Tíminn - 13.05.1995, Side 24

Tíminn - 13.05.1995, Side 24
Laugardagur 13. maí 1995 Vebrlb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Horfur í dag: Norbaustan gola eba kaldi. Skýjab ab mestu um norbanvert landib og skúrir á stöku stab á norbaustur og austurlandi, en bjart meb köflum sunnanlands og vestan. Hiti 2 til 7 stig norban- lands, en allt ab 12 stiga hiti sybra. • Horfur á sunnudag og mánudag: Hæg breytileg eba norbaustlæg átt, víbast gola. Skýjab um norban- og austanvert landib og smáél norbaustanlands, en annars víbast þurrt. Víba léttskýjab sunnanlands og vestan. Hiti 0 til 4 stig norbanlands, en 5 til 9 stig um sunnanvert landib. • Horfur á þribjudag, mibvikudag og fimmtudag: Lítur út fyrir fremur hæga austan og norbaustan átt um allt landf, víbast golu meb dálítilli rigningu austanlands, en annars þurrt ab mestu. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast subvestanlands, en kaldast norbvestanlands. Arthur Morthens, forstöbumabur kennsludeildar Frœbsluskrifstofur um alvarleg áhrif sjónvarpsgláps á börn: Yngstu börnin verða æ ein- beitingarlausari og órólegri Arthur Morthens segir a& ung börn á skólaaldri verðir sífellt órólegri og einbeitingarlausari auk þess sem alvarlegt ofbeldi færist í vöxt. Hann útilokar ekki a& skýringin geti veri& áhrif sjónvarpsbyigna á börn en telur þó að um marga samverk- andi þætti sé aö ræ&a í flestum tilvikum. í tilefni af viðtali viö Sigríbi Björnsdóttur sjúkraiöjukennara sem birtist í Tímanum í gær um áhrif sjónvarps á ung börn, hafði blaðib samband við Arthur Mort- hens forstöðumann kennslu- deildar Fræðsluskrifstofu Reykja- víkurborgar. Hann segir að greinileg hættu- merki sjáist á íslenskum börnum og aukið ofbeldi og grófara sé merkjanlegt en áður tíðkaðist. Meira sé um spark og kýlingar sem e.t.v. sé eftir fyrirmynd of- beldismynda en einnig geti aðrar ástæður legið til, og þá útilokar hann ekki áhrif rafmagnsbylgna á taugakerfi barna sem sitja lang- dvölum fyrir framan leikjatölvur eða sjónvarp. „Það er mjög erfitt að meta orsakir þessa en kennarar verða í síðustu tíð mjög varir við aukinn óróleika og einbeitingar- skort hjá fjölmörgum yngstu börnunum. Þetta hefur mjög ágerst á undanförnum árum. Hins vegar er þetta mögulega samsettur vandi margra félags- legra þátta," segir Arthur. Niðurstöður vísindamanna sýna að taugakerfi ungra barna er sérstaklega viðkvæmt fyrir há- tíðnibylgjum og heilinn er óvarð- ari í þeim en eldri bömum og full- orðnum. Vinstra heilahveli barna lokast og gagnrýnin hugsun skerðist. Þetta veldur sljóleika og gæti átt þátt í skertu veruleika- skyni og aukinni ofbeldisþörf. Um leiðir til úrbóta vill Arthur beina þeim tilmælum til foreldra að þeir geri sér grein fyrir mögu- legum afleiðingum sjónvarpsgl- áps á börn og þýðingarmikið sé að foreldrarnir velji sjálfir efnið og takmarki áhorfið. „Vandinn er virkilega fyrir hendi og mikið áhyggjuefni. Áhrif fjölmiðla eru meiri en ella í svona litlu samfé- lagi," segir Arthur Morthens. ■ Um 85% kvenna vinnur á mebgöngutíma en flestar hcetta ab mebaltali rúmum 2 mánubum fyrir fœbingu: Konur í erfiöisvinnu fæöa 5% léttari börn RARIK tekur viö raforku- sölu í Borgarnesi Undirritaöir hafa verið samn- ingar milli bæjaryfirvalda í Borgarbyggb og Rafmagns- veitna ríkisins. Þeir fela í sér a& Rafmagnsveiturnar kaupi dreifikerfi Rafveitu Borgar- ness. Taka Rafmagnsveitur rík- isins viö rekstri þess 1. júní nk. Rafmagnsveiturnar hafa ann- ast orkusölu á öllu Vesturlandi, ef frá eru talin bæjarfélögin á Akranesi og í Borgarnesi. Hafa Rafmagnsveiturnar byggt upp góða aðstöðu í Borgarnesi, sem er þjónustumiðstöð fyrirtækis- ins í héraöinu. Rekstur Rafveitu Borgarness fellur því vel að orkuveitusvæði Rafmagnsveitn- anna og er ljóst að aukið hag- ræði næst meb samrekstri þess- ara veitukerfa. Samningur þessi er liður í endurskipulagningu og hag- ræðingu orkumála í Borgar- fjarðarhéra&i, sbr. samkomulag iðnaðar- og fjármáíaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og eignar- aðila aö Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, sem undirritað var 3. apríl sl. Bæjaryfirvöld í Borgarbyggð, svo og bæjarbúar allir, vænta góös samstarfs við Rafmagns- veitur ríkisins. Á sama hátt von- ast Rafmagnsveitur ríkisins eftir góöri samvinnu