Tíminn - 25.05.1995, Page 9
UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . .
Fimmtudagur 25. maí 1995
Lögreglumabur
beinir byssu
sinni aö dreng í miöborg Rio de /o-
neiro. Drengurinn var þátttakandi
í mótmœlaögeröum sem götusölu-
menn höföu í frammi ígær til aö
mótmœla ofríki lögreglunnar gegn
þeim. Einn sölumannanna var
skotinn til bana.
Nýskipaöur yfirmaöur öryggislög-
reglunnar í borginni, Nilton Cerqu-
eira, lét þau tilmæli út ganga á
þriöjudaginn aö lögreglan skyldi
ekki hika viö aö beita skotvopnum
í baráttu sinni gegn ofbeldisglœp-
um. „ Þegar lögreglumaöur hleypir
af byssu sinni veröa skotin aö vera
banvæn, því ef hann hikar veröur
hann drepinn," sagöi Cerqueira
sem var hershöföingi í varaliöi
landsins.
Mannréttindahópar hafa harölega
gagnrýnt skipun Cerqueiras íemb-
ættiö. Hann er talinn bera ábyrgö
á dauöa 269 manns og hvarfi 152
á tímum herstjórnarinnar í Brasilíu.
Kasmírbúar vilja ekki kosningar um framtíö héraösins nema aöskilnaöur
frá Indlandi sé einn valkostanna:
Stjórnin ætlar að knýja fram kosningar
Srinagar — Reuter
Undirbúningur er nú hafinn ab
kosningum í Kasmírhérabi
nyrst á Indlandi, þar sem kjósa
á um framtíh hérabsins. Ekki er
þó víst hvort af kosningunum
getur orhih, því spenna er mik-
il í hérabinu, en miklar óeirhir
brutust þar út eftir ab grafhýsi
þjóbardýrlings Kasmírbúa í
bænum Charar-e-Sharief eybi-
lagbist í eldi 11. maí sl.
Grafhýsib brann í miklum
eldsvoða, sem braust út í átök-
um milli indverska hersins og
múslímskra aðskilnaðarsinna,
og brann fjöldi húsa í bænum
þá til kaldra kola. Saka aðskiln-
aðarsinnar og herinn hver ann-
an um að vera valdir að brunan-
um. Útgöngubann, sem sett var
á í kjölfar eldsvoðans, var num-
ið úr gildi í vikunni og hefur
verið tiltölulega friðsælt í hérað-
inu síðan.
Kasmírhérað var sett undir
stjórn Indlands árið 1990 í kjöl-
far uppreisnar aðskilnaðarsinna
það ár, en gildistími þess fyrir-
komulags á að renna út 18. júlí
nk. Indverska stjórnin hefur
stefnt að því að lýðræðislegar
kosningar fari fram í héraðinu
fyrir þann tíma, en atburðir síð-
ustu vikna hafa raskað þeim
áformum. Mikil og almenn
andstaða er í héraðinu gegn því
að kosningarnar verði haldnar,
enda er ekki gert ráð fyrir þeim
möguleika að kjósendur geti
valið algeran aðskilnað héraðs-
ins frá Indlandi.
Frelsisfylkingin, sem er sam-
steypa 30 stjórnmálahópa að-
skilnaðarsinna, er mjög and-
snúin kosningunum og hefur
hafið almenna herferð gegn
þeim. „Þar til fyrir stuttu voru
e.t.v. 30 prósent Kasmírbúa sem
vildu kosningar," sagði verslun-
areigandi í Srinagar, höfuðborg
Jammú og Kasmír. „En eftir að
helgidómurinn var eyðilagöur
hafa tvöfalt fleiri snúist gegn
því."
Umar Farooq, formaður Frels-
isfylkingarinnar, segir að hið
helga grafhýsi sé í huga Kasmír-
búa eitt helsta tákn múslímskr-
ar þjóðarvitundar í Kasmír.
„Helsta baráttumál hreyfingar
múslíma í Kasmír er aö vernda
þessa þjóðarvitund," sagði
hann. „Þess vegna var þessi at-
burður mikilvægur vendipunkt-
ur fyrir hreyfinguna."
Á þriðjudaginn var ráðist með
grjótkasti á hinn 70 ára gamla
Ghulam Rasool Kar, sem er
helsti leiðtogi indverska Kon-
gressflokksins í héraðinu. Hann
var fluttur á sjúkrahús með
minniháttar meiðsli, en þetta
atvik sýnir að stjórnmálamenn
geta verið í töluverðri hættu á
þessum slóbum og ab spennan
kraumar undir niðri.
