Tíminn - 20.07.1995, Qupperneq 2

Tíminn - 20.07.1995, Qupperneq 2
ame.—x.- mmmm Fimmtudagur 20. júlí 1995 í Matthías Halldórsson, abstoöarlandlceknir: Engin lækn- ing stabfest Matthías Halldórsson, aöstoöar- landlæknir, var spuröur að því hvaö honum fyndist um sam- komur eins og Bennys Hinns og þær lækningar sem taldar eru fara þar fram: „Ef vih skilgrein- um kraftaverk þannig að fólk líhi betur þá held ég ab þarna geti kraftaverk átt sér staö en í þeirri merkingu sem ég legg oftast í orbib þá hef ég enga trú á því ab þarna gerist kraftaverk." Matthías bendir jafnframt á ab enginn læknir, svo hann viti til, hafi nokkuð haft af þessum lækn- ingum ab segja. Enginn af þeim sem töldu sig læknast á samkomu Bennys í fyrra hafi gefið sig fram við lækna. Hann vill samt ekki draga úr því að fólki geti liðið betur og þetta geti haft góö áhrif á fólk andlega sem svo aftur verki á lík- amlega heilsu. Matthías vill taka það fram aö Landlæknisembættið hafi ekkert á móti þessum sam- komum þó ýmsir hafi túlkab orb þeirra þannig. ■ Tíminn spyr.,. Trúir þú á kraftaverk? (spurt eftir samkomu Bennys Hinns í gærdag) Birna Steingrímsdóttir: Nei, veistu ég held ekki þó það sé erfitt að svara þessu annaðhvort ját- andi eða neitandi. Anna Eiríksdóttir: Já, ég held það bara. Ekki endilega í tengslum viö þessa samkomu sem var hjá Benny Hinn en almennt trúi ég jví að kraftaverk geti orðið. Ellert Eggertsson: Ja, maður á dálítið bágt meb að trúa svona. Stundum er eiris og fólk sé bara ab látast. Mér virtist þetta stundum eins og eintóm sýndar- mennska þarna inni. Benny Hinn fyllir hvern íslendinginn á fœtur öörum heilögum anda: Andsetin kona hreins- uð af illum árum Samkomugestir á útleiö. Á hápunkti samkomunnar hjá Benny Hinn í Laugardagshöll í gærmorgun féllu fjölmargir gestanna á bak aftur eftir að hafa fengiö snert af heilögum anda. Þar á meðal kona ein sem sögð var hýsa illa púka djöfulsins. Samkomuþjónar Bennys komu að henni þar sem hún lá stíf inn í miðri mannþvögunni, drifu hana upp á svið þar sem Benny tók við henni. Þar tókst honum að reka burtu djöfla þá, sem tald- ir vom hrjá konuna, með nokkr- um vel völdum og afdrifaríkum handasveiflum sem miðuðu að því að hreinsa líkama konunnar og fylla hana heilögum anda í stað hinna vanhelgu. Meðan á þessu stóð virtist konan stödd í öðmm heimi þar sem hún lá stíf á svibi Laugardalshallar og um líkamann fóm krampakenndir kippir og talaði hún tungum. Önnur samkoma kraftaverka- mannsins Benny Hinn var hald- in í Laugardalshöll í gær kl.ll. Fjöjdi fólks var mættur á sam- komuna þó haldin væri á venju- legum vinnudegi. Samkoman byrjaði á söng þar sem meirihluti tók undir meb söng og klappi. Gestirnir voru á öllum aldri, allt frá ungabörnum til gamalmenna og töluvert var þarna af ungu fólki. Þarna var m.a. hópur af unglingum úr vinnuskólanum sem nýttu matartíma sinn til ab hlusta á gubs orö að áeggjan flokksstjóra þeirra. Söngur, klapp, predikanir, stuttar leikrænar útskýringar á boðskap kristninnar og fleira í þeim dúr sem mynda átti stemn- ingu fyrir kraftaverkalækning- arnar í lokin tóku hátt á þriðju