viö bæjarstjórn og bæjarbúa og munu leitast viö að veita þeim sem besta þjónustu í framtíðinni. ■ Um 85% barnshafandi kvenna er í vinnu á mebgöngutíman- um, en a&eins 9% þeirra vinna fram á síöasta dag. Hinar hættu a& meöaltali 65 dögum fyrir fæöingu, flestar vegna veik- inda, en sumar nýttu hluta af sumarleyfi. Rösklega fjórðung- ur kvennanna hættir störfum á fyrirfram ákveönum degi. En algengustu veikindin eru þreyta og svefnleysi (18%), grindargliönun og bakverkir (15%) og hár blóðþrýstingur og bjúgur (10%). Konur sem veikt- ust á mebgöngutíma hættu þó ekki störfum fyrr en aðrar. Þær konur sem unnu allan með- göngutímann áttu börnin jafn- aöarlega um 5 dögum fyrr en hinar (sem gengu meö í 280,1 dag). Konur í erfiðisvinnu hættu oftar vinnu og fæddu að mebal- tali 5% léttari börn en aðrar kon- ur. Þetta er meðal helstu niður- .staðna úr rannsókn á vinnu og forföllum í meðgöngu sem sagt er frá í maíhefti Læknablaðsins. Könnunin náöi til óvalins hóps 407 kvenna sem ólu börn á Kvennadeild Landspítalans í september og nóvember haustið 1993. Meöalaldur kvennanna var rúmlega 28 ár og rúmlega 90% þeirra voru giftar eba í sambúð. Rúmlega 36% þeirra var að eign- ast sitt fyrsta barn og aöeins 8% áttu fyrir 3 börn eba fleiri. At- hygli vekur, ab konur sem áttu fyrir 2 börn eða fleiri hættu síðar aö vinna fyrir fæðingu heldur en þær sem gengu með sitt 1. eða 2. barn. Innan við 15% kvennanna hættu störfum fyrir 26. viku og nær helmingurinn var enn í vinnu á 35. viku meðgöngutím- ans. Nærri fimmta hver útivinr.- andi kona var orðin launalaus í nokkurn tíma áður en kom að fæðingu. Rúmlega 30% þeirra voru í launuðu veikindafríi, um 14% í sumarfríi, um 13% á at- vinnuleysisbótum eða sjúkradag- peningum og tæp 3% í fæöingar- orlofi, auk þess sem 9% unnu til síðasta dags, sem áður segir. „í raun eru margar konur óvinnu- færar undir lok meðgöngu. Aö gera öllum þunguðum konum kleift að hætta vinnu fyrir fæð- inguna gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt, með tilliti til já- kvæðra áhrifa á meðgöngu og heilbrigði barna og mæðra. Gera ætti konum auðveldara en nú er að hefja töku fæðingarorlofs fyrir fæðingu, t.d. fjórum eba átta vikum fyrir áætlaðan fæöingar- dag", segja greinarhöfundar: El- ísabet A. Helgadóttir, Linda B. Helgadóttir og Reynir Tómas Geirsson. ■ Þýskir handboltafíklar höfbu ekki efni á ab fara í höllina: Ódýrara að fara að Guílfossi og Geysi en á handboltaíeik MAL DAGSINS 35,7°/c Álit lesenda Síöast var spurt: , _ Verbur íslenska lands- 64,3/o //5/5fverblaunasœti, þ.e. 1.-3. sœti, á HM? Nú er spurt: / Ólafur Þ. Þórbarson ab fara ískólastjóra- stöbuna í Reykholti? Hringið og látið skoðun ykkar 11 SÍMI: 99 ós. Mínútan kos 56 13 itar kr. 25.- Bessi Þorsteinsson, hótelstjóri á Gistiheimilinu Berg í Hafnar- fir&i, í næsta nágrenni viö Kaplakrika þar sem b-ri&ill HM '95 í handbolta fer fram, segist geta taliö á fingrum annarrar handar þá gesti sem hafa kom- iö vegna handboltamótsins. „Það er ekki veröið á gistingu sem er að drepa fólkið, við erum að selja gistingu og morgunverð á vetrarveröi auk 10% HM-af- sláttar, það kostar 4.500 krónur ab gista í tveggja manna her- bergi, morgunverður innifalinn. Eitthvað annað stoppar og ekki erum viö að kála HM," sagði Bessi Þorsteinsson. Hann sagöi aö hjá honum hefði allt verið blokkbókað sem kallað er, frátekið hótelrými fyrir sænskar ferðaskrifstofur, en Sviar gengu úr skaftinu. Þá var biö- blokkarbókun frá Þýskalandi, en ekki heldur þar í landi seldust feröir og eftir voru þrjár bókanir fyrir Gistiheimilið Berg, og ab- eins tveir mættu. Á Bergi gista tveir Þjóbverjar, sannir handboltafíklar, feðgin, faðir og 14 ára dóttir, bæöi á kafi í handboltaiökun. Þau ætluðu að skoba Þýskaland gegn Rúmeníu í Kópavogi. Það kostaði fyrir þau 6.600 krónur að sjá leikinn. Þetta þótti þeim óheyrilegt verð. End- irinn varð sá ab hótelstjórinn út- vegabi þeim bílaleigubíl fyrir 3.800 krónur meb 150 kílómetr- um inniföldum. Feðginin héldu því aö Gullfossi og Geysi þennan dag, — og sáu leikinn í sjónvarp- inu um kvöldið. Hingaö voru þau hins vegar komin í því skyni að vera viöstödd leikina í HM í keppnishöllum, ekki fyrir fram- an sjónvarp. Sjá einnig frétt um miöaverö á bls. 12. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.