Tíminn - 03.06.1995, Qupperneq 7
Laugardagur 3. júní 1995
7
„Ég hef ólceknandi áhuga á her og hermálum," segir Hafsteinn Þorsteinsson, sem kominn er heilu og höldnu heim í Vatnsholt.
„Ég fékk ekki a ð
ná í fötin mín"
Strákur úr Flóan-
um skráöi sig í
frönsku útlend-
ingaherdeildina,
en guggnaöi á
þriöja degi:
„Ég veit ekki hversvegna ég
hef svona mikinn áhuga á her
og hermálum. Kannski hefur
það komiö þegar ég var strákur
og horfði á myndbönd um
Stallone og Rambo eða þegar
við strákarnir vorum að leika
löggu og bófa. Að minnsta
kosti er áhuginn nær ólækn-
andi og mig langar aö reyna
áfram fyrir mér á þessum vett-
vangi, þótt það verði ekki aftur
franska útlendingaherdeildin."
Þetta sagði Hafsteinn Þor-
steinsson, tvítugur sveitastrák-
ur á bænum Vatnsholti II í Vill-
ingaholtshreppi í Flóa, í sam-
tali við Tímann. Fyrir nokkrum
dögum kom hann heim úr æv-
intýralegri för um Evrópu, sem
staðið hafði frá áramótum og
víða var komið við. Löngum
var Hafsteinn starfandi á hóteli
í Svartaskógi Þýskalands, en
einnig komst Hafsteinn í nokk-
urra daga vist í útlendingadeild
franska hersins. Sú deild hefur
til þessa þótt Mekka þeirra
ungu manna, sem vilja sýna
karlmennsku sína eða reyna
fyrir sér. í hernaði — rétt eins og
viðmælandi okkar gerði.
Djöflaö í að bera
vínkassa
„Já, það var í byrjun janúar
sem ég fór til starfa á hóteli í
Svartaskógi og var þar lengst af
við þrif á herbergjum úti og í
öðrum tilfallandi störfum. Síð-
an kom að því, þarna í lok
mars, að ég fór af rælni til
Strassborgar og ætlaði fyrst í
stað að kynna mér starfsemi
þessarar umtöluðu herdeildar.
En þegar á reyndi var ekkert
vandamál að komast þar inn í
skráningarbúðir, en þar ert þú
prófaður líkamlega, í þeim til-
gangi að sjá hvort þú eigir eitt-
hvert raunverulegt erindi," seg-
ir Hafsteinn.
Okkar maður kom fyrst í her-
búðirnar á fimmtudagskvöldi.
Eftir að hafa fengið æfinga-
galla, merktum sveitinni, var
hann settur í að horfa á kynn-
ingarmyndband um starfsemi
deildarinnar. „Síðan vorum við
reknir af hörku í bælið klukkan
kortér í tíu og svo aftur var okk-
ur djöflað framúr með látum
klukkan fimm um morguninn.
Það var á föstudeginum sem
aðal axjónin var. Þá vorum við
allan liðlangan daginn að bera
hlassþunga vínkassa inn í
flutningabíl, en það vín fengu
aftur gamlir hermenn að kaupa
á kostnaðarverði. í þessu vor-
um viö allan daginn og eitt-
hvað vorum við einnig í
gönguæfingum og að læra að
ganga í takt. Læknisskoðun er
líka alltaf á föstudögum og
hana stóðst ég og þeir strákar
sem voru með mér; en tveir
voru franskir, tveir frá Tékk-
landi og einn rússneskur. í það
heila var þetta stíf dagskrá allan
daginn, og ekki veitti af að vera
reknir í bælið snemma," segir
Hafsteinn.
