Tíminn - 12.04.1995, Qupperneq 11
Miövikudagur 12. apríl 1995
11
Svanhildur Gubmundsdóttir
Svanhildur Guðmundsdóttir var
fœdd í Litlu-Sandvík í Sandvíkur-
hreppi, Ámessýslu, 7. janúar 1906.
Hún andaðist í Landspítalanum 7.
apríl 1995. Hún verður jarðsungin
frá Selfosskirkju laugardaginn 15.
apríl, kl. 10.30. Foreldrar hennar
vom Guðmundur Þorvarðarson,
hreppstjóri í Sandvíkurhreppi, og
kona hans Sigríður Lýðsdóttir,
hreppstjóra í Hlíð í Gnúpverja-
hreppi.
Systkini hennar vom þessi: 1)
Lýður, bóndi og hreppstjóri í Litlu-
Sandvík, kvamtur Aldísi Pálsdótt-
ur, bónda og hreppstjóra í Hlíð í
Gnúpverjahreppi, d. 1988. 2) Þor-
varður, skrifstofumaður hjá Kaup-
félagi Ámesinga á Selfossi, d.
1944, ókvœntur og bamlaus. 3)
Aldís, giftKristni Vigfússyni, bygg-
ingameistara á Selfossi, d. 1966.
4) Haraldur, yfirmagnaravörður
hjá Ríkisútvarpinu, kvœntur Guð-
runu Bjamadóttur, hjúkmnarkonu,
d. 1966.
Svanhildur, giftist Sœmundi
Símonarsyni, símritara (f. 22.
mars 1903, d. 11. janúar 1980),
frá Selfossi, árið 1930. Þeim var
þriggja sona auðið, en þeir em 1)
Guðmundur, starfsmaður hjá Sjó-
vá- Almennum, f. 1931, kvcentur
Kristínu Eyjólfsdóttur, og eiga þau
tvö böm. 2) Þorvarður, lögfrœðing-
ur, starfar hjá Sjóvá-Almennum, f.
1947, kvœntur Ástu Lám Leós-
dóttur, og eiga þau þrjú böm. 3)
Gunnar, starfsmaður Krísuvíkur-
samtakanna, f. 1951, ókvœntur,
t MINNING
en á eina dóttur. Þau hjón bjuggu á
Seyðisfirði frá 1930 til 1941, þar
sem Sœmundur var símritari, en þá
fluttust þau til Reykjavíkur og
bjuggu lengi á Dunhaga 11, en Sce-
mundur starfaði hjá Landssíman-
um til sjötugsaldurs. Á Dunhaga
11 bjó Svanhildur til ceviloka með
Gunnari syni sínum.
Þegar hún Svanhildur kveður
þetta jarölíf, finnst mér ekki
nema sjálfsagt aö ég skrifi minn-
ingargrein um hana. Þaö oft
haföi ég verið inni á gafli á heim-
ili hennar á liðnum aldarfjórö-
ungi. Og mér finnst eins og ég
hafi misst nákominn ættingja,
þegar Svanhildur er ekki lengur
meðal okkar. Alltaf spurði hún
mig, hvaö væri að frétta, er ég
leit inn til hennar, jafnvel síö-
ustu æviárin þegar mikið var af
henni dregið, bæði likamlega og
andlega.
Svanhildur var gift öndvegis-
manni um hálfa öld, honum Sæ-
mundi Símonarsyni frá Selfossi.
Hún fylgdi honum skömmu eft-
ir giftinguna alla leiö austur á
Seyðisfjörð, þar sem hann gerð-
ist símritari. Nærri má geta að
þessi staður, jafn einangraður og
hann var þá ab minnsta kosti,
hafi þeim þótt furðu ólíkur flat-
lendi því sem þau voru alin upp
viö í Flóanum. En þarna var
dvalist í ellefu ár, frá 1930 til
1941. Árið sem þau fluttust aust-
ur giftist Svanhildur Sæmundi.
Þau áttu saman mörg góð ár, eða
um hálfa öld, og þau eignuðust
þrjá syni, sem stóðu með henni
eftir að Sæmundar naut ekki
lengur vib, en hann andabist í
ársbyrjun 1980. Þá minntist ég
hans með nokkrum orðum í
dagblöbum. En nánar um æviat-
riði hennar í upphafi þessarar
minningargreinar.
Ætíð fylgdist Svanhildur með
ferli mínum á ritvelli og í út-
varpi. Hún bað mig að minna sig
á hvenær ég kæmi fram á þess-
um vettvangi svo að hún gæti
fylgst með því. Og hún lagði
jafnan sitt sjálfstæða mat á þetta
hjá mér. Þarna var talað af heil-
um hug, sagðir kostir og lestir á
verkunum. Þótti mér afar vænt
um það. Ég las Svanhildi oft
greinar er ég hafbi samiö, og
beið svo eftir áliti hennar að
lestri loknum. Nú var Svanhild-
ur ekki skólagengin, umfram
takmarkaða barnafræöslu. Hún
var í farskóla í Sandvíkurhreppi.
