Tíminn - 03.06.1995, Page 14

Tíminn - 03.06.1995, Page 14
14 Laugardagur 3. júní 1995 Hagyrbinqaþáttur Kosningar og stjórnarmyndun vöktu upp andríki ÓÞ sem aldrei fyrr og sendi hann þættinum pólitískar hug- leiöingar sínar í bundnu máli. Þótt nokkuð sé um liðiö síðan atburðir þeir urðu, sem um er ort, úreldist góöur kveðskapur ekki og er þátturinn tileinkaður hugmynd- um ÓÞ um pólitíkina. Eftirfarandi vísur eru allar ortar á kosninganótt, þegar ýmsum vegnaði betur og öðrum verr og ekki var með öllu útséð hvernig fara myndi. Féll og sigraöi Eggertsœti ekki vann, ei var sjóður digur. Það að fella þriðja mann þó var nokkur sigur. Meira um Haukdal Óvissa um sigur sinn, hvort sæti á þingi fengi. Hann var að fara út og inn ótt og títt og lengi. Viðsjált vor Eftir þessi þrautasþor, þrefí margar vikur, sé ég fram á viðsjált vor og varanlegar blikur. Kratafylgi á kosninganótt Nú er klukkan nasrri tvö, nœðir um krataflokkinn. Nú úr tíu niður í sjö næstum alveg sokkinn. Framsóknartónninn sömu nótt Halldór virðist fylgi fá framar öllum vonum. Fáum kannski seinna að sjá hvort sigrar gagnast honum? Reiðmennska Péturs fyrir vestan Framsókn reyndi seggur sá svolítið að stríða. En varla hesti feitum frá finnst mér Pétur ríða. Um Kvennalistann Kvennalista konumar kemba ekki hærumar. Á þær verð ég orða spar, ekki er sigurvíman þar. Kristilegt framboð var með í dæminu Þó að leggist líkn með þraut, lítt var þjóðin kristin. Útreið slæma og hörmung hlaut heilagsanda listinn. Þegar sýnt var að ríkisstjórnin mundi hjara, skaust þessi út úr heilaberkinum: Daprast fjör í Davíðs sæng, doði í kappans beinum. í heljarklóm á hægri væng hangir nú á einum. Undir morgun: Engin gerast ævintýr. Undan kannski svíður. Uppskeran varð ósköp rýr. Okkar tími bíður. Kosninganóttin varð ÓÞ tilefni andlegra iðkana, eins og glöggt má sjá, og vafalítiö hefur honum oröið vísa á munni í þeim pólitísku umbrotum, sem á eftir fylgdu, og fáum við vonandi að njóta síðar. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 Rosabullur undir sumarkjólum Skótauið, sem ungar stúlkur ganga í, eru miklar rosabullur, stórkarlalegir klossar með þykk- um sólum og ná oft hátt upp á legginn. Skófatnaður af þessari gerð hentar skógarhöggsmönn- um og fótgönguliðum í stríði vel og leynir sér ekki hvert fyrir- mynd þessarar stúlknatísku er sótt. Mörgum þykja klossarnir fara stúlkunum vel, en öðrum líst síst á fótabúnaðinn. En þetta er tíska og þá hljóta allar stúlkur ab hlýba og klæða sig upp á samkvæmt henni. En ein á há- um hælum vill fá að vita hvort svona skótíska eigi við hvar sem er og við hvaða klæðnað sem er og spyr Heiðar hvort rosabullu- tískan sé bundin við íslenskan smekk eða hvort ungar stúlkur og jafnvel rígfullorbnar konur um allan heim hafi oröið sér úti um sams konar skótau og námukarlar og aðrir erfiðis- vinnumenn hafa einir notað fram undir okkar tíð. Svar: Málið er að við íslend- ingar misskiljum tísku dálítið oft. Og þetta er tíska fyrir þá sem vilja, og það er mjög eðli- legt að unga stúlkan vilji eiga svona stígvél og sé í þeim við það sem passar og þab skapar stíl. En í dag er það orðið dálítið erfitt að fá ungar stúlkur til að eiga líka netta og fínlega skó. Unga stúlkan á íslandi skilur ekki að það er líka í tísku að ganga í nettum skóm viö það sem við á. Ég myndi vilja sjá ungu stúlkurnar eiga hvort tveggja. Ofnotkun Enn finnst mér samt miður þegar fulloröna konan fer að yngja sig upp og fara í þessar ægilegu bomsur. Þab er sök sér aö stelpurnar ofnoti þetta og það er viss stíll í því ab vera í síðum sumarkjól og svakalegum fjallgöngukloss- um þar undan. Það er tíska sem hentar mörgum ungum týpum og getur verið dálítið smart. Margar stúlknanna eru enn litlar og mjög fíngerðar og sum- ar alltof grannar. Þetta veldur því ab mabur sér stundum skó úti á götu með unga stúlku í. Ég held að það sé einmitt það, sem er að angra þann sem horfir á og finnst þetfa ekki passa nema mátulega vel saman. Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áég ab vera? Það er þegar skórnir eru farnir að bera manneskjuna algjörlega ofurliði. Þab þarf að vera eitt- hvert svolítib samspil milli lík- amsgeröar og þess sem á skrokk- inn er sett. En við skulum líka gæta þess að til eru ansi fínir spariskór með þykkum botnum, en samt fínlegir og undirstrika góðan stíl vel klæddrar konu. Aldur fótleggjanna undirstrikaöur Ég hef verið að ræba þessi stíg- vélamál við viðskiptavini mína og sumar konur á fertugs- og fimmtugsaldri vilja vera í þessu. En þær verba að gæta þess vel að þegar skórnir eru orðnir svona klossaðir, draga þeir fram og undirstrika þann aldur sem kominn er á fótlegginn. Unglingarnir geta gert ýmis- legt og þurfa ekki endilega að flattera fótleggi. Þeir eru yfirleitt með vel þjálfaða og fína leggi og geta leikið sér að þessu. En kona með sverari leggi ætti að varast að vekja enn meiri athygli á þeim með svona skótaui. En ef fimmtug kona er í svakalegum stæl og fylgir tísku vel og er með fullkomna fætur, þá ókei, þá getur hún þetta. En mér finnst hún vera að villa svolítið á sér heimildir. Ströng tískusjónarmiö Klossatískan hefur lagt heilar kynslóðir undir sig hér á íslandi. Svona er þetta ekki í útlöndum. Maður sér ungar stúlkur og ungt fólk í rosabullum, en ekki ein- göngu. Það á og gengur í alls konar skóm öðrum. Franskir gestir, sem tengjast snyrtivörubransanum eða tísku- og útlitsbransa, segja alltaf, að ef þeir vilji vita hvab er tíska, þá fari þeir í Kringluna og gangi Laugaveginn og Miðbæinn í Reykjavík. Þeir sjá það hér, en ekki í París. Stúlka eða kona í París kaupir sér einn eba tvo hluti til að búa til svolitla tísku, sem hún getur kallað sína. Hér tökum við gluggaútstill- inguna alveg og klæðumst henni frá hatti ofan í skó. Þetta er þreytandi en mjög gott fyrir káupmanninn, en budda tísku- fólksins hlýtur ab léttast. Nú verð ég var við að konur og stelpur eru famar að draga fram skóna úr næstsíðustu tísku og ég verð að segja fyrir minn smekk ab mér finnst þeir fal- legri. Svo verbur að athuga að mik- ill munur er á hönnun stígvél- anna. Sumir hönnuðir kunna að hanna þessa grodda og gefa þeim geðslegt yfirbragð, en aðr- ir eru verri og er þá farið yfir markið. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.