, f. 1896. Börn þeirra: Ás- geir, f. 1921, d. 1976, Karl, f. 1924, Jón Reynir, f. 1931. - Þor- gerður, f. 1897, d. 1991, gift Einari Erlendssyni. Börn þeirra: Erlendur, f. 1921, Steinunn, f. 1924, Erla, f. 1930. - Brynjólfur, f. 1899, kvæntur Maren Guð- mundsdóttur. Barn hans meb Svanhvíti Sveinsdóttur fyrir hjónaband: Sveinn Hilmar, f. 1930. - Guðrún, f. 1900, gift Guðmundi Þorsteinssyni. Börn þeirra: Sigríður, f. 1917, Guð- rún, f. 1921, Sólveig, f. 1922, Óskar, f. 1925, Jón Rafn, f. 1925, Ólafur, f. 1930, Kristrún, f. 1933, d. 1983. - Einar, kvænt- ur Kristínu Pálsdóttur, f. 1903, d. 1983. Börn þeirra: Guðlaug, f. 1936, Málfríbur, f. 1942, d. 1989. - Steinunn, f. 1905, d. 1945, gift Valmundi Björns- syni, f. 1898, d. 1973. börn þeirra: Jón, f. 1929 og Sigur- björg, f. 1930. Ævistörf Ólafs Jónssonar voru við verslunarstörf hjá Halldórs- verslun í Vík, en í þeirri verslun var um árabil pósthúsþjónust- an í Vík. Eftir að Jón Halldórs- son féll frá kom það í hlut Ólafs að annast þá afgreiðslu. Þegar Póstur og sími byggbi síðar nýtt hús í Vík fluttist póstafgreiðsl- an þangað og var Ólafur starfs- maður þar uns hann lét af störf- um 1972, þá sjötíu og sjö ára gamall. Með starfi sínu við Halldórsverslun gegndi Ólafur ýmsum öðrum störfum, m.a. var hann gjaldkeri sjúkrasam- lagsins í Vík um árabil. Hér áður fyrr fylgdu oft auka- störf verslunarstarfsmönnum í Vík. Veiddur var fugl í björgun- um, farið var til veiða á Heiðar- vatn og síðast en ekki síst var róið til fiskjar. Ólafur Jónsson var áhugasamur í þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var.í ígripum formaður á fiskibátum í Vík í mörg ár. Var Ólafur mjög farsæll formaður, enda gætinn og íhugull og þekkti vel til strauma og sjávar- falla. Var hann laus við óhöpp. Hins vegar voru þeir ekki ófáir sem á þeim árum féllu fyrir ægi við brimströndina í vík. Sá sem þessar línur skrifar var munstr- aður eina vertíð á sexæringinn Víking, þá seytján ára, en Ölaf- ur frændi var þar formaður. Bát þennan hafði Erlendur afi smíðað og er hánn enn sjófær eftir því sem ég best veit. Ekki hefði ég viljað missa af þessari sjósókn, þótt stutt væri. Þab var vissulega lærdómsríkt ab stunda sjó frá brimströndinni í Vík. Skipsströnd voru tíð áður fyrr við brimströnd suðurlandsins. Hér verður aðeins minnst á eitt þeirra. Aðfaranótt 25. nóvem- ber árið 1913 strandaöi breski togarinn Lord Carrington á Kerlingadalsfjöru austan Víkur. Var þetta fyrsta ferö skipsins. Allri áhöfn var bjargað. Minnst er á þetta hér vegna þess, aö Ól- afur Jónsson, þá sautján ára, fékk leyfi til þess að nýta járn úr skipinu. Úr járninu smíðaði hann skeifur og seldi, en um þær mundir var minna að gera í Halldórsverslun. Þetta sýndi vel, hve Ólafur var áhugasamur að finna sér störf. Ég rifjaði upp strand Lord Carringtons fyrir fimm árum, þegar ég sat í boöi hjá Steingrími Hermannssyni með fyrrverandi utanríkisráð- herra Breta, Lord Carrington. Ég minntist á strand togarans og spurði, hvort Carrington fjölskyldan í Bretlandi hefði gert út togara á þessum árum. Hann sagði ab svo hefði ekki verib. Eftir nokkra umhugsun kom hann með ráðningu gát- unnar. Hann sagði aö árið 1913 hefði afi sinn verið landbúnað- arráðherra í bresku ríkisstjórn- inni. Undir hann hefðu líka heyrt