Tíminn - 19.05.1995, Side 11
Föstudagur 19. maí 1995
11
Jóhannes Haraldur Jónsson
vélstjóri
Jóhannes Haraldur Jónsson var
fœddur á Þingeyri við Dýrafjörð
30. nóvember 1923. Dáinn 12.
maí 1995 á heitnili sínu, Háaleit-
isbraut 42, Reykjavík.
Kona hans, Lovísa, var fœdd 25.
október 1921. Dáin 2. febriíar
1991. Þau áttu síðast heimili sitt
að Háaleitisbraut 42. Jóhannes
kvœntist Lovísu árið 1960 og
eignuðust þau tvö böm: Valgarð f.
1959 og Inga Jón f. 1964. Áður
átti Lovísa tvœr dœtur: frisi Val-
berg f. 1947 og Önnu Björg Samú-
elsdóttur f. 1957. Bamaböm
þeirra em 6 og eitt bamabama-
bam.
Sólin kom jafn snemma upp á
báðum bæjunum. Þeir stóbu
undir sömu hlíðinni þar sem
Grafandilækur og gilin tvö,
Glórugil og Bæjargil, trítluðu
niður hlíðina. Efst á hvorum gil-
barminum um sig var sýnishorn
af gróðri fyrri alda, Skógarbrekk-
urnar og Hornteigarnir. Þar ilm-
aði smávegis birkikjarr, fjall-
drapi, lambagras, blóbberg og
fleira. Á sínum hvorum bænum
vorum við Jóhannes og systkin
okkar, öll á sama aldri. Mitt á
milli bæjanna, Gils og Gemlu-
t MINNING
falls, stóð barnaskólinn Lamba-
hlað. Þangað sóttu öll börn frá
Mýrum ab Lambadal skyldu-
nám sitt. Hann var vorboöi
nýrra tíma, barnahópurinn stór
og allir frá 10 til 14 ára í sama
bekknum. Þau sem fermdust
fóru, hin 10 ára komu inn.
Þarna óx upp samfélag.
Þannig vissum við öll alltaf eitt-
hvað hvert um annað. Þetta
voru síðustu árin sem allt gekk
sinn vanagang. Svo kom hrað-
inn og möguleikarnir blöstu
við. Hópurinn frá Lambahlaöi
hélt vítt og breitt um landið.
Enn í dag finnst mér þessi ár,
bernskan og æskan, hafa gefiö
mér mynd af öllu þessu fólki.
Mynd sem aldrei breytist. Alltof
mörg hafa dáið um aldur fram.
Þau eru samt þarna í röðinni
sem forðum. Ég sé þau sem þá:
yndisleg, góð og skemmtileg.
Þab er stutt milli bæjanna Gils
og Gemlufalls og spor margra
kynslóða geymir mjúk og gróin
hlíðin.
Jóhannes Jónsson —Jói á Gili
— hélt til náms og lærði til vél-
stjóra. Við kölluðum hann betta
öll. Mestan hluta miðrar ævi
hittumst við ekki oft. Við gist-
um samt bæði Reykjavík, hún
býr yfir sinni dulúð og einn dag-
inn vorum við Jói orðin ná-
grannar á ný. Enginn lækur,
engin gil, bara malbikuð gatan.
Ég sá ljósið í hans glugga og
hann í mínum. Hann varð fyrri
til að heilsa uppá okkur hjónin,
sem þekktum hann bæði.
Það var eins og enginn tími
hafi liðið. Það sem var á Lamba-
hlabi, Ungmennafélagsfundirn-
ir, böllin og hvað eina, kom
flæðandi sem hafsjór inná sjón-
arsviðið og ekkert hafði breyst.
Við fluttumst í hjartans ein-
lægni til þeirra sælustunda sem
enginn skuggi lá yfir. Þar sem
vandamál voru óþekkt.
Léttari nóturnar lágu vel fyrir
Jóa, sem hann átti kyn til, og
ennþá gátum við brosað og
hlegib.
í eftirmiðdag þann síðasta
sem hann lifði, töluðum við
lengi saman í síma. Hann byrj-
aði á því að segja mér ab hann
væri löngu búinn að koma með
fisk í soðið til mín, ef vélin í
bátnum hans hefði ekki tekiö
uppá því að bila, og svo fágæt
væri hún ab stykkið sem vant-
abi fengist ekki í landinu. „Ég er
alveg í öngum mínum yfir að
komast ekki á sjóinn. Ég vissi
bara ekki að það væri svona ó-
mögulegt að komast það ekki."
