Tíminn - 05.05.1995, Qupperneq 10

Tíminn - 05.05.1995, Qupperneq 10
10 Mrr... t ,. ■. WwXwSM Föstudagur 5. maí 1995 Öskar Ármannsson, fyrrum landsliösmaöur í handknattleik skrifar um HM og þau leikkkerfi sem íslenska liöiö hugsanlega notar: Hvaða leikkerfi henta íslenska landsliöinu? Nú er heimsmeistarakeppnin í handbolta í nánd og mikib er rætt um hvaba lib komi til meb ab berjast um heimsmeist- aratitilinn. Flestir hafa aubvit- ab skobun á öllu sem vibkemur íslenska libinu og hvernig því komi til meb ab reiba af í keppni hinna bestu. I þessari umfjöllun langar mig hins vegar ab koma meira inn á leikinn sjálfan. Libin spila t.d. mismunandi varnarkerfi sem vert væri aö vita einhver deili á og oft er hægt ab sjá ýmis atribi sem eru einkennandi fyrir bæöi varnar- og sóknarleik tiltekinna þjóba. Þróun handboltans er einnig í brennidepli og liklegt er ab á næstu þremur til fjórum árum verbi ákvebin skref stigin til þess ab gera handboltann enn áhugaverbari. Varnarleikur. 6:0 vörn. 6:0 vörn, oft nefnd flöt vörn, er í nútíma handbolta eitt al- gengasta varnarkerfib. Ólympíu- meistarar og evrópumeistarar Svía nota nánast eingögu þessa vörn og hefur íslenska libib not- ab þessa vörn hvab mest síban þorbergur Aöalsteinsson tók viö því. Eins og sjá má á myndl er grunnstaöa þessarar varnar á ca. 7 metrum (teigur 6 metrar) og Mynd 7 mynda leikmenn eina varnar- línu. Skipta má síban teignum í svæöi þar sem hver leikmaöur hefur sitt svæöi ab verja og á aö hindra gegnumbrot eba skot sem beinast gegn því svæbi. Reglan er sú aö hver leikmaöur yfirgefi ekki sitt svæöi heldur taki viö mótherja sem kemur inn á hans svæbi og skili svo af sér mótherja inn á næsta svæbi. Önnur regla er sú aö ef andstæöingur ætlar inn á dökka svæöib (sjá mynd) þá verbur brotiö á honum. Á þessu svæöi má alls ekki leyfa ab skjóta og gegnumbrot veröur ab hindra tímanlega. Vinnsla varn- arinnar byggist í fyrsta lagi á því aö vörnin færir sig meb boltan- um (hliöarfærsla, þannig virkar hún þéttari en ella. í öbru lagi má helst bara einn leikmaöur í einu fara út á móti andstæöing en þannig er þéttleiki varnarinn- ar áfram tryggbur. Þeir þættir sem hér hefur veriö minnst á eru í grófum dráttum þeir grunn- þættir sem mynda þetta varnar- kerfi, en skobum nú helstu kosti og galla þessa kerfis. Helstu kostir 6:0 varnarinnar eru þessir: * Samvinna leikmanna auö- veldari þar sem bil milli manna er stutt, t.d þegar þarf ab klemma mótherja sem ætlar aö brjótast í gegn eöa myndun tveggja manna hávarnar og verja skot mótherja (blokkera). * Auöveldara aö hindra línu- spil þar sem línumaöur á hægt um vik í svo þéttri vörn. * Minni hætta á miskilningi á milli manna þar sem hver og einn veit hvar sitt svæöi er og allir halda sig viö regluna: skila af sér eba taka viö andstæöing. * Samvinna varnar og mark- manns fastmótuö. Varnarmabur reynir aö skyggja fjærhorniö og markmaðurinn nær. Helstu ókostir 6:0 varnarinnar. * Viökvæm á móti skyttum sem geta skotið langt utan af velli, þ.e.a.s. skotiö töluvert fyrir utan punktalinu (9 m) * Viökvæm fyrir svoköllubum smuguskotum sem koma oft ó- vænt. Vegna þess hve varnar- múrinn er þéttur á markmaöur- inn oft erfitt meb aö sjá hvar skotin koma og hvenær skotiö ríbur af og er þ.a.l. erfitt að bregöast vib á réttum tíma. Sú vörn sem þjálfarinn ákveö- ur að spila ræöst fyrst og fremst af þeim leikmönnum sem hann hefur til umráöa og getu þeirra leikmanna og svo auðvitab af mótherja hverju sinni. íslenska liöiö hefur yfir frekar háum mönnum aö ráöa og því auðvit- aö mjög hentugt aö spila 6:0 vörn. Miöjublokkin meö Patrek, Einar Gunnar, Geir og Július ætti aö vera nokkuö hentug libskipan enda hafa þeir yfirleitt sýnt þaö. Fastlega má búast viö 6:0 vörn á móti BandaríKjamönnum, Suöur Kóreu, Túnis og líklega Ungverj- um. Ef þessir leikir ganga þannig upp er líklegt ab þorbergur haldi þannig áfram á móti Svisslend- ingum. Skyttur þeirra Svisslend- inga, hinm örvhenti Martin Rubin og stórstjarnan Marc Baumgartner gætu hins vegar gefib tilefni til að breyta um varnarkerfi. 3:2:1 vörn. 3:2:1 vörn (mynd 2) eða pírambdavörn er varnarkerfi sem teygir sig ca. út aö 10-11 metrum og stundum jafnvel enn framar. 3 stendur fyrir þá þrjá leikmenn sem halda sig aö mestu viö lín- una, hornamennina og aftari miöjumanninn (haf-sentinn). 