Tíminn - 18.07.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.07.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 18. júlí 1995 lliiwmi STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaóaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Efnahagsbatinn og atvinnuleysið Síðustu tölur, sem birtar hafa verið um atvinnu- leysi, sýna að á landinu öllu eru 6977 atvinnulaus- ir í júnímánuði, sem er að meðaltali 5%. Atvinnu- leysi fer upp í 7% í þessum mánuði á Suðurlandi þar sem það er mest, en á höfuðborgarsvæðinu mælist það 4,8%. Þetta eru tölur sem vissulega valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að atvinnulausum hefur fjölg- að frá því í maí. Venjan hefur verið sú að atvinnu- leysi hefur minnkað yfir sumarmánuðina. Þessar tölur eru ekki síður umhugsunarefni í ljósi þess að hagtölur sýna efnahagsbata, og spáð er hagvexti á þessu ári. Sá hagvöxtur virðist ekki hafa skilað sér í batnandi ástandi á vinnumark- aðnum, enn sem komið er að minnsta kosti. Við nánari athugun er ekki allt sem sýnist varð- andi tengsl efnahagsbatans og atvinnustigsins í landinu. í athyglisverðri úttekt í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag er bent á það að efnahags- batinn sé borinn uppi af einkaneyslu. Innflutn- ingur hefur farið vaxandi það sem af er árinu og umsvif í kringum þá starfsemi. Fram hefur komið að ekki eru líkur til að tekjur aukist af sjávarútvegi á árinu. Ákvörðun um heild- arafla felur í sér tekjutap miðað við núverandi stöðu um 3,6 milljarða króna. Fátt bendir til þess að auknar úthafsveiðar vegi þar á móti. Fjárfesting er og hefur verið í sögulegu lágmarki. Víða hagar þannig til í byggingariðnaði að skortur er á verkefnum. Batnandi afkoma fyrirtækja á síð- asta ári hefur ekki komið fram í auknum fjárfest- ingum. Líklegt er að efnahagsbatinn sé fremur notaður til þess að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækj- anna og greiða niður skuldir heldur en til að fjár- festa. Meðan svo er hefur efnahagsbatinn ekki áhrif á atvinnustigið, en sterkari fyrirtæki efna- hagslega ættu þó að geta fært út kvíarnar síðar, ef jafnvægi helst. Raungengi íslensku krónunnar er lágt um þessar mundir, sem ætti að skapa almennum iðnaði í landinu samkeppnisstöðu. Lækkandi atvinnuleys- istölur á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða kunna að eiga rætur að rekja til þess að almennur iðnaður sé að taka við sér. Vonandi verður fram- hald á þeirri þróun. Enn er hins vegar ástandið þannig að sjávarút- vegurinn og sveiflur í honum hafa úrslitaáhrif á afkomuna. Ekki síst á það við um atvinnulífið úti á landsbyggðinni þar sem allt byggist á þessari at- vinnugrein. Nýsköpun í almennum iðnaði hefur átt erfitt uppdráttar þar. Nýsköpun í atvinnulífi hefur þar einkum beinst að ferðaþjónustu og smá- iðnaði eða handverki. Sala handverksins er tengd við ferðaþjónustuna og hvort tveggja er árstíða- bundið. Það er full þörf á því að huga sérstaklega að at- vinnuráðgjöf og nýsköpun á landsbyggðinni nú þegar skilyrði eru talin hagstæð í almennum iðn- aði. Atvinnuleysistölur júnímánaðar eru viðvörun í þessum efnum. Arngrímur lærði og næturlífið í upphafi 17. aldar skrifaði Arn- grímur Jónsson læröi rit á latínu þar sem hann var að svara og mótmæla lastskrifum um íslendinga erlendis. Arngrímur hafði ærið tilefni til þessarar landkynningar sinnar, því orðsporið sem af þjóðinni fór var vægast sagt ekki gott eða líklegt til að vekja hrifningu á þeim sem hér á landi bjuggu. Frumkvæði Arngríms er merkilegt og þó ofmælt sé kannski að tala um að hann hafi hafið markaössetningu