Tíminn - 03.06.1995, Síða 5

Tíminn - 03.06.1995, Síða 5
Laugardagur 3. júní 1995 5 Það cr merkileg reynsla fyrir nýliða á setjast á Alþingi. Ekki skulu hugrenningar mínar allar þess efnis á blað festar. Ég nefni þó undarlegt dæmi af því, þegar skrásetjari kom inn í þingsal meðan umræða stóð yfir. í pontu stóð Jón Baldvin Hannibalsson og vitnaði óspart í gamlar þingræður félaga míns, Páls Péturssonar, og var skemmt. Ráö- herrann átti í pokahorninu mörg svör og góö og var líka skemmt. Þannig skiptust þeir fjandvinir um hríð á aö svara andsvörum þar til aðrir þingmenn blönduðu sér í líflega umræðu um pólitíska fortíð flokka og ein- staklinga. Kjarni umræöunnar var hvað hver haföi sagt við hvern og hvenær. Hér skal opinberuð sú játning að mér létti þegar ég heyrði annan nýliða í grennd við mig spyrja sessunaut sinn um hvaöa mál væri á dagskrá. Hvorki voru það gamlar þingræöur, þaðan af síður fortíðarvandi flokka, heldur átti umræban að snúast um streymi fólks um atvinnusvæði sjálfs EES! Ræðurnar hlupu hins vegar út um völlu víða og voru um hríð nokkru fjarri sjálfu efninu. Reisn Alþingis Þessi uppákoma, sem og nokkrar aðrar af svipubum toga, hafa vakið nokkra af nýlið- um allra flokka til umhugsunar um tilgang þingstarfa. Sumir ræðumenn kjósa að stíga á stokk og hafa skemmtigildið eitt að marki. Aðrir kjósa að lemja miskunnarlaust á póli- tískum andstæðingum meö snjöllum afbök- unum og tæpitungu, sem ber aö misskilja þannig ab eftir standi berskjaldaö fórnar- lambið makað tortryggni og óheiðarleika. Spyrja má hvort þessar leikreglur leysi þann vanda sem glímt er við — í sjávarút- vegi, í Gatt, í jafnréttismálum og að ekki sé minnst á hin viðkvæmu brennivínsmál. Forbi okkur allar vættir frá því aö verða þurr og leiöinleg, en fyrr má nú rota en dauðrota. Leibir þetta jafnframt hugann að því hvort stjórnarandstaða allra tíma þurfi ekki að endurskoða hlutverk sitt. Hefur þessi litla þjóð ráð á ab skiptast alltaf í tvær stríðandi fylkingar á þingi? Er ekki dálítiö hjákátlegt að sjá flokka skipta um ham eftir því hvorn gunnfánann þeir telja sig þurfa að draga aö húni? Hlutverk aðhaldsins er mikilvægt, en munur er á eðlilegu aðhaldi eða þeirri þrá- hyggju að steyta alltaf hnefa gegn öllu og öllum, ef sektin er sú ein að vera pólitískur andstæðingur. Þá er mikilsvert að greina á milli málefnaumræðu Alþingis annars vegar og þorrablóta eða ræðukeppni ungmenna hins vegar. Ólafur Ragnar kvebur Þá kom að því ab Ólafur Ragnar kvaddi Framsókn endanlega. Sakargiftir virðast þær helstar ab Framsókn náöi málefnasamningi við Sjálfstæðisflokkinn. Meðal efnisatriöa þar má finna áherslu á menntamál, upp- byggingu atvinnulífs, viðleitni til að hemja ríkiskassann (verk sem ÓRG á að kannast við) og fleira í þeim dúr. Þetta eru kornin sem fylltu mæli formannsins og gefa hon- um tilefni bölbæna til handa Framsókn og formanni hans. Ja, hérna. Þetta er samr maðurinn og aldrei treysti sér í kosninga- baráttu til að afneita samstarfi vib þann sama Sjálfstæðisflokk, maðurinn sem bauð samstarf flokks síns vib D-listann að lokn- um kosningum. Þetta er maðurinn sem einn og óháður skrifaði meintan stjórnar- sáttmála vinstri flokka — án samráðs eba samstarfs. Senn stígur þessi formaður einn og óstuddur úr hásæti sínu og kveður. Hann gefur arftaka sínum aðeins eitt ráð: Aldrei Framsókn. Formaðurinn hefur kvatt. EES og brennivínib Svo sem viö var að búast, urðu heitar um- ræður um svokallað brennivínsfrumvarp. Framsóknarmenn buðu fulltrúum starfs- manna ÁTVR að kynna rök sín gegn frum- varpinu. Abdáunarvert er hversu mikla vinnu og málefnalega starfsfólkið hefur lagt til. Margar góðar ræður hafa verið þrumaðar í sölum Alþingis um mál þetta. í raun trúi ég að meirihluti