Tíminn - 25.05.1995, Page 14
14
Fimmtudagur 25. maí 1995
Framsóknarflokkurinn
Happdrætti Kiördæmissam-
bands framsóknarfélaganna
í Reykjaneskjördæmi
1. Nr. 2956 1. Ferb til Benidorm m/Samvf.-Landsýn að eigin vali kr. 100.000,-
2. Nr. 5628 2. Ferb til Mallorca, Ponent Mar, m/Samvf,-
Landsýn að eigin vali — 100.000,-
3. Nr. 7684 3.-4. Ferb til Benidorm m/Samvf.-Landsýn ab eigin vali,
4. Nr. 4765 hvorvinningur á kr. 75.000 — 150.000,-
5. Nr. 7992 5.-6. Ferb til Mallorca, Cala d'Or, m/Samvf,- Landsýn,
6. Nr. 600 hvor vinningur á kr. 75.000 — 150.000,-
7. Nr. 6175 7. Flug til írlands m/Samvf.-Landsýn ab eigin vali — 50.000,-
8. Nr. 7263 8. Flug til Kaupmannah. m/Samvf.-Landsýn ab eigin vali — 50.000,-
9. Nr. 3500 9.-10. Flug til Kaupmannah. m/Samvf.-Landsýn,
10. Nr. 5478 hvor vinn. á kr. 40.000,- kr. 80.000,-
Samtals kr. 680.000,-
Upplýsingar í síma 5543222. ---------------------
TÖKUM ÁFENGIÐ
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi
Sveinbjörn Valgeirsson
frá Nor&urfir&i
til heimilis aö Dvalarheimilinu Höfða
veröur jarösunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 26.
maí kl. 14:00.
Þeir, sem vildu minnast hans, eru beönir um aö láta
Dvalarheimiliö Höföa, Akranesi, njóta þess.
Guörún Sveinbjörnsdóttir
Þorger&ur Sveinbjörnsdóttir
Gestur Sveinbjörnsson
Sesselja Sveinbjörnsdóttir
Hei&rún Sveinbjörnsdóttir
Valger&ur Sveinbjörnsdóttir
Gu&jón Sveinbjörnsson
Júlíus Veturliðason
Erlendur Halldórsson
Kristín Jónsdóttir
Hlö&ver Sigur&sson
Jón Valgar&sson
Lárus Olafsson
börn og barnabörn
Sauðajörð
Leitum eftir góðri saubajörð, gjarnan kvótalausri, í skipt-
um fyrir góba 4ra herbergja íbúð meb fallegu útsýni í
Fossvogsdal, Kópavogsmegin. Milligjöf gæti verið stab-
greidd, ef um dýrari jörð er að ræða. Allir möguleikar
skobabir og um allt er hægt ab ræða.
Vinsamlegast sendiö nánari upplýsingar til Fasteigna-
miðlunarinnar, Suburlandsbraut 12, 108 Reykjavík, eba
hafið samband við Sverri í síma 553-1800, 5652224 eða
989-64489.
’ Mii '
Blaðberar
Blaðbera vantar í Reykjavík og nágrenni.
Upplýsingar í afgreibslu Tímans í
síma 5631631.
Sveinbjöm Valgeirsson
frá Noröurfiröi
Fæddur 24. ágúst 1906.
Dáinn 18. maí 1995.
Gnúpleit og tignarleg, með
nokkrum ávæning af þótta,
standa Strandafjöllin sem „risar
á verði" og bjóða birginn af
brotsjóum Húnaflóa þegar af
norðaustri blæs og eins og þau
láti sér fátt finnast um ham-
remmi öldunnar sem æðir að
urðum og hleinum við fætur
þeirra.
Þessi mikilúðlegu fjöll veita
að öðru leyti skjól, í öðrum
vindáttum, víkum og ýmsum
byggðarlögum; hlúa ab þeim á
ýmsa lund og hafa lagt þann
grundvöll sem þarf til þess ab
mannleg búseta fái þar staðist.
Ekki trútt um að svipmikil nátt-
úran á þessum slóðum hafi sett
mark sitt á fólk það sem þar er
upprunniö og hamrað í það
kjark og þor.
Ég er ab hugleiöa þetta við
fráfall tengdaföður míns, en
hann lést á sjúkrahúsinu á
Akranesi ab morgni 18. maí sl.
og yerður útför hans gerð frá
Akraneskirkju á morgun. Það er
mér bæði ljúft og skylt ab
heiðra minningu hans með fá-
einum línum, en annir vorsins
og erill við sauðburð hamla því
nokkuð að ég geti gert það á
viðhlítandi hátt eða svo sem
vert væri.
