Tíminn - 25.05.1995, Side 11
Fimmtudagur 25. maí 1995
11
takmörkunar í verkum málara nú
og áöur."
— Er myndlistarskóli í Fœreyjum?
„Nei, þaö hefur aldrei verið starf-
andi hér myndlistarskóli, heldur
hafa menn þurft að leita til ann-
arra landa um menntun. Þaö hafa
verið haldin námskeið annaö slag-
ið, en aldrei verið stöðugt skóla-
hald hér, líkt og á íslandi.
Listamenn hafa, einkum fyrir til-
stilli Trándar Paturssonar, tekið sig
saman og komið á fót veglegu lista-
safni hér í Þórshöfn. Einnig hefur
verið komið upp aðstöðu fyrir graf-
ík og járnþrykk í kjallara listasafns-
ins, sem allir listhneigðir Færeying-
ar hafa aðgang aö. Starfandi mynd-
listarmenn í Færeyjum, þ.e. þeir
sem ná að lifa á list sinni, eru um
þrjátíu talsins. Kjör þeirra fara þó
ekki batnandi, vegna kreppunnar
hér, og eru það nær eingöngu þeir
sem eru viðurkenndir á hinum
Norðurlöndunum sem ná endum
saman. Þá svona gamlir jaxlar eins
og ég til dæmis.
Þessir ungu og efnilegu verða aö
vinna samhliða því sem þeir mála,
og margir þurfa þeir að flytja af
landi brott."
Höggmyndalist
Mikiö er af höggmyndum í Þórs-
höfn. Maður þarf ekki að ganga
lengi áður en skúlptúr verður á
vegi manns. Áberandi finnst
manni hversu margar höggmynd-
anna tengjast hafinu og sjó-
mennsku, og eru þær margar hverj-
ar til minningar um drukknaða sjó-
menn. Þegar ég spuröi Zacharias
um höggmyndalistina, varð hon-
um litið útum gluggann. Hann
benti á stóran skúlptúr neðan við
húsið, þar sem stendur sjómaður á
háum stalli:
Þessi skúlptúr er til minnis um
færeysku sjómennina, sem létust í
seinni heimsstyrjöldinni. Þannig
var að hér var breskt setulið, sem
átti að vernda landið gegn ágangi
Þjóðverja. Fiskiskip sigldu meö fisk
frá íslandi Hl Færeyja þar sem hann
var verkaður og svo siglt meö hann
frá Færeyjum til Bretlands. Þetta
var á þeim tíma þegar Þjóðverjar
voru aö reyna að ná Bretlandi og
var fiskurinn, sem kom frá Færeyj-
um og íslandi, mjög mikilvægur
fyrir Bretana. En Þjóðverjarnir
náðu samt að granda mörgum
skipum og eyðileggja mikið í landi.
Loftvarnabyssur Bretanna voru
þannig gerðar, aö þeim var miðað
uppí loft. Náöu því Þjóðverjarnir
að sprengja mikið á jörðu niðri
meö því að fljúga lágt yfir, lægra
en loftvarnabyssurnar náöu. Ekki
reyndist þeim heldur erfitt að
granda fjölda fiskiskipa á leið til
Bretlands. Færeyjar misstu þannig
mest allra þjóða í stríðinu, miðað
við höfðatölu.
Höggmyndalistin á sér ekki
langa sögu hér, þó að gróskan hafi
verið mikil hin síðari ár. Stærstu
nöfnin eru þeir Janus Kamban og
Fridtjof Joensen."
Kveðjustundin
Ég átti góðan eftirmiðdag með
Zachariasi Heinesen á heimili hans
í hlíðum Þórshafnar. Hann sagði
mér margt af því, sem hefur verið
meginuppistaða þessarar greinar.
Að viötalinu loknu fór hann með
mig út í vinnustofuna sína, sem er
við hlið hússins, og þar sýndi hann
mér bækur og myndir og gaf mér
margt fróðlegt og fallegt um efnið.
Þegar við vorum aö kveðjast, sagði
hann mér frá stormi sem hafði
feykt trjám um koll, sem stóðu í
garði fjölskyldu hans. Mér fannst
mikiö til þess koma hvernig hann
talaði um trén líkt og þau væru
manneskjur.
Þaö er alltaf gott að sækja Færey-
inga heim. Þeir eru hlýir og einlæg-
ir og koma manni oft á óvart með
áherslum sínum og eru þeir sann-
arlega með hjartað á réttum stað. ■
Mývatnssveit:
Sparisjóöimir veita fé til
vemdunar Dimmuborga
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri:
Verndun Dimmuborga er
heiti á verkefni, sem spari-
sjóðirnir á Islandi hafa tekið
að sér og miðast við að koma
í veg fyrir eyöingu Dimmu-
borga í Mývatnssveit, en þær
þykja eitt af mestu náttúru-
undrum landsins. Til þessa
verkefnis hefur verið ákveðið
að veita 12 milljónum króna
á ári næstu þrjú árin, og á-
kveðið hefur verið að Land-
græðslan hafi umsjón meb
framkvæmd þess. Þess má
geta ab frú Vigdís Finnboga-
dóttir, forseti íslands, er
verndari þessa verkefnis.
