Tíminn - 12.04.1995, Side 6
6
Miövikudagur 12. apríl 1995
Tuttugu manna hópur
Vestur- íslendinga dvaldi
hér á landi um tveggja
til þriggja vikna skeib á sí&asta
sumri. A götum Reykjavíkur
féll þetta fólk vel inn í götu-
myndina, enda ósköp íslenskt
fólk ab sjá, fólk sem hingaö
var komib ab finna rætur sínar
í dölum Skagafjarbar, - Þor-
láksson- fjölskyldan frá The
Commonage í Bresku Kólumb-
íu í Kanada, bændafólk vib af-
ar gób efni svo ekki sé meira
sagt, raunar vellríkt fólk á er-
lendan mælikvarba.
Þab voru tvíburabræðurnir
Elwyn og Gordon sem stóðu fyr-
ir íslandsferðinni. í lok ferðar-
innar átti blaðamaður stutt tal
við þá. Þeir sögðu að hópurinn
hefði heillast af sínu gamla
heimalandi, jafnt ungir sem
gamlir. Fólkib hefði fundið vel
fyrir skagfirskum uppruna sín-
um og veriö tekið með kostum
og kynjum þar nyrðra sem og
víbar um landið, til dæmis meö
ættingjum í Reykjavík. Hluti
hópsins fór á Þingvöll, og var
svo heppinn að komast þangað
og njóta þjóðhátíðarinnar.
25 ára vestur um haf
Saga Þorláksson-fjölskyldunn-
ar í Okanagan í Kanada er að
veröa aldargömul. Margaret A.
Thorlaksson hefur haldið saman
sögu ættarinnar í Kanada. Sú
saga er skemmtileg og verbur
sögð hér á eftir í stuttu máli.
Þorlákur Þorláksson fæddist
1862 á íslandi. Tuttugu og fimm
ára gamall hélt hann vestur til
Kanada og settist ab í Winnipeg
í Manitoba þar sem hann fékk
vinnu sem verkamaður við lagn-
ingu norðurlínu kanadísku
Kyrrahafsjárnbrautarinnar. Ekki
leið á löngu áður en Þorlákur
hitti fyrir unga snót frá íslandi,
Ingibjörgu Jóhannsdóttur, sem
hafði flutt vestur árið 1889. Hún
var í rauninni á leib til Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum, en fór
af skipinu og hélt til Winnipeg
þar sem hún gat fengið vinnu
við þvotta. Ingibjörg og Þorlákur
giftu sig eftir stutt en ánægjuleg
kynni áriö 1892. Fyrsta heimili
þeirra var þrjú herbergi baka til í
verslun einni. Þorlákur skipti
um starf og gerðist matsveinn á
hóteli CPR járnbrautafyrirtækis-
ins og unga brúöurin hjálpaði
honum við að útbúa veisluhöld
þegar á þurfti ab halda meban
stætt var, því þrjú börn þeirra
fæddust á næstu fimm árum,
Benedikt, Aðalbjörg og Anna.
Djarfhuga kona og
námu"eigandi"
Ingibjörg var sögð djarfhuga
kona. Hún hafði varib nokkru fé
til að kaupa hlutabréf í námu-
rekstri í Robinson-námunni í Pe-
achland. Þau hlutabréf em nú til
sýnis í byggðasafninu í Vernon.
Tíminn leib og ekki fréttist neitt
af þessari fjárfestingu. Eftir nána
umhugsun ákvað Ingibjörg að
halda vestur til ab kanna málin.
Meb Þorláksson fjölskyldunni fór
líka fjölskyldan Sóffóníasson, eba
Soffneisson eins og hún hét á
ensku. Þetta var árið 1898. Keypt-
ir voru farmiðar meb járnbrautar-
lest til Vernon - abra leiðina.
Byggbu sér pramma
til ab komast til
væntanlegra heim-
kynna
Þegar fólkið komst vestur til
Vernonbæjar komst þab að því
að enn var löng leið fyrir hönd-
Afkomendur Ingibjargar og Þorláks ásamt mökum á Arnarhóli íjúní ífyrra. Sannarlega íslenskur hópur.
Þorlákur Þorláksson, ungur sveitastrákur, 25 ára, hitti konuefni sitt, Ingibjörgu Jóhannsdótt-
ur, fyrir tilviljun í Winnipeg. Saga þessara landnema er skemmtileg. Afkomendur þeirra eru
einhverjir mestu eplarœktendur og viöarútflytjendur Kanada í dag; Tvíburabrœöurnir Elwyn
og Cordon:
Viö fundum rætur
um til námanna og peningar
nánast á þrotum. Voru nú gób
ráð dýr, því ekki hafði fólkið
efni á ab kaupa sér far meb
vatnabátunum sem þarna vom í
förum. Svan Soffneisson var
bátasmiöur góbur. Eftir miklar
umræður var ákveöið að byggja
pramma sem vonast var til að
hægt yrði að selja þegar þau
kæmu til Peachland. Hópurinn
keypti sér við til smíðinnar og
byggði hann þar sem nú eru
miðbæjargötur í Vernon, en sú
borg er um 250 kílómetra norð-
vestur af Vapcouver á vestur-
strönd Kanada. Prammanum var
komib í ána, en það gekk reynd-
ar ekki átakalaust.
Og af stað var haldib, fjórir
fullorðnir íslendingar meb sex
börn, þar af eitt kornabarn, auk
allra veraldlegra eigna fjöl-
skyldnanna tveggja. Þorlákur og
Svan réru prammanum meb
tveim ógnarstómm árum. Þeir
héldu prammanum við vestur-
bakka árinnar vibbúnir snörpum
vestanvindum sem gátu reynst
ferðafólkinu hættulegir. Þab er
sagt ab þeir hafi sungið hástöf-
um viö róðurinn og eflaust hafa
þab verib rammíslensk lög.