Kynni okkar Sveinbjarnar
tókust síðla árs 1962, er ég
tókst ferð á hendur meb unn-
ustu minni norður í Árnes-
hrepp til fundar við tengdafor-
eldra mína og annab venslafólk
tilvonandi, og var þetta ekki lít-
ið feröalag á þeirra tíma mæli-
kvarba. Ekki hafði ég þangað
komiö áöur og lítið sem ekkert
vissi ég um tengdaföður minn
tilvonandi nema hvab mér
hafði verið sagt að hann væri
maður heldur í strangara lagi
og skapmikill. Ég var því engan
veginn laus við kvíða þegar
fundum okkar bar saman. Sá
kvíði reyndist hins vegar
ástæðulaus með öllu og tókst
með okkur besta vinátta sem
hefur haldist æ síðan og aldrei
borið skugga á.
Sveinbjörn tengdafaðir minn
var fæddur í Noröurfirði þann
24. ágúst 1906 og var því kom-
inn langt á 89. aldursárið þegar
hann lést. Norburfjörður varð
síðan skjól hans, athvarf og at-
vinnustaður að langmestu leyti,
allt til þess að hann flutti eftir
áratuga búskap þar, ásamt Sig-
urrósu konu sinni, á Akranes.
Hann var tíunda barn þeirra
hjóna í Norðurfirði, Valgeirs
Jónssonar og Sesselju Gísladótt-
ur sem alls áttu átján börn,
hvar af fjögur dóu við fæðingu
eöa á fyrsta ári. Það þarf að
sjálfsögðu ekki vitnanna viö til
að sjá það að ekki var tekið út
með sitjandi sældinni að fram-
fleyta svo gríðarstórri fjöl-
skyldu, þó svo aö tveim barn-
anna hafi verið komið fyrir hjá
öðrum á unga aldri.
Sveinbjörn sagði mér oft frá
vinnuþrælkun ungdómsáranna
og var þá gjarnt að bera hana
saman vib vinnu ungmenna nú
á dögum, þegar jafnvel jaðrar
við skort á verkefnum til handa
börnum og unglingum í sveit-
um.
Það má meb nokkrum sanni
segja ab hann hafi orðiö vinnu-
þrælkuninni að bráð. Sjósókn á
opnum báti þegar eftir ferm-
ingu og vos það sem henni
fylgdi gekk svo nærri heilsu
hans að hann beið þess aldrei
fullar bætur.
Aðrir sjúkdómar, síðar á lífs-
leiðinni, riðu svo baggamuninn
með það að hann fékk lítið sem
ekki notið þeirrar hreysti og
þess líkamsatgervis sem ég
hygg þó að hann hafi haft að
upplagi. Ekki má þó skilja þessi
orð mín svo að hann hafi verið
neinn vesalingur eða aukvisi.
Það var nú öðru nær. Enda átti
fyrir honum að liggja, og konu
hans, að koma upp allstórum
barnahópi og tókst það meb
fullri sæmd og prýði.
Þann 29. ágúst 1937 kvæntist
hann Sigurrósu Jónsdóttur frá
t MINNING
Asparvík og bjuggu þau í Norð-
urfirði til ársins 1976 er þau
fluttust á Akranes sem fyrr seg-
ir. Sigurrós lést í apríl 1994 og
greindi ég frá lífsferli hennar og
kynnum mínum af henni í fá-
tæklegum minningaroröum.
Enda þótt búskapurinn yrði
lífsstarf Sveinbjarnar er ekki þar
með sagt að hneigöir hans hafi
ekki kunnað að standa til ýmis-
legs annars. Ég held t.d. ab
hann hafi haft þó nokkurt sjó-
mannsblóð í æbum og sjó-
mennsku stundaði hann tals-
vert, bæði frá Reykjavík og á
heimaslóðum. Frá Reykjavík
sótti hann sjó á skipi sem hét
Ármann og var meb stærri fiski-
skipum sem gerð voru út þá.
