Tíminn - 22.04.1995, Side 9

Tíminn - 22.04.1995, Side 9
Laugardagur 22. apríl 1995 SffilHHjirHjal. WTWr'irWW 9 Landsvirkjun tek- ur 9.500 millj. lán Undirritaímr var í London fyr- ir skömmu lánssamningur milli Landsvirkjunar annars vegar og Union Bank of Switz- erland, Chemical Bank, En- skilda Corporate, JP Morgan, Sumitomo Bank og 13 ann- arra erlendra fjármálastofn- ana hins vegar, um lán til Landsvirkjunar a& fjárhæb 150 milljónir Bandaríkjadoll- ara a& jafnvir&i um 9.500 milljóna króna á núverandi gengi. Af hálfu Landsvirkjun- ar var lánssamningurinn und- irrita&ur af Halldóri Jónatans- syni forstjóra. Lán þetta er til 5 ára og greið- ast af því breytilegir vextir, sem miðast við millibankavexti í London (Libor) að viðbættu 0,175% p.a. vaxtaálagi. Um er að ræða veltilán og því er Landsvirkjun heimilt að draga á lánið og greiða upp í samræmi við fjármagnsþörf fyrirtækisins á hverjum tíma yfir lánstímann og þá ekki aðeins í Bandaríkja- dollurum, heldur einnig í nokkrum öðrum gjaldmiðlum. Á óádreginn hluta lánsins á hverjum tíma greiðist 0,0875% p.a. skuldbindingargjald. Upphaflega átti þessi Iántaka að nema 100 milljónum Banda- ríkjadollara, en vegna þess hversu góðar viðtökur Lands- virkjun fékk á hinum evrópska bankamarkaði var ákveðið að hækka lánsfjárhæðina í 150 milljónir Bandaríkjadollara. Er þetta stærsta lántaka sem ís- lenskur aðili hefur ráðist í á þessum markaði, sem er einkar hagstæður um þessar mundir. Láni þessu verður m.a. varið til að greiða upp fyrirfram lán Landsvirkjunar að fjárhæð 75 milljónir Bandaríkjadollara, sem tekið var í apríl 1994. Vaxtaálag á því láni er 0,35% p.a. og skuldbindingargjald 0,175% p.a. Þá verður láninu einnig varið til frekari fyrirfram- greiðslna á eldri lánum fyrirtæk- isins eins og hagkvæmt kann aö reynast og til fjármögnunar orkuöflunaraögerða sem Lands- virkjun kann að þurfa að ráðast í áöur en langt um líður í þágu aukningar í orkufrekum iönaði. Nýr skátahöfbingi, Ólafur Ásgeirsson (t.v.), og fráfarandi skátahöfbingi, Gunnar Eyjólfsson. Nýr skátahöfðingi A&alfundur Bandalags íslenskra skáta var haldinn í Skátahúsinu í Reykjavík 11. mars sl. í upphafi fundarins var þess minnst a& 70 ár eru síðan bandalagib var form- lega stofnab. Fundinn sátu rúm- lega hundrað skátar og áttu flest skátafélög landsins fulltrúa á fundinum. Dagskrá fundarins var hefðbundin dagskrá aðalfundar. í skýrslu stjórn- ar koma fram talsvert aukin umsvif BÍS á síðasta ári og kom árið jafn- framt ágætlega út fjárhagslega. Á síðasta ári bar verkefnið „íslenska fánann í öndvegi" hæst, en um var að ræða umfangsmikið verkefni, sem miðaði að því að kynna al- menningi meðferð og notkun ís- lenska fánans og hvetja til aukinnar almennrar notkunar hans. Verkefn- ið gekk mjög vel og vakti kynning- in mikla athygli. Útgáfustarfsemi var einnig mikil og metnaðarfullar áætlanir eru um útgáfu á yfirstand- andi ári. Gunnar H. Eyjólfsson leikari, sem gegnt hefur embætti skátahöfð- ingja íslands, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í embætti skátahöfð- ingja íslands var einróma kjörinn Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Ólafur er sjöundi skátahöföingi ís- lands og hefur hann gegnt embætti aðstoðarskátahöfðingja síðustu tvö ár. Nokkrar breytingar urðu á stjórn BÍS, en hana skipa nú: Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður, skátahöfðingi; Kristín Bjarnadóttir áfangastjóri, aðst. skátahöfðingi; Sigurður Júlíus Grétarsson sálfr./lektor, aðst. skátahöfðingi; Ásta Ágústsdóttir húsmóðir, rit- ari; Guðjón Ríkharðsson viðskipta- fræðingur, gjaldkeri; Þorbjörg Ingvadóttir læknaritari, meðstjórnandi; Guðni Gíslason arkitekt, með- stjórnandi. Mikill hugur er í skátum og verð- ur áherslan lögð á innra starfið, út- gáfumál og er markiö sett á aukið starf og fjölgun skáta og skátafélaga. Nýr útsölustaður legsteina Fyrir skömmu opnaði í Reykjavík nýr útsölustaöur legsteina þegar Eldaskálinn í Brautarholti hóf sölu verulega vandaðra legsteina úr norrænu graníti. Vegna hörku sinnar er granít einstaklega vel fallið til notkunar í varanleg minnismerki um látna ástvini. Auk mikils úrvals tilbúinna steina er viðskiptavinum boðið að teikna eigin steina eða fá aðstoð myndlist- armanns við þá hönnun. Til að undirstrika enn frekar að hér er um aldagamla hefð að ræða við að reisa látnum minnismerki mun Eldaskálinn bjóða steinana undir nafninu Bautasteinn, og býð- ur fólk velkomið að skoða uppsetta steina og mikið úrval mynda í Brautarholti 3. Þá geta þeir sem vilja fengið sendan myndalista, sem sýn- ir hluta úrvalsins, en sjón er sögu ríkari. Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsókrium um dvöl í orlefshúsum og tjaldvögnum V.R. sumarið 1995.Umsóknir á þar til gerðum eyðubföðum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaginn 28. apríl 1995. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stööum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði lllugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsáskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til télagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 26. maí til 15. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar áfélagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 28. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.