Tíminn - 13.05.1995, Page 11

Tíminn - 13.05.1995, Page 11
Laugardagur 13. maí 1995 11 Eiöur Gunnlaugsson í Kjarnafœöi. „Ég tel það, ef vel er að mál- um staöið. Mín skoðun er að mistök hafi verið gerö við markaðssetningu á íslenska dilkakjötinu. Sölusamtök bænda hafa sett kjötið á útsölu óunnið í heilum og hálfum skrokkum til þess að lækka kjötfjallið, en síður hugað að frekari úrvinnslu. Ég tel þetta ekki vera gott sölufyrirkomulag og raunar eina af helstu ástæð- um fyrir slæmri stöðu dilka- kjötsins í dag. Ástæðan fyrir betri stöðu svína- og nauta- kjötsins er sú að bændur, sem framleiða það, hafa borið gæfu til að laga sig að óskum mark- aðarins. Þeir slátra eftir hend- inni þegar markaðurinn þarf kjöt, og þar af leiðir að lítið sem ekkert fer í frystingu og geymslu. Engin útsala er í gangi til að rugla markaðinn og kjöt- vinnslurnar kaupa eins mikið og þær frekast geta til að fram- leiða úr. Staöreyndin er orðin sú að markaöurinn vill ekki lengur kjöt með beini, nema þá helst í grilltíðinni á sumrin. Fólk vill geta farið í kjötverslun og valiö góðan lambavöðva, í stað þess að kaupa kjöt með beini og þurfa síöan að úrbeina sjálft." Lambakjötiö selt „beint úr söginni'' — Ertu aö segja aö úrbeina þurfi allt lambakjöt í dag? „Já, ég er að því og spyr hvaö margar áleggstegundir úr lambakjöti séu til í dag. Þær eru ekki margar. Og hver skyldi vera ástæðan fyrir því? Hún er sú aö dilkakjötsframleiðendur virðast ekki hafa haft áhuga á samvinnu við kjötvinnslurnar, heldur hafa þeir selt kjötið „- beint úr söginni" til neytenda. Það hefur ekki verið neitt val. Við höfum orðib vör við að fólk vill ekki lengur þessa hefb- bundnu íslensku súpukjötsbita. Það vill fá kjötið úrbeinað í steikur. Meira en 90% af sölu okkar á hangikjöti um síöustu jól var úrbeinað. Nei, ég held að dilkakjötsframleiðendur verði ab fara að hugsa upp á nýtt um sölumál sín, annars dregst þetta ennþá meira sam- an. Þeim hefur verib skotinn refur fyrir rass í bili, en ennþá er möguleiki á að laga þetta. En til þess þarf að viðurkenna lög- mál markaðarins, líkt og svína- og nautabændur hafa gert." Eiöur Gunnlaugsson í Kjarnafœöi: Sauðfjárbændur verba aö viburkenna lögmál markaöarins i hafin var framleiðsla á ein- hverri vörutegund. En markaö- urinn kallaði jafnan eftir nýj- ungum og eftir um tveggja ára starfsemi voru vörutegundirnar orðnar um þab bil 20, en nú á tíu ára afmæli fyrirtækisins eru framleiddar um 500 vöruteg- undir." Spurning um verð og gæði — A hvem hátt tók markaöur- inn framleiöslunni og þá einkum nýjungunum? „Nýtt og ekki nýtt," segir Eið- ur og hugsar sig um. „Minnugir þess hversu góöar viðtökur pizzurnar okkar fengu í gamla daga, þá vorum við óhræddir viö að reyna okkur við hinar ýmsu tegundir matvæla, sem aðrir höfbu framleitt og hefð var komin fyrir. Þetta var fyrst og fremst spurningin um verð og gæði eða með öðrum orðum samkeppni um hylli viðskipta- vina. Vörurnar fengu yfirleitt góðar viðtökur, enda væri fyrir- tækið ekki það sem það er í dag ef framleiðslan væri léleg. Auð- vitað geröum við mistök af og til, eins og gengur, en þá lögð- um við líka metnað okkar í að bæta fyrir þau með öllum ráð- um." Markaðurinn kallar eftir nýjungum — Virðist þér sem nýjungar og fjölbreytni hafi skort í matvcela- iönaði á þessum upphafsárum fyrirtoekisins? „Já, líkast til hefur það verið í ýmsum vöruflokkum. Það er einnig staðreynd ab íslenskir neytendur láta ekki bjóða sér hvað sem er og eru töluvert opnir fyrir nýjungum. Fólk er einnig farið að ferðast mikið til annarra landa, þar sem það kynnist mörgu nýju á þessu sviði og kallar eftir því þegar heim er komið. í langflestum tilfellum er það markaðurinn sem kallar eftir nýjungum. Þró- unin fer í stórum dráttum þannig fram, ab eftir ab ákveb- ið hefur veriö að framleiða nýja vörutegund, er byrjað að fram- leiða nokkrar gerbir eftir ýms- um fyrirliggjandi uppskriftum. Síðan taka við endalausar próf- anir: