Tíminn - 13.05.1995, Síða 10
10
Laugardagur 13. maí 1995
Flóbgátt Flóaáveitunnar er mikib mannvirki og ótrúlega vel á sig komib, þrátt fyrir háan aldur.
Vibgeröir ab hefjast á flóbgátt Flóaáveitunnar, sem verbur sjötíu ára á nœstunni:
Áveitumannvirkin endurbætt
Starfsmenn Ræktunarsam-
bands Flóa og Skeiba hf. byrj-
ubu í fyrradag vibgerbir á flót>-
gátt Flóaáveitunnar á Brúna-
stabaflötum í Hraungerbis-
hreppi. Tekinn var upp loku-
búnabur, en þetta er hluti af
enn stærri vibgerbum sem
stefnt er ab því ab gera á flób-
gáttinni í tilefni af 70 ára af-
mæli hennar, sem er eftir tvö
ár.
Blabamabur Tímans slóst í för
með Ólafi Snorrasyni, fram-
kvæmdastjóra Ræktunarsambands-
ins, þegar viðgerðir hófust, en um-
sjón mb áveitunni er jafnframt í
verkahring Ólafs og hans manna.
Áveitukerfið er enn notað í þeim
tilgangi að flytja vatn um skurði í
bithaga búfjár í nebanverðum Flóa.
Upphaflegi tilgangur áveitunnar,
sem var að veita jökulvatni á engj-
ar og úthaga, lagðist hinsvegar að
mestu leyti af í kringum 1950,
enda þótt einstaka menn hafi allt
fram á síðustu ár notað þá aðferð.
„Áveitan er í dag ab mestu leyti
notuö til að veita vatni um skurði,
sem aftur er notað sem drykkjar-
vatn búfjár. Það eru alltaf nokkrar
ferðir hjá okkur á sumri hverju ab
líta hér eftir flóðgáttinni og athuga
lokubúnaö og fleira," sagði Ólafur
Snorrason.
Mjólkurbúib skilgetið
afkvæmi Flóaáveitu
Það var vorið 192Í? sem Flóa-
áveitan var fyrst tekin í notkun. Að
gerð hennar og greftri skurða hafði
þá verið unnið í nokkur ár þar á
undan. Jón Þorláksson, landverk-
fræðingur og síðar forsætisráð-
herra, kom nokkuð nærri hönnun
áveitunnar — og ekki síður lagöi
hann gjörva hönd að verki, þegar
ákveðið var að hefjast handa um
byggingu Mjólkurbús Flóamanna.
Það er skilgetið afkvæmi Flóaáveit-
unnar — en MBF tók til starfa síöla
árs 1929.
Sveitarfélög í Flóa hafa með sér
svonefnt Flóaáveitufélag, sem kem-
ur saman til fundar að minnsta
kosti einu sinni á ári. Formaður fé-
lagsins er Stefán Guðmundsson,
bóndi í Túni í Hraungerðishreppi
og fyrrverandi oddviti sveitar sinn-
ar. Rekstur félagsins er nokkur;
sveitarfélögin greiða árlega fjárhæö
í samræmi við jarðarþúsund og sú
fjárhæð er notuö til reksturs áveitu-
kerfisins, sem er sá sem hér að
framan greinir.
Ab gera sér glaban dag
Að sögn Ólafs Snorrasonar stefna
menn að því aö gera sér glaðan dag
með hátíðlegri athöfn þegar Flóa-
áveitan verður sjötíu ára eftir tvö
ár. Sótt hefur verið eftir fjárstuðn-
ingi til ýmissa aðila til að kosta við-
gerðir á flóðgáttinni við Brúna-
staöi. Fyrst og síðast þarf að gera
við lokubúnað, en flóðgáttin sjálf
og steypa í henni er enn traust og
að mestu laus við skemmdir, Áhugi
er fyrir því að koma gáttinni á
minjaskrá — enda þykir til þess full
ástæða, að mati margra.
-SBS, Selfossi
Þessa mynd var tekin þegar fyrsta
lokan í flóbgáttinni var tekin upp
og farib meb hana í vibgerb. Þetta
er hluti af endurbótum á flóbgátt-
inni, sem gera á fyrir sjötíu ára af-
mœli hennar eftir sjö ár.