Það taldist ekki til undantekn-
inga ab hann kom í dyrnar hjá
mér og sagði: „Áttu ekki plast-
poka? Ég er með alltof mikið af
fiski í skottinu á bílnum."
Þannig fékk ég spriklandi fisk
beint úr sjónum. Ekki eina
soðningu, heldur margar.
Stundum þáði hann kaffisopa
og við drógum tímann á tálar og
töluðum og töluðum.
Jóhannes vinur minn naut vel
gleðistunda. Hann kunni líka að
fara vel með sársauka sinn. Ég
skrifa ekki þessar línur til að tí-
unda líf hans, því er nú iokið.
Þennan tíma, sem nýja nábýlið
varði, varð beint framhald af
æskuvinsemd sem mjög var á-
nægjulegt að njóta. Ég hugsa til
þeirra vina minna, sem fallnir
eru frá úr hópnum frá Lamba-
hlaði. Vib vorum öll fermd á
Mýrum og boðað að við værum
Gubs börn, sem Hann tæki á
móti í ríki sínu, þá héðan af
jörðu færum vib.
Við, sem ennþá erum ofar
moldu, erum nú gamla fólkið í
fjölskyldunum. Það er kannski
ekki rökrétt, en meðvitundin
segir að hvert okkar hljóti að
vera næst eða geta eðlilega verið
það.
Ég sakna vinar í stað og þakka
hjartanlega vinsemd og hlýhug
fyrr og síöar. Nú er Jói minn
kominn á eilífðarsjóinn og ég
veit ab hann kemur syngjandi
fallegu röddinni sinni ab landi
hinum megin.
Hópnum hans og bræðrum
fyrir vestan sendi ég hugheilar
samúbarkveðjur.
Nína
Fullveldisvof-
an gengur aft-
ur í Kópavogi
Nafnlausi leikhópurinn frem-
ur leiklistarlega framsetningu
atburða ársins 1918.
Leikurinn er eftir Þóri Stein-
grímsson og annast hann
einnig leikstjórn. Margir lista-
menn koma vib sögu sýning-
arinnar, svo sem tónlistar-
mennirnir Jónas Ingimundar-
son og Sigurður Rúnar Jóns-
son og leikararnir Erlingur
Gíslason og Dóra Magnúsdótt-
ir, svo einhverjir séu nefndir.
Leikurinn fjallar um 1. des-
ember 1918 eða um fullveldi
íslands, er fagnað var í skugga
dauðans, og er sérstaklega
samið fyrir leikhópinn, sem
vill minna áhorfendur á sjálf-
stæðisbaráttu íslensku þjóðar-
innar á því herrans ári og á þá
arfleifö sem hún byggir á.
Megininntak verksins er
ferðalag fólks að kvöldlagi, á
leið af hátíðahöldunum á
Þingvöllum 17. júní 1944.
Ferðaðist það á vörubíl meb
boddýi, sem bilaði á Kópa-
vogshálsinum, skammt frá
Álfhól. Á meðan veriö er að
gera við bílinn fara „landvætt-
ir" af stað og hrista upp í far-
þegunum ýmsar minningar
frá árinu 1918, sem virtust
hafa gleymst eða legið í þagn-
argildi. Minningarnar eru um:
Frostaveturinn mikla, „lands-
ins forna fjanda" — hafísinn,
Kötlugosið, Spænsku veikina
o.fl.
Við umfjöllun þessara at-
burða fara ýmis viðhorf ab
koma upp, sem ekki hafa verið
mikib rædd. í lokin tekst að
gera við bílinn, en þegar lagt
er af stab, þá er það ekki sami
hópurinn sem fer og_ gá sem
LEIKHUS
kom frá Þingvóllum.
Nafnlausi leikhópurinn var
stofnaður árið 1992 og saman-
stendur af nokkrum eldri
borgurum í Kópavogi. Hefur
hann sett á svib Spegilinn, í
leikstjórn og leikgerð Ásdísar
Skúladóttur eftir sögu Fríðu Á.
Sigurðardóttur, og jafnframt
tekið þátt í útvarpsuppsetn-
ingu undir stjórn Jónasar Jón-
assonar, er útvarpað var á
gamlárskvöld og á þrettándan-
um 1992/93. Þá hefur hann
Eiríkur lceknir og Ingibjörg, sem leikin eru af Erlingi Gíslasyni og Dóru Magnúsdóttur.
jafnframt verið meb tvö fjöl-
sótt leiklistarnámskeið undir
stjórn Þóris Steingrímssonar,
leikstjóra og leiðbeinanda,
sem voru haldin í félagsað-
stöðunni Gjábakka, Kópavogi.
Með þessari sýningu eru
nokkrir eldri borgarar í Kópa-
vogi að leggja ýmislegt til mál-
anna sem á mikið erindi, og þá
ekki einvörðungu til Kópa-
vogsbúa heldur þjóðarinnar
allrar.
Frumsýning var 14. maí vib
góðar undirtektir áhorfenda.
2. sýning verður föstudaginn
19. maí og 3. sýning 21. maí.
Sýningar verða ekki fleiri! ■
Þjóbemishyggja í vorhefti Skírnis
Vorhefti Skímis 1995, 169.
árg., er komið út. Meðal efnis
eru ritgerðir um áhrif þjóbern-
ishyggju á hugmynda- og
hagsögu íslands. Guðmundur
Jónsson ræðir um samspil
þjóðernishyggju og hagþróun-
ar frá miðri nítjándu öld fram
til lýðveldisstofnunar; Sigríður
Matthíasdóttir gerir saman-
burð á alþýðufyrirlestrum Jóns
Aðils og þjóðernishugmynd-
um þýska heimspekingsins Jo-
hanns Gottliebs Fichte; þá
greinir Arnar Guðmundsson
áhrif þjóöernishyggju á ís-
lenska stjórnmálaumræðu
samtímans. Er síðastnefnda
ritgerðin að hluta byggð á við-
tölum höfundar viö íslenska
stjórnmáfamenn. Hugmyndir
Fréttir af bókum
um þjóðerni og sjálfsmynd ís-
lendinga ber ennfremur á
góma í grein Jóns Karls Helga-
sonar um gullfót íslenskrar
seblaútgáfu.
Arfur forn-klassískrar menn-
ingar setur svip sinn á Skírni
með tvennum hætti að þessu
sinni. Haukur Hannesson birt-
ir þýðingu á fyrstu bók Eneas-
arkviðu eftir rómverska skáld-
ið Virgil og Svavar Hrafn Svav-
arsson ræðir um þróun og
stöðu klassískra fræða í nútím-
anum. Af öðrum ritgerbum
má nefna nýstárlega túlkun
Dicks Ringler á ljóðinu Sökn-
uði eftir Jónas Hallgrímsson,
grein Sigríðar Halldórsdóttur
um rannsóknir þýsku fræði-
konunnar Margarethe Leh-
mann-Filhés á spjaldvefnaði
og umfjöllun Karls Gunnars-
sonar um landnám í Húna-
þingi.
Skáld Skírnis er Thor Vil-
hjálmsson og eru þrjú ný ljóð
hans birt í heftinu. Myndlist-
armaður Skírnis er Nína
Tryggvadóttir. Mynd hennar,
Sjávarþorþ, prýðir forsíðu rits-
ins og fjallar Hrafnhildur
Schram um verkið í stuttri
grein. Undir liðnum Greinar
um bækur er fjallaö um tvær
fornbókmenntasögur. Guðni
Elísson ræðir um Máttugar
meyjar eftir Helgu Kress og
Kirsten Wolf skrifar um fyrstu
tvö bindi íslenskrar bók-
menntasögu sem Vésteinn Óla-
son ritstýrði.
Með þessu hefti verba rit-
stjóraskipti hjá Skírni. Vil-
hjálmur Árnason og Ástráður
Eysteinsson létu af störfum
um síðustu áramót. Nýir rit-
stjórar eru þeir Róbert H. Har-
aldsson og Jón Karl Helgason.
Skírnir er eitt allra þekktasta
og virtasta tímarit íslendinga
og fá tímarit sem oftar er vitn-
að til. Áskrifendur ritsins eru
jafnframt félagsmenn í Hinu
íslenska bókmenntafélagi og
njóta 20% félagsmannaafslátt-
ar af bókaverði í afgreiðslu fé-
lagsins, Síðumúla 21. Þar er
opið virka daga kl. 13:00 til
17:00. ■