Skipstjórinn hét Gestur og síðar
meir gaf Sveinbjörn öðrum
syni sínum nöfn bæbi skip-
stjóra og skips í vináttu- og
virðingarskyni. Þá var hann
einnig maður handlaginn og
útsjónarsamur við smíöar og
fékkst nokkub við þær á yngri
árum. Mun m.a. hafa byggt
íbúðarhús í Bæ í Trékyllisvík og
í Norðurfirði hjá Sigurlínu syst-
ur sinni og Ándrési manni
hennar auk þess sem hann,
ásamt bræörum sínum, byggði
þau útihús í Norðurfiröi sem
enn voru við lýði þegar hann
flutti burtu, og síðar gerði hann
stórfelldar umbætur á íbúðar-
húsinu þar. Var hann mikill
eljumaður við smíðavinnu. Það
var því ekki af köllun einni
saman, eöa hugsjón, sem hann
gerði búskapinn að ævistarfi,
heldur réðu þar miklu fremur
ræktarsemi við byggð og ætt-
menni en slíkt hefur orbið
hlutskipti margra annarra þótt
fátíðara gerist nú. En þó svo að
búskapur væri ekki æðsta köll-
un Sveinbjarnar, þá sinnti
hann honum af alúð og snyrti-
mennsku, og þannig hagar til á
Ströndum að sjórinn er jafnan
skammt undan og byggingar
þurfa sitt viðhald, þar sem ann-
ars staðar, og þannig fékk hann
útrás fyrir þær ýmsu hneigðir
sem með honum blunduðu.
Sjórinn hefur um aldir verib
önnur hliðin á búskapnum
norður þar en úr honum var
dregin björg í bú. Rek ég ekki
búskaparsögu tengdaforeldra
minna nánar, en þau áttu sjö
börn sem á legg komust og eru:
Guðrún, gift Júlíusi Veturliða-
syni frá Isafirði, nú búsett á
Akranesi, eiga þau sex börn.
Þorgerður, gift Erlendi Hall-
dórssyni Dal og eiga þau fjögur
börn. Gestur Ármann, kvæntur
Kristínu Jónsdóttur frá Reykja-
vík og eiga þau fjögur börn.
Sesselja, gift Hlöðver Sigurðs-
syni frá Djúpavogi og eiga þau
þrjú börn. Heiðrún, gift Jóni
Valgarðssyni á Eystra-Miðfelli
og eiga þau þrjú börn. Gubjón,
ókvæntur og barnlaus, og Val-
gerður, gift Lárusi Ólafssyni
Akranesi og eiga þau fimm
börn. Tengdaforeldrar mínir
veltust aldrei í veraldarauði
þótt þau kæmust bærilega af
um dagana, en mestur auður
held ég að þeim hafi fundist í
afkomendum sínum sem eru
orðnir margir en verða ekki
nafngreindir eða taldir hér. Og
ævinlega var hverjum nýjum
fagnaö og glaðst yfir velgengni
þeirra. Rétt var það að tengda-
faðir minn var maður skapstór
og gat jafnvel talist funabráður,
en barnavinur var hann mikill
og þeim blíður og nærgætinn.
Hann átti að því leyti það sam-
merkt við Stjána bláa sem segir
í kvæði Arnar Arnarsonar:
„Hörð er lundin,
hraust er tnundin,
hjartað gott sem undir slœr."
Alla sína tíö var hann eld-
heitur framsóknar- og sam-
vinnumaður. Slíkt er kynfylgja.
Ég vona bara að hann fyrirgefi
mér það að láta þessa minning-
argrein birtast í Morgunblaðinu
en ekki einungis í Tímanum!
Því er ekki ab neita að margt í
nútíma þjóðfélagsháttum var
honum mjög á móti skapi og
t.d. fékk það á hann ab þurfa að
horfa upp á hálfgildings hrun
samvinnuhreyfingarinnar, svo
mjög sem hún hafði létt oki af
landsins börnum og ekki síst
úti á jaðarsvæðum landsins
sem svo má kalla. Mörgu öðru í
umbyltingum nútímans fjarg-
viðraðist hann út af, en þó
sjaldan svo að hann gæti ekki
hlegið ab „helvítis vitleysunni."
Sveinbirni tengdaföður mín-
um dapraðist mjög sýn þegar
ellin færðist yfir og var síðustu
fimm árin alblindur. Hins vegar
átti hann því láni að fagna að
aldrei förlaöist honum minni
og því gat hann, öðrum yngri
fremur, farið kórrétt meb þjóð-
hagslegar tölur og haft þær á
hraðbergi meb ótrúlegum
hætti. Ég veit ekki marga á
hans aldri sem fylgdust jafn
grannt með gangi þjóðmála og
hann gerði til hins síöasta. Þá
var hann einnig áhugamaður
um öll þjóðleg fræði og.kunni
mikið af ljóðum sem hann
hafbi mætur á. Erum vib hjón
svo heppin ab eiga hljóðritanir
af ýmsu því sem hann las af
ljóðum eða sagði af draumum
sínum og ýmsum viðburðum á
lífshlaupinu. Skömmu etir að
tengdaforeldrar mínir fluttu á
Akranes, í húsið númer 47 við
Vesturgötu, létu þau gera því
verulega til góða með því að
klæða það að utan og einangra
og var Sveinbjörn réttilega