á landinu, er óhætt að tala um brautryðjenda- starf á sviði ímyndariðnaðar og landkynningarinnar. En það var heldur ekki við öðru að búast af Arngrími, sem var frændi sjálfs Guðbrands Hólabiskups og var lengi sérstakur aðstoðarmaður hans og officialis. Það hefur æxlast einhvern veg- inn þannig að ekkert hefur spurst um það hvort skrif Arngríms hafi náð að snúa almenningsálitinu á öndverðri 17. öld, en þó er það ólík- legt, ekki síst í ljósi þess að Arn- grímur skrifaði á latínu sem aðeins menntaðir menn og kirkjunnar kunnu. Hins vegar er viðbúið að hann hafi haft áhrif í hópi latínu- mælandi manna og þeir síðan haft einhver áhrif í kringum sig. Blefkens þáttur En Arngrímur átti vib erfiða and- stæðinga að etja og frægastur þeirra er sjálfsagt Blefken, sem ritaði ís- landslýsingu ófagra. Að vísu komst það í tísku fyrir nokkrum ámm að segja ab Blefken hafi verið fyrsti maðurinn sem sagði sannleikann um íslendinga, en núorðið heyrast menn sjaldan flíka slíkri minni- máttarkennd vegna þess eins ab þeir em íslendingar. Meöal þess, sem Blefken sagði um íslendinga, var að þeir byggju í moldarkofum eða moldarholum, lúsugir og óþrifalegir og dýrslegir og konur væru lauslátar og siðferði almennt á lágu stigi. Ýmislegt fleira tíndi Blefken til sem Garra brestur minni Um/JöHuíi um menningorborgina Reykjavilt i The Sunday YVl 1 (SÖl fl 11 TT1 I Lækjartorg líkt og vigvollur fra miboldum * _______ iHAvtr 1 r | JÖ kikil j |iin> bjilni. f»ö «1 iTeypii Night & thc City v.rlu llólbUb nu^ (frbl. " ” il»ndl y'bu iorrvu IAVIK <.o*»b*.ní.li iBikpiutu ly.li *U un t Hu*nahoi6ing|jmin Ki.kk.inli jyng|»n- Viljum ekki tunsta sem leita' eftir skemmtanaorgíum. ,t, i ^bunn, Náttúrlega léleg grein Si.u.bu. Sk»tlKv6 y.i "J"v til ab rekja nánar, en heildaráhrifin af lýsingu hans voru í það minnsta þannig að greinilegt var að á íslandi bjuggu hálfgerðir villimenn, á mörkum þess að vera mennskir þar sem þeir veltust um í moldinni. Þegar Garri las Tímann sinn um helgina, komst hann að því að það hefur nánast ekkert breyst frá því á dögum Arngríms lærba. Enn þann dag í dag er íslendingum lýst í út- Iöndum sem villimönnum. Núorð- og ofurölvuðum táningum í tísku- klæðum er fullt eins athyglisvert og umbrot náttúrunnar." Og greinar af þessu tagi eru ekki að birtast í einu blaði heldur í fleiri blöðum, og enn á ný virðast íslendingar ætla að fá á sig orðspor sem þjóð unglinga- drykkjunnar, sem var svo lífseigt eftir fréttaþáttinn „60 mínútur", sem sýndur var fyrir einum 20 ár- um í Bandaríkjunum. GARRI ið veltist þjóðin að vísu ekki um í moldarholum, heldur í kantstein- um göturæsanna. Áður fyrr var sib- leysið og skíturinn rakinn til bágs efnahags. Nú er lauslætib og ælu- pestir unglinga rakið til óhóflegrar áfengisneyslu. „Dýragarbur nætur- Íífsins" Tíminn greindi frá því um helg- ina að stórblöð í Bretlandi séu að skrifa um ísland sem „dýragarb næturlífsins" og blabamenn fara þar á kostum við að lýsa villimann- legum tilburbum íslenskrar, æsku vib að skemmta sér. „Næturlíf Reykjavíkur er þétbýlismannfræði á geggjuðu stigi," mun einn blaða- maðurinn hafa sagt í grein um Reykjavík og bætir við: „Að horfa yfir aðaltorg Reykjavíkur, í raun eina torg Reykjavíkur, og sjá allt morandi í einsleitum, ljóshærðum Þa& sem gerir gæfu- muninn Eftir að þátturinn um 60 mínút- urnar var sýndur í sjónvarpi í Amer- íku, hafa margir orðið til þess ab taka upp merki Arngríms lærða og bera blak af íslandi, íslendingum og íslenskri æsku. Árangurinn hefur ekki orðið meiri en svo, að enn eru að birtast greinar um drykkjuskap unglinga og taumlaust