Tíminn - 12.07.1995, Síða 1

Tíminn - 12.07.1995, Síða 1
SIMI 563 1600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Miövikudagur 12. júlí 1995 127. tölublað 1995 Kaupfélagib Fram í Nes- kaupstaö óskar gjald- þrotaskipta: Heildar- skuldir 150 millj. kr „Vib ætlum aö reyna aö gera eins gott úr þessu vonda máli og hægt er. Okkar vilji er sá aö félagiö veröi rekiö áfram fyrst um sinn af skiptastjóra og deildir þess veröi síöan seldar í bitum til annara aö- ila. Þetta er þó á valdi skipta- stjórans," sagöi Friögeir Guö- jónsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Fram í Nes- kaupsstab, í samtali viö Tím- ann í gærdag. Stjórn Kaupfélagsins Fram tók þá ákvöröun á fundi sínum í gær- morgun að óska eftir gjaldþrota- skiptum á rekstri félagsins. Landsbanki íslands hefur tekið þá ákvörðun að segja upp við- skiptum við Fram og innheimta kröfur sínar þar. Það er helsta ástæða þessarar beðni um gjald- þrotameðferð. Heildarskuldir Kaupfélagsins Fram eru um 150 milljónir kr. og ljóst er að ekki er hægt ab greiða þær, enda þótt talsverður ávinn- ingurur hafi náðst að undan- förnu í að bæta stöðu félagsins. Velta Fram var á síðasta ári um 240 millj. kr. og í árslok var eigin- fjárstaðan neikvæð um 16 millj. kr. „Ég held að ljóst sé ab menn óski aldrei gjalþrotaskipta á rekstri fyrirtækja undir öbrum kringumstæðum en þeim ab það sé óumflýjanlegt," sagði Friðgeir. Hann kveðst þó vonast til að þetta raski aðstæðum í Neskaup- stað sem allra minnst, enda þótt félagib sé þar allstór atvinnurek- andi. Hjá því starfa um 40 manns og hlutdeild þess í almennri vörusölu á staðnum er milli 60 og 70%, að sögn Friðgeirs kaupfé- lagsstjóra. ■ Tímamynd: Pjetur Lúpínan burt í dag munu starfsmenn Skórækt- arfélags Reykjavíkur hefjast handa við að slá og rífa upp lú- pínuplöntur í suður- og vestur- hlíöum Öskjuhlíöar. Er þetta gert samkvæmt ákvörðun umhverfis- málaráðs borgarinnar og í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu plöntunnar meira en orðið er. Að sögn Jóhanns Pálssonar, garð- yrkjustjóra borgarinnar, verður jafnframt gerð úttekt á stöbu lú- pínunnar í Öskjuhlíð. ■ Dorgaö í Firöinum í bæ, en yfirvöld í bœnum stóöu bar fvrirdorq\ Tímamyna: Pjetur Ungmenni í Hafnarfirbi renndu mörg ígœr fyrir fisk á svonefndri Flensborgarbryggju þar þar fyrirdorgveiöikeppni. Afli var ágœtur og áhuginn mikill. Halldór Ásgrímsson um möguleikann á kjarnorkusprengjum á Islandi: Tel m j ög ólí klegt aö slikt hafi gerst „Nei, mjög lítillega," svarar Hall- dór Ásgrímsson utanríkissráö- herra aöspurbur hvort umræða um hvort kjarnorkuvopn hafi ver- iö á íslandi hafi komiö upp í utan- ríkisráöuneytinu eftir fréttir sama efnis frá Grænlandi. Og hann heldur áfram: „Viö höfum ekki taliö neina ástæöu til aö ætla aö neitt slíkt hafi gerst hér á íslandi. Ég hef engar vísbendingar um þaö og ég tel þaö mjög ólíklegt aö svo hafi gerst. Ég get aö sjálfsögöu ekkert sagt meira um þaö." -Og það er ekki talin ástæba til að kanna það neitt nánar í ljósi þessara frétta? „Það liggja ekki fyrir nein gögn sem benda til þess," svarar Halldór. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, svaraði því til að það væri stefna Bandaríkjastjórnar að neita því hvorki né játa, þegar hann var spurbur að því hvort kjamorku- sprengjur hefðu einhverntíma verið á íslandi á vegum Varnarliðsins. Aö öðru leyti vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um málið. „Við erum ekki búin að kanna þetta út frá þessari frétt. Við könn- umst ekki við það. En viö höfum verið beönir um að líta á þetta, ég get bara ekki svarað meira í bili," svarar Grétar Már Sigurbsson, skrif- stofustjóri Varnarmálaskrifstofu, aðspurður hvort kjarnorkuvopn hafi einhvern tíma verið á íslandi. „Menn eru að tala um þetta sem fræðilegan möguleika sem ég veit bara ekkert um. Þá er þetta á árabil- inu 1957 til 1968. Menn eru að spyrja að þessu, ég hygg að svo sé ekki, en ég mun ekki gefa það svar opinberlega nema ég geti staðfest það." Á íslandi hafa verið staðsettar flugvélar, á vegum Varnarliðsins, sem geta borið kjarnorkusprengjur, m.a. Orion flugvélarnar, þannig að skortur á flutningatækjum heföi ekki komið í veg fyrir ab kjarnorku- sprengjur væru fluttar til landsins. Thule herstöðin á Grænlandi þjónaði meðal annars sem varaflug- völlur fyrir B-52 sprengjuflugvélar, og reyndar fleiri, en þessar vélar voru á sveimi á norðurslóð, stans- laust í áratugi. Keflavíkurflugvöllur þjónaði þessum vélum hins vegar ekki. Thule herstöðin var þó fyrst og fremst útvarðastöð með ratsjá þar sem fylgst var með geimskotum og fylgst með eldflaugum sem skot- ib var upp frá Sovétríkjunum. Sam- kvæmt heimildum Tímans mun vélin sem brotlenti við Thule her- stöbina fyrir næstum þremur ára- tugum og mikið hefur verið í frétt- um að undanförnu, hafa verið ab koma inn til lendingar þar vegna einhverra vandamála. Samkvæmt þeim viðmælendum sem Tíminn hefur rætt vib, að svo stöddu, hafa ekki verið kjarnorku- sprengjur á Miðnesheiði, eða ann- ars staðar á landinu, það þjónaði einfaldlega engum tilgangi að geyma hér kjarnavopn. - TÞ Togarinn Már hugöist leita ásjár í norskri höfn: Var rekinn út úr norskri lögsögu Togarinn Már frá Ólafsvík var í gær rekinn út fyrir 4ra mílna landhelgi Noregs þegar hann hugöist leita abstoöar í Norbur-Noregi eftir ab hafa fengib í skrúfuna í fyrradag. Skipiö hafbi verib aö veiöum í Smugunni og rekja menn fyrirskpun norskra yfirvalda til þess. Már hafði verið búinn að fá heimild til að koma ab landi og láta huga að vandamálinu í skrúf- unni en þegar togarinn var að koma að fékk hann fyrirskipun um að snúa við og kasta akkerum nokkuö utan við höfnina. Þar kom varðskipið Nornin ab og vaktaði Má meðan menn köfuðu nibur og skobuðu í skrúfuna. Nokkru síðar kom fyrirskipun frá varðskipinu um að togarinn hyrfi út fyrir fjórar mílurnar og fylgdu þeirri skipun engar skýringar, en varðskipsmenn voru þá búnir að fara um borð í Má og skoða þar of- an í lest og í skipsbækur og virtist þá allt í góðu samkomulagi. Ekki var búið að skera úr skrúfunni eða fullkanna skemmdir en í gær var talið að skipiö gæti skiglt til ís- lands ef veður héldist gott. Slíkt væri þó talsverð áhætta. Utanríkisrábuneytið er komið í málið og síðast þegar fréttist hafði ekki fengist niburstaða í hvaö Már hygðist gera í framhaldinu og beib hann átekta utan viö 4 míl- urnar. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.