Tíminn - 18.07.1995, Blaðsíða 8
Martha Ernstdóttir í 4. sœti í Noregi í 3000m, en segist óánœgb meö
þab og árangurinn í sumar:
„Of miklar æfingar"
„Fer ekki á HM nema ég viti ab ég geti stabib mig vel/' segir Martha
Martha Ernstdóttir hljóp
3000m hlaup á 9:29,99 mínút-
um á móti í Noregi á laugardag
og hafnaði í fjórða sæti. Hún
sagði hins vegar við Tímann að
hún væri ekki ánægð með
þann tíma né heldur árangur
sinn í heild í sumar. „Ég er
óánægö með þennan tíma, sem
er ekki góður þó svo ég hafi
hafnaö í fjórða sæti. Sætið segir
ekki allt. Eg tel mig geta hlaup-
ið þessa vegalengd á rúmum
níu mínútum og það er ég ein-
mitt að gera á æfingum. Það er
reyndar hlægilegt hversu vel ég
hleyp á æfingum, en ekki á
mótum. Það virðist eitthvaö
standa á sér þetta form, það
virðist ekki komast út, þó svo
ég sé búin að æfa rosalega vel.
Ástæðan fyrir þessu held ég að
gæti legið í of miklum æfingum
í sumar og það er í raun eina
skýringin sem ég sé, því allt
annaö hefur gengið vel, engin
meiðsl eða þessháttar. Það var
reyndar tímapunktur þegar ég
Martha Ernstdóttir er ekki mjög
ánœgö meö árangurinn ísumar.
Tímamynd GS
var að koma upp í byrjun júní,
en þá voru of erfiðar æfingar á
því tímabili og ég held að það
hafi keyrt mig niður aftur. Þetta
hefur a.m.k. stoppað það aö ég
nái að koma forminu út. Þetta
er allt svo rosalega viðkvæmt,
en ég get meira og vonandi
kemur það í ágúst. Eg hef samt
ekki slæma samvisku. Ég er bú&;
in að leggja mína vinnu í þetta
af lífi og sál og veit að ég hef
gert vinnuna mína. Það er bara
spurningin að ná þessu út,"
sagði Martha.
Hún keppir á Bislet-leikunum
á föstudaginn í 5000m hlaupi
og segir að þessi keppni í styttri
vegalengdunum sé aðeins und-
irbúningur fyrir lOOOOm. Mart-
ha segist vona að hún springi
út á föstudag. „Það fara að
verða síðustu forvöö að sýna
góðan árangur. Eftir Bislet-mót-
ið tek ég ákvörðun um hvað
verður með framhaldið, eins og
heimsmeistaramótið. Ég fer
ekki þangað nema ég viti að ég
geti staðið mig vel," sagði Mart-
ha sem ætlar að bæta sig í
5000m á föstudag, sem yrði þá
um leið íslandsmet. ■
s /
Arni Arnason sjúkraþjálfari um meibsl knattspyrnumanna í sumar:
„Minnkun meiðsla
frá fyrri árum"
Hefur verib meb ákvebna abferb til ab fyrirbyggja meibsli sem hefur
reynst mjög vel
„Þar sem ég þekki til er tölu-
verð minnkun um meiðsl leik-
manna frá því fyrir nokkrum
árum," segir Árni Árnason,
sjúkraþjálfari hjá Val, sem hef-
ur meðhöndlað margan meidd-
an leikmanninn. Nokkra at-
hygli vekur að í sumar hefur
minna veriö um slæm meiðsli
og er það góðs viti. Árni segir
að ökklameiðslin, tognanir aft-
an í lærum, náratognanir og
hnémeiösli séu þau meiðsli sem
eru algengust hjá leikmönnum,
en það sé lítil breyting frá fyrri
árum. „Það er aldrei hægt að
fyrirbyggja öll meiðsli, aldrei
hægt að gera fótboltann
meiðslafrían, en það er hægt að
fækka verulega og það hefur
gerst."