smakkanir, geymsluþols- prófanir og fleira. Þá tekur við umbúðaval og síðan hefst markabskynningin Ég vil gjarn- an geta þess, að vib höfum lagt okkur talsvert eftir því að fram- leiða matvæli meb því sem við getum kallab gamaldags yfir- bragbi. Við höfum oft fengið fyrirspurnir og jafnvel kvartanir frá fólki, sem telur sig ekki geta fengib vörur á borð við kjötfars eða ýmiskonar reykt kjöt með gamla, góða bragðinu sem það vandist í æsku — ef til vill fyrir 30 eða 40 árum. Þessari þörf höfum við reynt að mæta eftir bestu getu og höfum þá oft þurft að leita í smiðju gamalla húsmæðra og einnig í gömlum bókum eftir ýmsum fróðleik. Því er spurning um hvort unnt er ab kalla þetta allt nýjungar, Tímamyndir Þórbur þótt honum sé skipt nibur á mörg ár. Hvað næstu skref í vöruþró- un varðar, kveðst Eiður binda miklar vonir við nýja stofnun, sem sett verbur upp á Akureyri innan tíðar í samvinnu Háskól- ans á Akureyri og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. „Stofnun þessi mun í fram- tíðinni abstoða okkur framleib- endur í ýmsum málum, er koma okkur að gagni. Þar er ég einkum að horfa til tilrauna á rannsóknastofum, auk þess sem sérfræöiaðstob verður veitt vib vöruþróun og markaðsrann- sóknir. Þetta tel ég mjög mikil- vægt fyrir framtíðina og þeim til sóma er að standa." — Telur þú mögulegt aö vinna lambakjötinu umtalsveröan markað aö nýju? Skrokkurinn hlutaöur sundur. — Er nauðsynlegt fyrir land- búnaðinn aö aðlagast neyslu- breytingum og þá á hvem hátt? „Ég get fullyrt að ekki verður komist hjá að aðlaga landbún- aðinn neyslubreytingum í þjóð- félaginu. En þegar spurt er um á hvern hátt það verði gert, þá er spurt stórt og erfitt að svara að bragði. Ég held að frjálsræði í milliríkjavibskiptum og aukin samkeppni erlendis frá geri það að verkum að til dæmis bænd- ur verði ab taka upp talsvert breytt vinnubrögð í náinni framtíð. Ég tel að eina vörnin gegn auknum innflutningi á landbúnaðarvörum sé sú að sækja á móti og selja íslenskar landbúnaðarvörur erlendis, en þar eru abrar neysluvenjur sem þarf að mæta. Þarna vakna upp spurningar um þætti eins og fitumagn í kjöti, aldur slátur- gripa og fleira. Ef við ræðum aðeins um dilkakjötið, þá er nánast öllum dilkum slátrab á mánaðartímabili að haustinu, sem aftur leiðir af sér ab megn- ið af kjötinu fer í frost með til- heyrandi birgöahaldi. Ég held ab þessu fyrirkomulagi megi breyta, þannig ab sláturtíð hefj- ist í lok júlí og standi yfir fram í nóvember, auk þeirrar litlu vor- slátrunar sem nú er til staðar. Sem dæmi um það, sem laga mætti hjá nautgripabændum, er sú staðreynd að nú er nær útilokað að komast yfir kálfa- kjöt á meðan allgott framboö er á kjöti af ungneytum eða full- orðnu." - og hœtta oð selja kjötiö beint úr söginni en vöruþróun er þaö svo sann- arlega." Landbúnaðurinn verbur ab ablagast neyslubreytingum Þróunarkostnabur lendir alltaf inni í verblagningu — Telur þú þörf á aö auka samskipti bcenda, afuröastööva, matvcelaiðnaðar og smásöluaö- ila? „Já, það er örugglega af hinu góða að auka samskipti þessara aðila. Ég held að samskipti milli matvælaiðnaðarins ann- arsvegar og bænda og afurða- stöbva hinsvegar mættu vera IIIIIMll 'II III' Úr kjötvinnslunni. meiri. Það skiptir matvælaiðn- aðinn miklu máli á hvern hátt og í hvaba formi hráefnið er af- hent til vinnslustöðva. í því efni held ég að breytilegur slát- urtími geti haft mikið að segja. Hann skiptir einnig miklu máli í sambandi við allt birgðahald hjá vinnslustöbvum." Eibur kveðst telja útilokað að vöruvöndun, vöruþróun og verblækkun geti farið saman, vegna óhjákvæmilegs kostnað- ar sem fylgi öllu þróunarstarfi. Hann segir að vegna tiltölulega hagstæðra rekstrarskilyrða að undanförnu hafi verið mögu- legt að halda verði á unnum kjötvömm í lágmarki. Hinsveg- ar megi ekkert út af bera svo illa geti farið. Þróunarkostnaður hljóti alltaf að lenda inni í verblagningu vörunnar, jafnvel

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.