sjávarútvegsmál. Útgerð- arfyrirtækið sem lét smíða nýj- an togara hefði þá trúlega kosið að skýra hann þessu nafni, Lord Carrington, til þess að heiðra ráðherrann. Ólafur Jónsson var áhuga- maöur um byggingu kirkju í Vík. Vann ásamt fleirum við bygginguna. Var hann hringj- ari kirkjunnar í mörg ár. Á seinni árum þegar hann stóð einn uppi, var búinn að sjá á bak eiginkonu, tengdasyni og svo dóttur, var hann búinn að ráðstafa svo til öllum eignum sínum og fékk inni á Dvalar- heimili aldraðra í Vík, Hjalla- túni. Þangað höfðu runnið stór hluti eignanna og svo til kirkj- unnar og kirkjuorgelsins. Hreppsnefndin hafði gert hann að heiðursborgara fyrir nokkr- um árum og var hann vel ab því kominn. Þá hélt hreppsnefndin upp á 100 ára afmæli Ólafs þ. 22. mars sl. Naut hann vel þeirrar samkomu og var hress og kátur. Hann gat því glaður og ánægður lagt sig til hinstu hvíldar. Hann lést Iaugardag- inn fyrsta apríl sl. Auk þeirra ættingja sem hann átti í Vík og reyndust Ólafi vel, átti hann marga vini sem oft litu til hans og sýndu honum hlýju og vináttu síöustu árin og' var honum þab mikils virði. Fyrst af öllu ber þó ab þakka starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Hjallatúni, sem veitti Ólafi góba umönnun síðustu árin. Útför Ólafs Jónssonar fer fram frá Víkurkirkju í dag, laug- ardaginn 8. apríl. Megi blessun guðs fylgja Ól- afi frænda á nýrri braut, í nýj- um heimi. Erletidur Einarsson Fréttir í vikulok Öll dagmömmugæsla niöurgreidd Borgarráð hefur samþykkt tillögu stjórnar Dagvistar barna um að í september nk. verði teknar upp niðurgreiðslur fyrir öll börn sem eru í vistun hjá dagmæðrum. Aðeins einstæðir for- eldrar hafa fengið þessar greiðslur hingaö til. Banaslys á Ólafsvík Maður beið bana þegar hann féll í Ólafsvíkurhöfn. Hann féll á milli skipa í slæmu veðri. Meirihluti bílasala ólöglegur Meirihluti bílasala í Reykjavík er enn ólöglegur. Ný lög um sölu notaöra bíla tóku gildi í fyrra og er 9 mánaba aðlögunar- tími runninn út. ✓ Alversstækkun í ár? Sighvatur Björgvinsson iönaðarráðherra segir að í júnímán- uði verbi tekin ákvöröun um hvort Alusuisse stækki álverið í Straumsvík. Rætt hefur verið um framkvæmd sem myndi ksta 10-11 milljaröa króna og gæti álframleiðsla allt ab tvöfaldast við breytinguna. Slakaö á í tilvísanadeilunni Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra tilkynnti í vik- unni um breytingu á tilvísanakerfinu. Þar er gert ráð fyrir að Tryggingastofnun greiði rannsóknir og röntgengreiningar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Banaslys viö Blönduós Maður á fertugsaldri lést af völdum raflosts í Laxárvatnsvirkj- un skammt frá Blöndudósi. Opinberar skuldir tvöfaldast Opinberar skuldir hafa hækkað um 50% á síðustu fjórum ár- um skv. nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Þetta samsvarar að skuldaaukningin sé 1,15 milljónir kr. á hverja 4 manna fjöl- skyldu. Haröari lög um skattsvik Nýtt ákvæði er að finna í hegningarlögum er varða stórfelld skattsvik. Refsing slíkra brota getur orðið allt að sex ára fangelsi auk þess sem fjársektir eru hækkaðar til muna frá því sem áður var. Skattrannsóknastjóri, Skúli Eggert Þórðarson, býst við að hert viðurlög muni bæta skattskil á landinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.