Tíminn - 12.04.1995, Qupperneq 9

Tíminn - 12.04.1995, Qupperneq 9
Mi&vikudagur 12. aprfl 1995 9 ÍDITAG „Kampavínslambib" Ástæða er til aö hafa heitið á réttinum innan gæsalappa, þar sem ekki er endilega ástæða til að spandera kampavíni. Jafn- góðum árangri má ná með því að nota eplasafa sem seldur er undir heitinu „cider" og fæst víða. Hráefhi: Lambalœri 1 poki Villijurtablanda Potta- galdra 3 msk hunang 5 dl „cider" salt og svartur pipar Nuddið 3/4 hlutum Villijurta- blöndunnar vel í lærið. Gott er að skera raufar í læriö og setja kryddjurtir í þær. Látið kjötið nú standa á fati í kæli í sólar- hring. Blandið hunangi og 2/3 hlut- um af „cidernum" saman í skál, hrærið vel saman og hellið yfir læriö. Saltið þá og stráið með pipar. Setjið álþynnu yfir fatið og steikið kjötið þannig við 170 gráðu hita í ofni í 45 mínútur. Fjarlægið þá álþynnuna, ausið safanum úr fatinu yfir kjötið og hafið það áfram í ofninum uns þaö er hæfilega steikt. Sósan: í hana er notað soðið af kjöt- inu og það sem eftir er af „cider" ásamt 75 gr. af sveppum, gjarn- an villisveppum, hálfur lítill Við óskum öllum íslendingum gleðilegra páska og pökkum góðan stuðning í kosningunum 8. apríl. Við þökkum sjáljþoðaliðum öllum öðrum velvildarmönn kœrlega jyrír hjálpina. • _______„ (T „Kampavínslamb" á páskunum Víða er siöur aö hafa lamba- kjöt í hátíðamáltíð á páskum, en þótt gamla góða „sunnu- dagslærið" meö sósu og brún- ubum kartöflum sé í fullu gildi getur verið gaman að breyta til og hafa „kampa- vínslamb" að hætti Sigfríðar Þórisdóttur. Eyrirtækið hennar, Potta- galdrar, sem sérhæfir sig í nátt- úrulegum kryddjurtablöndum til matargerðar, átti tveggja ára starfsafmæli á dögunum og hélt upp á það með því að senda þrettándu kryddblönduna á • markaö. Það er ítölsk hvítlauks- blanda sem hentar t.d. einstak- lega vel í pastarétti og hvers kyns ítalska sælkerarétti sem hafa átt vaxandi vinsældum aö fagna hér á landi. Sigfríö Þórisdóttir leggur mikla áherslu á að í krydd- blöndunum séu einungis nátt- úrulegar kryddjurtir og engin aukaefni sem algengt er að blanda í ýmis konar bragð- bæti. Þannig nota Pottagaldrar t.d. alls ekki „monósódíum glútamat" eða svokallað „ger- extrakt", en hvort tveggja er taliö óhollt. í kryddjurta- blöndunum er hvorki salt né pipar. Er þar ekki síst tekiö til- lit til ábendinga Manneldis- ráðs um að saltnotkun sé mjög í hóf stillt, og er hverjum og einum þá í sjálfsvald sett hvort eða hvernig hann saltar mat sinn. Pottagaldrar hlutu á sínum tíma þrenn verðlaun úr Minn- ingarsjóði dr. Halldórs Pálsson- ar, fyrrum búnaðarmálastjóra. Nýlega fóru Hagkaupsverslanir aö selja tvo af verðlaunaréttun- um í kjötborðum sínum. Er þar um að ræða svonefndan íslands- pott með villijurtablöndu og Kreólapottrétt. fínsaxaður laukur, afgangur af Villijurtablöndunni, kjúklinga- eða lambakjötssoðkraftur, pipar og einn peli af rjóma. Rjóman- um má þó sleppa. Sveppir og laukur steiktir í litlu einu af olíu. Stráiö krydd- blöndu yfir ásamt pipar á með- an steikt er. Helliö síðan „ci- der" á pönnuna, og einnig kon- íaksdreitli ef hann er til. Látið þetta krauma í tíu mínútur, en helliö þá soðinu af lærinu yfir og drýgið með vatni og soð- krafti. Látið sósuna nú krauma í 30-40 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar, ef þörf er á því, og hellið loks rjómanum í sósuna. Hana má líka bragö- bæta með camembert-osti og gera hana þykkari, þyki hún of þunn. Verði ykkur að góðu! Sigfríb Þórisdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.