Tíminn - 03.06.1995, Side 12
12
Laugardagur 3. júní 1995
Reuter
S
ar Madraka-dagurinn haldinn hátíölegur í Kenýa, til minningar um ab 32
iosnabi undan nýlendustjórn Breta. Á myndinni má sjá hóp Turkana-
dansara sem bíba þolinmóbir eftir ab röbin komi ab þeim ab sýna listir sínar, meban Daníel Arap Moi,
forseti Kenýa, heldur rœbu sína
I fyrradag v
ár eru libin frá því ab landib
Símanúmera-
breytingarnar
taka gildi laugar-
daginn 3.
Númer breytast sem hér segir:
55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu
5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu
42 bætist framan við öil símanúmer á Suðurnesjum
43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi
456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum
45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra
46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra
47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi
48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi
Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer.
Farsíma- og boðtækjanúmer.
Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer
á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989.
pósnmoGsfcfl
mundu!
231
tt j j.
stafa
Mandela viöurkennir aö hafa gefiö fyrirmœli um aö
skotvopnum veröi beitt, í átökunum fyrir
kosningarnar í fyrra:
Sakaður um
tvöfeldni
Höf&aborg — Reuter
Á fimmtudaginn viðurkenndi
Nelson Mandela, forseti Suö-
ur-Afríku, ab hann hefbi, þeg-
ar óeiröir brutust út í landinu
í mars í fyrra, hvatt öryggis-
verbi sína til aö beita skot-
vopnum ef rábist yröi á höf-
uöstöðvar Afríska þjóöaráös-
ins, flokks Mandela.
28. mars í fyrra létust 60
manns í Jóhannesarborg og ná-
grenni þegar óeirðir brutust út í
kjölfar mótmælagöngu sem
stubningsmenn Zúlú- höfðingj-
ans Mangosuthu Buthelezi
stóöu aö, þar sem veriö var aö
mótmæla væntanlegum kosn-
ingum allra kynþátta í landinu.
„Ég gaf öryggisvörðum okkar
fyrirmæli um aö ef ráöist veröi á
húsiö þá — gjöriö þiö svo vel,
þiö veröiö að verja þetta hús
jafnvel þótt þiö þurfiö aö drepa
fólk," sagöi Mandela, sem þá
gegndi engu opinberu embætti
en er nú orðinn forseti landsins.
Átta manns létu lífið fyrir ut-
an hús Afríska þjóöarráösins í
miöborg Jóhannesarborgar
þennan dag. Sl. miðvikudag
lögöu ættingjar þeirra sem lét-
ust og sumir þeirra sem komust
af, alls rúmlega 100 manns,
fram kæru á hendur Mandela og
Afríska þjóöarráöinu vegna at-
burðanna.
Máliö kom til umræöu í suö-
ur-afríska þinginu á fimmtudag-
inn og þaö var þá sem Mandela
viðurkenndi aö hafa gefið um-
rædd fyrirmæli. Jafnframt gagn-
rýndi hann aö athyglinni væri
eingöngu beint aö því sem gerö-
ist fyrir utan hús Afríska þjóöar-
ráösins, en enginn hefði áhuga
á öörum drápum sem framin
voru þennan dag. Hann sagöi
meöal annars að starfsmenn
Afríska þjóöaráösins vissu til
þess að Inkatha-menn hefðu
drepið 32 í Soweto áöur en mót-
mælagangan var komin inn í
miöbæ Jóhannesarborgar.
Rannsókn lögreglunnar á því
sem geröist þennan dag stendur
enn yfir.
í kjölfar ummæla Mandelas
sakaði Inkatha-hreyfingin hann
um tvöfeldni og krafðist þess að
hlutur Mandelas í því sem gerð-
ist sæti rannsókn, bæði lögregl-
unnar og sérstakrar rannsóknar-
nefndar sem sett verði í málið.
„Mandela er aö segja að hann sé
samsekur um glæpsamlegt at-
hæfi ... hann skipulagði og
framkvæmdi morð þótt hann
væri ekki á staðnum," sagöi Vel-
aphi Ndlovu, talsmaður Inkat-
ha-hreyfingarinnar.
Ennfremur hefur íhaldsflokk-
urinn, sem er fylgjandi aöskiln-
aði kynþátta í Suður-Afríku, sagt
aö kæra þurfi Mandela fyrir
morö. „Þaö þarf aö fjarlægja
herra Mandela úr embætti þegar
í staö og það ætti að kæra hann
fyrir morö," sagði Ferdi Hetzen-
berg, leiötogi Ihaldsflokksins í
yfirlýsingu sem gefin var út í
gær.
Hátt í 1.600 manns hafa látið
lífiö í pólitískum átökum frá því
í apríl í fyrra, þegar Afríska
þjóöaráöiö vann sigur í kosn-
ingunum og Mandela komst til
valda. Þar af hafa 900 látist í
átökum Afríska þjóðaráðsins og
Inkatha-hreyfingarinnar.