klukkustund. Benny Hinn lagði sérstaka áherslu á heilaga þrenn- ingu og mátt hennar. Honum og aðstoðarmönnum hans var tíð- rætt um kraft eldsins og þá ekki síst eld heilags anda sem þeir vonuðust til að myndi breiðast út um salinn þá um daginn. Um- ræðan um kraft eldsins var ágæt- lega til þess fallin að magna upp stemningu áheyrenda en þó geigabi þab skot Bennys þegar hann var á skynrænan hátt að sýna mönnum fram á þann varma sem leggur frá heilögum anda. Hann bað menn um að ímynda sér þá stund sem hefur kaldast verið og svo þá hlýju og létti þegar þeir komust inn og létu líkamann leiba út kuldann fyrir framan arineldinn heima hjá sér. Þá heyrðist stöku fliss um salinn. Annars átti hann ágætis nafn á hinn íslenska söfnuð: „The God's frozen chosen", en blaðamaður Tímans treystir sér ekki til að þýða þau orð svo vel sé. Áhorfendaskarinn tók yfirleitt vel undir hjá Benny og félögum þó stundum væri erfitt að greina svar hans við spurningum pred- ikaranna. Margir söngvanna voru á ensku og þegar Benny fann að áhorfendur tóku ekki nægilegan þátt í söngnum bað hann kórinn um að syngja ís- lensk lög sem fólkiö þekkti, til að bjarga stemningunni. Þegar búið var að dreifa fórnar- umslögum, en þar áttu menn að færa fórnir til þessarar predikun- arstarfsemi sem og skrifa á sama umslag bænarþarfir sínar, en eins og Benny tók alloft fram var það einungis til hagræðingar að fórn- in og bænarefniö væri á sama umslagi, og þagga niöur í óróleg- um börnum með sleikjópinnum frá samkomuþjónum var salur- inn tilbúinn undir kraftaverka- lækningarnar. Þó að salurinn hafi verib held- ur rólegur fram að þessu var hann greinilega löngu reiðubú- inn til að taka á móti heilögum anda í gegnum Benny Hinn því nú fór hver á fætur öðrum ab leggjast í gólfið undan fargi heil- ags anda sem á þá lagðist vib snertingu Bennys Hinns. Eldri maður með tárin í augunum bab Benny um blessun til handa konu sinni og barni og féllu þau þrjú í yfirlið eftir snertingu heil- ags anda og konan reyndi marg- oft að standa upp en fékk and- ann alltaf harkalega í hausinn aftur þegar Benny var ab frelsa son hennar. Eftir að hafa fengið nokkra upp á svið kallaði Benny út í salinn að þeir sem vildu taka á móti heilögum anda mættu koma að sviðinu. Tók þá salur- inn kipp og meirihluti áhorfenda raðaði sér upp fyrir framan svið- ið. Tók þá Benny eina röb í einu og sjá mátti fólkið falla niður við snertingu hans eins og spila- kubba í Dómínó og sumir oft í röð. Það voru þó ekki einungis þeir sem gáfu sig fram við Benny sem urðu fyrir áhrifum andans því fyrir aftan blabamann Tím- ans stóð kona sem tvisvar skall í vegginn fyrir aftan sig og annar til hliðar sem féll í yfirlið og var borinn út. Þegar Tíminn yfirgaf samkomuna var enn allt í fullu fjöri og andrúmsloftið titraði með fólkinu sem margt hvert virtist í annarlegu ástandi eftir aö hafa hreinsast fyrir tilverknað Benny Hinn. Hr. Ólafur Skúlason: Ánægbur meb Benny Hinn Ólafur Skúlason biskup var nokkuð ánægður meb sam- komu Bennys Hinns á þribju- dagskvöld. „Mér fannst bob- unin tær og ákvebin. Þab var mjög fagmannlega ab öllu þessu staðib og Benny