2 fyrir bakkarana sem spila á ca. 8- 11 metrum. Og loks einn fyrir fremri miðjumannin (senter) sem spilar á ca. 9-12 metrum. Þessi vörn er mjög sveigjanleg í því hversu framarlega hún spilar en á skýringarmyndinni má sjá grunnstööu varnarinnar. Þessi vörn er yfirleitt spiluö mjög aggressíft. Markmiö varnar- innar er að gefa andstæðingun- um sem minnst svigrúm til að athafna sig og reyna að brjóta á andstæðingunum eins oft og kostur er og hindra þannig alla uppbyggingu sóknar þeirra. Færsla þessarar varnar meö bolt- anum er gífurlega mikilvæg til þess aö vörnin virki sem þéttust og fylli upp í allar eyöur sem kunna aö myndast. Samvinna leikmanna í þessari vörn er ekki eins auöveld og í 6:0 vörninni þar sem bil milli leikmanna er oft stærra og eins spila menn mismunandi langt frá teignum. Helstu skilyröi til aö geta leyst þessa vörn vel af hendi eru: * Leikmenn verba ab geta staö- ib vel maöur á móti manni. * Leikmenn verba ab geta unn- iö vel gegn öllum blokkeringum línumanns. * Leikmenn veröa aö standa klárir á hlutverkum sínum þegar andstæbingurinn leysir upp (inn- hlaup einhvers leikmanns and- stæbinganna í því augnamibi aö rugla talningu varnarleikmanna). * Upplýsingar milli varnarleik- manna komi tímanlega til þess aö hægt sé ab bregöast rétt viö sóknarabgerbum andstæöingana (tala saman). í þessari vörn gegnir haf-sent- inn lykilhlutverki og má segja aö hann sé sá sem stjórnar vörn- inni. Oft er talaö um aö þetta sé ein erfiöasta vörn sem spiluð er, en sé hún rétt spiluö sé hún sú árangursríkasta. Suöur-Kóreumenn koma lík- lega til meö aö spila þessa vörn á móti íslenska liöinu. Leikmenn þeirra eru ekki mjög háir í loft- inu en hafa yfir mikilli snerpu aö ráöa og koma þannig andstæö- ingunum úr jafnvægi. Sú 3:2:1 vörn sem þeir spila kemur oft mjög framarlega og myndast því oft stórar glufur í vörnina sem gefa möguleika á innhlaupum hornamanna og línuspili. 5:1 vörn. Grunnstaöa 5:1 varnarinnar er svipuö og 3:2:1 vamar nema aö 5:1 er spiluð mun aftar. Einkenn- andi fyrir þessa vörn er svo- nefndur "indíáni" sem spilar fyr- ir framan vörnina og hinir fimm aftari sem spila flata vörn (sjá mynd 3). Þessi "indíáni" fær oft mikið frjálsræöi í aðgeröum sín- um og er oft á fleygiferð um all- an völl í þeim tilgangi að fiska boltann eöa að brjóta á leik- mönnum. Frakkar eru mjög gott dæmi um lið sem spilar slíka vörn en þar fer hinn stórsnjalli varnarmaöur Jackson Richardson fremstur í flokki. Hann spilar fyr- ir framan frönsku vörnina og meö snerpu sinni og útsjónar- semi nær hann oft að stela bolt- anum 4-5 sinnum í leik og oftar en ekki gefur þetta af sér hraöa- upphlaupsmörk. Aftari vamar- múrinn virkar í þessu tilfelli svip- aö og 6:0 vörnin. Mikil áhersla er lögð á samvinnu leikmanna í há- vörn og hindrun línuspils. Annað afbrigöi af þessari vörn er það að indíáninn haldi sig við miöjuna og fari ekki mikiö fram- ar en punktalínan og hindri þannig þær aögerðir sem beint er inn á miöjuna. Oft virðist sem ó- greinileg skil séu á milli 3:2:1 varnarinnar og 5:1 varnarinnar. Munurinn sést kannski helst á Mynd 3 því aö 3:2:1 vörnin reynir aö hindra aö skytturnar komist í skotstööu en 5:1 vörnin leyfir frekar að sé skotiö en reynir þess í stað aö blokkera þaö. Önnur varnarkerfi. Án þess aö eyða of mörgum oröum á önnur varnarkerfi lang- ar mig þó aö nefna nokkur þeirra og einkenni þeirra. Flestir þekkja þegar einn eða fleiri sóknarleikmenn eru teknir Óskar Ármannsson úr umferð. Þá er viðkomandi leikmaöur algjörlega klipptur út úr spilinu. Þessi aögerö beinist annað hvort gegn leikmönnum sem skora mikið af mörkum eöa leikmönnum sem byggja upp spil liðsins. Þetta er þó yfirleitt ekki gert heilan leik en þó eru auðvitað dæmi þess. í þessu til- viki er þó hæpiö aö tala um varnarkerfi þar sem varnarkefið sem verið er aö spila er brotið upp og þessi aðferö notuö í ein- hvern tíma. Varnarkerfiö 5:0+1 er varnar- kerfi sem byggir aö einhverju leyti á því aö taka úr umferð. Gömlu Sovétríkin notuðu þetta kerfi mikib og hafa Rússar líka notab þaö en í aðeins breyttri mynd. Kerfiö byggist á því aö ein skytta andstæöingana er tekin mjög framarlega á vellinum, nánast úr umferö. Hinir varnar- leikmennirnir spila mjög aftar- lega. Sá sem dekkar skyttuna ein- beitir sér nánast aö því og hreyfir sig tiltölulega lítiö. Á HM 90 tókst Svíum hins vegar aö sundra þessari vörn eftirminnilega í úr- slitaleiknum og hefur þessi vörn breyst eilítiö síöan þá. Breytingin felst aöalega í því að senterinn reynir meira að trufla sóknarleik andstæðingan án þess þó að

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.