Þar kenndi henni einn vetur,
1919- 1920, hinn kunni skóla-
maður, Guðmundur Gíslason frá
Ölfusvatni í Grafningi, síðar
kennari á Laugarvatni og á
Reykjum í Hrútafirði (f. 1900, d.
1955). Lét hún vel af kennslu
Guðmundar í mín eyru. Annars
var Svanhildur fyrst og fremst
vel gefin kona, með heilbrigða
dómgreind. Hún las mikið, og
ekki einungis skemmtirit, heldur
og menntandi bækur. Dálæti
hafði hún á sunnlenskum fræð-
um, eins og ritum dr. Guðna
Jónssonar, sem var mjög mikil-
virkur og vandaður fræðimaður.
Já, þab er mikil menntun í því
fólgin að tala við greint fólk, sem
lifað hefur tímana tvenna og
þrenna, eins og hún Svmhildur
frá Litlu- Sandvík. Ég kveb hana
með kærum þökkum fyrir allt og
allt, og votta aðstandendum
hennar samúð við fráfall henn-
ar. Fari hún í friði, friður guös
hana blessi.
Auðunn Bragi Sveinsson
frá Refsstöðum
Sigurþór Helgason
verkstjóri, Borgarnesi
Mig langar til að minnast meö
örfáum orðum Sigurþórs Helga-
sonar, fyrrverandi verkstjóra
hjá Borgarneshreppi, en hann
var jarðsunginn frá Borgames-
kirkju í gær.
Þegar ég kom til starfa sem
sveitarstjóri í Borgarnesi í sept-
ember 1968, hafði Sigurþór
starfað hjá sveitarfélaginu í nær
tvo áratugi og lengst af sem
verkstjóri. Fyrstu árin sem ég
var í Borgarnesi var hann nán-
asti samverkamaður minn í
hópi starfsmanna sveitarfélags-
ins.
t MINNING
Áratugurinn milli 1970 og
1980 var mikill uppgangstími í
Borgarnesi. íbúafjölgun var ör
og miklar framkvæmdir á
hverju ári hjá sveitarfélaginu.
Það reyndi því mjög á starfs-
menn í áhaldahúsi hreppsins,
sem báru hitann og þungann af
framkvæmdum sveitarfélagsins.
Þótt Sigurþór léti af starfi sem
aðalverkstjóri hreppsins 1973,
vann hann áfram hjá sveitarfé-
laginu og gegndi þar lykilhlut-
verki. Hann hafði einstaklega
gott lundarfai og alveg sérstaka
hæfileika til að umgangast bæði
samstarfsfólk og abra íbúa sveit-
arfélagsins, en í þeirra þágu
voru verk hans hjá Borgarnes-
hreppi unnin.
Sigurþór og eiginkona hans,
Jóna Siguröardóttir, eignuðust
tvö börn, Margréti og Vigni,
sem bæði eru búsett í Borgar-
nesi. Jóna lést langt um aldur
fram 1976 og var það Sigurþóri
mikið áfall. Sigurþór var mikill
fjölskyldumaöur og samskiptin
við börn, tengdabörn og barna-
börn voru honum dýrmæt og
alveg sérstaklega nú seinustu ár-
in, þegar heilsu hans fór hrak-
andi.
Ég vil nú að leiðarlokum
þakka Sigurþóri langt samstarf
og vináttu við mig og mitt fólk.
Ég vil einnig leyfa mér ab þakka
honum áratuga óeigingjarnt og
ómetanlegt starf í þágu samfé-
lagsins í Borgarnesi. Afkomend-
um hans og öbru venslafólki
bið ég guðs blessunar.
Húnbogi Þorsteinsson
PAGBOK
UUVAAAAJVAJVAJIAJ
Mibvikudaqur
12
apríl
102. daqur ársins - 263 daqar eftir.
15. vlka
Sólris kl. 6.08
sólarlag kl. 20.51
Dagurinn lengist
um 7 mínútur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Bridskeppni í Risinu kl. 13 í dag.
Risið Iokað um bænadagana.
Skýrsla um tamfélag, Mk
TAnuur Qnnnarssonar, sr aa
iayndarfaréf Haastaré«tar, mtiirt
löflbrot *«rtu amtMstttsmanna
og fa&fln karfisins. Verð kr. 1.980.
Félag eldri borgara
Kópavogi
Spiluð veröur félagsvist aö Fann-
borg 8 (Gjábakka) í kvöld, miðviku-
dag, kl. 20.30. Húsiö öllum opið.
Húnvetningafélagib
Félagsvist laugardaginn 15. apríl kl.
14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Páskaegg
í verðlaun. Allir velkomnir.
Hafnargönguhópurinn:
Strandganga í Ijósa-
skiptunum
{ kvöld, miðvikudag, fer HGH í
strandgöngu úr Gömlu höfninni
inn meö Sundum. Lagt verður af
stað kl. 20 frá Hafnarhúsinu niöur á
Miðbakka og gengið þaðan í Ijósa-
skiptunum með ströndinni inn í
Noröurvör á Laugamestöngum. Val
um að ganga til baka eða taka SVR.
Allir velkomnir.
