Tíminn - 18.07.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.07.1995, Blaðsíða 3
Þribjudagur 18. júlí 1995 SMwi 3 Mikib álag og langur vinnutími hjá lœknum á slysadeildum breytist ekki: Skortur á aðstoðarlæknum Jóhannes Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri á Borgarspítala, segir a& skortur á aösto&ar- læknum komi í veg fyrir aö hægt sé a& breyta vaktafyrir- komulagi lækna, m.a. á slysadeildum, en þar er al- gengt a& unniö sé heila sól- arhringa í senn. Einnig er álag mjög mikiö á skuröstof- um. Nýlega voru geröar breytingar á vaktafyrir- komulagi hjúkrunarfræö- inga á Borgar- og Landsspít- ala, m.a. til aö minnka lík- urnar á löngum vöktum. Þessar breytingar er ekki hægt aö gera hjá a&sto&ar- læknum, þaö er ekki til nóg af þeim í landinu. „Þaö eru reyndar nokkur ár síðan það var farið í gegn um þaö hvort þetta gæti gengið upp. Það var sérstaklega slysa- deildin sem var þá höfð til hliðsjónar. Þaö þurfti að marg- falda fjöldann til að þaö væri hægt aö setja alla lækna á vaktir. Það var og er alveg úti- lokað, bara vegna þess að það er ekki til mannskapur og verður væntalega ekki," segir Jóhannes Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri á Borgarspítalan- um. „Þetta fer náttúrulega svolít- iö eftir því hvað það er mikið vinnuálag á tímanum sem fólk er í vinnu. Sumir hafa mögu- leika á að fleygja sér, eða em ekki alveg á útopnu allan tím- ann." Jóhannes segir að fleiri hóp- ar innan heilbrigðisstéttarinn- ar geti lent í mikilli vinnu og nefnir t.d. meinatækna og röntgentækna. „Álagið er þó mest á aðstoð- arlæknum, sem eru alltaf í víg- línunni. Það er miklu sjaldnar sem sérfræðingarnir eru með svona langar samfellur eins og krakkarnir á slysadeildinni. Þeir eru í alveg fullan sólar- hring," segir Jóhannes. - TÞ Kaupfélag Rangœinga: Garðar Halldórs- son rábinn kaupfélagsstjóri Garöar Halldórsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupféiags Langnes- inga á Þórshöfn á Langanesi, hefur verið ráöinn til sama starfa hjá Kaupfélagi Rangæ- inga á Hvolsvelli. Garöar var valinn til starfans úr hópi 15 umsækjenda. Ágúst Ingi Ólafsson, núver- andi kaupfélagsstjóri, hefur ver- ið ráðinn sveitarstjóri á Hvol- svelli og tekur við því starfi þann 15. ágúst næstkomandi. Frá sama tíma tekur Garðar Halldórsson til starfa á Hvol- svelli. -SBS, Selfossi Lundaveibimenn í Eyjum: Sækja sem óöast um vei&ikort Umsóknir um veiðikort streyma nú inn frá lunda- veiöimönnum í Vestmanna- eyjum, en hátt á annaö hundraö iundaveiöimenn eru búnir að leggja inn umsókn. Að sögn lögreglunnar í Eyjum voru aðgerðirnar fyrir helgina gerðar í þeim tilgangi að ýta við þeim sem ekki voru búnir að fá sér veiöikort, en hald var lagt á verður gert við þá. Lögreglumaður sem Tíminn ræddi við líkti viðhorfi manna til veiðikorta við það þegar lög- in um öryggisbelti tóku gildi á sínum tíma: „Það bara tekur sinn tíma fyr- ir fólk að melta það að það séu komin ný lög. Þetta eru lög sem eru komin til að vera. Menn verða bara aö gera sér grein