Tíminn - 03.06.1995, Page 13
Laugardagur 3. júní 1995
y*fiwlww
13
Bubbi, Rúnar, Beggi, Gulli og Þórir í góbum gír á út-
gáfutónleikum:
Teikab meb stæl
í Kjallaranum
Kröftug keyrsla, leikgleöi og
fantagóöar lagasmíöar ein-
kanndu útgáfutónleika Bubba
Morthens og Rúnars Júlíus-
sonar í Leikhúskjallaranum í
fyrrakvöld, þegar þeir kynntu
þriöju samstarfsplötu sína,
Teika, í bland viö eldri lög.
Fjölmenni var í Leikhúskjall-
arnum og er óhætt ab fullyröa
aö tónleikagestir hafi fengib
sitt og gott betur fyrir þúsund-
kallinn.
Strax í upphafi tónleikanna
var sett á fulla ferö þar sem hver
smellurinn á fætur öörum var
kýldur í hlustir áhorfenda.
Bandið spilaði alls í hátt í 100
mínútur og drógu menn ekkert
af sér, enda voru sumir orönir
vel heitir og sveittir undir lokin.
Alls eru ellefu ný lög á Teika
sem Bubbi og Rúnar sömdu í
byrjun árs á hótelherbergi á
Holiday Inn hótelinu í Amster-
dam í Hollandi. Þeir eru ekki
meö öllu ókunnugir í þessari
borg en þeir vo'ru þar einnig fyr-
ir tveimur árum þegar þeir
sömdu lögin á GCD-plötuna,
Svefnvana. Sem fyrr halda þeir
sig á fornum slóöum í lagasmíð-
inni þar sem saman fer einfalt
bítlarokk, sánd úr smiöju Cree-
dence Clearwater Revival,
kántríhreimur svo ekki sé
Bubbi og Rúnar júl.
minnst á ósvikib reggae í anda
Tosh og Marley.
Fyrsti smellurinn af plötunni
„Ég sé ljósið" er þegar farinn aö
hljóma á öldum ljósvakanna,
en erfitt er aö gera upp á milli
einstakra laga sem eiga þaö sam-
eiginlegt að vera alveg sérlega
melódísk. I>ar má nefna Segöu
mér, Vímaefnahraðlestin, Ilm-
andi hörund, Komdu meö, Þessi
kvöö, Aulaklúbburinn, Þau
glóa, Mikiö ertu ljúf, Konur og
vín og Þetta líf. Landsmenn eiga
því í vændum gott rokksumar,
því bandiö mun veröa á faralds-
fæti næstu mánuöi um land
allt. ■
Langtímalán til framkvcemda
viö fasteignir
íslandsbanki veitir langtímalán til allt oð 7 2 ára vegna viöamikilla
framkvœmda á fasteignum svo sem til viöhalds á húsnæöi, viöbyggingar
eöa annarra endurbóta. Þessi lán henta vel einstaklingum sem hyggja á
slíkar framkvœmdir.
• Lánin eru skuldabréfalán, tryggö meö veöi í fasteign
• Upphœö láns og vaxtakjör taka miö af greiöslugetu
umsœkjanda, tryggingum og fyrirhuguöum framkvœmdum
• Hámarkslánsfjárhœö er 3.000.000 kr.
• Hámarkslánstími er 15 ár
• Afborganir eru mánaöarlega
Áöur en lán er tekiö aöstoöar starfsfólk bankans viöskiptavini viö aö
gera sérgrein fyrir greiöslubyröi lánsins og þeim kostnaöi sem
lánsviöskiptum fylgja og bera saman viö greiöslugetuna. Á þann hátt er
metiö hvort lántakan er innan viöráöanlegra marka.
Láttu ekki skynsamlegar framkvœmdir stranda á fjármagninu.
Langtímalán íslandsbanka er kostur sem vert er aö athuga.
Kynntu þér möguleikana í naesta útibúi bankans.
Stendur mikið tíl?