Skráði mig í bríaríi
Okkar maður segir að hann
hefði vel getað hugsaö sér að
reyna enn frekar fyrir sér í þess-
ari umtöluðu herdeild. „En ég
skráði mig þarna inn í hálf-
gerðu bríaríi og þegar kom fram
á laugardag, fór ég að hugsa út í
þaö aö rétt væri að komast og
ná í fötin sín og annað hafurt-
ask á hótelinu í Svartaskógi. En
reglur herdeildarinnar segja
hinsvegar svo til að þegar þú
sért kominn undir merki henn-
ar, megir þú ekkert fara af bæ,
nema þá segja þig endanlega úr
deildinni. Og þeim reglum var
breytt ekki alls fyrir löngu. Áð-
ur voru reglurnar þannig að
þegar þú hafðir einu sinni skráð
þig í deildina, máttir þú ekkert
fara fyrr en skráningartími
þinn í deildinni var útrunninn;
en hann er yfirleitt fimm ár. Því
sagði ég mig úr deildinni á
laugardegi og fór aftur til fyrri
starfa á hótelinu góða," segir
Hafsteinn.
Herliðar eru ekkert þjálfaðir í
vopnaburði á fyrstu dögum
sínum í skráningarbúðunum,
sem eru í Strassborg og raunar
víðar um Frakkland. Þegar vist-
inni þar síðan sleppir, taka við
aðrar þjálfunarbúðir sem eru í
Marseilíe, og þær eru ákveðin
sía á þá sem þangað eru komn-
ir. Síðan tekur enn önnur sía
við í Bordeaux og þangað kom-
ast þeir sem mestan og bestan
efniviðinn til hermennsku
hafa. Þar taka við skotæfingar,
æfingar í vopnaburði,
sprengjumeðferð og eins læra
menn aö verða „trökkadræver-
ar á herbílum". Eftir þaö tekur
vígvöllurinn við og hermenn
frönsku útlendingaherdeildar-
innar eru í fremstu víglínu um
allan heim að berjast, svo sem í
fyrrum ríkjum Júgóslavíu og
víðar.
„Ef ég hefði getað skráð mig í
herinn og verið þar kannski tvö
ár, hefði ég líklega verið þar
áfram, en ekki farið á brott á
þriðja degi. En mér fundust
fimm ár vera helst til mikið
svona í fyrstu lotu. En áhugi
minn fyrir her er áfram óskipt-
ur," segir Hafsteinn.
Helst ab stelpa
haldi mér heima
Einsog fyrr segir, kom Haf-
steinn aftur heim á íslandið
góða fyrir fáum dögum og fékk
þá strax vinnu hjá Skógrækt
ríkisins á Suðurlandi og starfar
við útplöntun trjáa í Grímsnesi
og víðar. En hann neitar því
ekki ab hugur sinn stefni áfram
til frekari herþátttöku.
„Ég á ekki eftir nema um það
bil tíu tíma I að hafa öðlast lög-
gilt skírteini einkaflugmanns,
svokallað B-próf, og reyndar
kom ég fyrst og fremst heim nú
í sumar til að ljúka því prófi.
„Vegna þess hve langt ég er
kominn með flugnámið, tel ég
mig eiga allgóöa möguleika á
að komast inn hjá Konunglega
breska flughernum. Ég hef sett
mig í samband vib þá og fengiö
þau svör að ég þurfi að minnsta
kosti að dveljast eitt ár í land-
inu til að eiga möguleika á að
komast þar inn. Máski fer ég ut-
an til Bretlands nú í haust. Þá
hef ég einnig athugað með
bandaríska herinn, sem hefur
aðsetur í Oklahoma-fylki þar
vestanhafs," segir Hafsteinn.
Og hann heldur áfram:
„Ég hef voðalega lítinn áhuga
á Islandi með tilliti til búsetu
hér. Tækifærin fyrir mann á
minni línu eru helst til fá. Það
væri helst að falleg stelpa gæti
haldið mér hér heima — og þá
væri mér nokk sama hvað ég
starfaði við. En herinn heillar,"
segir Hafsteinn Þorsteinsson og
bliki slær á augu æskumanns-
ins.
Mynd og viðtal:
Sigurður Bogi Sævarsson
Hermenn ífyrrum ríkjum júgóslavíu. Ef til vill hefbi Hafsteinn stabib í þessum sporum, hefbi hann haldib áfram í
frönsku útlendingaherdeildinni.