næturlíf í Reykjavík. Arngrímur varbi þjóðina á latínu og er það vel, þó álit manna hafi- helst breyst við það ab íslend- ingar fluttu úr moldarholunum og í mun byggilegri hús. Þab var það sem gerbi gæfumuninn. í dag hafa margir ritað gegn skrifum erlendra manna um unglingadrykkjuna, en án mikils árangurs. Ætli það sé ekki líklegast til ab stoppa þessi skrif í er- lendum blöbum um dýragarð næt- urlífsins að fara að sinna ungling- unum og gefa þeim færi á annarri og uppbyggilegri skemmtun en að drekka sig fullan fyrir augum út- lendra blabamanna. Garri Spilað á hugmyndaflugib Hallormsstaðarskógur er stærst- ur skóga hérlendis og mér finnst alltaf áhugavert að koma þar. Skógurinn og umhverfi hans hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Gamlar myndir frá Hallormsstað sýna tiltölulega lágvaxinn skóg, sem nú er orö- inn vöxtulegur. Þegar gamla skóginum sleppir, teygja nýir lerkiskógar sig yfir víðar lendur. Vettvangur Ijóba og söngva Fjöldi ferðamanna kemur í Hallormsstaðarskóg ár hvert. Þar er skjólsælt og gott aö vera, enda er tjaldstæði í Atlavík og sumarhótel í skólunum. Hins vegar eru hinar frægu Atlavíkur- samkomur aflagðar, en þær þóttu undir það síðasta ofbjóða viðkvæmu lífríki á þessum stað. Hallormsstaðarskógur hefur orðið skáldum yrkisefni. Enn segja fróðir menn að sjá megi þar hrísluna sem Páll Olafsson orti um sitt þekkta ljóð Hríslan og lækurinn, sem hefst þannig: „Gott átt þú, hrísla, á grænum bala". Þetta ljób er enn sungið af tilfinningu þegar Héraðsbúar taka lagið saman. Sömuleiðis þykir manndómur að því að kunna kvæði Halldórs Laxness um Hallormsstaðarskóg, „Blá- fjólu má í birkiskógnum líta", sem sungið er vib gamla lagið við „Hvab er svo glatt". Og enn kemur glampi í auga margra roskinna Austfirðinga við ab Á víbavangi hlusta á „Nótt í Atlavík" eftir Svavar Benediktsson. Hallormsstaður er einn af þeim stöðum á landinu sem eiga sína sögu og minningar tengdar því lífi, sem þar hefur verið lifað. Ungt fólk var þar sumar og vetur í Húsmæðra- skólanum á veturna og í skóg- ræktinni á sumrin. Skógurinn var og er glæsileg umgjörð um þetta líf, Spilað á huamynda- flugib Fyrir nokkrum árum var opn- að til almennrar umferðar nýtt svæði í skóginum, svokallað trjásafn. Þarna eru góðir göngu- stígar, lagðir mjúku viðarkurli og auðvelt að ganga um svæðið og virða fyrir sér hinar ýmsu trjátegundir, sem eru vel merkt- ar. Það er engin spurning fyrir þá, sem koma í Hallormsstað og hafa áhuga fyrir gróðri og trjá- rækt, að koma þarna við. í sumar hefur verið bryddað upp á skemmtilegri nýjung í trjásafninu. Forsagan er sú að nokkrum listamönnum voru fengnir í hendur trjábútar, tveir metrar á lengd hver, til að vinna úr eftir því sem andinn innblési þeim. Utkoman er til sýnis á svæðinu og sýnir hvernig er hægt að beita hugmyndaflug- inu. Þarna er að finna frumlega skúlptúra og verk af ýmsu tagi, sem rekja má til viðarbútanna sem áður voru nefndir. Þetta setur afar skemmtilegan svip á svæðið og gefur ný og óvænt sjónarhorn, en sjón er sögu rík- ari. Nú hefur það verið tekið upp í vaxandi mæli að opna skóga landsins almenningi og er það vel. Fer það saman aö skógarnir eru ákjósanlegir til útivistar og einnig eru trjásöfn eins og á Hallormsstað kjörin til þess að fræða fólk urp þá gífurlegu möguleika sem eru til þess að rækta skóga hér á landi. Þeir eru miklir, jafnvel svo að fara verð- ur með gát, svo ekki fari eins og fyrir vini mínum á Egilsstöðum, sem fékk rótarskot úr myndar- legri ösp í garðinum upp um eldhúsgólfið hjá sér. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.