Fyrir sex ámm var yngsti söfnuð-
ur í Reykjavík stofnaður. Þar sem
sóknarbörnum fjölgaði mjög ört
var fljótlega ráöist í byggingu
kirkju. Þann 18. maí 1991 var
fyrsta skóflustungan tekin að
kirkjunni og þann 12. desember
1993 vígði biskup íslands, herra
Ólafur Skúlason, fyrri áfanga
Grafarvogskirkju.
Mikið og blómlegt safnaðar-
starf hefur farið fram í þeim
hluta kirkjunnar sem nú er til
reiðu fyrir safnaðarstarfið. Ljóst
er þó að ekki komast þar aliir að
er vilja starfa að safnaðar- og fé-
lagsmálum, enda söfnuðurinn
orðinn sá fjölmennasti í landinu.
Það er því mikill hugur í safn-
aðarfólki aö leggja sitt af mörk-
um til þess að halda megi áfram
byggingu kirkjunnar. Þess vegna
hefur veriö efnt til söfnunar þar
sem safnaðarfólki er boðið upp á
að gefa stein sem notaður verður
sem klæðning utan á kirkjuna.
Þessi hugmynd kom upp þegar
rætt var um einkunnarorð arki-
tekta kirkjunnar, þau sem eru og
vom þeirra yfirskrift þegar kirkj-
an var á teikniboröinu. Þessi orð
em skrifuð í I. Pétursbréfi, 2. kap-
itula, 4. og 5. versi, en þar er rit-
aö:
„Komið til hans hins lifandi
steins... og látið sjálfir uppbyggj-
ast sem lifandi steinar í andlegt
hús."
Möguleiki er fyrir þá sem gefa
stein, að skipta greiðslum niður á
nokkra mánuði, þannig að þeir
sem sjálfir em að byggja sín eigin
VETTVANGUR
Grafarvogs
söfnuöur
sex ára
hús, finni sem minnst fyrir
greiðslunum. Söfnuðurinn hefur
tekið vel við sér með gjafafé, þó
að enn þurfi að gera betur. Ætl-
unin er aö leita til fýrirtækja í
söfnuðinum en þau em fjöl-
mörg. Söfnunin mun halda
áfram í sumar og haust.
Tímamót
Hinn ungi söfnuður hefur
fagnab þó nokkmm tímamótum
í stuttri sögu sinni. Upphafi
kirkjubyggingar, vígslu fyrri
hluta hennar, stofnun allra fé-
lagasamtaka kirkjunnar, eins og
kirkjukórs, safnaðarfélags, æsku-
lýðsfélags, barnakórs. Ráðning
Wrkjuvarðar og ritara fól einnig í
sér mikil tímamót í safnaðarstarf-
inu.
Merk tímamót áttu sér stab
þegar séra Sigurður Arnarson var
vígður til aðstoðarprests í Grafar-
vogsprestakalli sunnudaginn 21.
maí síðastliðinn.
Á hvítasunnudag, afmælisdegi
Grafarvogskirkju, mun séra Sig-
urður verða settur inn í embætti
af dómprófasti, séra Guðmundi
Þorsteinssyni. Hinn nývígbi
prestur prédikar. Skólahljóm-
sveit Grafarvogs leikur undir
stjórn Jóns Hjaltasonar og kirkju-
kórinn mun syngja undir stjórn
Bjarna Þórs Jónatanssonar í aðal-
sal kirkjunnar, að lokinni messu.
Safnaðarfélagib býður upp á veit-
ingar að lokinni guðsþjónustu.
Þá verbur málverkasýning í
Grafarvogskirkja.
kirkjunni, er ber yfirskriftina:
„Trúarstef gömlu meistaranna."
Málverkin em í eigu Listasafns ís-
lands.
„Komið til hans hins lifandi
steins... og látið sjálfir uppbyggj-
ast sem lifandi steinar í andlegt
hús."
Höfundur er sóknarprestur í
Grafarvogskirkju.
Vigfús Þór Árnason:
Nýr prestur sett-
ur í embætti