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5 at 5 0 2.034.501
88.950
3. 4 a< 5 71 6.480
4. 3 al 5 2.360 450
Heildarvinningsupphæö: 3.823.431
M i BIRT MED FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Árni hefur í tvö ár verið með
ákveðna aðferö til að fyrir-
byggja meiðsli og er hann sá
eini hér á landi sem notar þessa
aðferð. „Hún hefur skilað sér
mjög vel á þeim liðum sem við
höfum verið með," segir Árni,
en liðin sem hann var með
voru Valur, Breiöablik og ÍA.
„Það sem við gerum er að við
skoðum hvern leikmann (á
undirbúriingstímabilinu) og
leitum aö áhættuþáttum hans
með tilliti til meiðslanna. Viö
fáum upplýsingar um fyrri
meiðsli og við mælum hluti
eins og styrk, liðleika og fleira
og berum þetta saman við við-
miðunartölur frá stórri rann-
sókn, sem ég ásamt öðrum
framkvæmdi 1991. Þannig leit-
um við hreinlega eftir áhættu-
þáttum, sem við teljum geta or-
sakað meiðsli. Það hefur skilab
sér mjög vel, bæði með þessum
mælingum og svo líka skoðun-
um eins og ab skoða bak og
annað," segir Árni.
Hann segir að það finnist
veikleiki hjá flestöllum leik-
mönnuiji. „Ef menn vinna með
þessa veikleika, þá er engin
spurning að það skilar sér, því
við erum að sjá það hjá mönn-
um sem hafa ekki verið alveg
nógu duglegir aö vinna með
sín vandamál að þeir koma
mjög gjarnan í meðferð, því
þeir sinntu ekki nógu vel því
sem fyrir þá var lagt. Þá höfum
við upplýsingar um þá og get-
um flett því upp og séö að
þarna var hlutur sem þeir hefðu
mátt vinna betur með, eftir því
sem niðurstööur skoðunarinnar
sýndu. Við fáum kannski inn
mann með tognun aftan í læri
og þegar við flettum upp gögn-
unum okkar þá kemur t.d. í ljós
ab hann var með of lítinn styrk
í þessum vöðva eða hlutfalls-
legur styrkur milli hægri og
vinstri var ekki réttur," sagði
Árni að lokum. ■
Keflavík lokib keppni í Inter-Toto keppninni:
Tap gegn Linzer
Keflavík endubu þátttöku um eftir 0-1 útisigur á Zagreb
sína í Inter-Toto keppninni og eiga því kost á að komast í
með tapi gegn Linzer frá Aust- Evrópukeppni félagsliða. Stað-
urríki, 1-2, ytra á laugardag. an í riðlinum:
Sverrir Þór Sverrisson kom
Keflavík yfir snemma í leiknum Metz....3 3 0 0 4-1 9
en Linzer jafnaði skömmu Linzer ......3 1 20 4-3 5
seinna og gerbi sigurmarkið Partick....3 111 5-4 4
þremur mínútum fyrir leikslok. Zagreb ..3 0 2 1 0-1 2
Metz er komiö áfram úr riðlin- Keflavík.4 0 1 3 2-5 1
„ Camli risinn vaknar oft aftur upp þegar á móti blces," segir Kristinn
„Rót vandans hjá Val er marg-
slungin. Það er kannski helst
ab klúbburinn stendur illa
fjárhagslega. Ég er ekki að
segja að hægt sé að kaupa sér
árangur, en það virðist vera
betra að hafa ákveðna pen-
inga milli handanna til ab
tryggja ákveðið jafnvægi hjá
liðum. Þab hafa líka verið
miklar hreyfingar hjá Val á
undanförnum árum. Á fyrsta
árinu sem ég var með Val fóru
Kristinn Björnsson býst viö sigri
Vals gegn Fram á fimmtudag.
einir 10 leikmenn, og tölu-
verðar mannabreytingar urðu
svo árið eftir og fyrir þetta
tímabil. Það segir sig alveg
sjálft að það er ekkert lið sem
þolir svona ár frá ári," segir
Kristinn Björnsson, sem þjálf-
aði 1. deildarlið Vals í fyrra,
um þann lélega árangur hjá
Val í sumar.
