Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. apríl 1995 WÍ$MW& 3 Ný sníkju- dýr finnast í refum Af fimmtán tegundum sníkju- dýra sem fundust í villtum ís- lenskum refum, í rannsókn á vegum Tilraunastöbvar HÍ á Keldum, voru aöeins fjórar teg- undir ábur þekktar hér á landi, en ellefu greindust í fyrsta sinn. Sex tegundanna höf&u ekki áö- ur veriö staöfestar sem sníkju- dýr í heimskautaref. Þeir refir sem mest voru sýktir hýstu tugi þúsunda sníkjuorma. Markmið þessa rannsóknar- verkefnis var að greina hvaða sníkjudýr villtir refir hýsa í melt- ingarvegi og kanna magn þeina og tíöni, segir í ársskýrslu Til- raunastöövar HÍ í meinafræði á Keldum. Skoðaðir voru 50 refir sem veiddir vom á ámnum 1986- 87 á svæðinu frá Þingvöllum vest- ur og norður um til Eyjafjarðar. Rúmlega helmingur refanna var frá strandsvæðum en hinir veidd- ir inn til landsins (heiðarefir). Hátt í 90% eða 44 þessara 50 refa vom með sníkjudýr. í strand- refum fundust 14 sníkjudýrateg- undir en einungis 5 í heiðarefum. Strandrefimir hýstu að meðaltali fleiri tegundir (3,1) en heiöarefir (1,1)- ■ Kristján Ragnarsson, formaö- ur LIÚ, segist vera sannfærð- ur um a& forsætisráöherra muni ekki hvika frá stefnu Sjálfstæðisflokksins um stjórn fiskveiða í viöræöum sínum viö formann Alþý&u- flokksins og því veröi ekki hróflað viö gildandi lögum aö neinu marki. Hann gefur ekki mikiö fyrir tillögur þingmanna sjálfstæöis- manna á Vestfjör&um og tel- ur aö þær muni springa í andlitið á þeim sem halda þeim á lofti. Hinsvegar er hann ekki frá því að sjálfstæöisþingmenn- irnir að vestan, þeir Einar K. og Einar Oddur, sjái einhverja von í því að verða samferða krötum um breytingar á stjórn fiskveiða. Af þeim sökum ótt- ast þeir samvinnu Sjálfstæðis- flokksins við Framsókn vegna þess að sjávarútvegsstefna þessara flokka er mjög álík og ekkert sem ber þar í milli sem orð er á gerandi. „Þannig að það er ósköp eðlilegt að svona sprengimenn halli sér frekar að einhverjum öbrum sprengi- mönnum." Formaður I.ÍÚ óttast ekki að í viðræðum formanna flokkana um áframhaldandi stjórnar- samstarf sem hófust í Ráð- herrabústaðnum í gær, verði krötum gefinn kostur á sjávar- útvegsráðuneytinu. „Það hvarflar ekki að mér að það komi til greina að Sjálfstæðis- flokkurinn fallist einhvern- tíma á það," segir formaður Grásleppuvertíöin: Dræmt í Dræm vei&i hefur veriö þaö sem af er grásleppuvertíðinni en fyrstu netin voru lögö fyrir nor&an í seinni hluta síöasta mánaöar. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeig- enda er viömiðunarverð fyrir LÍÚ. Það kemur honum hins- vegar ekki á óvart að kratar muni reyna að halda á lofti til- lögum sínum um breytingar á stjórn fiskveiða í þeim viðræð- um. Hann telur aftur á móti einsýnt að þeir muni þurfa ab kokgleypa þar nær allan sinn málflutning í kvótamálum og þá sérstaklega það sem viðkem- ur flutningi á kvóta frá togur- um til smábáta og báta. Kristján segist ekki eiga von á því að sett verði á fót önnur Tvíhöfðanefnd til að koma með tillögur til breytinga á nú- verandi lögum um stjórn fisk- veiða eins og geröist á síðasta kjörtímabili. Sérstaklega í ljósi þeirrar miklu umfjöllunar sem málið fékk á síöasta þingi. Hann segir að atvinnugreinin þurfi fyrst og fremst á því að halda að vita hvað framtíöin ber í skauti sér í stað þess að vera sífellt að hræra í jafn vib- kvæmum málum og stjórn fiskveiða. Engu að síður telur Kristján að það þurfi að rýmka gildandi reglur um framsal á kvóta og segist styðja viöleitni sjávarútvegsráðherra í þeim efnum sem ráðherra ljáði máls á í kosningabaráttunni. Formaður LÍÚ telur að það hafi ekki verið neitt kosninga- loforð af hálfu forsætisráð- herra þegar hann hélt því fram í kosningabaráttunni að það væru ekki hundrað í hættunni þótt allt að 10 þúsund tonnum af þorski verði bætt við afla smábáta. upphafi hrognatunnuna um 1600 þýsk mörk, eða 