þingmanna sé sammála um á- fengisstefnuna eina og sér. Um hana má hafa langt mál og mikið. Málið snýst hins vegar að þessu sinni um allt annað — nefni- lega það hver sjálfsákvörðunarréttur okkar er gagnvart Brussel-frænda. Nú reynir á stöðu okkar gagnvart EES. Nú reynir á þá fyrirvara, sem síðasta ríkisstjóm gaf um að áfengisstefnan héldist óbreytt við inngöngu í EES. En grunur margra er sá ab frumvarpið Hjálmar Árnason: Hver er tilgangur þingstarfa? feli í sér meira en fróma ósk Brussella um innflutning og framleiðslu ríkisvaldsins á brennivíni. Gengur það lengra en nauðsyn ber til? Er það dulbúin einkavæðing á ÁTVR? Verkefni þingnefnda verður ærið ab greina þar á milli. Engar viljum vér vera undirlægjur, en skyldur höfum við á grund- velli samningsins. Norðmenn munu hafa fundið hentuga lausn, sem byggir á áfram- haldandi yfirstjórn brennivínsmála norskra yfirvalda. Einkavæðing smásölunnar virðist ekki knýjandi krafa Brussella, hún kann ab vera heimabúin krafa. Sjómannadeilur — snúib á kerf- ib Snarpar umræbur hafa verið í þjóöfélaginu um sjómannadeiluna. Fagna ber yfirlýsingu ráðherra núverandi ríkisstjórnar þess efnis að ekki verði gripið inn í þær deil- ur með lagasetningu. Almenn sátt virðist ríkjandi um ab kjaradeilur skuli settar niður af deiluaðilum sjálfum án afskipta ríkis- valdsins. Engum blandast þó hugur um hversu sárt er að vita af síldinni vaðandi án þess að geta sótt hana. Hún bíður ekki. Deil- an þessi á líklega eftir að marka söguleg spor fyrir tvennt. Annars vegar þann leik nokk- urra útgerðarmanna að skrásetja skip sín tímabundið erlendis eða á Vestfjöröum, þangað sem verkfallið nær ekki. Skal svo sem engan undra þó sjómenn líti á gjörning þennan sem storkandi ögrun við baráttu þeirra. Þetta vekur upp spurningar um grundvallarrétt í kjaramálum og ekki síður siðferðilegar skyldur. Útgeröarmenn not- færa sér gloppur í lögum út í hörgul og senda þannig samtökum sjómanna langt nef. Þessi hæpna leiö hefur varla orðib til þess að létta mönnum samninga. Upp vakn- ar líka sú spurning hvort stjórnvöld eigi að setja fyrir þennan leka með breytingu á lög- um. Þekkt eru óvinsæl bráðbirgðalög á verk- föll samtaka launafólks. Á þingi heyrðust m.a. raddir um að svipta útgerðir þær, er leikinn stunduðu, veiðiheimildum sínum í íslenskri lögsögu. Þarna er á ferb siðferöileg spurning, er lýtur að almannaheill. Víst er að gambítur útgerðarmannanna var síst til þess fallinn ab flýta viðkvæmum deilum sjómanna vib útgerðir sínar. I sjómannadeilunni hefur einnig það at- hyglisverða gerst að samstaða innan VSÍ viröist vera aö bresta. Útgeröarmenn í ein- stökum landshlutum hafa boöist til að setj- ast niður meö sínum mönnum og semja óháð heildarsamningum. Eru það hugsan- lega tákn um breytta tíma? Fyrirtæki hljóta ab vera misvel í stakk búin til aö semja við starfsfólk sitt. Þab er í raun andstætt tíðar- andanum aö halda samningagerð jafn mið- stýrðri og raun ber vitni. Aðstæður innan landshluta eru ólíkar, sem og milli fyrir- tækja. Því hljóta tíðindi um samninga ein- stakra landshlutasamtaka að teljast merki- leg. Á flestum sviðum opinbera geirans, sem og annars staðar, er ver- ib ab draga úr miðstýr- ingu, en auka sjálfstæði landshluta, fyrirtækja og stofnana. Því skyldu sömu sjónarmið ekki einnig birtast í kjara- samningum? Og enn um sjávarútveg Eitt viðkvæmasta viðfangsefni Alþingis er örugglega málefni sjávarútvegsins. Full- yröa má að allar aðgerðir eða aögerðaleysi valdi einhverjum deilum. Hagsmunaaðilar eru ólíkir eftir tegundum veiðiskipa, lands- hlutum og áfram má telja. Á verkefnaskrá ríkisstjórnar eru annars vegar mál af þessu sviði til lengdar og hins vegar í bráð. Á stuttu vorþingi er ætlunin að taka einungis á vanda smábáta