Tímamyndir: Siguröur Bogi Sœvarsson
Vibgerbarmenn á vettvangi. Frá vinstri talib: Birgir Sigfússon, Ólafur Snorrason og Tryggvi Magnússon.
Skortur á vöruþróun land-
búnabarafurða og þá eink-
um lambakjötsins heyrist
oft nefndur þegar raett er
um samdrátt í sölu afurba.
Því er haldib fram ab
vinnslan svari ekki breyti-
legum kröfum neytenda á
hverjum tíma. Þá er einnig
rætt um ab slátrunar- og
vinnsluþátturinn hafi setib
eftir í þeirri endurskipulagn-
ingu sem þegar hefur átt sér
stab í landbúnabi, en hag-
ræbingarabgerbirnar eink-
um náb til bænda. Eflaust
má finna rök meb slíkum
fullyrbingum, en einnig ber
ab geta þess sem vel hefur
verib gert.
Á undanförnum árum hafa
vaxiö upp fyrirtæki sem hafa
sérhæft sig í vinnslu landbún-
aðarafurða og öbrum matvæla-
ibnaði hér á landi og í raun
unnið ákveðið brautryðjenda-
starf á þessum vettvangi. Eitt
þeirra er Kjarnafæði á Akureyri,
en um þessar mundir eru liðin
10 ár frá stofnun þess. Fyrirtæk-
ib byrjaði smátt; í fyrstu voru
aöeins framleiddar pizzur, en
fljótlega tók starfsemin að
aukast og nú framleiðir Kjarna-
fæði fjölbreyttar tegundir mat-
væla, auk þess að stunda um-
fangsmikla vöruþróun. Eiður
Gunnlaugsson, annar stofn-
enda og framkvæmdastjóra fyr-
irtækisins, ræðir hér um land-
búnabarframleiðsluna og mat-
vælaiðnaðinn út frá reynslu
þess manns, sem byggt hefur
upp og starfað við úrvinnslu í
áratug.
Þegar Kjarnafæði var sett á
stofn fyrir 10 árum, var minna
um sjálfstæða atvinnurekendur
er stunduðu úrvinnslu land-
búnaðarafurða og matvælaiðn-
að. Menn voru lítið farnir að
huga að slíkri atvinnustarfsemi,
en hvernig stóð á því að tveir
bræður frá Svalbarðseyri hófu
ab þróa matvælaiðnaö?
Eiður segir ab stofnun
Kjarnafæbis hafi borið að með
þeim hætti, að hann og Hreinn
bróðir hans hafi verið atvinnu-
lausir og erfitt að fá vinnu. Því
hafi þeir farið að athuga hvort
þeir gætu ekki hafið sjálfstæðan
atvinnurekstur og eftir miklar
vangaveltur ákveðið að hefja
framleiðslu á svokölluðum
pizzum.
„Ég segi svokölluðum, vegna
þess að orðib pizza var ekki á
hvers manns vörum í þá daga,
að minnsta kosti ekki hér fyrir
norðan. Þessi framleiðsla líkaði
strax vel og sjálfstraust okkar
sem matvælaframleiðendur óx
að sama skapi. Á eftir pizzun-
um hófum við að búa til hrásal-
at og líkaði það einnig mjög
vel. Með tilliti til atvinnuá-
standsins má því segja ab nauð-
syn hafi rekið okkur út í að
hefja þennan atvinnurekstur."
Hakkib var óþarf-
lega dýrt
— Hvemis lýsir þú þróunintii
ncestu árin?
„Viö gerðum okkur fljótlega
grein fyrir því ab hakkið, sem
við keyptum tilbúiö í fyrstu,
var óþarflega dýrt og vakti upp
þá spurningu, hvort vib gætum
ekki keypt heila gripi og unniö
úr þeim sjálfir. Við hófum því
ab gera það, þar sem vib höfb-
um bæði menntun og starfs-
réttindi til þess. Það leiddi síð-
an af sér framleiöslu og frekari
úrvinnslu á hinum ýmsu kjöt-
vörum, sem þróaöist stig af
stigi næstu árin. Oft réb hreint
nýtingarsjónarmib því hvort