„Þegar lið eins og Valur
kemst í þessa stöðu þá undir-
strikast allir veikleikar, ekki
bara liðsins í heild heldur
einnig veikleikar hvers ein-
staklings sem tengist málinu
einS og leikmanna, þjálfara og
stjórnarmanna. Þegar hins
vegar vel gengur, er það styrk-
leikinn sem er undirstrikaður.
Eg held t.d. eins og með Lárus
markvörð að hann er einfald-
lega ekki með sjálfstraustiö í
lagi, frekar en aðrir leikmenn,
en allir vita að hann er góður
markmaður. Hann líður fyrir
þab ab liðinu gengur illa, eins
og ef liðið skorar ekki jafnt og
reglulega þá verður hvert
mark sem fengið er á sig
meira áberandi," segir Krist-
inn.
Hann segir að sjálfstraustið í
heild sé því ekki í lagi. „Ef
menn fara að tala of snemma
um fallbaráttu, þá endar það
með því að það hugarfar
gleypir félagið. Það ab Valur
hafi aldrei fallið í 2. deild,
veldur líka mikilli taugaveikl-
un og það er að verba ein-
hvers konar draugur hjá félag-
inu að ef liðiö er ekki strax í
toppbaráttu, þá fara menn að
tala um fallbaráttu. Þetta er
eitthvað sem heltekur hugi
manna og þeir geta varla
hugsað skýra hugsun fyrir
því," segir Kristinn.
Kristinn var mjög gagn-
rýndur í fyrra meb störf sín
hjá félaginu og ætti því að
þekkja þab að vinna undir
álaginu sem Hörður Hilmars-
Unglingalandslib íslands í borbtennis:
Mjög góöur árangur
Unglingalandslið íslands í
borðtennis tók þátt í alþjóð-
legu móti í Ölstykke í Dan-
mörku fyrir skemmstu og náð-
ist mjög góður árangur á mót-
inu. Undrið unga og efnilega,
Guðmundur E. Stephensen,
sigraði glæsilega í A-flokki
drengja 15 ára og yngri og
hafnaði jafnframt í 2. sæti í A-
flokki drengja 15-17 ára, en
Lárus Sigurbsson, markvörbur Vals, um slaka
frammistöbu sína í sumar:
tt
Ekki í bolt-
anum til
aö vera á
bekknum"
„Á meban Tómas ver eins og gegn ÍA þá fer ég ekki í
libib," segir Lárus
Enn vinnur ÍA og enn tapor Valur
Skagamenn halda óslitinni sigurgöngu sinni áfram í 1. deild karla íknattspyrnu eftir oð hafa unnib Val 1 -0 á heimavelli og var
Skagamenn halda óslitinni sigurgöngu sinni áfram í 1. deild karla íknattspyrnu eftir oð hafa unnib Val 1 -0 á heimavelli og var þab Stefán Þórbarson
sem gerbi markib á glæsilegan hátt meb skalla eftir undirbúning Haraldar Ingólfssonar. Valsmenn halda hins vegar áfram ab tapa og var þetta fjórba
tap þeirra í röb í deildinni. Á myndinni er Ólafur Þórbarson, sem var mjög góbur, í baráttunni vib Valsarann Gubmund Brynjólfsson.
Tímamynd Pjetur
Kristinn Björnsson, fyrrum þjalfari Vals, um gengi Vals í sumar í karlaknattspyrnunni:
„ Fallbaráttudraugur
veldur taugaveiklun"
son er undir núna. „Hann
gæti t.d. misst sjálfstraustið
líka og farið að efast um sínar
aðgerðir. Það er bara hægt að
treysta á sína eigin skynsemi
og vinna sig út úr þessu hægt
og rólega," sagði Kristinn.
