Tíminn - 12.04.1995, Page 2

Tíminn - 12.04.1995, Page 2
2 ■rr, ii i ■> t ii Mi&vikudagur 12. apríl 1995 Sala erlends bjórs eykst um 41% á sama tíma og sala íslensks bjórs minnkar um 7% milli ára: Hlutfall íslensks bjórs úr 71% niður í 62% á ári Bjórsala ÁTVR var um 45% meiri fyrstu þrjá mánuöi þessa árs en en á sama tímabili árib 1993. Aukningin er rúmlega 7% frá síbasta ári, sem er tæp- ast samanburbarhæft, því þá þurftu menn ab kaupa „páskaölib" í umræddum árs- fjórbungi, því skírdagur var þá í marsmánubi. Alls seldust rösklega 1,5 milljónir lítra af bjór (1.527.300 1) þessa þrjá mánubi. Þar af var meira en fjórbungurinn (27%) seldur til veitingahúsa, sem er 16% aukning m.v. sömu mánubi í fyrra. Bjórinn inniheldur rúmlega 40% alis alkóhóls sem ÁTVR seldi á fyrsta árs- fjórbungi og hefur þab hlut- fall farib mjög hækkandi síb- ustu ár. Heildarsala áfengis, mæld í lítrum alkóhóls, var nú örlitlu minni á fyrsta ársfjórbungi en í fyrra. En aftur á móti 10% meiri á sama tíma fyrir tveim árum, sem er marktækara samanburb- artímabil, sem ábur segir. Inn- byrbis breytingar í sölu eru tölu- verbar. Sala á raubvíni, rósavíni og líkjörum hefur aukist veru- lega, sala bittera aukist um 150% og margfaldast á vínum sem falla undir ýmsar tegundir í söluskýrslum ÁTVR. A hinn bóginn selst nú heldur minna af hvítvíni, sérríi, viskíi og gini, töluvert minna af vodka, miklu minna af brennivíni og romm- sala hefur minnkab um helm- ing. Taliö í peningum nam áfeng- issala ÁTVR tæplega 1.600 milljónum króna fyrstu þrjá mánubi ársins og tóbakssala Erlendur bjór hefur stóraukiö hlut sinn á íslenska markabnum á sama tíma og sala íslensks bjórs hefúr dregist töluvert sam- an, þrátt fyrir töluvert aukna bjórsölu. Um 41% meira var selt af innfluttum bjór á fyrsta árs- fjórbungi þessa árs en í fyrra. Á sama tíma fækkaöi seldum lítr- um um rúmlega 8% hjá Viking Bmgg og um rösklega 5% hjá Öl- gerb Egils Skailagrímssonar. Til ab íslensku ölgeröimar héldu Akureyri: Sölumiðstöð- in norður í byrjun ágúst Frá Þórbl Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Sölumibstöö hrabfrystihús- anna mun flytja hluta af starf- semi sinni til Akureyrar um mánabamótin júlí-ágúst í sum- ar, en þab er libur í tilboöi fyrir- tækisins til Akureyrarbæjar ef Útgerbarfélag Akureyringa hf. heldur áfram vibskiptum viö fyrirtækib. Þegar hefur verib gengiö ab mestu Ieyti frá hús- næbismálum þess fyrir noiban, en gerbur hefur verib samningur um Ieigu á húsnæbi súkkulabi- verksmiöjunnar Lindu vib Hvannavelli til tíu ára meb for- kaupsréttarákvæbi. Núverandi eigandi Linduhússins er verslun- arfyrirtækib Metró, sem keypti þab af Helga Vilhjálmssyni, eig- anda Lindu og Góu í Hafnar- firbi, fyrr í vetur. Áformab er aö byggja eina hæb ofan á húsiö, auk mikilla lagfæringa, og veröur þaö þriggja hæöa ab lokinni þeirri framkvæmd. Ætlunin er aö full- nýta húsiö fyrir starfsemi Sölu- miöstöövarinnar á Akureyri og meö tilkomu þessa samnings mun fyrirtækiö veröa meö mest- an hluta af starfsemi sinni undir einu þaki. Ætlunin er aö skrif- stofur verbi á þeirri hæb sem byggö veröur, en umbúöafram- leibsla og lager ásamt annarri starfsemi á hinum hæbunum. Ætlunin er aö um 30 manns muni starfa á skrifstofu Sölu- mibstöbvarinnar á Akureyri, auk starfa viö umbúöafram- leiöslu og önnur verkefni tengd starfsemi fyrirtækisins. Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Sölumibstööinni, hefur ver- iö rábinn til aö veita Akureyrar- skrifstofu hennar forstöbu, en skrifstofan mun annast alla venjubundna starfsemi og verba þverskuröur af heildarstarfsemi fyrirtækisins. ■ ísólfur Cylfi Pálmason, nýkjörinn þingmaöur Framsóknarflokksins: Á reiðhjóli á Álþingi „Já, því ekki þab," segir ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismab- ur og sveitarstjóri á Hvolsvelli, abspuröur um hvort hann muni nota reiöhjól til ab kom- ast til vinnu á nýjum vinnu- stab í alþingishúsinu, en hann hefur einmitt notab reiöhjól til ab komast til vinnu á Hvols- velli. „Þaö getur vel komið til greina, en auðvitað verður mað- ur að finna taktinn í því, en maður gerir það eflaust þegar aðstæður leyfa. Ég nota það allt- af hér og því ekki í Reykjavík," segir ísólfur Gylfi. Honum líst vel á nýja starfið en segist gegna störfum sveitar- stjóra fram á haust. Hann ætlar fljótlega að segja upp starfinu og þá verði það auglýst til um- sóknar. „Það er mikil eftirsjá af þessu starfi, en maður hefur gott af því að breyta til." ■ ÁTVR seldi áfengi og tóbak fyrir rúmlega 2.700 milljónir s.l. þrjá mánuöi: Sala á bjór aukist um 45% á tveimur árum rúmlega 1.110 milljónum. Þannig aö samtals hefur þjóðin drukkið og reykt fyrir rúmlega 2,7 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins. Sígarettusala var 2,4% minni að magni til en fyrir tveim ár- um. Á fyrsta ársfjórðungi seld- ust 4.470.900 pakkar, eða 280.100 pökkum minna en sömu mánuði í fyrra. Það svarar til 75 milljóna sparnaðar í krón- um talið. sínum hlut þurfti nær 17% meiri sölu hjá Viking Bmgg og nærri 13% meiri hjá Agli Skalla- grímssyni. Sala á innfluttum bjór jókst á sama tíma úr 410 þúsund lítrum í 577 þúsund litra, eða um nærri 41% milli ára. Samanlögð hlut- deild innflutts bjórs í heildarsöl- unni óx úr tæplega 29% upp í nærri 38% milli ára. Þar á móti minnkaði hlutfall Ölgerðar Egils Skallagrímssonar úr tæplega 36% niður í tæplega 32% milli ára, og hlutur Viking Bmgg úr rúmlega 35% niður í rúm 30% á sama tíma. Athygli vekur að sala á sérpönt- uðum bjór hefur meira en þrefald- ast'milli ára og nam rösklega 54 þúsund lítmm á fyrsta ársfjórð- ungi eða 3,5% heildarsölunnar. A7)mr £##/ * / 'BúGG/ Hafnarhandbók Reykjavíkur í S.000 eintökum á ensku: Höfnin kynnir sig á heims- marka&num Komin er út Hafnarhand- bók Reykjavíkur, 60 blað- síbna litmyndabók í 5.000 eintökum. Bókin er einung- is gefin út á ensku og ætlub til dreifingar erlendis. „Þab er von okkar ab þessi bók eigi eftir ab koma ab góöum notum vib ab kynna Reykjavíkurhöfn sem gób- an valkost fyrir þá, sem hyggja á vibskipti vib ísland og þurfa á hafnarabstöbu og þjónustu ab halda," segir í tilkynningu frá hafnarstjór- anum í Reykjavík. Hafnarhandbókin er skreytt fjölda fallegra lit- mynda og glæsileg í útliti. Hún hefur þegar verið send til fjölda útgerða og annarra hagsmunaaðila víða um heim og sömuleiðis öllum íslensk- um sendiráðum og ræöis- mönnum erlendis. Bókinni er einnig dreift um borð í skip sem koma til Reykjavíkur, og fyrirtæki, sem auglýsa í henni, fá bækur til dreifingar meðal núverandi og væntan- legra viðskiptavina sinna. Þeim, sem kynnu að hafa áhuga á að senda vinum sín- um eða viðskiptavinum Hafnarhandbókina, er bent á að hafa samband við skrif- stofu hafnarstjóra. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.