kunni sitt verk út í ystu æsar. Hann hafbi mjög sterka sviðsfram- komu og kunni að ná til mannfjöldans. En allt sem var á samkomunni miðaði auðvitab að því sem átti ab vera hápunkturinn, þ.e. kraftaverkalækningarnar." Hann segist vera mjög ásáttur við sam- komuna sem slíka en aö hann viti svo sem ekki hvernig taka eigi á þessum lækningum sem sagt var að hefðu gerst þarna fyr- ir framan samkomugesti. Biskup segist hafa reynt að ná í sr. Jónas Gíslason vígslubiskup, en eins og kunnugt er var hann einn af þeim sem stigu upp á svið til að taka á móti heilögum anda, til þess að vita hvemig honum libi í dag eftir þessa lífsreynslu í fyrra- dag en Jónas hafi ekki verið í símafæri. Tíminn reyndi einnig að ná tali af Jónasi en hann var upptekinn í viðtölum við blaða- menn. Aðspurður um það hvort bisk- up hafi trú á þeim lækningum sem talin em hafa orðið þarna segir biskup: „Ég trúi því að kraftaverk séu unnin. Ég trúi því t.d. að kraftaverk séu unnin á spítulunum og ab læknar sem biðji gub um styrk og stuðning vinni kraftaverk, og við sem biðjum fyrir sjúklingum við biðj- um þess líka að læknum sé gefin færni til þess að lækna. Ég trúi því að þarna séu mörg kraftaverk að gerast og að guö geti notað fólk til þess að vinna krafta- verk." ■ Sagt var... Túlkur óskast! „Ég held að frumskilyrði þess að sá mikli fjöldi sem hefur áhuga á þessu máli sjái árangur af verkum sínum sé að menn hætti því nú loksins að gefa sér fyrirfram að eitthvað eitt eða tvennt sé svona eða hinsegin og því sé ekki hægt ab ná árangri fyrr en því hafi verib útrýmt eba lagt til hlibar". Segir Ólafur Ragnar Grímsson í samtali vib Alþýbublabib í gær vib spurning- unni: Á hverju strandar sameining flokkanna? Tímanum þótti málflutning- ur hans í þokukenndara lagi. Forfebur okkar „Þab hófst með hatri. Norskur rumpulýður sem ekki vildi þýðast skattheimtu Haralds hárfagra hljópst úr landi og fór rænandi og ruplandi um nálæg lönd. Endaði síban meb því ab hrekjast upp á þetta sker og ílentist." Arnór Benónýsson skrifar um samskipti l'slendinga og Norbmanna frá önd- verbu í Alþýbublabinu í gær. Upp kemst um fáfræbi vest- rænna fjölmlblamanna um fata- smekk Jeltsíns „Forsetinn er einfaldlega í eftirlætis stuttermaskyrtunni sinni, sem hann klæðist þegar hann er í fríi. Ég tel ab þetta hafi valdið ruglingnum." Irina Volodina reynir ab telja mönnum trú um ab myndin sem birst hefur und- anfarib af Boris Jeltsín, og er sögb tekin á sjúkrahúsi hans, sé ekki sú sama og var birt af forsetanum fyrir þremur mánubum þegar hann var í fríi í Subur- Rússlandi. Þó ab myndirnar séu eins. Mogginn í gær. Byggjum yflr aumlngjana, alk- ana, unglingana, lelkarana og abra listamenn fjarri „okkur hinum" „Ég legg til ab ekki verbi veitt leyfi fyrir fleiri krám í mibborginni, heldur utan hennar, og eftirlitib aukið stór- lega með rekstri og gestum þessara staða sem ekki eru allir til sóma höf- uðborginni." Kristinn Sigurbsson skrifar í DV í gær . hvatningu (til borgarrábs?) um ab koma ruslaralýbnum, sem heldur krám borgarínnar í rekstri, út úr borginni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.