Hann sagði annars að Valslið-
ið væri á uppleið og hann
byggist við því ab sigur myndi
vinnast gegn Fram á fimmtu-
dag. „En tapist sá leikur, verður
mjög erfitt að hífa sig upp aft-
ur. En ég trúi á seigluna í liðinu
og það er nú oft þannig að þeg-
ar á móti blæs þá vaknar gamli
risinn aftur til lífsins," sagöi
Kristinn aö lokum. ■
„Þetta er ný staða fyrir mig en
þetta er staða sem ég verð ab
sætta mig við því ég er ekki
búinn að standa mig eins og
ég get best," segir Lárus Sig-
urösson, markvörður hjá Val,
aðspurður um það nýja hlut-
skipti í síðustu tveimur leikj-
um Vals að sitja á bekknum.
Lárus var á bekknum gegn
Grindavík í bikarnum í síö-
ustu viku og einnig gegn ÍA á
sunnudag. Fram að ÍA-leikn-
um hafði Lárus leikið tæpa 70
leiki í deildinni með Þór og
Val án þess að setjast á bekk-
inn. „Ég hef fáar skýringar á
slakri frammistöðu minni í
sumar. Maður er ósáttur við
sjálfan sig en ég er hvergi
nærri hættur og held bara
áfram," segir Lárus. Aðspurð-
ur hvort mikil vinna við að
reka veitingastaðinn Kofa
Tómasar frænda hafi einhver
áhrif segir Lárus það ekki vera
og ef eitthvað er hafi verið
mun meira álag í vinnunni í
fyrra heldur en nú. „Ég ætla
ekki að tína vinnuna sérstak-
lega til. Þetta eru bara hlutir
sem gerast og ég hef aldrei
lent í þessu áður. Maður er
alltaf að læra eitthvað nýtt í
boltanum. Ég hef verib að
gera mörg byrjendamistök og
það er töluvert áfall enda vill
enginn gera mistök. Þetta hef-
ur verið nánast aumingja-
gangur í mér og einnig hef ég
verið óheppinn. Miðað við
hvernig Valsliðið hefur spilað
þá hafa mistök mín orðið
meira áberandi en ella. En
þetta er gríðarlega erfitt að
sætta sig við þegar ég veit að
ég get miklu meira og betur.
Ég finn samt fyrir gríðarlegum
persónulegum stuðningi en
skil afstöðu þjálfarans mjög
vel." Tómas Ingason heitir sá
ungi markmaöur sem hefur
tekið við stöðu Lárusar og
staðið sig mjög vel í tveimur
leikjum. En er Lárus sáttur við
ákvörðun þjálfarans? „Það
náttúrulega reynir enginn að
standa sig illa en mín frammi-
staða sem af er sumri er ekki
það gób að ég geti farið að
setja mig upp á afturlappirn-
ar. Á meðan Tómas stendur
sig svona vel á hann fullan
rétt á að vera í markinu og ég
stend með honum af fullum
krafti og vona að vib náum að
halda Valsmarkinu eins
hreinu og hægt er það sem
eftir er tímabilsins. A meðan
Tómas ver eins vel og gegn ÍA
þá fer ég ekki í liðið. Þegar
staðan er svona þá verð ég að
sætta mig við þab hlutskipti
að sitja á bekkhum þó ég sé
ekki ánægbur meb það. Mað-
ur er ekki í knattspyrnunni til
að vera á bekknum. En svona
er boltinn, það eru ekki jól
endalaust," sagði Lárus.
Guðmundur er aðeins 12 ára.
Eva Jósteinsdóttir sigraði í 1.
og 2. flokki kvenna þar sem
hún lagði Lilju Rós Jóhannes-
dóttur í úrslitaleik í báðum
flokkum. Þá sigraði Ingólfur
Ingólfsson í 2. flokki karla.
Næsta verkefni unglingana er
Evrópukeppni unglinga sem
verður haldib verður í lok júlí í
Hollandi. ■
Lárus Sigurösson hefur nú setiö á bekknum tvo leiki í röö hjá Val.