Þrátt fyrir þessa andstöðu hef-
ur indverska stjórnin nú látið
hefja undirbúning að kosning-
unum. ■
Mál Salmans Rushdie:
íran breyt-
ir um
áherslur
Nicosia — Reuter
Nokkurrar stefnubreytingar
hefur undanfarib orbib vart
hjá írönskum stjórnvöldum í
máli Salmans Rushdie. Þar er
því enn haldib fram, eins og
ábur, ab þab sé ekki á valdi
hinna veraldlegu stjórnvalda
í íran ab nema daubadóminn
yfir Rushdie úr gildi, því
hann sé byggbur á trúarleg-
um forsendum og hafi sjálf-
stætt gildi án tillits til ír-
anskra laga.
Hins vegar hefur það verið
haft eftir írönskum embættis-
mönnum að stjórnvöld þar
hyggist ekki lengur standa að
baki neinum hótunum gagn-
vart Rushdie og þau ætli sér
jafnframt að hvetja múslíma út
um allan heim til að fara í einu
og öllu ab lögum þess lands sem
þeir eru staddir í.
Evrópusambandið reyndi í
síðasta mánuði ab fá írönsk
stjórnvöld til að aflétta dauða-
dóminum meö því ab tryggja
öryggi Rushdies í ríkjum Evr-
ópu, en í staðinn fengi íran
bætt samskipti vib Evrópusam-
bandiö á sviöi verslunar, efna-
hagsmála og stjórnmála.
Stjórnvöld í íran hafa enn
ekki sýnt nein formleg viðbrögð
vib þessu tilboði, og hafa ítrek-
ab fyrri afstöbu sína um að
dauðadómurinn sé utan lög-
sögu íranska dómskerfisins. En
sú áherslubreyting, sem áður er
getið, virðist þó til marks um að
Iran hafi áhuga á að bæta tengsl
sín við Evrópusambandið. ■
130 stórlaxar úr alþjóölegu viöskiptalífi sœkja
EAN-þingiö í Reykjavík:
Litlu EAN-merkin sem
hafa breytt svo mörgu
Tíu ár eru síban EAN, alþjóð-
lega vörunúmerakerfib sem
flestir þekkja í formi strika-
merkinga á nánast hverjum
hlut sem keyptur er í versíun-
um, hélt innreið sína á íslandi.
Þá var stofnub íslensk EAN-
nefnd. í dag og á morgun
halda alþjóblegu EAN-samtök-
in ársfund sinn á Hótel Loft-
leibum í Reykjavík. Um 130
manns sækja fundinn, fólk
hvaðanæva úr heiminum,
einkum stórlaxar vibskiptalífs
sinna landa. EAN-merkingar
hafa gjörbreytt ýmsu í þjóbfé-
laginu á stuttum tíma, en þær
hafa líka stublab ab minni
vinnu, sérstaklega afgreibslu-
störfum í kjörbúbum.
Líklega var Kexverksmiðjan
Frón frumherji í notkun strika-
merkinga á vöru sinni, en þaö
kom til af útflutningstilraunum
til Ameríku. Það var fyrir um 15
árum. Bónus opnaði verslun
með strikamerkingakerfi fyrst
smásöluverslana vorið 1989.
Margar verslanir fylgdu í kjöl-
farið.
í dag hafa hundruð aðila
fengið úthlutað EAN-merkjum
5 712347 842360
EAN-strikamerkiö erá nánast öllum varningi í dag.
hér á landi. Strikamerkin koma
við sögu víðar en í verslun og
iðnaði og breiðist þessi tækni
nánast út um allt í dag. Strika-
merkin flýta afgreiöslu í
verslunum, gera ' lagerhald
nákvæmt og vörumóttöku ör-
uggari. Á litla strikamerkinu
er að finna upplýsingar" um
fjölmarga hluti aðra en verb
vörunnar, meðal annars fram-
leiðsluland, vöruheiti og margt
annað, sem tölvan ein getur
lesið út úr merkingunni.
Forseti alþjóðlegu EAN-sam-
takanna er Hollendingurinn Jan
van Dijk, en formaður íslensku
nefndarinnar Vilhjálmur Egils-
son, alþingismaður og fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs ís-
lands.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
býður ráðstefnugestum til mót-
töku í Ráöhúsinu ab loknum
þingstörfum annað kvöld. ■
ImmjIhiIIg
ABURÐARDREIFARAR
Aratuga reynsla á Islandi
• Hefur færanlegan neðri festipinna,
þannig að hægt er að setja hann á
allar gerðir dráttarvéla.
Hafíö samband vió sölumenn okkar,
sem gefa allar nánari upplýsingar.
lngvar
Helgason hf. vélasala
Sævarhöföa 2, SÍMI 91-674000.
Ath. 3. júní breytist símanúmeriö f 525-8000