Gestavinnustofa Gilfé-
lagsins
Gilfélagið á Akureyri býður gest-
um og gangandi að skoða hina nýju
gestavinnustofu félagsins á morg-
un, skírdag, milli kl. 14 og 18. Geng-
ið er inn um Deigluna. Gestavinnu-
ARNAÐ HEILLA
70 ára afmæli
Þriöjudaginn 11. apríl s.l. varö sjö-
tugur Magnús Þorláksson. Hann tek-
ur á móti gestum í veitingahúsinu
Kornhlöðunni, Lækjarbrekku, laug-
árdaginn 15. apríl milli kl. 16 og 18.
70 ára afmæli
70 ára er þann 17. apríl n.k. Sveinn
Kristjánsson kennari. Sveinn og
kona hans, Aðalheiður Edilonsdótt-
ir, verða að heiman á afmælisdag-
inn.
stofan er ætluð myndlistarmönn- endurgjaldslaust í einn til þrjá mán-
um, sem geta fengiö hana ab láni uði, meðan þeir vinna að list sinni.
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I
Reykjavlk frá 7. tll 13. aprll er f Apótekl Austurbæjar
og Brelðholts apótekl og 14 tll 20. aprfl f Ingólls
apótekl og Hraunbergs apótekl. Það apótek sem
fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að
kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á
sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjón-
ustu eru gefnar f sfma 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags islands
er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Simsvan 681041.
Hafnarljðrður: Hafnarfjarðar apótek og Nordurbæjar apó-
tek eru optn á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiplis
annan hvem laugardag Id. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600.
Akureyrf: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin
virka daga á opnunartíma búöa. Apótekin skiptasl á sina
vikuna hvort aó sinna kvökf-, nætur- og helgidagavörslu. Á
kvöldin er opió í því apóteki sem sér um þessa vörslu, til ki
19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00-12.00 og 20.00-
21.00. Á öðrum timum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýs-
ingar eru gefnar í síma 22445.
Apótek Keflavfkur: Opið vitka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokað f hádeginu mílíi kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 1 ,.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
1. aprfl 1995.
Mánaðargrelðslur
1. aprfl 1. maf
Elli/örorkulifeyrir (grunnlífeyrir) 13.513 12.921
1/2 hjónalífeyrir 12.162 11.629
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 24.862 23.773
Full tekjutrygging örorkulífeyrisþ. 25.558 24.439
Heimilisuppbót 8.451 8.081
Sérstök heimilisuppbót 5.814 5.559
Bamalífeyrir v/1 bams 11.288 10.794
Meðlag v/1 bams 11.288 10.794
Mæðralaun/fedralaun v/1 barns 1.096 1.048
Mæðralaun/fedralaun v/2ja bama 5.480 5.240
MæðraL/feðral. v/3ja bama eða fl. 11.836 11.318
Ekkjubælur/ekkilsbætur 6 mánaða 16,932 16.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mán. 12.695 12.139
Fullur ekkjulífeyrir 13.513 12.921
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) 16.932 16.190
Fæðingarstyrkur 27.498 26.294
Vasapeningar vistmanna 11.146 10.658
Vasapeningar v/sjúkratrygginga 11.146 10.658
Daggreiðslur
Fullir fæðingardagpeningar 1.152.00 1.102.00
Sjúkradagpeningar einstaklings 577.80 552.00
Sjúkradagp. f. hvert bam á framf. 157.20 150.00
Slysadagpeningar einstaklings 730.30 698.00
Slysadagp. f. hvert bam á framf. 157.20 150.00
Bætur almannatrygginga og bætur samkvæmt lögum
um félagslega aðstoð hafa hækkað um 4,8%.
Hækkunin er afturvirk til 1. mars. Bætur sem greiddar
verða út nú eru því hærri en 1. maí.
GENGISSKRÁNING
11.aprfl 1995 kl. 10,51
Opinb. viðm.gengl Geng
Kaup Sala skr.fundar
Bandaríkjadollar.... 63,82 64,00 63,91
Sterlingspund 101,64 101,92 101,78
Kanadadollar 46,27 46,45 46,36
Dönsk króna 11,508 11,546 11,527
Norsk króna 10,118 10,152 10,135
Sænsk króna 8,687 8,717 8,702
Finnskt mark 14,780 14,830 14,805
Franskur franki 12,996 13,040 13,018
Belgfskur franki 2,2021 2,2097 2,2059
Svissneskur franki 54,97 55,15 55,06
Hollenskt gyllini 40,40 40,54 40,47
Þýsktmark 45,26 45,38 45,32
ítölsk Ifra ...0,03685 0,03701 0,03693
Austurrfskur sch.... 6,427 6,451 6,439
Portúg. escudo .....0,4295 0,4313 0,4304
Spánskur peseti 0,5066 0,5088 0,5077
Japansktyen 0,7578 0,7602 0,7590
írskt pund 102,60 103,02 102,81
Sérst. dráttarr. 99>0 100Í10 99^90
ECU-Evrópumynt.... .83,30 83,58 83,44
Grfsk drakma ....0,2789 0,2799 0,2794
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRl
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar