Tíminn - 25.05.1995, Side 2
2
Fimmtudagur 25. maí 1995
Tíminn
spyr,..
Er tímabært a& leyfa áfengisaug-
lýsingar í landinu?
Höskuldur Jónsson,
forstjóri ÁTVR:
„Mitt svar er nei. Nú er alls staðar
verið að draga úr auglýsingum
fyrir tóbak og áfengi og engin
ástæöa til að vekja neina sérstaka
athygli á því hér á landi á sama
tíma og alvarleg umræða fer er-
lendis fram um að takmarka beri
auglýsingar."
Gunnar Steinn Pálsson
framkvæmdastjóri:
„Já. Fjölmiðlun er orðin með
þeim hætti að ég sé ekki raun-
hæfa möguleika á aö standa gegn
áfengisauglýsingum á meöan
eðlilegar siðareglur og varnaöar-
orð eru í heiðri höfö. Alþjóðlegir
fjölmiölar, t.d. sjónvarpsefni ut-
an úr heimi, eru búnir að hreiðra
um sig á íslandi til frambúðar. Að
mínu mati er bæöi torsótt og
vonlítið að reyna að halda uppi
öðrum reglum á íslandi en gilda
t.d. á meginlandi Evrópu og í
Bandaríkjunum."
Unnur B. Halldórsdóttir,
formaður samtakanna
Heimilis og skóla:
„Nei. Þegar er allt of mikiö af
óbeinum auglýsingum og það
getur ekki leitt til annars en að
hvetja fólk til drykkju. Þrátt fyrir
að við sjáum áfengisauglýsingar í
erlendum blöðum, er ekki ástæða
til að leyfa auglýsingar í inn-
lendu efni. Það mætti frekar
þrengja rammann og skýra nánar
hvaö sé óbein áfengisauglýsing.
Þá héfur það líka hvetjandi áhrif
á unglinga, þegar dagblöbin eru
sífellt að birta myndir af þekktu
fólki á skemmtistöðum með glas
í hendi."
Rósa Ingólfsdóttir stendur fyrir iandsins stœrstu handverkssýningu
8.-11. júní. Tákn sýningarinnar er sköruleg kona í
skautbúningi á grasi grónum vagni:
„Frú Sigríður sem blautkyssti
alla í afmælum og stórveislum"
Frú Sigríöur, sem komin er í höfuöstaöinn til aö
standa vörö um sitt fólk, íslensk athafnaskáid sem
hafa í aldir veriö aö yrkja jöröina. Tímamynd cs
Mynd af konu I skautbún-
ingi hefur vakib athygli veg-
farenda, sem leiö hafa átt
um Ártúnsbrekku. Þarna
er um ab ræba frú Sigríbi,
sem er tákn handverkssýn-
ingar, sem Rósa Ingólfsdóttir
stendur fyrir og hefur hlotib
nafnib íbir. Sýningin verbur
haldin í Perlunni dagana
8.-11. júní og er sölu-,
menningar- og kynningar-
sýning.
„Frú Sigríður er húsmóðirin
á heimilinu, fjallkonan, og
hún er nú að minna á sitt fólk.
Hún stendur dyggan vörb um
sitt fólk á grænum grundum.
Hún er hin eina sanna löggu-
kona, af því hún er klædd eins
og lögreglan, og því er vernd-
ari sýningarinnar lögreglan í
Reykjavík. Þetta er hún Sigríð-
ur, eina sanna Sigríður, sem
blautkyssti alla ættingja í af-
mælum og stórveislum og allir
krakkar forðuðust, því hún
bleytti svo á þeim kinnina,"
segir Rósa Ingólfsdóttir.
Það er Handverksmiðstöð
landsfjórðunga, sem er í eigu
Rósu, sem stendur fyrir sýn-
ingunni og er um farandsýn-
ingu að ræða. Sýningin er hins
vegar orðin svo mikil um sig,
að ekki er hægt að halda hana
annars staðar á landinu. „Þetta
er umfangsmesta handverks-
sýning sem haldin hefur verið
á íslandi," segir Rósa, en nafn
sýningarinnar segir hún kom-
ib úr Snorraeddu.
Hún segir að um landsfjórð-
ungasýningu sé að ræba og því
sitji allir landsmenn við sama
borö. „Þarna er um ab ræöa at-
hafnaskáld okkar, sem hafa
verið aö yrkja jörðina. Ég ætl-
aði fyrst aö vera með 40 bása,
10 á hvern fjórðung, en nú er
ég komin upp í 170 bása, í
hvern krók og kima í Perl-
unni."
Á sýningunni verða allar
tegundir handverks úr ull,
beini, grjóti, náttúrukrem, af-
urðir frá refabændum, fjalla-
grasaafurðir s.s. fjallagrasa-
brennivín, úr jurtum og margt
fleira. Þá verba á sýningunni
einu rokkasmiðirnir sem til
eru á landinu, en þeir eru
tveir, og eini langspilssmiður-
inn sem eftir er.
Þá verða tískusýningar; til að
mynda verða þar sýndir allir
kjólarnir, sem fegurðardrottn-
ingarnar munu klæðast þegar
fegurðardrottning íslands
verður krýnd, og einnig verb-
ur þar sýndur leðurfatnaður
frá Áustfjörðum.
„Tónlistina hanna ég. Þarna
fer ég nýjar leiöir og ég verb
með vetur, sumar, vor og
haust í íslenskri náttúru."
Listaskólarnir í landinu
verba tengdir sýningunni. „Ég
fékk nemendur á öðru ári í
grafískri hönnun í Myndlista-
og handíðaskól-
anum til að gera
merki sýningar-
innar, hanna
plaköt og sjá
um allt útlit.