Þetta var ekki löng ferð. Hún
tók þrjá sólarhringa. En þetta
reyndist fýluferb. Náman var
vissulega í rekstri, en skilaði ekki
aröi. Fólkið reisti sér litla bústabi
á staðnum og þeir vom reyndar
sýnilegir fyrir örfáum ámm. Þor-
lákur fékk vinnu í Peachland
sem matsveinn en Ingibjörg
annaðist þvotta og stagaði í
vinnuföt námamanna.
Til er sú saga um Ingibjörgu
Jóhannsdóttur að hún hafi verið
hrifin af kaffi. Þegar hún fór frá
Winnipeg óttaðist hún að fá
ekki almennilegt kaffi vestra.
Hún tók því með sér 20 pund af
kaffibaunum. Einn daginn var
hún að brenna kaffibaunir þegar
indíáni átti leib framhjá á hesti
sínum. Hann fann kaffilyktina
og sagði: „Skookum ilmur! Ég
kaupa". Ingibjörgu var skemmt
og gaf honum kaffibolla. Indíán-
inn var kominn aftur daginn
eftir henni til armæðu. „Skook-
um ilmur! skookum drykkur,"
sagði hann. „Kaupa meira." Og
hann fékk kaffitárið sitt. En dag-
inn eftir kom hann með hjartar-
læri sem var með þökkum þegið.
Fjárfest í styggri kú
Þorláksson-fólkiö keypti sér
mjólkurkú, þab var þeirra fyrsta
fjárfesting í landbúnaði. Kýrin
reyndist hins vegar skapstygg og
Þorlákur ekki mikill mjaltamað-
ur. Fékk hann nágranna sinn til
ab mjólka kúna og þurfti ab
tjóðra hana vendilega í hvert
skipti sem mjaltab var.
Margt gekk ungu hjónunum í
óhag, en ekki allt. Náman hætti
rekstri aldamótaárið. Vinna í Pe-
achland var af skornum
skammti. Fjölskyldan flutti þetta
ár enn á ný, en ekki langt. Þor-
lákur og Ingibjörg þurftu að læra
nýja búskaparháttu. Meðal ann-
ars að plægja, sá og annast
skepnur. Þorláki tókst aö rækta
hafra meö hjálp indíánakonu
einnar.
Gallon af sjö ára
rúgviskíi
Vernon var næsti bær þar sem
nauðsynjar voru keyptar. Þar
segir Margaret A. Thorlaksson aö
Þorlákur hafi keypt meðal^nn-
ars gallonsbirgðir af sjö ára
gömlu rúgviskíi, sem kostuöu
ekki mikið, en dugbu handa
honum og gestum hans erfiðan
veturinn.
Bæri þeirra hjóna var afskekkt-
ur. Ingibjörg varð fyrir slysi á
hestbaki. Aurskriða féll á landar-
eignina og olli miklum skaða.
Margt snerist þeim þannig í
óhag.
En eitt höfðu ungu hjónin
ævinlega efst í huga. Það var að
mennta börn sín. Enginn skóli
var í nágrenninu og því ákváðu
þau að flytja enn einu sinni.
Núna var flutt, þrátt fyrir lítil
efni, í næsta nágrenni Commo-
nage-skólans. Þetta land var
nokkru síðar selt fjárfestingarfyr-
irtæki einu og létti þab á fjár-
hagsáhyggjum hjónanna. Enn
byrjubu þau upp á nýtt.
Reyndu fyrir sér í
ávaxtarækt
Á nýja býlinu reyndi Þorlákur
fyrir sér í ávaxtarækt. Þær plönt-
ur gáfu góða ávexti allt til ársins
1924 þegar þær kólu í umhleyp-
ingum. Það er víðar en á íslandi
sem veður gera óskunda.
Líf íslenskra landnema var erf-
itt, en þeir áttu líka sínar
ánægjustundir. Og þeir sáu
ávöxt erfiðis síns þegar fram liðu
stundir. Þorlákur minnist þann-
ig á dansleiki í dagbókum sín-
um. Kirkjuna sótti fjölskyldan
vel, líka jólatónleika í skólanum,
að ekki sé talað um pólitíska
fundi. Reikningar Þorláks og
Ingibjargar í McGaw versluninni
urðu sífellt hagstæðari og þá átti
Þorlákur þab til ab fagna og kom
heim syngjandi — hesturinn var
látinn ráða ferðinni heim þegar
þannig háttaöi til.
Uppbygging, tæki
og bílar — og skag-
firsk glebisveifla
Á Thorlaksson-býlinu átti sér
stað uppbygging. Þangab kom
ný tækni, jafnvel bílar, Ford T
og Ford A pallbíll, sem reyndar
var notaður fram á sjötta áratug
aldarinnar. Þegar stækkun íbúð-
arhússins lauk árib 1921 var
haldið upp á það með sannri
„skagfirskri gleöisveiflu", og
dansinn dunabi allt fram til
klukkan fjögur um nóttina! Fjöl-
skyldan jók um þetta leyti við
landareignina. Með mikilli
vinnusemi og sparsemi tókst
þeim Þorláki og Ingibjörgu að
koma á legg duglegum krökkum
sem fengu þá menntun sem í
boði var. Slíkt var ekki algilt í þá
daga. Hjá fjölskyldunni var í
gildi slagorðið kunna: Sameinuð
stöndum vér, sundruö föllum
vér! Allir hjálpubust ab við búr-
eksturinn. Synirnir eignubust
síðar eigin ræktarlönd í The
Commonage héraöinu, hver
með sínu afli og frumkvæði.