Á undanförnum árum hefur
orðið ljóst að hraunsvæðinu í
sunnanverbri Mývatnssveit,
sem nefnt er Dimmuborgir,
stafar veruleg hætta af sand-
foki, sem á sér stað vegna upp-
blásturs á öræfunum sunnan
Mývatns. Ef mikið sandfok
verður, er hætta á að hraun-
myndanirnar, sem þykja svo
einstæðar í náttúrulegu tilliti,
grafist undir sandi. Að undan-
förnu hefur verið unnið að því
ab hefta sandfok á þeim slóð-
um þar sem Dimmuborgasvæð-
inu er einna mest hætta búin,
og er því þetta verkefni spari-
sjóðanna mjög kærkomið í bar-
áttunni við gróðureybinguna.
í áætlun Landgræðslunnar
varðandi þetta verkefni kemur
fram ab stöbva verði allt sand-
fok innan Dimmuborga sjálfra
Steinar Waage safnar skóm
handa bágstöddum:
Látum skóna
ganga aftur
í dag hefst söfnun á notuðum
skófatnaöi til handa bág-
stöddum og er það skóversl-
un Steinars Waage sem stend-
ur fyrir henni, en söfnunin
kallast „Látum skóna ganga
aftur". Aöal söfnunarstaður-
inn verður við Skóverslun
Steinars Waage í Domus Med-
ica, en þar verður 20 feta
gámur ávallt opinn á verslun-
artíma. Einnig verður skó-
fatnabi veitt viðtaka í skó-
verslunum Steinars Waage í
Kringlunni og Toppskónum
viö Ingólfstorg, en þessar
verslanir eru allar í Reykja-
vík.
í fréttatilkynningu segir m.a.
ab mest þörf sé fyrir barnaskó,
en síst fyrir háhæla kvenskó og
kuldaskó, þó allt komi að
gagni. Hluti af skófatnaðinum
sem safnast verður settur í fiski-
ker sem veröa síðan send til
Grænhöfðaeyja á vegum Þró-
unarsamvinnustofnunar ís-
lands. Það sem ekki kemst til
Grænhöfðaeyja verður sent til
bágstaddra í gegn um Þýska-
land.
Skóverslun Steinars Waage
stóð einnig fyrir svipaðri skó-
söfnun í fyrra og fékk hún
mjög góðar vibtökur almenn-
ings, að sögn, og komu skórnir
í góðar þarfir.
Nokkur fyrirtæki hafa sýnt
þessu átaki velvilja, Samskip út-
vega gáminn, flutningafyrir-
tækið Jónar mun hafa milli-
göngu um flutning á honum til
Evrópu og Plastprent gefur
plastpoka undir skóna. ■
Dimmuborgir.
og styrkja gróður með áburði,
auk þess að sá melfræi og gróð-
ursetja víði og birki. Þá verði
einnig unniö að því að stöðva
sandfok sunnan Dimmuborga
með því að stækka land-
græðslusvæðið þar til suðvest-
urs og hefja gróðursetningu á
víði og birki auk áburðardreif-
ingar og sáningar á melfræi.
Einnig er fýrirhugað að bæta
aðstööu til þess að taka við
þeim fjölda ferðamanna, sem
árlega leggur leið sína í borgirn-
ar, og verður það meðal annars
gert með lagningu göngustíga,
auk þess sem aökoma verður
bætt. Talið er að allt að 60 þús-
und manns komi í Dimmu-
borgir árlega. ■
Bœndur á Skeiöum í Ár-
nessýslu:
Ráðast í stórfellt
átak í ræktun
skjólbelta
Bændur á Skeibum í Árnes-
sýslu byrja í næstu viku á
stærsta verkefni í skjólbelta-
ræktun sem rábist hefur verib í
hér á Iandi til þessa. Áformab
er ab gróðursetja 20 km. skjól-
belta í sveitinni og hafa bænd-
ur á alls 26 bæjum bobað þátt-
töku.
Aö sögn Valgerðar Auöuns-
dóttur á Húsatóftum á Skeiðum
er verkefni þetta unnið í sam-
vinnu Skógræktarfélags Skeiða-
hrepps, Búnaöarfélags Skeiða-
hrepps og sveitarfélagsins. Þá
leggja Skógræktarfélag Árnes-
sýslu og Skógrækt ríkisins einnig
sitt af mörkum. „Þaö eru bændur
á nær hverjum bæ hér í sveitinni
sem ætla að vera með í þessu
verkefni. Það er mjög almennur
áhugi fyrir þessu og það sem mér
þykir skemmtilegast er að eng-
inn hefur verið beinlínis hvattur
til þátttöku, heldur hafa allir
boðað hana af sjálfsdáðum. Og
þessir 20 km. skjólbelta eru að-
eins byrjunin því meira stendur
til að gróðursetja á næstu árum,"
sagði Valgerður.
Það er Björn Bj. Jónsson skóg-
ræktarráöunautur sem verður
ráðgefandi aðili í þessu verkefni,
en Hallur Björgvinsson skóg-
fræðingur mun annast verk-
stjórn við gróðursetningu. Settar
verða í mold ýmsar víðitegundir
og asparplöntur og er þar stuðst
við það sem gert hefur verið í
skógrækt á jósku heiðunum í
Danmörku.
Símanúmera-
mundu!
breytingarnar
-j j -j
1 £) I D
••>«>>• stafa
símanúmer
taka gildi laugar-
daginn 3. júní
Númer breytast sem hér segir:
55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu
5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu
42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum
43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi
456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum
45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra
46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra
47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi
48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi
Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer.
Farsíma- og boðtækjanúmer.
Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer
á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989.
POSTUR OG SIMI