og bæta tap þeirra, er fyrir mestri skerðingu hafa orðið innan afla- marksins. Hæfilegur titringur hefur verið milli og innan stjórnarflokka vegna þessara mála, enda snúið aö samræma öll sjónar- mib. Svo sem vænta mátti, uröu ekki allir á eitt sáttir. Mest hefur boriö á smábátum í umræbunni, enda samtök eigenda þeirra ó- trúlega vel skipulögö. Innan þeirra raba eru þó, merkilegt nokk, skiptar skoðanir um kosti aflamarks. En samkvæmt frumvarpinu geta menn nú valið hvort heldur þeir kjósa banndaga eða aflamark. Mikilsvert ákvæöi í frumvarpinu kveður á um bann við framsali aflaheimilda, enda gilda önnur rekstrarleg rök um smábáta en stærri veiðiskip. í um- ræðum hefur og verib bent á að heppileg- asta leiö krókabáta sé sú að fá róðrardaga þar sem sjómenn velja sér sjálfir hvenær róiö er. Forsenda þess kerfis er sú aö heildarmagnið haldist innan ákvebins ramma og eftirlit sé virkt ab heildin haldist. Verkefni sjávarút- vegsnefndar verður að finna heppilegustu lendinguna í þessu viðkvæma máli. Um er að tefla tilveru trillukarla, en um leið rekstr- arlegt öryggi þeirra og ekki síst þá leið sem hættuminnst er lífi þeirra. Minna hefur fariö fyrir þeim 5.000 lest- um, sem deilt veröur á aflamarksbáta. Þar er verið aö styrkja einkum minni báta, er verst hafa fariö út úr skeröingum, Verja byggbir eða eyða? Þá hefur umræðan ekkert náö til annarra veiðiskipa, s.s. ísfisktogara. Á nokkrum stöð- um um landið byggir tilvera heilu byggðar- laga á ísfisktogurum. Þeir hafa nú um hrib verið reknir með tapi. Meb sama áframhaldi mun útgerb þeirra annaðhvort enda meb gjaldþroti ellegar aflaheimildir verða færöar á fullvinnsluskip. Þar með yrðu heil byggð- arlög lögð í rúst. Eftir sæti fólk án atvinnu og með verðlítiö húsnæbi. Stjórnmálamenn verba að gera upp við sig hvort fækka á í byggöum landsins. Sé ætlunin sú aö verja þær, ber ríka nauðsyn til að móta heild- stæba sjávarútvegsstefnu þar sem tilvera hinna ólíku sjónarmiða er viburkennd, þar sem sátt getur orðið um nýtingu fiskistofna okkar innan verndunarmarka. Fræðingar benda á að þorskstofninn sé á góðri uppleiö. Innan fárra ára gætu verið leyfbar veiðar á um 200.000 lestum þorsks. Þá þarf líka að liggja fyrir skýr fiskveiðistefna, sem sátt rík- ir um. Það er verkefni ríkisstjórnar og Al- þingis. Að drukkna í pappír Pistil þennan hóf ég með augum nýliða á þingi. Viö hæfi er að enda á sömu nótum. Hreint er með ólíkindum það ógrynni af pappír, sem berst til þingmanna á degi hverjum. Veröur skammturinn ekki mældur í grömmum, heldur kílóum. Þannig þurfa margir að senda ársskýrslur, reikninga, fundarboð, fréttir og annað frá stofnunum, fyrirtækjum og öðru utan þingsins. Meö fullri virðingu fyrir innihaldi pappírsins leyfi ég mér að draga í efa, aö allir þing- menn hafi tíma eba áhuga á að lesa allt sem inn berst. Samtímis verður mér hugsað til allra trjánna, sem fórnað hefur verið í þágu fróðleiksfýsnarinnar. Nærri lætur að eftir viku hverja hverfi heilu runnamir á altari viskunnar. Þingmenn eru flestir umhverfis- sinnaðir. Veit ég aö félagi minn, formaður umhverfisnefndar, Ólafur Örn, hefur sem aðrir ugg af pappírssóuninni. Honum og mér til hugarhægðar bendi ég á það hollráð að byrja umhverfisbætur hið næsta okkur — á þingi. Þannig má nýta tölvutækni til upp- lýsingastreymis, senda 1-2 stykki af helstu skýrslum (í stað 63) og hafa á lesstofu fyrir fróðleiksfúsa. Bara með þessu móti mætti bjarga nokkrum góbum hríslum. Höfum í huga spakmæli indíána: Allt það, sem þú gerir á hlut jarðarinnar, skal skoðað í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á sjöundu kyn- slóð frá okkur. Lifi langtímasjónarmið og umhyggja fyrir öðrum. 0Menn málefni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.