fyrir 2.000 lunda. Ekki er ljóst hvað því og taka því." -TÞ Tölvunefnd: Fjölmiblar mega skoba álagningarskrá og skýra frá meban hún er til sýnis: Lok lok og læs eftir aö forvitninni er svalaö Islandsmetib flaug Ljósm.: C.T.K. í tilefni af framlagningu álagningarskrár á næstunni hefur Töivunefnd kunngjört þaö álit sitt aö a&gangur flöl- miöla að skránum veröi hvorki takmarka&ur né skorö- ur reistar viö heimild þeirra til birtingar efnis þær tvær vikur sem skrárnar liggja frammi al- menningi til sýnis, iögum samkvæmt. Eftir að þeirri sýningu lýkur „fer hins vegar um aögang að þeim og meðferð upplýsinga úr þeim að öðru leyti samkvæmt þeim almennu reglum sem gilda um skráningu og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum (nr.121/1989)", segir Tölvunefnd. Samkvæmt al- mennum reglum þeirra laga sé óheimilt að skýra frá upplýsing- um er varða einkamálefni ein- staklinga nema með samþykki viðkomandi og sérstakri heim- ild Tölvunefndar. Meðan þeim skilyrðum sé ekki fullnægt sé Óheimilt að skýra frá upplýsingum úr álagn- ingarskrám nema á þeim tíma sem aimenningur hefur aðgang að þeim. ■ Bjarni Bjarnason, níu ára gamall Grímsnesingur frá Þóroddsstöö- um, gerði sér lítið fyrir og sló út sólarhringsgamlt „Islandsmet" í svokallaöri góðhestareið á Murn- eyri á Skeiðum á sunnudaginn. Sprettfæriö í þessari nýju keppn- isgrein er 800 metrar og mega knaparnir nota þann gang, sem gæðingurinn er fljótastur á. Bjarni sat Nara og tíminn var 1.43.7 mín. Skipta má um gang í hlaupinu, en bannað er að fara á stökk, þá verður viðkomandi að bíða eftir öllum hópnum og hefja aftur keppni aftastur. Hinn kunni knapi og landsliösmaöur, Einar Öder Magnússon, sem hannaði þessar reglur, spáir greininni mikilli framtíð. Þarna geta allir tekið þátt, sem eiga yf- irferðarmikla hesta, spenna kappreiðanna til áhorfenda og knapa skilar sér fullkomlega og hæfiieikar hestanna njóta sín til fullnustu. Atvinnulausum fœkkabi ekkert frá maí til júní og ekki mikillar fœkkunar vcenst í júlí: Um 7.000 manns án vinnu Atvinnulausum fjölgaði frekar en hitt milli maí og júní, þegar þeir voru um 7.000 að jafnaöi, eða um fjóröungi (25%) fleiri en í júní í fyrra. Meginbreytingin Aldarafmœli verslunar á Borgarfiröi eystri: Hátíð um næstu helgi Helgina 21.-23. júlí er því fagnað á Borgarfirði eystri að staðurinn fékk verslunarréttindi fyrir hundrað árum. Aögangur að tjaidstæði hreppsins verður ókeypis og á föstudagskvöld er boöið til grillveislu. Þar verður varðeldur og mun Jón Arngríms- son stjórna fjöldasöng. Laugardaginn 22. júlí verður flutt hátíöardagskrá í félagsheimilinu Fjarðarborg. Þar býður Borgarfjarð- arhreppur til kaffisamsætis. Margt fleira gera Borgfirbingar til hátíðarbrigða. í Bakkagerðiskirkju verður hátíbarmessa. Þar messar sóknarpresturinn, séra Þórey Gub- mundsdóttir, og Snæfellskórinn syngur. í Vinaminni verður opnuð sýning á málverkum og handunn- um munum eftir Borgfirðinga. Þá verður sýning á gömlum verslunar- munum og ljósmyndum í Fjarðar- borg. Saga Borgarfjarðar