Tíminn - 13.05.1995, Síða 2
2
Wímitm
Laugardagur 13. maí 1995
Skólastjórn Odds Albertssonar harölega gagnrýnd af undirmanni hans og fyrrverandi
kennara viö skólann. Nemendur í heimavist fœstir prófhœfír vegna lélegrar mœtingar.
Fundiö aö „dómgreinarleysi" og vafasömum athöfnum skólameistarans.
Abeins 25-30 nemendur
hæfir aö gangast undir próf
Nemendur Reykholsskóla mótmœla.
Oddi Albertssyni er borib
sitthvað á brýn sem skóla-
meistara í Reykholti. Frjáls-
ræöib vib skólann, nýtt
form í menntunarmálum,
er sagt hafa farib út í þvílík-
ar ógöngur ab abeins 25 til
30 nemenda skólans eru
prófhæfir í vor. Skólameist-
arinn er gagnrýndur fyrir ab
hafa rætt um ágæti sjálfsfró-
unar í Borgarneskirkju, og
aö sinna vinnu sinni slæ-
lega.
Fjölmiðlar hafa rætt ítarlega
um væntanlega endurkomu
Ólafs Þ. Þórðarsonar sem
skólastjóra Reykholtsskóla
næsta haust. Þá mun Oddur
Albertsson láta af störfum.
Fram er komið ab lögmæti
þess ab geyma stööur sem
þessa er yfir allan vafa hafib
og á sér fjölda fordæma. Þá er
rætt um nýtt rekstrarform,
nýtísku stjórnun Odds á skól-
anum undanfarin þrjú ár, sem
margir hæla, en aðrir for-
dæma.
Pétur Önundur Andrésson,
skólastjóri Andakílsskóla, áð-
ur stæröfræðikennari í Reyk-
holti, margsinnis kjörinn vin-
sælasti kennari skólans sagbi í
gær:
„Þab er rétt, ég hætti vib
Reykholtsskóla vegna þess aö
ég var ekki yfir mig hrifinn af
stjórnandanum," sagbi Pétur
Önundur.
„Eftir þennan fyrsta vetur
hættum viö nokkur sem
höföum starfaö við skólann.
Á síðasta ári hættu líka nokkr-
ir kennarar, þeir voru frystir
út ef svo má segja. Það var
uppi ágreiningur um almenn
samskipti viö fólk," sagbi Pét-
ur Önundur. Hann segir Odd
Albertsson hafa veriö dugleg-
an að betrumbæta skólahús-
næbið, en krakkarnir sem áttu
ab vera í eölilegu námi, fengu
ekki slíkt. Margir duttu út á
vetrinum, mættu illa og
misstu réttinn til ab taka próf.
„Það var eins og krakkarnir
væru á hálfgildings hóteli,
vetrarhóteli. Þaö var uppi
ágreiningur hvernig ætti að
taka á þessu og styðja krakk-
ana. Mér sýnist að þurfi að
skilgreina skólann upp á nýtt.
Foreldrar og nemendur verða
aö vita hvað býður þeirra.
Óharðnabir unglingar geta
ekki stabib einir og stundað
sitt nám, ef hópurinn fer aðra
leib," sagði Pétur Önundur.
Hann bætti því við að þarna
hefbu verið ágætis náms-
menn innan um en sumir
nemendanna hefðu áður átt
erfitt með ab fóta sig í öðrum
skólum.
Meðal þess sem Oddur
skólameistari er hart gagn-
rýndur fyrir er ræða nokkur
sem hann hélt frammi fyrir
fullri kirkju ungmenna í Borg-
arnesi í vetur. Þar ræddi hann
um sjálfsfróun ungs fólks. Þar
voru fermingarbörn séra Árna
Pálssonar, hópur ungmenna
úr Reykjavík og fleiri. For-
svarsmenn barnanna voru
vægast sagt undandi á því
sem þeir kalla „dómgreindar-
leysi" Odds skólameistara.
Ensku- og dönskukennari
Reykholtsskóla, Snorri Þór Jó-
hannesson, sagði í viðtali við
Tímann að hann væri fráleitt
ánægður með stjórn Reyk-
holtsskóla þessa dagana.
Hann sagði aö Oddur væri
um sumt hinn driftugasti ná-
ungi, hann hefði verið dug-
legur að afla tækja til skólans
og gera húsnæðib vistlegt.
Margt væri jákvætt, annaö
mjög neikvætt.
„En eitt hefur verið stórlega
ýkt í fjölmiðlum. Það er nem-
endafjöldinn, hann er núna
milli 50 og 60 nemendur, ekki-
hundrað eins og stabhæft hef-
ur verið í fjölmiðlum.
Það sem ég finn að er allt of
mikið frjálsræði, þeir hafa
margir ekki náð þessari 80%
skyldu að mæta í kennslu-
stundir. Sennilega eru það 25
til 30 sem mega fara í prófin í
vor samkvæmt reglugerð.
Þá hefur það farið í taugarn-
ar á mér frá byrjun hvað Odd-
ur hefur verið mikið fjarver-
andi. í vetur blöskraði mér. Á
20 dögum í janúar var hann 8
daga á staðnum. Frá í haust
hefur hann verið 55 daga í
burtu meira og minna. Ég hef
fundið að þessu við hann.
Kannski á hann rétt á fríum
um helgar, en það er slæmt að
skólastjóri sé burtu frá heima-
vistarskóla eins og þessum,"
sagði Snorri Þór.