Frú Sigríður er
hins vegar mitt
verk."
F j ö 1 m a r g i r
tónlistarskólar
taka þátt í sýn-
ingunni, kvæba-
mannafélagið
Iðunn („Komdu
nú að kveðast
á"), Glímusam-
bandið verður
meö sýningar og
íslandsmeistarar
í frjálsum dansi
verða einnig
meb.
Litir sýningar-
innar eru svart
og gull, sem eru
litir skautbún-
ingsins, og
munu gestir
sýningarinnar
sjá þessa liti alls-
ráðandi á klæð-
um starfsfólks
sýnenda. „Það
fær enginn að sýna nema þeir
séu í ákveönum klæðnaði:
svartur bolur með gullmerki
sýningarinnar, svört skotthúfa
með gullhólk og svartar buxur
eða svart pils. A þennan hátt
vil ég ab sýnendur skeri sig úr
frá gestum."
„fg á mér draum og það er
að markaðssetja saubskinns-
skóinn, að hann verði þjóðar-
stolt okkar, þannig að forseti
íslands og aörir fyrirmenn
þessarar þjóbar sjái sóma sinn
í því að gefa erlendum 'þjóð-
höfðingjum fallega bryddaða
sauðskinnsskó, þegar þeir eru
erlendis. Auk þess eru þetta
bestu framtíðar inniskórnir
sem völ er á, t.d. á parket,"
segir Rósa að lokum.
Sagt var...
Subib búib
„Venjulega leita um 30 manns til
mín í viötal vegna fjárhagsaöstoöar,
en nú kemur enginn. ... Astœöan er
sú aö hér ábur fyrr var kannski
hægt aö suöa sig í gegnum kerfiö."
Gubrún Ögmundsdóttir,
formabur Félagsmálarábs, í Mogganum.
Fangelsisstefna
„Burt meö fangelsisstefnu stjórn-
valda. Stýrum öllum dauöum fiski í
land, án refsingar."
Sigurbur Ingólfsson í Mogga.
Hamskipti Hannesar
„Ég er líka ósáttur viö hvernig
Hannes hefur breytt sér ( aö mér
finnst, einhvern annan Hannes
Hólmstein en hann hefur lengst af
veriö."
Ragnar um Hannes Hólmstein í DV.
Óvitlaus Mókollur
„Hann Mókollur er nú alveg óvit-
laus, skal ég segja þér, og greinilegt
aö skapari hans haföi huidufólk í
huga viö hönnun hans."
Katrín brúbugerbarkona í HP.
Ólafur ökufantur
„ Mér hefur sjaldan liöiö verr í bíl en
meö Ólafi á feröalögum um Vestfirö-
ina."
Steingrímur Hermannsson
um Ólaf P. Þórbarson í HP.
Draumur sérhvers manns
„ Hún var meö brjóst niöur á hné,
rass niöur á gólf og þessi gráa hár-
kolla leit út eins og köttur heföi
drepist á hausnum á henni!"
Páll Óskarsson um Chesty Morgan í HP.
Cób framletbsla rábherra
„ Svo er hún vel gift og framleiöir
góöa knattspyrnumenn."
Gubjón Gubmundsson þingmabur um
Ingibjörgu Pálmadóttur rábherra.
í heita
pottinum...
Þab var mikib talab um þab,
þegar Bændasamtökin voru
stofnub úr Búnabarfélaginu og
Stéttasambandinu, ab hagræb-
ing af því kæmi fram í yfirstjórn
hinna nýju samtaka. Fáirefast um
ab einhver hagræbing hafi orbib,
þó hún hafi e.t.v. ekki orbib í
mannahaldinu á toppnum. Bent
hefur verib á ab helsta sýnilega
breytingin felist í því ab Ari Teits-
son formabur og Sigurgeir Þor-
geirsson framkvæmdastjóri hafi
einfaldlega bæst vib, og þeir sem
þarna voru fyrir — jónas Jóns-
son, Haukur Halldórsson og Há-
kon Sigurgrímsson —séu áfram
og verbi þab um sinn ab minnsta
kosti.
•
Og úr því farib er ab tala um
landbúnabinn, þá vekur athygli
ab Cubmundur Bjarnason hefur
enn ekki rábib sér abstobarmann
í landbúnabarrábuneytib, en
Cubmundur Stefánsson var
lengi orbabur vib þab starf. Telja
menn einsýnt í heita pottinum ab
Cubmundi, sem er fram-
kvæmdastjóri hjá öflugu fóbur-
framleibslufyrirtæki á Krossanesi
á Akureyri, lítist ekki meira en svo
á ab flytja subur meb tilheyrandi
raski og taka jobbib í fjögur ár
fyrir ekki meira kaup en í bobi er.
•
Eins og fram kemur hér í blab-
inu í dag, stendur Rósa Ingólfs-
dóttir fyrir umfangsmikilli hand-
verkssýningu og til ab vekja at-
hygli á henni, hefur hún hannab
tákn sýningarinnar, Frú Sigríbi
búna skautbúningi. Vegna þess
ab litir skautbúningsins eru þeir
sömu og lögreglubúninga, eru
laganna verbir verndarar sýning-
arinnar. Eitthvab hafa laganna
verbir sofib á verbinum, því í
Morgunblabinu í gær er þab haft
eftir lögreglunni ab frú Sigríbur,
sem var nú ekki nefnd á nafn í
fréttinni, hafi verib sett upp í
tengslum vib burtfararathafnir
framhaldsskólanna. Frú Sigríbur
er sem sagt undir verndarvæng
lögreglunnar, án þess ab þeir hafi
hugmynd um þab.