hefur verib skráð í tilefni af afmælinu og er fyr- irhugað að sú bók komi út 20. júlí. Pétur Örn Hjaltason, sem er starfsmaður afmælisnefndar, hefur haft veg og vanda af undirbúningi hátíðarinnnar, en flest félagasam- tök í hreppnum taka þátt í hátíðar- höldunum. ■ var þó sú, að konum á atvinnu- leysisskrá fjölgaði um 500 (upp í 4.100) á sama tíma og körlum fækkaði um 400 (niður í 2.900). Hlutfall atvinnulausra kvenna (7,1%) varð því rúmiega tvöfalt hærra en karla (3,5%) í júní, sem er óvenjulega mikill mun- ur. Atvinnulausum fjölgaði alstað- ar nema á höfuöborgarsvæbinu, Vesturlandi og Vestfjöröum. Öll fækkun á höfuðborgarsvæöinu var í hópi karla og fjölgun at- vinnulausra á landsbyggðinni öll meðal kvenna. Atvinnulausum fjölgabi langmest á Suðurlandi, úr 5,1% í maí í 7% í júní, sem er hæsta hlutfaliö í mánuðinum. Þessi mikla fjölgun hefur fyrst og fremst orðiö meðal kvenna í sjávarplássunum: úr 70 í 270 sam- tals í Vestmannaeyjum, Þorláks- höfn, Stokkseyri og Eyrarbakka. Um 11,3% sunnlenskra kvenna voru án vinnu í júní og sama hlutfall kvenna á Suðurnesjum. Rúmlega 6.600 manns voru enn á atvinnuleysisskrá síöasta virkan dag júnímánaöar. Vinnumála- skrifstofan reiknar því ekki með að atvinnulausum fækki að ráði í júlí. Ólympíukeppni í stœröfrceöi: Fjórir keppendur frá íslandi Fjórir íslenskir skólapiltar taka þátt í alþjóðlegri ólympíukeppni í stærðfræði. Keppnin er haldin í Toronto í Kanada, en þátttak- endur eru valdir á grundvelli frammistöðu sinnar í Stærð- fræöikeppni framhaldsskóla- nema og Norðurlandakeppni í stærðfræði sem efnt var til sl. vetur. í fylgd meö keppendunum veröa farastjóri og dómnefndar- fulltrúi. Tveir keppendanna koma frá Menntaskólanum í Reykjavík, Ein- ar Guðfinnsson sem var að ljúka þriöja námsári við skólann og Ge- org Lúðvíksson sem er nýstúdent, en úr Flensborgarskóla í Hafnar- firöi kemur Hannes Helgason og úr Menntaskólanum við Hamrahlíð kemur Kári Ragnarsson. Hannes og Kári vom báðir aö ljúka öðru námsári sínu í framhaldsskóla. Fararstjóri er Einar Arnalds Jónas- son, kennari við Fjölbrautarskólann ,í Breibholti, en fulltrúi íslands í dómnefnd keppninnar verður Lár- us H. Bjarnason, kennari við Menntaskólann í Hamrahlið. Undirbúningur keppninnar fór fram á vegum Háskóla íslands þar sem keppendur hlutu þjálfun í stærðfræði og dæmareikningi, en slík þjálfun er nauðsynleg þar sem viðfangsefni keppninnar eru að sumu leyti frábrugbin venjulegu námsefni í þessari grein hér á landi. Keppnin fer fram dagana 19. og 20. júní. Um 400 keppendur frá 70 löndum taka þátt og glíma allir við sömu verkefni, en hver þjób má senda sex keppendur í mesta lagi. Menntamálaráðuneytib greiðir mikinn hluta ferbakostnaðar, auk þess sem Seðlabankinn styrkir keppnina, aö því er fram kemur í fréttatilkynningu. Ábyrgð hf. hefur gefið ferðatryggingar, en piltarnir njóta jafnframt persónulegra styrkja frá ýmsum aðilum, en vegna undirbúnings hafa þeir ekki getað stundað launaða vinnu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.