Tímamynd Pjetur
Knatt-
spyrnuúrslit
1. deild karla
KR-Breiöablik..........2-1 (0-1)
0-1 Arnar Grétarsson (3)
1- 1 Mihajlo Bibercic (46)
2- 1 Guðmundur Benediktsson
(86)
Grindavík-ÍBV ..........1-0 (0-0)
1-0 Milan Jankovic (78(v))
ÍA-Valur ..............1-0 (0-0)
1-0 Stefán Þórðarson (82)
Staöan
Akranes........ 8 8 0 0 16-2 24
KR............. 8 5 0 3 10-8 15
Leiftur........7 4 0 3 13-10 12
Keflavík ......63 2 1 6-3 11
ÍBV............8 3 14 18-11 10
Grindavík .....8 3 14 12-12 10
Breiðablik.....8 3 1 4 12-13 10
FH............. 7205 11-18 6
Fram........... 6 1 23 4-12 5
Valur ..........8 1 1 6 6-19 4
Næstu leikir: 19. júlí: Keflavík-
KR. 20. júlí: Valur-Fram, FH-
Leiftur, Breiðablik-Grindavík,
ÍBV-ÍA.
1. deild kvenna
Breiðablik-ÍBA.........12-0 (5-0)
Staðan
Breiðablik.....8 7 1 051-4 22
Valur ..........65 1 021-5 16
Stjarnan.......7 4 1 2 24-7 13
Akranes....... 7 3 13 18-16 10
Haukar......... 7 1 1 5 3-44 4
ÍBA............7 0 1 6 5-38 1
ÍBV ...........5 005 5-24 0
Næstu leikir í kvöld: ÍA-Valur,
KR- Haukar, ÍBV-Stjarnan.
2. deild karla
Fylkir-Þróttur R..............1-1 (0-0)
Víkingur-ÍR..................0-1 (0-0)
Víöir-Þór Ak................2-3 (1-1)
Staöan
Fylkir ........8 5 2 1 16-8 17
Stjarnan.......8 5 12 16-10 16
Þór Ak.........8 5 0 3 15-13 15
Þróttur R...... 8 4 2 2 14-9 14
Skallagrímur....8 4 2 2 12-8 14
KA............. 83 32 9-8 12
Víöir.......... 8 3 1 4 7-8 10
ÍR.............82 1 5 12-18 7
Víkingur.......8206 8-17 6
HK ............8 1 07 10-19 3
Næstu leikir: í kvöld: ÍR-KA. 19.
júlí: Þróttur R.-Víkingur, Skalla-
grímur-Stjarnan, HK-Víðir, Þór
Ak.-Fylkir.
3. deild karla
Haukar-Leiknir R............1-5
Þróttur N.-Ægir...............0-3
Selfoss-Höttur..............3-2
Fjölnir-BÍ .................5-1
Staðan
Völsungur ......9 62 1 17-7 20
Leiknir R...... 9 6 1 2 21-9 19
Ægir...........9 5 1 3 17-12 16
Dalvík.........9 3 60 13-7 15
Selfoss........9 5 0 4 16-19 15
Þróttur N......9 4 0 5 11-12 12
Fjölnir........9 3 15 17-15 10
BÍ ............9 2 3 4 9-16 9
Haukar.........9 2 0 7 6-25 6
Höttur ........9 1 2 6 10-15 5
Næstu leikir: 21. júlí: Dalvík-BÍ,
Höttur-Fjölnir, Selfoss-Ægir,
Þróttur N.-Leiknir R., Haukar-
Völsungur.
4. deiló
Afturelding-Ármann 1-2
Víkingur Ól.-Hamar 6-1
TBR-GG 1-3
Grótta-Reynir S 1-3
Bruni-Smástund 1-4
Njarðvík-ökkli 6-1
ÍH-Smástund 3-1
Tindastóll-Þrymur 10-0
Neisti H.-KS 0-4
Sindri-Huginn 2-1
KVA-Neisti