Tíminn - 25.05.1995, Page 15

Tíminn - 25.05.1995, Page 15
Fimmtudagur 25. maí 1995 15 stoltur af þeirri framkvæmd sinni. í því húsi áttu þau nokk- ur góð ár. Síðan fluttu þau að dvalarheimilinu Höfða og höfðu þar aðsetur til æviloka. Mjög voru þau þakklát forsjón- inni fyrir þau ár sem þau áttu á Akranesi og lofaði tengdafaðir minn handleiðslu Guðs í því efni. Honum hlotnaðist sú gæfa að ljúka jarðvist sinni með auk- inni mildi og ró. Sú er gæfa mest. Ég get svo ekki skilist við þessi skrif mín að ég færi ekki starfsfólki á Höfða þakkir fyrir atlæti sýnt tengdaforeldrum mínum, að ég segi ekki blíðu- hót. Að svo mæltu er ekki annað eftir en að þakka allar samveru- stundir, hvort heldur var norð- ur á Ströndum eða suður á Skipaskaga og biðja fyrir kveðj- ur. Börnum hans og aðstand- endum votta ég samúð. Erlendur Halldórsson Rétt eins og grasið verður að beygja sig þegar vindurinn blæs, svo verður og hver að tygja sig til farar þegar kallið kemur. Fyrir afa okkar, Svein- björn Valgeirsson, hefur kallið nú komið eftir langt æviskeið. Þó að sum okkar hinna yngri eigi fyrstu minningar sínar úr fjárhúsunum hjá afa í Norður- firði, eru þær þó skýrari minn- ingarnar af gamla blinda manninum sem alltaf sat einn í stólnum sínum. En þrátt fyrir myrkrið í augum hans virtist gamli maöurinn alltaf búa yfir nægu ljósi innra með sér. Viö gleymum seint hinum ótelj- andi sögum og kvæðum af hetj- um og sterkum mönnum sem hann gat þulið af vörum fram og sögurnar af hinni hörðu lífs- baráttu á Ströndum kenndu okkur sem ólumst upp við alls- nægtir að meta að verðleikum allt það góða sem okkur var gefið í lífinu. Það þarf ekki víð- lesna og menntaða fræðimenn til að kenna æskunni á lífið. Þeir sem sjálfir hafa gengið í gegnum skóla lífsins og útskrif- ast þaðan með hæstu einkunn, það eru þeir sem geta miðlað dýrmætustu þekkingunni, þekkingunni á lífinu sjálfu. Þá þekkingu hafði afi okkar og miðlaði óspart af henni til okk- ar yngri. Við kveðjum þig nú í síðasta sinni, kæri afi okkar, og þökk- um þér fyrir allar góöu stund- irnar sem við áttum með þér. A meðan þú nýtur hvíldar eftir vegferð stranga minnumst við þín með gleði og kærleik í hjarta. Kær kveðja, systkinin á Eystra-Miðfelli APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apöteka I Reykjavik frá 19. til 25. maf er I Holts apötekl og Laugavegs apótekl. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 aó morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnarlsíma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt- is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag M. 10.00-12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvorl að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i jovi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garóabær: Apótekið er opið rúmheiga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR Bjöm Þórarinn Jóhannesson fyrrum lektor Fæddur 29. maí 1930. Dáinn 11. maí 1995. Björn Þ. Jóhannesson var fœddur 29. maí 1930 á Hvammstanga. Foreldrar hans bjuggu í Hrísakoti á Vatnsnesi. Faðir hans var Jó- hannes Pétur Jónsson, f. 3. des 1868, d. 20. des 1938, en móðir hans var Guðríður Guðrún Gísla- dóttir frá Hlaðgerðarkoti í Mos- fellssveit, f. 11. maí 1882, d. 3. okt 1951. Bjöm var yngstur systk- ina sinna, en elstur var dr. Jón, prófessor í sögu, f. 1909, d. 1955. Bjöm lagði ungur út á mennta- braut og varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1951. Hélt síðan til Edinborgar og stundaði nám í enskri tungu og bókmennt- um við háskólann þar sem aðal- greinum. Hann lauk M.A. Hono- urs prófi 1956, og kom þá heitn. Starfssaga Björns er annars á þessa leið: Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Austurbaejar 1956 til 1957, skólastjóri bama- og unglingaskólans í Bolungarvík 1957 til 1963, að hann gerðist kennari við Kennaraskólann. Lektor varð hann við skólann, þegar honum var breytt í háskóla, og skipaður 1973. Þar kenndi Bjöm enska tungu og fleiri grein- ar, allt til þess tíma að hann fékk lausn frá starfi sínu frá og með 1. ágúst 1992. Hann annaðist bóka- vörslu við K.