Oddur Albertsson hefur
innleitt afar mikiö frjálsræði í
skólamálum, form sem hvergi
hefur þekkst til þessa á land-
inu. Snorri Þór segir aö þetta
frjálsræði þýði að hópur
krakka vaki frameftir nóttum
og geti síðan ekki mætt til
tíma. Óreglusemi sé ekki um
að kenna, hvorki vín né hass,
þó hafi nemanda verið vísað
úr skóla fyrir notkun á slíku.
„Sem skólastjórnandi er
Oddur alls ekki hæfur. Sem
hugmyndasmiður er hann af-
ar frjór. Og óhræddur er hann
vib að framkvæmda. En hann
valtar hressilega yfir fólk sem
mótmælir honum. Hann er
líka laginn að koma störfun-
um yfir á aðra kennara," sagði
Snorri Þór, sem kennt hefur
við skólann frá 1967. Hann
vann undir stjórn Ólafs Þ. á
sínum tíma og segist treysta
honum fullkomlega. Hann
segist nú ætla að leita sér
nýrrar vinnu. Hann eigi fimm
ár í eftirlaunin.
Tíu kennarar eru við Reyk-
holtsskóla. Kennaraskipti
hafa verið tíð undir stjórn
Odds, hann hefur yngt starfs-
liðið til muna, en Snorri Þór
segir að mönnum hafi verið
ýtt út af borðinu með yfir-
gangi. Snorri sagöi að krakk-
arnir væru yfirleitt kurteisir
og góðir krakkar, en þau
þyrftu stjórn.
Ólafur Þ. Þórðarson sagði í
samtali við Tímann í gær að
hann vildi sem minnst segja.
Hann mun mæta í Reykholti í
haust sem skólastjóri þrátt
fyrir óskir nemenda um að
Óddur verði áfram skóla-
meistari en þau gengu á fund
Björns Bjarnasonar mennta-
málaráðherra til að leggja
áherslu á þær óskir sínar.
„Ég vil aðeins segja eitt í
sambandi við þetta mál, og
vitna þar í bók Símons Jó-
hanns Ágústssonar, Hagnýt
sálarfræði: Reyndir stjórn-
málamenn taka ekki mark á
undirskriftum. Þetta er bara
múgsefjun. Það er hægt að
fara meb alls konar lista af
stab og þú getur fengið fjölda
manns til að skrifa undir ein-
hverja vitleysu," sagði Ólafur
Þ. Þórðarson.
Oddur Albertsson:
Sorgleg
lágkúra
Oddur Albertsson skólameist-
ari í Reykholti sagðist í samtali
við Tímann í gær vera leiður
yfir því að fyrrum samstarfs-
menn hans skuli kjósa ab vega
að honum með staölausum
ásökunum og lágkúru nú þeg-
ar hann væri að fara. Hann
vísar þessari gagnrýni á sig á
bug sem óréttmætri. Oddur
benti á ab þessir aðlar hafi ver-
ið þátttakendur í mótun
skólastarfsins og þau vanda-
mál sem upp hafi komið í
skólanum verib leyst í samein-
ingu af kennarahópnum. „Ég
tel ab það geti verið fallegt í
sjálfu sér af ákveðnum kenn-
ara hér ab fagna því að Ólafur
Þórðarson vinur hans er að
koma hingað. En mér finnst
það lágkúrulegt ef hann velur
sér þá leib að sverta það starf
sem ég hef unnið hér í skólan-
um og þá hugmynd sem hér
hefur verið unnið með í við-
tölum við fjölmiðla," sagði
Oddur. Varðandi ræðuhöld í
Borgarneskirkju um sjálfsfró-
un sagði Oddur að hann hafi
vikib að félagsfræðirannsókn
sem gerð hafi verið af nem-
endum í skólanum og þetta
hafi verið algert aukaatriði í
prédikuninni. Hins vegar væri
þetta talandi dæmi um kyn-
slóðabilið sem svo oft virtist
koma upp ab það væri tabú að
nefna orðiö sjálfsfróun. ■
í heita
pottinum...
Jafnréttisráö mun þessa dag-
ana vera a& hrinda af staö
könnun um kynferðislega
áreitni á vinnustöbum og mun
hugmyndin m.a. vera aö spyrja
eftir viöhorfum innan fjölmiöl-
anna. Þessu framtaki mun sér-
staklega fagnaö á Ríkisútvarp-
inu og Stöð 2. Ekki þó vegna
þess að þar sé mikð um kyn-
ferðislega áreitni heldur svo lít-
ið af henni að það sé til leiðinda
á vinnustað. Vonast menn til að
könnun Jafnréttisráðs minni
starfsfólk á að þetta fyrirbæri sé
til!
Ekkert lát er á orðrómnum
um að Friðrik Sópusson muni
hætta í stjórnmálum á kjör-
tímabilinu og kveður svo
rammt að þessu að dyggir
flokksmenn í trúnaðarstöðum
eru farnir að spyrja hver annan
hvort þetta sé rétt. Opinber-
lega er hins vegar öllu síku tali
vísað á bug. Hins vegar hefur
verið bent á að það sé mjög
slæmt fyrir Friðrik að svona
orðrómur sé á kreiki ef hann
ætli ekki að hætta, menn efist
ósjálfrátt um varanleika um-
boðs hans. Og úr þvf orðróm-
urinn er á annað borð kominn
á dagskrá, er rétt að klára sög-
una því tvær útgáfur eru á
sveimi. Annars vegar að hann
sé á leið í Landsbankann fyrir
Sverri Hermanns og hins vegar
að hann eigi að taka við Árna
Sigfússyni sem oddviti sjálf-
stæðismanna í Reykjavík. Ef-
laust hefur hvor útgáfan ein-
hverja pólitíska merkingu en
hver hún er skal ósagt látið.