20% hærra en þab var í fyrra. Að öllu jöfnu fer helm- ingur allra grásleppuhrogna til vinnslu í verksmiðjum innan- lands en hinn hlutinn til vinnslu erlendis og þá einkum til Danmerkur. Davíö og Jón Baldvin skoöuöu vandamálin í gœr en taka á móti kínverskum ráöherra í dag: Stjómarmyndun steytir á embætti utanríkisrábherra Davíð Oddsson og Jón Bald- vin Hannibalsson funduöu í gær í Ráöherrabústaönum um áframhaldandi setu Viö- eyjarstjórnarinnar. Meö þeim sátu fundinn þeir Sig- hvatur Björgvinsson og Friö- rik Sophusson. Guömundur Árni Stefánsson, varafor- maöur Alþýöuflokksins, var þar ví&s fjarri og vakti sú fjarvera athygli. Formennirnir sögðu að loknum fundi að farið hefði verið yfir ýmis málefni sem flokkarnir væru ekki einhuga um. „Álitaefnin voru kort- lögð," sagði Davíð Oddsson. Hann sagði að þarna hefði verið rætt um skipulagningu ráðherraembætta, GATT- samninginn, fiskveiðistjórn- un og ríkisfjármál meðal ann- ars. Erfiðasta álitamálið er staða utanríkisráðherra. Úr því starfi neitar Jón Baldvin að hverfa. Á þessu kann samstarf- ið að steyta að lokum. Staöfesta Davíös tryggir óbreytt ástand þótt þingmennirnir aö vestan sjái einhverja von um breytingar á kvótanum meö krötum. LÍÚ: Kratar kok- gleypa kvótann Eftir fundinn sagði Jón Baldvin Hannibalsson aö það væri vandséb með hvaða rök- um Alþýðuflokkurinn ætti að afsala sér embætti utanríkis- ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Ljóst er að eitt fjölmargra vandamála í nýrri ríkisstjórn er utanríkisráðherrann, sem í sífellu hefur rætt um Evrópu- málin hérlendis og erlendis í óþökk forsætisráðherra og meirihluta Alþingis. Björn Bjarnason alþingismaður er sagður sækjast stíft eftir stól utanríkisráðherra og telur óeðlilegt ab Jón Baldvin sitji í honum. Innan úr Sjálfstæðisflokkn- um heyrðist í gær að Davíð gæti farið sér hægt og hugsað málin djúpt, kysi hann að gera slíkt. Stjórnin sæti áfram sem slík og gæti setið lengi, jafnvel í ár eða meira, um það væru flokkarnir sammála. Jón Baldvin var sama sinnis um þetta í gær og sagði að ráð- herrarnir héldu áfram að mæta í vinnuna sína. Davíð Oddsson hefur hins vegar aðrar hugmyndir og sagbi að hann gæfi sér viku og í hæsta lagi 10 daga til að taka ákvörbum um framhaldslíf ríkisstjórnarinnar, það yröi af eða á. Hann sagðist ekki geta áttað sig á hvort myndun nýrrar stjórnar gæti gengið upp eða ekki. Næsti fundur flokksfor- mannanna tveggja mun áætl- aður um eða upp úr páskum. Jón Baldvin verður upptekinn frá og með deginum í dag vegna opinberrar heimsóknar Quian Quichen, varaforsætis- ráðherra og utanríkisrábherra Kína, sem dvelur hér á landi fram á laugardag. Quichen mun hitta Davíð Oddsson að máli í heimsókn sinni hingað. Inni ífœranlega mjólkilrhúsinu. MBF eykur þjonustu vib mj ólkurframleiðendur Nú nýveriö var tekin upp ný þjónusta viö mjólkurfrarnleiö- endur á svæöi Mjólkurbús Flóa- manna. Um er aö ræöa færan- legt mjólkurhús sem útbúiö hef- ur veriö í sendibíl. í þessu fær- anlega mjólkurhúsi er allt sem þarf aö vera og tilheyrir einu mjólkurhúsi, t.d. fullkomin endaeining mjaltakerfis meö fjórum mjaltatækjum, sjálf- virkri þvottavél, vatnshitakút- ur, sogdæla, vaskar og 800 lítra mjólkurtankur ásamt ýmsum aukahlutum. Þessi þjónusta er tekin upp til að auðvelda framleiðendum að gera endurbætur á sínum mjólkurhús- um (flísaleggja, mála, breyta og lagfæra). Þjónustumenn MBF taka vib beiönum um afnot og raba þeim niður, þeir koma með mjólkurhúsið og tengja við röra- lagnir í fjósum, þannig að mjólk- urhúsið á staðnum er að öllu leyti Sendibíllinn meb mjólkurhúsinu. tekib úr notkun meðan endur- bætur standa yfir. Framleiöendur fá mjólkurhúsið lánab endurgjaldslaust í ákveðinn dagafjölda, en greiba síðan daggjöld fari afnotatíminn fram yftr þab. Mjólkurhúsið hefur nú þegar verið tekib í notkun. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.