í. 1963 til 1972. Auk þessa gegndi Björn ýmsum nefndarstörfum. Hann var í rit- nefnd ársritsins Húnvetningur, sem Húnvetningafélagið í Reykja- vík gefur út og ritstýrði því nokkur t MINNING síðustu árin. Bjöm kvœntist 29. seþt. 1963 Valgerði Vilhjálmsdóttur, deildar- stjóra skjalavörslu í menntamála- ráðuneyti, og lifir hún tnann sinn. Björn andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík fimmtudaginn 11. maí 1995. Hann var jarðsettur frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. maí. Þegar ágætur vinur og kenn- ari minn um skeið er horfinn af sviði mannlífsins þykir mér sjálfsagt að kveðja hann með nokkrum orðum. Mér fannst hann enn vera maður á góðum aldri, þó að hann kysi fyrir nokkru að leggja niður starf það, sem hann hafði gegnt í meira en hálfan fjórða áratug. Kennsla var ævistarf þessa ágæta manns, og vist er, að þar hefur hann skilið mikið eftir, eins og raunar allir góðir kenn- arar gera. Góður kennari er allt- af að gefa af sjálfum sér. Björn Þórarinn Jóhannesson var lengstaf kennari við þá stofnun sem menntar grunn- skólakennara, bæði meðan stofnunin bar heitið Kennara- skóli íslands og síðar Kennara- háskóli íslands. Hann lagði því drjúgt til menntamála landsins. Ég kynntist Birni fyrst haust- ið 1969, er ég settist í sérdeild Kennaraskólans í orlofi mínu, sem mér var þá veitt, eftir tveggja áratuga starf við kennslu. Aðalgrein mín og fé- laga minna sjö, sem þarna stunduðu nám, var danska, en aukagreinar gátum við tekið tvær með, og völdu flestir ensku. Hana kenndi Björn, ásamt Auði Torfadóttur. Við vorum sammála um það að Björn væri þægilegur kennari. Hann var það hljóðlátur að lík- ast var sem hann læddist. Dálít- ið bagaður á fæti, og gekk eilít- ið haltur. En þrátt fyrir alla hógværðina kom Björn því til skila sem hann ætlaðist til, og við hlutum gott veganesti hjá honum í þessu annars marg- slungna tungumáli, sem ensk- an er. Okkur duldist ekki að maöurinn bak viö kennara- borðið bjó yfir djúpstæðri þekk- ingu í kennslugrein sinni. Framburður hans á ensku var svipaður og hjá innfæddum Englendingi, og það vel mennt- uðum. Mikið happ er mennta- stofnun að fá að nýta starfs- krafta og þekkingu slíks kenn- ara. Á seinni árum urðu samskipti okkar Björns nokkur, einkum vegna ritstjórnar hans við ársrit Húnvetningafélagsins, Hún- vetning, sem komið hefur út í rúma tvo áratugi. Þarna var Björn réttur maöur á réttum stað. Hann hringdi til mín skömmu fyrir andlát sitt, þá hress í máli, og spurði hvort ég ætti eitthvert efni í ritið. Jú, eitthvað átti ég til, eftirlauna- maðurinn, sem ekki hefur ann- að fyrir stafni en að sitja við tölvuna og skrifa eitt og annað. Ég brá fljótt við og heimsótti Björn á heimili hans á Heiðar- ási 24. Kona hans var aö störf- um á vinnustað sínum, og hann einn heima í rúmgóðu raðhúsi sínu. Og viðtökurnar voru eins og best veröur á kos- ið. Þetta var fimmtudaginn 27. apríl. En síðast sá ég Björn vin minn sunnudaginn 7. maí, á árlegri samkomu eldri Hún- vetninga. Þar fékk ég honum í hendur enn frekara efni í ritið, ásamt myndum. Þar er um að ræða frásögn af síðustu dögum mannlífs á Refsstöðum, minni gömlu eignarjörð á Laxárdal, fyrir rétt hálfri öld. Þarna sát- um viö Björn saman við borð og ræddum margt, sem ég geymi í huganum. Réttum fjórum dögum síðar var Björn allur. Ævi hans lauk með sviplegum hætti. Hann er horfinn langt um aldur fram. Hann var enn í starfi, þótt kennslan væri að baki. Björn var maöur starfssamur og lét ekki deigan síga meðan dagur var. Honum færi ég þakkir fyrir góð kynni og samstarf og votta eiginkonu hans og ættmennum samúð við fráfall hans. — Blessuð sé minning mæts manns. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum DAGBÓK 145. daqur ársins - 220 daqar eftir. 21. vika Sólris kl. 3.43 sóiarlag kl. 23.08 Dagurinn lengist umémínútur Félag eldrl borgara í Reykjavík og nágrenni Bridge í dag kl. 13. Félagsvist á morgun kl. 14. Göngu-Hrólfar fara frá Risinu laug- ardag kl. 10. Hana-nú, Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana-nú verður á laugardaginn. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Ný- lagað molakaffi. Ferbafélag íslands í dag, fimmtudag, kl. 13 verður genginn 6. áfangi Náttúruminjagöng- unnar: Kaldársel-Vatnsskarð. Fróðleg og skemmtileg ganga með Undirhlíð- um í fylgd Sigmundar Einarssonar jarðfræðings. M.a. skoðaöar eldstöðv- ar frá sögulegum tíma. Verið með í þeim áföngum sem eftir eru. í Náttúruminjagöngunni, sem far- in er í tilefni náttúruverndarárs Evr- ópu, eru þátttakendur komnir á sjötta hundrað. Verð 700 kr. Frítt fyr- ir börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin. Göngudagur Ferðafélagsins verður sunnudaginn 28. maí. Ferðir kl. 10.30 og kl. 13. Myndakvöld með ferðakynningu verður þriðjudagskvöldið 30. maí kj. 20.30. íslandsferðir fyrir hlé og Grænland eftir hlé. Nánar auglýst um helgina. Fjölmennið. Risatónleíkar á Selfossi Föstudagskvöldið 26. maí verða stórtónleikarnir Mega Djamm haldn- ir í risabílageymslu Kaupfélags Ámes- inga á Selfossi. Margar af þekktustu hljómsveitum landsins koma þar fram. Má þar nefna SSSÓl, Tweety, Bubbleflies og Skítamórall. Eins verða vinsælir diskótekarar í búrinu. Öflug gæsla verður á tónleikunum, sem Björgunarsveitin Tryggvi á Sel- fossi annast. Forsala aðgöngumiða er í verslunum Japis í Reykjavík og í tískuvöruversluninni Maí á Selfossi og kostar miðinn á þessum stöðum 1.500 kr., en 1.700 kr. á tónleikastað. Húsið verður opnað kl. 23 annað kvöld. Aldurstakmark er 16 ár. Á tón- leikunum verður þess gætt að menn beri ekki drykkjarföng í glerflöskum með sér inn í húsið, enda er yfirskrift tónleikanna „Pepsi í plasti". Handverksdagur í Deiglunni, Akureyrl Laugardaginn 27. maí næstkom- andi verður haldinn Handverksdagur í Deiglunni á Akureyri. Dagskráin hefst kl. 10.30 á fyrirlestri Elsu E. Guðjónsson um íslenska búninga. í framhaldi af því verður farið inn á Minjasafn þar sem sýndir verða ís- lenskir búningar í eigu safnsins og ennfremur verðlaunagripir úr sam- keppni Handverks-reynsluverkefnis. Eftir hádegið verða tveir fyrirlestrar: Guðrún Gunnarsdóttir talar um list og listhönnun og Áslaug Sverrisdóttir um jurtalitun. Síðast á dagskránni eru pallborðsumræður um samstarf lista og handverks, sem Arnar Páll Hauksson stjórnar. Galleríin í Gilinu verða opin. Café Karólína verður með tilboð á léttum hádegisverði og kaffi. Nánari upplýsingar og skráning hjá Gilfélaginu, sími 12609. TIL HAMINGJU Gefin voru saman þann 13. maí 1995 í Garðakirkju af séra Braga Frið- rikssyni, þau Sigurbjörg Halldórs- dóttir og Sigurður Þ. Unnsteinsson. Þau eru til heimilis að Engihjalla 11, Kópavogi. MYND, Hafnarf'-di 1. maí 1995 Mánaðargreibslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921 1/2 hjónalífeyrir 11.629 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 23.773 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 24.439 Heimilisuppbót 8.081 Sérstök heimilisuppbót 5.559 Barnalífeyrirv/1 barns 10.794 Meðlag v/1 barns 10.794 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 1.048 Mæðralaun/febralaun v/ 2ja barna 5.240 Mæðra lau n/febralau n v/ 3ja barna eba fleiri 11.318 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaba 12.139 Fullur ekkjulífeyrir 12.921 Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190 Fæbingarstyrkur 26.294 Vasapeningar vistmanna 10.658 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658 Daggreibslur Fullir fæbingardagpeningar 1.102,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00 Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00 Slysadagpeningar einstaklings 698,00 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 150,00 Vinsamlega athugib ab bætur eru lægri í maí en í apríl, því í apríl var greidd hækkun aftur í tímann. GENGISSKRÁNING 24. maf 1995 kl. 10, ,53 Opinb. viðm.gengi Gengi Kaup Sala skr.fundar Bandarfkjadollar.... 65,14 65,32 65,23 Sterlingspund 102,33 102,61 102,47 Kanadadollar 47,73 47,91 47,82 Dönsk króna 11,521 11,559 11,540 Norsk króna 10,113 10,147 10,130 Sænsk króna 8,778 8,808 8,793 Finnskt mark 14,737 14,787 14,762 Franskur franki 12,660 12,704 12,682 Belgfskur franki 2,1909 2,1983 2,1946 Svissneskur franki 54,13 54,31 54,22 Hollenskt gyllini 40,26 40,40 40,33 Þýsktmark 45,07 45,19 45,13 itölsk líra ...0,03824 0,03840 0,03832 Austurrfskur sch.... 6,406 6,430 6,418 Portúg. escudo 0,4276 0,4294 0,4285 Spánskur peseti 0,5133 0,5155 0,5144 Japansktyen 0,7463 0,7485 0,7474 irsktpund 103,97 104,39 104,18 Sárst. dráttarr 99,79 100,19 99,99 ECU-Evrópumynt... 83,00 83,28 83,14 Grfsk drakma 0,2781 0,2790 0,2785 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELG ARPAKK AN A OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.