Tíminn - 13.05.1995, Síða 8
Laugardagur 13. maí 1995
áfram. Hvernig má lifa í guð-
lausum heimi? En því miður —
þeirri angist nútímans sem ligg-
ur eins og farg á hinni hrjáðu
fjölskyldu leiksins, tekst höf-
undi ekki að miðla. Það vantar
dýpt í þetta fólk, hugarstríð þess
er allt á ytra borði. Þetta er
slæmt því vissulega hefur höf-
undur sterk spil á hendi. Engum
hugsandi manni blandast hug-
ur um hver hið tæknivædda of-
neyslu- og mengunarþjóðfélag
okkar er mannfjandsamlegt,
þrátt fyrir allan sinn yfirborðs-
gljáa. En úr því verður ekki bætt
með því að senda ungviðiö á
gras í sveitinni. Þess konar
björgunarstarfsemi er einfald-
lega tímaskekkja, fánýt lausn,
eins konar síðborin hippa-
stefna. Og vel á minnst: liggur
ekki fólkið í sveitinni fyrir fram-
an sjónvarp og myndbandstæki
rétt eins og við hin? Má það
nokkuð vera að því að hlusta á
lækjarniðinn? Er ekki goðið á
stalíinum alls staðar það sama í
alheimsþorpinu, og er þá nokk-
ur lausn í því að rústa sitt eigiö
heimilistæki? Maður flýr víst
ekki tákn nútímans.
Þaö væri fávísleg iðja að gefa
leikurum einkunnir. Hverjum
þarf að segja að stórstjörnur
eins og Helgi Skúlason og Krist-
björg Kjeld skili ágætu verki?
Helgi gerir Harald eins mann-
legan og frekast er unnt þar sem
hlutverkið skortir svo mjög
undirtóna frá höfundarins
hendi. Kristbjörg hefur átt
hvern stórleikinn af öðrum í
vetur og slær á alla þá strengi
sem á annaö borð hafa ómbotn
í hlutverki Ingunnar. Guðrún
Gísladóttir bregst ekki frekar en
vant er og átti skemmtilegan
samleik með Árna Tryggvasyni
(afanum). Árni er raunar ekki
nógu öldurmannlegur í hlut-
verki afans og hefði áreiðanlega
verið unnt aö velja betur í það
hlutverk. Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir leikur Mörtu, hina
ráðþrota nútímakonu, á geð-
felldan hátt, og Randver Þor-
láksson Jóhann, sem hengslast
um sviðið á eftir henni og svo
sem skiljanlegt aö hann geti
engan neista kveikt í Mörtu.
Þá eru ótalin Árni og Hildur,
Sigurður Sigurjónsson og Edda
Arnljótsdóttir, alveg eins og út
úr viðtali í Mannlífi eöa Heims-
mynd, fólkið sem flýtur ofan á í
þjóðfélaginu, heilsuræktarfrík
og fremur svona menningar-
snauðir gosar. Og síðast en ekki
síst er það svo Ingunn yngri,
eina nýja framlagiö til leiksins
ef svo má kalla, unglingur á
glapstigum. Elva Ósk Ölafsdótt-
ir skilar í samvinnu við leik-
stjórann vel mótaðri persónu,
tal og limaburöur sannfærandi.
Það reynir verulega á Elvu Ósk,
ekki síst í atriðinu þegar hún
kemur illa til reika að borði fjöl-
skyldunnar á aðfangadags-
kvöld. Það er vandmeðfarið at-
riði og í sjálfu sér býsna mel-
ódramatískt, en Elva Ósk skilar
því eftir mætti. Hún er álitleg
leikkona. En persóna Ingunnar
litlu líður vitanlega fyrir hina
almennu veilu verksins, grunna
persónusköpun höfundar.
Það verður óhjákvæmilega
niöurstaðan að Guðmundur
Steinsson hafi ekki haft erindi
sem erfiði með þessu verki sínu,
og þaö sérstaka tiltæki að semja
nútímaviðbót við Stundarfrið
skili ekki viðhlítandi árangri. En
hvað sem því líður er hér af ein-
lægni og heiðarleika unnið af
hálfu höfundarins, svo langt
sem það nær, og listamenn leik-
hússins gefa verkinu það líf sem
um er að gera. Og sýningin er
hreint ekki leiðinleg, heldur
áhorfandanum aö minnsta
kosti vel vakandi þá stund sem
hún varir. ■
Þjóbleikhúsib: Stakkaskipti eftir Cub-
mund Steinsson. Leikmynd og búningar:
Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Leikstjórn:
Stefán Baldursson. Lýsing: Páll Ragnars-
son. Frumsýnt á Stóra svibinu S. maí.
