Tíminn - 19.05.1995, Qupperneq 6

Tíminn - 19.05.1995, Qupperneq 6
6 . Föstudagur 19. maí 1995 Cóö bylgja fyrir„okkar mann" íbrekkunni. Fjölmennt Reykjavíkurmót Edda Rún Ragnarsdóttir sigraöi í tölti ungmenna. Ljósm.: C.T.K. Hanna Rúna, Iris Halla og Hildur á góöri stund í Menntasmiöju kvenna á Ak- ureyri. Aö baki þeim má sjá myndverk unnin af Hönnu Rúnu. Tímamynd Þórbur Námiö veitir okkur styrk til að feta nýjar brautir í framtíöinni Met skráning var á Reykjavík- urmeistaramóti íþróttadeild- ar Fáks um síöustu helgi. Nú geta fullor&nir mætt og keppt í sínum styrkleikaflokki án þess ab lenda í atvinnumönn- unum, sem loksins hafa sinn eigin flokk. Þá er eftirtektar- vert hversu óvægnir dómarar eru vi& keppendur og halda sig aö bókstafnum í fram- kvæmd keppni. Þannig var Erling Sigurösyni vísaö frá keppni vegna þess aö hann festi ekki hökubandiö á reiö- hjálmi sínum, enda gengur þetta band ekki undir ööru nafni meöal gárunganna en Ellaband. í A tölti fulloröinna sigraði Sveinn Ragnarsson á Tindi og í B töltinu sigraði Ólöf Guð- mundsdóttir á Kveik. í A fjórgangi sigraði Sigur- björn Bárðarson á Kolskeggi og í B fjórgangi sigraöi Ólöf Guð- mundsdóttir á Kveik. í A fimm- gangi sigraði Hulda Gústafs- dóttir á Stefni en í B fimmgangi sigraði Magnús Arngrímsson á Grími. Gæðingaskeiðið sigraði Hin- rik Bragason á Uglu, Hindruna- stökkið Sigurbjörn Bárðarson á Hæringi og Hlýöniæfingarnar hafði Sigurbjörn á Hæringi. Stigahæstur fullorðinna varð Sigurbjörn Bárðarson og sigraði einnig í ólympískri tvíkeppni. Islenska tvíkeppni sigraði Sveinn Ragnarsson ásamt skeið- tvíkeppnina. Tölt ungmenna sigraði Edda Rún Ragnarsdóttir á Litla-Leist, Sigurður Matthíasson hafði fjórganginn á Galdri og einnig fimmganginn á Hugin. Hann sigraði svo bæði í hlýðniæfing- um ungmenna og hindrunar- stökki, ásamt íslenskri tví- keppni og ólympískri tví- keppni. Tölt unglinga sigraði Styrmir Sigurbjörnsson á Hauki, en fjór- ganginn sigraði Davíð Matthí- asson á Vin ásamt hlýðniæfing- unum og íslenskri tvíkeppni. Guðrún Berndsen sigraði í hindrunarstökkinu ásamt ólympískri tvíkeppni, en stiga- hæstur unglinga varð Davíð Jónsson. í tölti barna sigraði Sylvía Sig- urbjörnsdóttir og varð líka stigahæst ásamt því ab sigra í fjórgangskeppninni. G.T.K. Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Hanna Rúna Jóhannsdóttir, íris Halla Sigurðardóttir og Hildur Helgadóttir hafa stundað nám á vorönn Menntasmiðju kvenna á Ak- ureyri. Af hverju tóku þær þátt í náminu? Voru þær í at- vinnuleit eða starfandi sem heimavinnandi húsmæður og hvernig hafa þær upplifað þetta tímabil? Finnst þeim þær betur búnar undir að takast á við daglegt líf og ef til vill ný störf en fyrir 16 vikum, er þær innrituðust á önnina? Hanna Rúna: „Ég hef verið heimavinnandi með sex manna fjölskyldu undanfarin ár og ekkert sérstaklega verib að leita eftir vinnu. En mér fannst þetta mjög spennandi tækifæri og sé ekki eftir að hafa tekið þátt í því." Hildur: „Ég hef einnig verib heimavinnandi. Eiginmaður minn er sjómaður, þannig að ég er oft ein og fannst því til- valið að taka þátt í þessu verk- efni þegar það bauðst. Ég veit aldrei nema að ég skelli mér í atvinnulífið á eftir." íris Halla: „Menntunarkröf- urnar fara vaxandi og þar mega konurnar ekki láta sitt eftir liggja. Þegar þessi mögu- leiki var fyrir hendi, fannst mér sjálfsagt aö nýta hann." Hildur: „Þetta hefur styrkt okkur, bæði hvað sjálfar okk- ur varðar og einnig í sam- skiptum við annað fólk. Kon- ur búa yfir ýmsum hæfileik- um, sem ef til vill hafa ekki alltaf fengið að njóta sín." íris Halla: „Þetta hefur kennt okkur að vera við sjálf- ar. Hér í Menntasmiðjunni lesum við til dæmis upp okk- ar verk fyrir framan allar hin- ar og þá er ekkert spurt um hvað þeim finnst, hvort þær gagnrýna mann eða hvetja. Ég held að nálægðin við hina þátttakendurna skipti miklu máli og vegna hennar fær maður aukinn kjark." Hanna Rúna: „Fjöldi kvenna er hæfileikaríkur og ástæða til að koma þeim á framfæri. í þessu námi höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast ýmsu og ekki síður að reyna á okkur sjálfar. Öll vinna fer fram í skólanum og þar fáum við ef til vill nokkrar mínútur til þess að ljúka verkefnunum, þannig að við verðum ab vinna hratt úr því sem við erum að fást við. Þannig höf- um við fengið fjölmörg tæki- færi til þess að þroska okkur og þjálfa." Hildur: „Ég held að þjálfun- in í því að koma fram og tjá sig geti skipt miklu máli, ekki síður en sú hagnýta menntun sem við hljótum. Við höfum orðið að reyna á okkur á ýms- an máta og við búum vissu- lega að því." Hanna Rúna: „Ég álít þab kost ab við höfum unniö öll verkefni okkar í skólanum; í þessu samfélagi sem Mennta- smiðjan myndar. Árangurinn hefði ef til vill ekki orðið sá sami, ef við hefðum unnið hluta efnisins sem heimaverk- efni." Hildur: „Ég held að mest um vert sé, að í þessu námi höf- um við tekist á við hluti sem við höfum ekki fengist vib áður, og það veiti okkur á- kveðinn styrk til þess að feta nýjar brautir í framtíðinni." Siguröur V. Matthíasson sigraöi allt sem hann kom ná- lœgt í ung- mennaflokknum nema töltiö. Hér er hann á Hug- inn í fimmgang- inum, þá koma Davíö og Breki, Ragnheiöur og Natan, Viöarog Custur og Alma og Von. Sylvía og Galsi sigruöu í fjórgangi barna, þá koma Viöar og Claöur, Þórdís Erla og Blakkur, Árni Björn og Tralli og Rakel og Tvífari.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.