Þessi umsögn um Stakkaskipti
er síðbúin vegna lasleika gagn-
rýnandans; ég sá þriðju sýningu
á miðvikudagskvöld. Það hefur
því allmikil umræða um leikinn
farið fram í fjölmiðlum og ætti
ekki að þurfa að rekja efni hans
mörgum orðum. Eins og marg-
sagt er fjalla Stakkaskipti um
sömu fjölskyldu og Stundarfrið-
ur, hið fjölsótta leikrit höfundar
fyrir fimmtán árum og bregða
upp mynd af lífi fjölskyldunnar
nú; leikurinn á að gerast á þeirri
stund sem yfir okkur gengur.
Leikarar eru auk heldur þeir
sömu nú og í Stundarfriði, að
ööru leyti en því að Árni
Tryggvason kemur í stað Þor-
steins heitins Stephensens í
hlutverki Örnólfs, og svo hefur
ný kynslóð komið til sögunnar.
Þetta er fjölskylda Haralds og
Ingunnar (Helgi Skúlason og
Kristbjörg Kjeld). Þau eru í betri
borgara röð, en yfir þau ganga
ýmsar hremmingar í rás leiks-
ins. Þar er fyrst að telja að Har-
aldur missir vinnuna og sér í
lokin fram á að geta ekki haldið
húsi sínu. Gamli maðurinn,
faðir hans, deyr í leiknum og
kemst þannig aftur heim í sveit-
ina til hvílu við hlið konu sinn-
ar sem kvaddi í Stundarfriði.
Börn þeirra Haralds og Ingunn-
ar hafa hlotið ýmiss konar ör-
lög. Einn sonurinn, Magnús,
hringir öðru hverju frá fjarlæg-
um löndum en er kominn heim
þegar tjaldið fellur. Sonurinn
Árni er þjóðfélagsprílari mikill
og hefur fest sér konu, einnig á
framabraut — fyrir þeim þvælist
ekkert. Dóttirin Guörún er jarð-
vegsfræðingur eða eitthvað þess
konar, með tengsl viö moldina,
og um það er lýkur hefur hún
fest kaup á eyðibýli. Önnur
dóttir, Marta, er komin heim
aftur eftir misheppnaðan hjú-
skap, er í slagtogi við Jóhann
nokkurn, en það samband vesl-
ast upp. Dóttir Mörtu, Ingunn,
er í dópi, en undir lokin sýnist
hún ætlað að rífa sig upp úr því.
Og hvernig þá? Auðvitað með
því að fara með Gunnu frænku
upp í sveit. Þótt líf þessarar fjöl-
skyldu sé sundurtætt í margvís-
legum skilningi lætur höfundur
þó sjást vonarglætu undir lokin,
svo að leikhúsgestir þurfa ekki
að hverfa heim með dapran hug
eftir ab hafa horft í þann spegil
sem upp er brugöiö.
Vel á minnst, speglar. Stefán
Baldursson leikstjóri skrifar
grein í leikskrá og svarar þar
spurningu fólks úti í bæ um
hvað leikritið sé: „Nei, þetta er
ekki leikrit um atvinnuleysi,
þetta er ekki leikrit um fíkni-
efnaneyslu unglinga, um upp-
lausn fjölskyldunnar eða ægi-
Stakkaskiptin. Cubrún 5. Gísladóttir, Sigrún Sigurjónsson, Edda Arnljótsdóttir og Helgi Skúlason meö heimilistœkin.
Hvað er undir stakknum?
vald sjónvarpsins. Þetta er leik-
húsverk um íslenska fjölskyldu
hér og nú og þar koma allir
þessir þættir við sögu. ísland í
dag."
Þetta er rétt: Stakkaskipti er
umfram allt leikhúsverk, enda
skrifað af einum okkar reynd-
asta leikhöfundi. Og leikstjór-
inn hefur tekið verkið fagmann-
legum tökum eins og vænta má
og í samstarfi við leikmynda-
smið og leikara búið til áferbar-
fallega og heilsteypta sýningu.
Umgjörðin er hæfilega stílfærð,
eins konar kassar í hvítu, bláu
og rauðu, beinar línur, skörp
form, sterílt svib. Tónlist og há-
vær leikhljóð óspart notuð til
að undirstrika þann leikheim
sem hér blasir vib, líkt og í
Stundarfriði. Og leikaralið Þjóð-
leikhússins bregst ekki, enda
valinn maður í hverju rúmi.
En samt er nokkurs vant til að
áhorfandinn geti orðið innlífur
þeim reykvíska samtíðarveru-
leik sem hér getur að líta. Og
þab sem á skortir er blátt áfram
mergur í persónusköpun frá
hendi höfundar. Eiginlega gerir
höfundur bæbi of mikið og of
LEIKHUS
GUNNAR STEFÁNSSON
lítib til að þessar manneskjur
verki sem lifandi leikpersónur.
Of mikið að því leyti að hann
sælist eftir því að rjúfa ramma
hinnar raunsæislegu orðræðu á
sviðinu og lætur þá persónurnar
stíga út úr rullunni og útskýra
sjálfar sig. Áhrif atvinnuleysis-
ins á Harald eiga auðvitaö ab
birtast í hegðun hans og látæði,
án þess að hann þurfi að halda
ræbur um „vinnufúsar hendur"
og annað þesskonar. Ennþá
neyðarlegra verður þetta hjá
Ingunni, konu hans, sem stígur
fram alveg undir lokin og talar
um það að hún hafi bara hugs-
að um að hafa allt slétt og fellt á
yfirborðinu og ekki orkað ab
hugsa um þab sem inni fyrir
bjó. Eins og áhorfandinn hafi
ekki verið búinn að sjá það út!
Svona er þetta í fleiri tilfellum
og er engu líkara en Guðmund-
ur Steinsson haldi áhorfendur
svo sljóskyggna ab þurfi ab
tyggja í þá boðskapinn. Þab
verður nefnilega seint sagt um
þetta leikrit að boöskapur höf-
undar og þab erindi sem hann
vill rækja meb verki sínu sé
óljóst eða torskilið.
En skáldverk verður ekki gott
af því einu að hafa skýran og
góban boðskap ab flytja. Höf-
undur gerir of lítið af því að
skoða undir yfirborðið. Eigin-
lega er hugsunin í verkinu furðu
banal og lausnirnar harla kunn-
uglegar, gamaldags sveitaróm-
antík og andtæknihyggja. Þab
er sem sé allífisbrekkan í sveit-
inni, úr Atómstöðinni og fleiri
verkum, sem á að lækná sálar-
mein hinnar ungu kynslóðar.
Og heimilisfabirinn fær frið í
húsi sínu með því ab mölva
sjónvarpið. Næst þarf svo lík-
lega að taka farsíma, dyrabjöll-
ur, hljómflutningstæki og aðra
hljóðmengunarvalda úr sam-
bandi.
Stakkaskipti er heiðarlega
samið leikrit og um margt hin
þarfasta ádrepa. Þab eru í verk-
inu ýmsir þræbir, sem við
þekkjum frá höfundinum, til
dæmis trúarlegur strengur sem
forvitnilegt væri ab spinna
Leikfélag Rangceinga:
Kertalog
eftir Jökul Jakobsson
Leikfélag Rangæinga sýnir um þess-
ar mundir leikritið Kertalog eftir
Jökul Jakobsson. Leikstjóm er í
höndum Ingunnar Jensdóttur en
alls taka þátt í uppsetningunni um
15 manns.
Verkið segir frá lífi vistmanna á
geðveikrahæli. Nýr vistmaður kem-
ur á staðinn og hlutirnir fara að
glæöast meira lífi. Leikritib er fal-
legt, einlægt og átakanlegt og þaö
má svo sannarlega segja að persón-
urnar séu hver annarri litríkari.
Miðasala er í símum 78181 og
78635 og kostar miöinn 1.100 kr.
Næstu sýningar eru fimmtudags-
kvöldið 11. maí kl. 20.30, laugar-
daginn 13. maí kl. 15.00 og mánu-
dagskvöldið 15. maí kl. 20.30.
Þess má geta að eina leiklistar-
starfsemi Rangárvallasýslu er hjá
I.eikfélagi Rangæinga og ættu íbúar
sýslunnar sem og aðrir Sunnlend-
ingar að styrkja þennan menning-
arlið því enginn skyldi efast um
ágæti og gagnsemi þessa starfs. ■